Alþýðublaðið - 04.09.1959, Side 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
(áþ.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
Vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs-
ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins,
Hverfisgata 8—10.
Vinstri og hœgri
SVO er nú komið, að varla ræðast tveir menn
við um stjórnmál án þess að orðin „vinstri” og
„hægri“ séu nefnd. Þessi orð hafa í hugum manna
óljósa merkingu, og virðast sósíalistískir verka-
lýðsflokkar vera taldir til vinstri, en íhaldssamir
fjármagnsflokkar til hægri, og svo er reynt að
koma pólitízkum viðrinum eins og Framsókn fyr-
ir einhvers staðar á skálanum.
Sannleikurinn er sá, að þessi hugtök eru allt-
of mikið notuð af þeirri einföldu ástæðu, að þau
eru orðin harla óljós.Þessvegna getur það gerzt,
að íhaldið segist ekki vera neinn „hægri flokkur“
í rauninni, framsókn þykist vera eini sanni „vinstri
flokkurinn“ og svo framvegis. Allt mótast þetta af
þeirri staðreynd, að hér á landi er almennt talið
að vænlegra þyki til pólitísks fylgis að geta kallað
sig „vinstriflokk“ af einhverri gráðu.
Högíökin um „vinstri“ og „hægri“ í stjórn
málum eru upprunnin í byrjun frönsku stjórn-
arbyltingarinnar. Þá sátu byltingarmenn, þeir
sem börðust fyrir „frelsi, jafnrétti og bræðra-
lagi“, vinstra megin í sal, en aðallinn, sem barð-
ist við að halda í sérréttindi sín, hægra megin.
Ef fylgt er hinni upprunalegu merkingu orð-
anna verður flokkur að styðja ,frelsi, jafnrétti og
bræðralag“ til að geta kallazt sannur vinstri-
flokkur.
Kommúnistar eru á móti frelsi, afnema það,
þegar þeir koma til valda, setja á akæði öreig-
anna. Þeir eru því ekki sannur vinstriflokkur.
Framsókn berst gegn jafnrétti með hinni stein-
runnu afturhaldsstefnu sinni í kjördæmamálinu.
Hún vill ekki, að borgaramir njóti jafnréttis við
kjörborðið. Hún er því fjarri því að geta kallað
sig vinstriflokk. Loks er íhaldið á móti sönnu
bræðralagi, því grundvallarkenning þess er
taumlaus samkeppni einstaklinganna um gróða
og gæði, svo að ekki verður það kallað vinstri
flokkur.
Alþýðuflokkurinn einn stenzt þetta próf um
hina upprunalegu skiptingu í „vinstri“ og „hægri“
flokkur hér á landi, enda hafa hugsjónirnar um
í stjórnmálum og hann einn er sannur vinstri
frelsi, jafnrétti og bræðralag frá öndverðu verið
leiðarstjörnur jafnaðarmanna um heim allan.
lapkápyr
Kaupið regnkápu í rigningunni.
MARKAÐURINN
Laugavegi 89
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag
hélt de Daulle forseti Frakk-
lands til Alsír til þess persónu
lega að gera sér grein fyrir
á standinu þar og möguleik-
unum á að koma á friði í land
inu. Undanfarið hefur forset-
inn snúið sér af alefli að lausn
vandans og fyrir tveim vikum
bað hann alla ráðherra í ráðu-
neyti sínu að leggja fram
skrifleg svör við eftirfarandi
spurningum: Hvernig verður
bundinn endir á Alsírstyrjöld-
ina? Hver á að vera þjóðrétt-
arstaða Alsír? Hvaða afleið-
ingar hefur styrjöldin í Alsír
á efnahag og stjórnmál Frakk-
lands? Svörin voru á ríkis-
ráðsfundf rædd í byrjun vik-
unnar og talið er að stjórnin
sé þríklofin í málinu.
Síðustu vikurnar hefur æ
betur komið ljós. að banda-
menn Frakka eru þeim and-
vígir í flestum þýðingarmeiri
innan- og utanríkismálum.
Ýmsir atburðir í Alsír hafa
vakið megna andúð á aðferð-
um hersins.
E,
H,
•INAR efnahagslegu afleið
ingar styrjaldarinnar fyrir
Frakka eru margar og flókn-
ar, og franska þjóðin getur
ekki vænzt þess að kjör henn-
ar batni meðan það stendur.
Áhrifin á innanlandsmálin eru
greinileg. Áhrifin á viðskipti
Frakka við aðrar þjóðir og þá
fyrst og fremst bandalagsþjóð-
ir sínar austan hafs og vestan
eru mikil. Frakkar verða að
eiga á hættu að standa uppi
einangraðir ef þeir halda til
streytu að ræða ekki við upp-
reisnarmenn í Alsír fyrr en
þeir eru gjörsigraðir, og spurt
er í fullri alvöru hvort franska
stjórnin hafi í hyggju að segja
sig úr Sameinuðu þjóðunum
og Atlantshafsbandalaginu, ef
sjónarmið Frakka verða í
minnihluta á þingi Sameinuðu
þjóðanna í haust. Soustelle er
talinn fylgjandi þeirri afstöðu
og jafnvel Debré forsætisráð-
herra. Aðrir, svo sem Pinay,
fjármálaráðherra, Soudrau,
ráðherra uppbyggingarmála,
og Malraux, sem fer með
menningarmál, eru hlyntir
samningum við uppreisnar-
menn og lausn deilunnar á
frjálslyndum grundvelli.
Herinn er algerlega and-
stæður öllum samningum og
frönsku blöðin ræða feimnis-
-ENNÞÁ virðist ekki hafa
dregið úr því trausti, sem de
Gaulle nýtur meðal almenn-
ings í Frakklandi og á áhrifa-
svæðum Frakka. Állir, nema
einangraðir og ráðlausir post-
ular „front populaire“, hafa
enn von um, að hann finni
lausn á vandamálum þjóðar-
innar. Andstæðingar eiga þá
ósk heitasta, að hann kollsigli
sig og komi engu í verk, en
fylgismenn hans vilja að hann
beri einn ábyrgðina, hvort
heldur sem er á að slíta sam-
vinnunni við vesturveldin eða
efna til uppgjörs við franska
herinn í Alsír.
laust um nýja uppreisn hers-
ins í Alsír, ef gengið verður . „ ,. -.
Sey“”stf<ll£óðfreIsls' & Feiagslsf
FRÁ
Ferðaiélagi
1;
E,
■N HVER ER afstaða de
Gaulle? Hann lítur á sig sem
sáttasemjara og tekur ekki af-
stöðu fyrr en hann hefur at-
hugað málið frá öllum hliðum.
Helzta erindi hans til Alsír
núna er að kynnast hugarfari
hersins og ráðamanna hans.
Eftir helgina kemur Eisen-
hower til Parísar og þá mun
de Gaulle gera honum grein
fyrir ástandinu. 10. septem-
ber verður haldinn fundur í
framkvæmdaráði fransk-afrík
anska ráðsins og kannaðir
möguleikarnir á áframhald-
andi pólitískum áhrifum
Frakka í Afríku. Þess er ekki
að vænta að de Gaulle taki
ákvörðun varðandi Alsír fyrr
en að loknum þessum fund-
um og ráðstefnum. Styrkur
hans er fólginn í að taka ekki
afstöðu fyrr en að vandlega
íhuguðu máli.
Ferðafélag íslands fer tvær
ferðir um næstu helgi, í Þórs-
mörk og á Hveravelli og Kerl-
ingafjöll. Lagt verður af stað
frá Austurvelli kl. 2 á laugar-
dag.
Bifreiðar
til sýnis og sölu daglega.
ávallt mikið úrval.
Bíla og húvélasalan
Baldurgötu 8.
Sími 23136.
H a n n es
á h o r n i n u
★ Hrollvekja við Árbæ.
★ Burt með ísbirnina.
i< Hafmeyju höggvin úr
Hornbjargi.
ie Hún hefur aldrei geíað
synt.
MÉR varð kalt. Það fór um
mig hrollur, þegar ég gekk um
hliðið á Árbæ í fyrradag. Ég
hef sannfærsí um það, að varla
hefði Gunnar Thoroddsen get-
að valið betri minjavörð Reykja-
víkur en Lárus Sigurbjörnsson.
Lárus er svo áhugasamur um
minjar höfuðstaðarins að óvenju
iegt er um menn í starfi, og sjálf
ur er hann eins og talandi al-
fræðiorðabók um allt, sem snert-
ir fortíð Reykjavíkur.
EN mér þykir honum hafa orð
ið áí messunni. Þessir svakalegu
ísbirnir sitt hvoru megin við
hliðið heim á Árbæ' eiga þar alls
ekki heima. Þessar fígúrur voru
settar upp við íshús við Tjörn-
ina og áttu að merkja nafn þess
og hlutverk, enda var því gefið
nafnið „ísbjörninn“. Þeir koma
ekki nokkurn skapaðan hlut við
sögu Reykjavíkur, og auk þess
gefa þeir alranga hugmynd um
safnið eða tilganginn með því.
ÍSBIKNIRNIR tveir eru settir
saman af trésmið eða einhverj-
um klambrara, enda aldrei ætl-
að annað hlutverk en að merkja
nafn íshúss, síðan voru þeir mál
aðir eða kalkaðir. — Þeir eiga
þarna ekki heima. Þeir merkja
ekki nokkurn skapaðan hlut, —
geta meira að segja gefið erlend-
um gestum alranga hugmynd um
ætlun okkar með þessum vísi að
safni, sem þarna er — og eru
loks frámunalega ljótir. — Ég
bið Lárus Sigurbjörnsson að láta
taka þá burt. Hann þarf ekki að
gera það alveg strax. Það mega
gjarna líða nokkrir mánuðir frá
þessum áskorunum niínum, að-
alatriðið er, að ísbirnirnir hverfi
innan tíðar.
ÞAÐ er venja fólks að lýsa
yfir aðdáun sinni á hverju því
listaverki, sem sett er upp í bæn
um. Skúli Magnússon Guðmund
ar frá Miðdal er alger undan-
tekning. Ég verð að segja það,
að undarleg þykir mér hafmeyj-
an í Tjörninni. Það er eins og
hún hafi verið höggvin út úr
Hornbjargi, svo stíf er hún og
stirðnuð. Ég trúi því ekki að
þessi hafmeyja hafi nokkurn-
tíma kunnað að synda.
HAFMEYJAN er eins og hún
sé liöggvin úr blágrýti. Hreyf-
ing er ekki í myndinni. Haf-
meyjar hljóta að hafa mjúkar
línur. Hinar grjóthörðu línur
hennar hljóta að sanna manni,
að sjáif hugmyndin hafi farið
forgörðum í smíðinni, en aðeins
orðið eftir monumentalt verk, —
nokkurskonar stöpull, sem ekkjl
gefur neina hugmynd um mey,
se msyndir í mjúkurn djúpum
og jafnvel á það til að seiða íil
sín sveina. Hafmeyjan er stíf og
stirnuð.
REYKJAVÍK á íistaverka-
nefnd og hún er vel skipuð, á-
gætum mönnum, en henni getur
skjátlazt eins og öðrum, og ég
hygg að hún hafi miséð sig á haf-
meyjunni. Ég ásaka hana ekki
fyrir það, en vel skal að gæta
þegar valin eru listaverk sem
standa eiga um aldur og ævi. —■
Það er ef til vill ótrúlegt, en
samt er það rétt, að listaverk,
sem gefa ranga hugmynd valda
ruglingi og skemmdum. — Þeg-
ar maður hugsar til Móðurástsr
listakonunnar, þá á maður bágt
með að trúa því að þessi grjót-
kona í Tjörninni sé gjörð af
sömu höndum og sköpuð af sama
huga.
Hannes á liorninu. S
4 4. sept. 1959 — Alþýðublaðið