Alþýðublaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.09.1959, Blaðsíða 2
‘VEÐRIÐ: Suðvestan kaldi; skúrir. ☆ LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opiö á sunnudögum og miðviku- dögum frá- kl. 1.30—3,30. MINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 .—6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. ☆ SAMTÍÐIN, septemberblaðið, er komið út, fróðlegt og fjöl breytt. Forustugreinin nefn ist: Kvikmyndir í þágu heilsuverndar, og er þar sagt frá mjög merkum framkvæmdum erlendis í þessum efnum. — Ýmislegt annað efni er í blaðinu: — teridgeþájtu.r, Skákþáttur, . Kvennaþáttur, Framhalds- sagan, gamansaga, vinsæl- ir dægurlagatextar, drauma ráðningar bréfaskóli á ísl., skopsögur og skapgerðar- próf, o. fl. Kápumynd: Ava Oardner og Clark Gable í nýrri kvikmynd. ☆ ÚTVARPIÐ t DAG: — 12.50 „Á frívaktinni“. 19.00 Tón- leikar. 20.00 Fréttir. 20.30 Samfelld dagskrá í tilefni 40 ára afmælis flugs á ís- landi. (Sigurður Magnús- son fulltr. undirbýr dag- skrána). 22.00 Fréttir. — 22.10 Kvöldsagan: „Sveita- sæla“ eftir Lars Dilling í þýðingu Málfríðar Einars- dóttur. Fyrri lestur. (Edda Kvaran leikkona les). 22.30 Sinfónískir tónleikar. 23.00 Dagskrárlok. ☆ HÚSMÆÐRAFÉLAG Rvíkur fer í berjaferð sunnudag- inn 6. sept. Upplýsingar í síma 14442 og 15236. Bændaffokkur Framhald af 5. síðn. umbótastefnu, samstarfs á jafnréttisgrundvelli, án nokk- urra valdahjámiða, eins og alltaf hefur gætf hjá Fram- sóknarflokknum fram að þessu. Og alveg sérstaklega verður flokkurinn að gefa samvinnuhreyfinguna og kaup félögin frjáls undan flokks- klafa sínum. Þar á fulikomið jafnrétti að ráða, hvað sem pólitískum skoðunum líður, og atvinnu- og skoðanakúgun á ekki að þekkjast né þá líð- ast á vegum hennar né þeirra. Hér er það sem Framsókn- arflokkurinn velur milli iauða og lífs á næstunni. Það var nefnilega alger misskiln- ingur hans, að hann væri að berjast fyrir lífi sínu í vor meo andstöðunni gegn réttlát- ari Kjördæmaskipan. Líf hans er kornið undir því, að hann hagi séi eins og siðaður flokk- ur gagnvart samvinnuhreyf- ingunni og gagnvart þeim flokkum eða flokk, sem vildu þá með honurn gjarnan hafa samstarf. i (Alþýðumaðurinn). Lík bílstjórans borið í sjúkrabifreiðina, Slysið við Faxagarð Framhald af 1. síðu. ENGIN BREMSUFÖR. Ljósmvndari og fréttamaður frá Alþýðublaðinu fóru þegar á staðinn og fylgdust með björg unarstarfinu. Fer hér á eftir frásögn þeirra: Ekki var að sjá á bryggjunni nein bremsuför eða önnur för eftir hiól bifreiðarinnar. Lög- reglumenn komu strax á vett- vang, en ekki sáu þeir nein merki eftir bílinn á bryggjunni. Voru þegar gerðar ráðstafanir til að fá kafara til þess að kafa niður að bílnum og stóran krana til þess að ná bílnum upp. Tók þetta nokkurn tíma. Stór krni frá Reykjavíkurhöfn kom fljótt á staðinn og kafari var kominn á vettvang kl. 1.45. Var það Andri Heiðberg. 12 METRA í SJÓ FRAM. um, svo að rnannfjöldinn, er safnazt hafði saman, sæi það ekki áður en ættingjar hins látna fengju fréttina. Það gekk fljótt fyrir sig að ná bílnum upp. Er bíllinn var kominn upp úr sjónum og hékk þarna í lausu lofti, sáu menn greinilega, að þakið hafði fall- ið mjög saman. rúður voru skrúfaðar niður og framrúðan mölbrotin. Bíllinn var nú tek- inn inn á bryggjuna og athug- aður nánar. Það fyrsta, er lög- reglumenn urðu varir við, var það, að allar hurðir voru harð- læstar. í framsætinu var hattur bilstjórans, en svisslyklarnir fundust ekki. STALLUR Á BRYGGJU- ENDANUM. Ólíklegt er talið, að bíllinn hafi getað farið þarna fram af bryggjonni af slysi. Á bryggju- 20—30 em. hár, og það þarf nokkra ferð til þess að fara yfir hann. Geta má þess, að bíll Sig- urjóns heitins í Ræsi fór þarna fram af á sama stað. LÍFGUNARTILRAUNIR ÁRANGURSLAUSAR. Gerðar voru lífgunartilraunii' á bílstjóranum en þær báru eng an árangur enda langt liðið frá því að bíllinn fór fram af bryggjunni. KVÆNTUR OG ÁTTI 4 BÖRN. Alþýðublaðið var beðið að birta ekki nafn bílstjórans að svo stöddu, þar eð allir ætt- ingjar þans >ifðu ekki fengið fregnina um atburð þennan, en bílstjórinn var kvæntur og átti fjögur börn, sem öll munu upp ko,min að því er Alþýðublaðið bezt veit. Starf kafara gekk mjög greið- lega. Hann kom eftir skamma stund upp með líkið. Var því fljótlega náð upp á bryggju og komið í sjúkrabifreið hið snar- asta. Ekki sá neitt að ráði á líkinu, utan hvað svo virtist sem hendurnar hefðu skorizt, er framrúðan í bílnum hafði sprungið. Bíllinn var um það bil 12 metra frá bryggjunni og virtist það benda til þess, að nokkur ferð hefði verið á hon- um, er hann fór fram af. RÚÐUR SKRÚFAÐAR NIÐUR. Nú var hafizt handa um það að ná bílnum upp. Kafarinn fór niður, sló vír um bílinn og tók jafnframt númerið af hon- PÓLSK stjórnarvöld hafa boðizt til að veita fslendingi styrk til náms í Póllandi skóla- árið 1959 og 1960. Kemur til greina að veita styrk til háskólanáms, vísinda- legs framhaldsnáms, rannsókn- arstarfa og náms við listahá- skóla. Umsóknir þurfa að hafa bor- izt Menntamálaráðurteytinu f.yr ir 20. september næstk. svipfur þingsæti sinu ÓSKAR JÓNSSON í Vík, sem sat á sumarþinginu fyrir Fram- sóknarfíokkinn eftir sigur í kjör dæmi sínu, hefur nú verið gerð- ur afturreka, sendur heim, og fær ekki að skipa eitt af þremur eístu sætum listans í Suðurlands kjördæmi, en Framsókn getur i mesta lagi gert sér vonir um að hreppa þrjá þingmenn í hér- aðinu. Þesi málalok harðrar innan- flokksdeilu gegna mikilli furðu, þar sem flokkurinn átti á sumar þinginu þrjá þingmenn af svæð- inu, og töldu flestir eðlilegast, að þeir væru áfram í þremur efstu sætunum. En hvorki Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum 1. þingmaður Árnesinga né heldur Björn sýslumaður Björnsson, 2. þingmaður Rangæinga, vildu víkja úr efri sætunum tveimur og taka á sig áhættuna af því að vera í þriðja sætinu og þá töldu Vesm.eyingar ekkj væn- legt til kjörfylgis í Eyjum, að hafa Skaftfelling í baráttusætinu Héldu þeir fast fram frambjóð- anda sínum frá í vor, Helga Bergs, verkfræðingi úr Reykja- VÍka Þannig hafa Framsóknarmenn svipt Skaftfellinga með öllu þingmanni sínum, því ekki þyk- ir líklegt, að Sjálfstæðismenn eigi á lausu vonarsæti á sínum l lista. Á fundi á Selfossi á föstu- daginn var deilan til lykta leidd eftir hörð átök og á þann veg, að Reykvíkingurin var settur í vonarsætið en þingmaður Skaft- fellinga skör lægra og í von- laust sæti. Framisóknarmenn á Suður landi eru margir sárreiðir yfir þessum málalokum og segja frá því, að Reykvíkingar, nokkrir helztu forustumenn flokksins, hafi síðustu vikurnár oftsinnis brugðið sér austur í sveit til að kynna fyrir bændum Reykvík inginn, sem á að verða fulltrfxi þeirra á þingi í stað heima mannsins í Vík. LONDON: — Hinn rússneski fylgihnöttur sólarinnar hefur nú farið um 310 millj. mílna vegalengd, síðan honum var skotið á loft fyrir átta mánuð- um. Hann fer 14,9 mílur á sek., en kringum sólina fer hann á 450 dögum. Eftir fimm ár verður gervi- hnötturinn tiltölulega nálægt jörðu, en þó einkum og sér í lagi verður hann í nánd við jörðu í janúarmánuði árin 1975, 2028 og 2044. BUENOS AIRES: — Til- kynnt hefxxr vnríS, að Carlos Toranzo Montero, yfirmaðut’ argentíska hersins hafi verið leystur frá störfum. Engin skýe ing er gefin á þessu. oOo HONG KONG: — Kanadísk þingkona, sem nýkomin er úr 10 daga kynningarferðalagi um Kína, h°íur látið svo uramælt, að kínverska þjóðin sé algjör- lega undirokuð af landsstjórn- inni og sér óaði við því, hví- lík vinna væri lögð á almenn- ing í Kína. oOo KENYA: — Louis S. B. Leak ey safnvörður mun halda blaða mannafund á morgun, þar sem hann gndr fulla grein fyrir ævagamalli hauskúpu, sem kona hans fann í Tanganyika í júlí s. 1. Leakey hefur látið svo uxpmælt, að hauskúpa þessi gæti verið allt að milljón árá gömul, hún sé ekki geymd á safninu, en öðrum öruggum stað. oOo RÓM: — Antonio Segni, for- sæitsráðherra og Giuseppa Pella, utanríkisráðherra Ítalíu, fóru flugleiðis í dag til París- ar á fund Eisenhowers. Fjarskipfakerfið Framhald af 12. síSa. arra fyrirbæra, er gera venju- legar stuttbylgjur ónothæfar, og því helzt öruggt radíósam- band jafnvel við verstu hlust- unarskilyrði. Kerfi þetta er, í stórum drátt- um, fólgið í því að við radar- stöðvarnar við Keflavík, á Straumnesi, Langanesi og Stokkanesi við Hornafjörð, ef komið fyrir stórum ultrastutt- bylgjustöðvum til viðskipta við flugvélar. Þessum stöðvum öll- um er stjórnað frá flugstjórn- armiðstöðinni í Reykjavík. Til þess að hægt sé að stjóma stöðv unum frá Reykjavík hefur ver- ið komið á beinu sambandi við þær með nýjustu tækni. Slík- um samböndum verður líka komið á við helztu flugvelli landsins. Á næsta ári er ákveð- ið að auka kerfið með sam- tengdum stöðvum, sem reistar verða á Vaðlaheiði, Fjarðar- heiði, Skálafelli við Esju og í Vestmannaeyj um. Auk þessa hefur verið komið upp I.L.S.-bliixdlendingarkerfi á Keflavíkurfhsgvelli og er það rekið af íslcnzku flugmála- stjórninni. Öll þessi tæki eru fengin að láni hjá flugmálastjórn Banda- ríkjanna (United States Feder- al Avitation Agencys - F.A.A.) til 15 ára, samkvæmt samkomu- }agi, sem flugmáiastjóri, Agnar Kofoed-Hansen, undirritaði í Washington á s.l. hausti. Nokk- uð af þessum tækjum hefur ver- ið afhent Póst- og símamála- stjórninni og verða þau notuð til að endurbæta talsímaþjón- ustuna hér á landi. En Póst- og símamálastjórnin lætur í stað- inn fiugmálastjórninni í té tal- rásir, sem tryggja samböndin milli flugvallanna. , 2 3. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.