Alþýðublaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Skapsmunakast SVARTLETURSLEIÐARI Tímans fjallar í gær um Alþýðuflokkinn, og niðurstaðan er sú, að hann 'sé óalandi og óferjandi. Tilefnið er tvenns konar: Annars vegar grein um viðhorf og örlög Framsóknarflokksins, rökstudd og málefnaleg, hins vegar það athæfi Alþýðuflokksins að hafa þrisvar sinnum beitt sér fyrir breytingu á kosninga lögunum. Þannig er skapsmunakastið til komið. Alþýðublaðið lætur sér þetta frumhlaup Tím- ans í léttu rúmi liggja. Því dettur ekki í hug, að málgagni Framsóknarflokksins sé alvara, enda ærin ástæða til að ætla hið gagnstæða. Við kosn- ingarnar 1956 var Alþýðuflokkurinn ekki verri en svo, að Framsóknarflokkurinn gerði við hann ná- ið bandalag, enda þótt jafnaðarmenn hefðu þá tvennar kosningalagabreytingar á samvizkunni. Og sennilega verður þess ekki langt að bíða, að Framsóknarflokkurinn geti hugsað sér samstarf við Alþýðuflokkinn á ný. Bölbænirnar geta stund- um breytzt í blessunarorð á skömmum tíma. Tíminn segir, að Alþýðuflokkurinn færist æ meira í áttina til íhaldsins. En hvað segja stað reyndirnar um þessa niðurstöðu? Hefur ekki Framsóknarflokkurinn starfað ólíkt lengur með Sjálfstæðisflokknum en Alþýðuflokkurinn? Eða er Eysteinn kannski búinn að gleyma því, hverjir hafa notið samvinnunnar við hann á und anförnum árum? Tíminn ætti að f jalla um þessa sagnfræði, ef hann vill láta taka mark á orðum sínum og afstöðu. Stefna Alþýðuflokksins varð- andi samstarf við aðra flokka liggur ljóst fyrir: Hann vinnur með þeim, sem fást til fulltingis við góð málefni. En hvaða aðferð skyldi Fram- sóknarflokkurinn hafa í þessu efni? Hitt er dálítið athyglisvert, hvert er orðbragð Tímans, þegar honum rennur í skap við Alþýðu- flokkinn og sér aðeins svart, þar sem áður var hvítt. Málflutningurinn er hinn sami og heimskuleg ill- yrði kommúnista. Ætli það geti komið til greina, að einhver af náðarmönnum Framsóknarflokks- ins í Alþýðubandalaginu sé farinn að skrifa blað handa bændum? Varla er þessi samsetningur bú- inn til af manni, sem trúði á samstarf Alþýðu- flokks og Framsóknarflokksins 1956,.þó að jafnað- armenn hefðu beitt sér fyrir kosningalagabreyt- ingu tvisvar sinnum og færu aldrei dult með, að þeir gætu ekki unað þeirri kjördæmaskipun, sem Framsóknarmenn viðurkenndu að væri úrelt, en vildu þó hafa að lífsakkeri ólýðræðislegra sérhags muna. Hugmyndasamkeppni um vatnsgeyma á Litluhlíð Frestur til þess að skila tillögum um gerð vatnsgeyma á Litluhlíð framlengist hér með til kl. 16 miðvikud. 7. okt. 1959. Vatnsveitustjóri. Auglýsingasími blaðsins er 14906 flSENHOWER Bandaríkja- forseti er nú kominn heim eftir árangursríka för til þriggja höfuðborga Vestur- Evrópu, Bonn, Lundúna og Parísar. Þá dvaldi hann tvo daga á heimili því, sem Skot- ar gáfu honum í þakkarskyni fyrir afrek í heimsstyrjöldinni síðari. Tilgangur fararinnar var að ræða væntanlegar við- ræður Eisenhowers og Krú- stjovs og hlutverk Eisenhow- ers var einkum að sannfæra bandamenn sína í Evrópu um, að ekkert það færi fram á fundum hans með oddvitan- um frá Kreml, sem túlka mætti sem einhliða samkomu- lag Bandaríkjanna og S'ovét- ríkjanna, en helzta áróðurs- efni kommúnista er nú, að þessi ríki séu rétt kjörin til þess að ráða máltim veraldar- innar í krafti auðs og afls. Það hefur þó greinilega kom- ið í ljós í viðræðum Eisen- howers í Evrópu, að Banda- ríkjastjórn lítur ekki svo á, að hún hafi vald til að setjast að samningaborði með páfa kom- múnismans og draga strik yfir landabréf. I PARÍS fékk Eisenhower til meðferðar erfiðasta verk- efni farar sinnar. Undanfarið hefur hvert málið af öðru orð- ið til þess að spilla sambúð Bandaríkjanna og Frakklands. De Gaulle hafði farið fram á, að Bandaríkjamenn afhentu Frþkkum kj arnorkuleyndar- mál með svipuðum skil- yrðum og Br'etar fá slík- ar upplýsingar frá Wash- ington, einnig að nánara samstarf yrði tekið upp innan Atlantshafsbandalagsins með Bandaríkjamönnum, Bretum og Frókkum og síðast en ekki sízt var djúpstæður ágreining- ur um bækistöðvar banda- ríska flugvéla í Frakklandi, sem leiddi til þess, að flug- vélar Bandaríkjahers í Frakk- landi voru fluttay til Bretlands og Vestur-Þýzkalands. En það kom brátt í ljós, að Frakkar vildu fyrir alla muni gera sitt til að bæta sambúðina við hinn öfluga bandamann í vestri, De Gaulle féll í bili frá öllum kröfum á hendur Bandaríkja- mönnum, en einbeitti sér að því að samkomulag næðist um þau málefni, sem víðtækari voru og afdrifaríkari fyrir sam starf frjálsra þjóða, og bar þar hæst spursmálið um, hvernig Frakkar og Bandaríkjamenn gætu bezt samræmt stefnu sína í alþjóðamálum. Fyrsta skrefið í samkomulagsátt var fundur forsetanna beggja og ber öllum fréttariturum sam- an um, að góð vinátta hafi tek izt með þeim og hafi viðræður þeirra mótazt af skilningi og sáttfýsi. De Gaulle vann per- sónulegan sigur í sambandi við þennan fund, Eisenhower gaf honum loforð um að hafa hann með í ráðum varðandi öll meiriháttar stjórnmálaleg og hernaðarleg vandamál, sem upp koma á næstunni. En með þessu móti er ekki verið að veita Frökkum neina sérstöðu innan Atlantshafsbandalags- ins, aðeins viðurkennd sú stað reynd, pð Frakkland er ómiss- andi hlekkur í varnarkerfi vestrænna þjóða. AðALVIÐRÆDUEFNI f or- setanna var að sjálfsögðu Al- sír, en um þær viðræður er enn lítið vitað. En innan skamms leggur de Gaulle frarn hina nýju stefnu sína í. Alsírdeilunni. og skýrist þá,. hvað þeir hafa rætt varðandi þennan veikasta punkt franskrar einingar og stjórn- mála. Vitað er að de Gaulle hefur tilbúna einhverja nýja áætlun varðandi Alsír og að Eisenhower hefur lofað hon- um stuðningi Bandaríkjanna við haan, hvers konar stuðn- ingi er ekki ljóst, en ekki er ólíklegt að de Gaulle reyni að binda endi á martröðina í Alsír með drastiskum aðgerð- um og hafi þá ef til vill þörf fyrir aðstoð bandamanna sinna. Ekkert er Bandaríkja- stjórn meira í mun en að bund inn verði endir á Alsírstríðið og Frakkar njóta stuðnings þeirra við að leiða það á „frjálslyndum11 grundvelli. En VERA MÁ, að de Gaulle hafi fullvissað Éisenhower um að hann geti ekki gengið lengra í Alsír en orðið er án þess að koma af stað nýrri stjórnarkreppu í landinu, kreppu, sem hafa kynni hættu legar afleiðingar fyrir allar vestrænar þjóðir. Eisenhower og Bandaríkjastjórn vilja allt til vinna að komið verði í veg fyrir ókyrrð í Frakklan,di, en þrátt fyrir það er öruggt að hún veitir ekki deGaullestuðn ing á Allsherjarþ. Sameinuðu þjóðanna, er Alsírmálið verð- ur rætt þar í haust, nema tek- in verði uppjný stefna þar. i MarGT þykir benda til að de Gaulle hafi gengið frá á- ætlun um lausn Alsírmálsins, en það kemur á daginn innan skamms. Þá verður einnig séð, hvort de Gaulle hefur látið undan Eisenhower eða öfugt, eða hvort það hefur einfald- lega gerzt, að þeir forsetarnir hafi rætt málin af einurð og samræmt sjonarmið sín. H a n n es h o r n i n u ýý Hver vill verSa til þess að hleypa skrið- unni aftur af stað? ýý Bændur á fundum. Verkalýðsfélögin bíða átekta. ýý Dýrt á greiðasölu- stöðum. ýý Grænu blettirnir í bænum. HVER vill verða til þess að hleypa skriðuni aftur af stað. Ríkisstjórninni tókst að stöðva dýrtíðarskrúfuna. Þetta hefuír haft miklar og góða rafleiðingar — Enginn trúði á að þetta væri hægt, og þó að einstaka menn eða starfshópar létu nokkra óá- nægju í Ijós, þá sáu allir og sögðu beinlínis, að eitthvað hefði þurft að gera. Það vairjj,ert og útkoman hefur verið sú, á þeim níu mánuðum, sem Iiðnir eru, að verð þeirra vara, sem við ráðum við verðið á, hefur haldizt. NÚ sé ég í Tímanum að ein- hverjir bændur á fundi ein- hvers staðar hafa krafizt hækk- ana á verði landbúnaðarvara. Ég sé líka, að ráðstefna verka- lýðsfélaga hefur ákveðið að hafa samninga opna — og bíða átekta. Við sjáum því að hætía er á ferðum: Bændur sitja á fundum og verkalýðshreyfingin bíður. Hver ætlar að verða til þess iað sprengja það starf sem unnið hefur verið undanfarið? HVAÐ, sem forsvarsmenn hagsmunahópa segja nú, þá vill almenningur status quo, ó- breytt ástand. Ekki hækkun á vörum, ekki hækkun á kaupi. Reynslan hefur sýnt, að fólk er aftur farið að öðlast trú á verð- gildi þess fjár, sem það vinnur sér inn. Það hefur heldur dreg- ið úr hinu taumlausa braski, okrið er ekki eins á fokheldum húsum eða öðrum húsum, og þetta kemur fram í ýmsum öðr- um myndum. Það hefur verið gerð tilraun til að skapa hér heilbrigt ástand, Allt bendir til þess að vel hafi tekizt. Hver vill. verða til Þess að sprengja þessa .tiiraun? Hver vill verða til þess. að hleypa skriðunni aftur af. stað. FERÍÐALANGUR skrifar, að hér í höfuðstaðnum sitji maður í embætti með miklu starfsliði, og nefnist hann verðalgsstjói'i. Mér verður ávallt hugsáð til þessa manns þegar ég ferðast um landið og þarf að kaupa mér eitthvað á veitinga- og gististöðum. Ég spyr þá jafnan sjálfan mig: Hversvegna leyfir, hann jafn takmarkalaust okur og þar á sér stað? Það er sama hvað keypt er, alltaf er sama okrið á öllum hlutum. JAFNVEL, mjólkin, sem kost ar hér í Reykjavík kr. 2,95 — kostar úti á landinu kr. 12 lítr- inn. Þetta þekkja vitanlega svo margir, að ástæðulaust er að vera með upptalningu. — En margur hefur bölvað í hljóði slíkri óskammfeilni. Þessu hafa ferðamenn svarað á mjög ein- faldan hátt: (Framhald á 10. síðu.) 4 9. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.