Alþýðublaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 5
 eftir Samtal við Jóhönnu Friðriksdóttur í tilefni af 40 ára afmæli Ljósmæðraféíags fslands. LJÓSMÆÐRAFÉLAG íslands minhtist í gær 40 ára afmæl- is síns í Tjarnarkaffi. í>að var stofnað í Reykjavík 2. maí árið 1919, én í vór var ákveð- ið, að í stað þess að halda stórveizlu á afmælisdaginn skyldi haldið upp á tímamót- in með því að géfa út ágriþ af starfssögu ljósmæðrastétt- arinnar á íslandi, að því er Jóhanna Friðriksdóttir, frá- farandi fofhiaður félagsins tjáði í samtali við Alþýðublað- ið í tilnfni afmælisins. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Þuríður Bárðar- dóttir, ljósmóðir í Reykjavík, og var Hún fyrsti formáður þess og síðan í 24 ár, þangað til Sigríður Sigfúsdóttir tók við af henni, en síðastliðin tíu ár hefur Jóhanna verið for- maður, en hefur verið í stjórn félagsins í þrjátíu ár og í rit- nefnd Ljósmæðrablaðsins frá árinu 1925. Aðbúnaður og starfshættir ljósmæðra hafa um .margt breýtzt þessi fjörutíu ár, segir Jóhanna: þá var engin fæð- ingardeild og engar ljósmæð- ur á sjúkrahúsum, því að allar konur fæddu í heimahúsum, hvernig sem ástæður voru, og gott er þær áttu þá nokkurt heimahús, en nemendur ljós- mæðraskólans fengu verklega kennslu á heimilum með þeim eldri. Nú eru fæðingardeildir við öll sjúkrahús og störf ljós- mæðra færast inn á spítalana, því að þar fæðast nú 55 af hundraði allra barna í land- inu. Hjúkrun og aðbúnaður barna og' sængurkvenna hefur gjörbreytzt, og menntun og þekking ljósihæðra er ekki sambærileg við það, sem áður var. Þótt Ljósmæðrafélagið hafi látið yfir sér muna Það eiga ekki alllítinn þátt í þess- ari þróun. Laun ljósmæðra á spítulum eru nú orðin nær hin sömu og hjúkrunarkvenna og það er ekki lítil breyting. Kjörin voru fyrir neðan allar hellur. Við fengum lengi þrjár og síðán 5 krónur fyrir fæð- ingarhjálpina, þar sem nokkuð var þá til að borga með, því oft var nú litið þannig á, að ljósmæður gerðu þetta hand- arvik fyrir . nágrannakonuna sem hvern annan greiða. Það kostaði lengi vel tvær krónur áð hjálpa rollu, þrjár krónur að hjálpa konu, en sex krónur að hjálpa kúnni, og þetta var algengt fram að aldamótum eða lengur, að Ijósmæður gerðu þetta, — ljósmóðirin var eitt af almættum sveitar- innar og það þótti ekki Ijós- móðir, sem ekki kunni að hjálpa kú. — Þegar Ljósmæðrafélagið var stofnað, var ég norður í Eyjafirði, því að þar er ég fædd og uppalin, og þar tók ég ljósmóðurumdæmi árið 1914, fór síðan til Danmerkur, en kom árið 1925 til Reykja- víkur, og var þá strax tekin í ritstjórn Ljósmæðrablaðs- ins. Það voru hin fyrstu af- skipti mín af félaginu. Að vísu kom það í minn hlut að hóa saman á fund ljósmæðrum í Eyjafirði nokkru áður, en þá mættu þrjár af ellefu Ijós- mæðrum í sýslunni. Áður hafði ég líka orðið til þess að boða til ljósmæðrafundar á ísafirði, en samt var ég bara aukágeta í félaginu til ársins 1929. — í íyrstu stjörriinni voru auk Þuríðar Bárðárdóttur, þær Þórdís Jórisdóttir og Þór- unn Á. Björnsdóttir. Tveim árum eftir stofnun félagsins kom fram tillaga um útgáfu blaðs og vorið 1923 voru kosn- ar í ritnefnd Þuríður Bárðar- dóttir, Ása Ásmundsdóttir og Sigríður Sigfúsdóttir og tveim árum síðar kom ég í staðinn fyrir Ású Ásmundsdóttur. Þarna fékk. ég blaðið á nefið og hef að nokkru leyti séð um það síðan, en það hefur komið út sex sinnum á ári allt til þessa dags. Erfitt þótti að koma Ljósmæðrablaðinu í heiminn, en það hefur verið okkur. góð stoð, enda höfum við átt að bakhjarli marga góðá lækna, sem hafa skrifað í blaðið. Á aðalfundi árið 1921 kom fram" tillaga um að fé- lagið beitti sér fyrir útgáfu kennslubókar í Ijósmóður- fræði, sem samboðin væri kröf um tímans, og tveimur árum síðar var gefíri út kennslubók, þýdd úr norsku, og er það sú bók, sem erin er kerind við lj ósmæðraskólann. — Eitt af því fyrsta, sem félagið beitti sér fyrir var lenging námstímans við Ljós- mæðraskólann, sem áður var aðeins sex mánuðir, og var um þettá talað við Guðmund Björnsson, þáverandi land- lækni, sem líka kenndi við skólann, og árið 1924 var náms tíminn lengdur upp í níú mán- uði, og þégar Landspítalinn tók til stárfa árið 1930 fluttist skólinn inn í fæðingardeildina þar og ári síðar var skólinn lengdur upp í eitt ár, sem er þó of lítið, og þar við situr enn í dag. — A aðalfundi 1922 var mik ið rætt um launakjörin og var stjórninni falið að fá umbæt- ur á þeim. Vildu þá margar, að Ijósmæður tækju höndum saman um að leggja niður starf sitt — ef.ekki fengist talsverð launahækkun, en af þessu varð ekki, þó að kjara- bætur gengju einatt skrykkj- ótt. Við eigum tvo sjóði, -utan- fararsjóð og styrktarsjóð Þur- íðar Bárðardóttur, óg þeim hefur áskotnazt fé frá velunn- urum félagsins og með ýms- um hætti. Það var til dæmis merkur áfangi, þegar ráðizt var í að láta skrifa starfssögu stéttarinnár, sem nú er að koma út. Aðdragandi að því var sá, að þegar eignakönnun- iri var á ferðinni, því þá urðu margir hlutir undarlegir, kom ónafngreindur heiðursborgari Bárðardóttir Jóhanna Friðriksdóttir að máli við gjaldkerann og afhenti honum tíu þúsúnd krónur sem gjöf til félagsins. Hann er vitaskuld enn ónafn- greirtdur og verður lengi eins og svo margir velgerðarmenn þjóðfélagsins, en ákveðið var að verja peningunuiri til að láta semja starfssögu ljós- mæðrastéttarinnar, og svo lánlega tókst til, að Sjjtgurjón Jónsson frá Ðalvík, fyrrv. héraðslækriir, tók að sér vérk- ið og leýsti það af hendi með' mikilli varidvirkni. Tók Hánn. væga borgun svo að við gát- um lagt afganginn í utanfar- arsjóð, sem nú er orðinri um 30 þúsund króriur. Má veita úr honum til ljósmæðra, sem fara utan til framhaldsnáms eða í erindagjörðum fyrir ljós- mæður. — Þegar Þuríður Bárðar- dóttir andaðist árið 1955 var í arfleiðsluskrá hennar ákvæði um 50 þúsund króna gjöf í sjóð lil styrktar ljósmæðrum, sem látið hafa af störfum sak- ir elli eða vanheilsu. Hefur þegar farið fram veiting úr sjóðnum. — Þegar bygging Landspít- alans var í ráði vann Ljós- mæðrafélagið að því við þá- verandi ráðamenn, að fæðing- ardeild yrði þar innan veggja. Engum var kunnara en ljós- mæðrum vandræði þeirra kvenna, sem eignast þurftú. börn sín við léleg skilyrði eða ekki áttu samastað. Ljós- mæðraskólinn komst þar líká undir þak, sem betur fór, því að áður bjuggu nemendur dreifðir um bæinn, og fengu ekki aðra verklega kennslu eri á heimilum. Og áður en skólinn fluttist á Landspítal- ann þurftu allar þær ljósmæð ur, sem ætluðu að taka káup- staðarumdæmi, að fara til Danmerkur og Ijúka prófi frá ljósmæðraskólanum þar. Nú hafa Ijósmæður eftir eins árs nám á fæðingardeildinni rétt til að taka að sér ljósmóður- störf, hvar sem er, og þurfa ekki utan, nema til framhalds náms að eigin vild. Ljósmæð- ur munu nú vera 180 starf- andi í landinu, þar áf nálægt Framhald á 10. síðu stofnuðu þar eina af nýlend- um sírium. Varð hún snemma mikil verzlunarborg, enda hafnarskilvrði þar ágæt og liggur borgin vel við sigling- um. Marspilie er einhver elzta borg Frakklands. en óvíða er að finna nýtízkulegri borgar- hverfi en bar. Marseille várð fyrir miklum skemmdum í heimsstvriöldinni síðari, eink- um er Bandámenn settu þar her á land 1944, og að skipun Hitlers var hið gamla borgar- hverfi Vieux Port gjöreyði- lagt. Voru uppi háværar radd- ir um, að byggja það upp að nýju eins og það var, en val- in var önnur leið, sem reyndi mjög á hugkvæmni arkitekt- anna. Var hverfið byggt upp úr steinsteypu og gleri, en haldið svipuðum útlínum og áður, árangurinn varð sá, að hverfið heldur að mestu sama svip og áður, og fellur hið nýja vel inri í hið gamla, sem fýrir var. En ekki hefur verið látið við það sitja að byggja upp úr rústunum, heldur hafa verið skipulögð og byggð ný hverfi og eru óvíða fullkomnari í- búðarhverfi í heiminum en í Marseille. Meðal merkustu í- búðarbygginga þar er Cité radieuse (bjarta borgin) eftir snillinginn Le Corbusier. Það er geysimikil blokk, vél til að búa í, eins og Le Corbusier komst að orði. í fyrstu voru margir efablandnir út í þessa byggingu og töldu ekki hægt að búa í slíku húsi, nú er svo komið að allir, sem kynnzt hafa, vilja fyrir alla muni komast að í þessu húsi. STRÖND Frakklands við Miðjaíðarhaf er einstæð á marga lund. Hvergi kemur bet ur í ljós hið nána samband mannsins og náttúrunnar, sem er einkenni gamalla menning- arsvæða. Þar er að sjá róm- anskar minjar sem ekki er að finna á Ítalíu, hringsviðið mikla í Nimes og rómönsku íbúðarhúsin, sem varðveitzt hafa í hinu hlýja og þægilega loftslagi Suðút-Frakklands, þar eru víggirtar riddaraborg- ir, miðaldaborgir, þar sem flest er með sama svip og fyr- ir sex huridruð árum eins og Baux de Provence, og handan við Carmargue eru stórar nautahjarðir á beits gætt af nautahirðum með stóra flóka- hatta. Skammt þaðan er helzti helgistaður zígaunanna, Saint- es Marie de la Mer, en þangað flykkjast þessir dularfullu' í- búar Evrópu á ári hverju til þéss að taka þátt í helgiat- höfnum sínum eins og þeir hafa gert öldum saman. Hvar, farið er, grípur fortíðin ferða- lartginn föstum tökum, og hvarvetna blasir síung nútíð. Stærsta borg Suður-Frakk- lands og næst stærsta borg landsins er Marseille, Hún var grundvölluð af Grikkjum, sem Alþýðublaðið — 9. sept. 1959 jjj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.