Alþýðublaðið - 26.09.1959, Side 9

Alþýðublaðið - 26.09.1959, Side 9
íþróftir Framhald af 4. síðu. handknattleik verði háð 1961, annaðhvort í Tékkóslóvakíu eða Danmör'ku. Við höfum fullan áhuga á því að taka þátt í Því, og ef úr því verður, er nauð- synlegt að handknattleiksmenn okkar komist út í vetur og taki þátt í landsleikjum. Það má ekki slíta þráðinn. Éf okkar lið á að standa sig sómasamlega á HM, er nauðsynlegt að þreyta landsleiki í vetur. Það mun nú nokkurnveginn ákveðið að Norðurlandameist- aramót kvenna verði háð hér á landi 1964. Að vísu hefur það ekki verið samþykkt endanlega ennþá, en ársþingið mun að sjálfsögðu fjalla um það mál. Ít LÍTIL SAMSKIPTI FÉLAGA VIÐ ÚTLÖND. Allt bendir til þess, að lítið verði um samskipti fél. við útl. í vetur FH ætlaði til Svíþjóðar í haust, en nú mun ákveðið að ekkert verði úr þeirri ferð og Víkingur ætlaði að fá hingað erlent lið og sú heimsókn fell- ur einnig niður. Við erum samt hinir bjartsýn ustu um gengi handknattleiks- ins hér, sagði Ásbjörn að lokum, en mál málanna er stór salur og þá mun handknattleikur verða ein okkar sterkasta í- þróttagrein í framtíðinni. Danlr náðu jafn- fefll - en Norðmenn fðpuðu 2:5 DANIR og Tékkar gerðu jafntefli í knattspyrnu s. 1. miðvikudag, 2—2. Leik- urinn fór fram í Idræts- parken og voru öll mörk- in skoruð í fyrri hálfleik. Áhorfendur voru um 45 þúsund og Danir áttu meira í leiknum. Danir skoruðu fyrst, en það voru Bent Hansen og Poul Pedersen. Tékkarnir léku algjöran varnarleik í síð- ari hálfleik. Bezti maður danska liðs ins var hinn 17 ára mið- herji Harald Nielsen, hann sýndi framúrskarandi leik og var fagnað gxfurlega. Linde Larsen, hægri bak- vörður, átti einnig góðan leik. AUSTURRÍKI sigraði Noreg í Vín með 5 mörk- um gegn 2, en staðan í hálfleik var 3:2. Leikurinn fór fram við flóðlýsingu og er fyrsti landsleikur- inn, sem háður er við ljós í Austurríki. Áhorfendur voru 37 þúsund. Sigur Austurríkis- manna var verðskuldað- ur, en Norðmenn áttu mörg tækifæri, sem þeir misnotuðu og að þeirra á- liti hefði markamunur ekki átt að vera eins mik- ill og raun varð á, eftir gangi leiksins. Norska lið- ið var nokkuð jafnt, en Thorbjörn Svensson var beztur eins og svo oft áð- ur. Hennum átti einnig góðan leik í framlínunni. Mennlngar* og minn- ingarsjóði kvenna MENNINGAR- og minning- arsjóður kvenna hefur merkja- sölu í dag og á mcirgun, en svo sem kunnugt er, er 27. sept. af- mælisdagur Bríetar Bjarnhéð- insdóttur, sem stofnaði sjóð- inn með dánargjöf sinni. Sjóðurinn styrkir konur til náms og vísindastarfa og hafa nú 140 konur hlotið styrki úr sjóðnum að upphæð á 4. þús. kr. — Annað hlutverk sjóðsins er að geyma myndir og æviá- grip látinna kvenna, sem minn- ingargjöf hefur verið gefin um, í fagurri bók með útskornum spjöldum og silfurspennum. Fyrsta hefti slíkr'ar bókar, — sem út kom 1955 er til^sölu á 100 kr. á skrifstofu félagsins á Skálholtsstíg 7, annað bindið er væntanlegt á markaðinn bráðlega, en þegar er hafin söfnun í hina þriðju bók. Sjóðnum safnast nokkurt fé með sölu minningarspjalda, en aðaltekjuöflun sjóðsins er merkjasalan 27. sept. Þar eð samkv. skipulagsskrá má aldr- ei skerða höfuðstól sjóðsins fyr- ir styrkveitingar er merkjasai- an nær eingöngu mælikvarði á, hvaða styrki unnt verður að veita næsta ár. Þegar þeir tímar koma, að konur hafa öðlast allan ött til jafns við karlmenn, fá bæði kyn in jafnan rétt tii styrkja úr sjóðnum. Þess er vænzt að konur lið- sinni sjóðnum með að selja merki. Börn fá góð sölulaun. Merkin, eru afgreidd á Skál- holtsstíg 7 í dag (laugardag) kl. 10—12 og 2—6, og á morg- un frá kl. 10 f. h. Kefiavík AÐALFUNDUR FUJ í Keflavík verður haldinn n. k. þriðjudagskvöld kl. 8,30 í skrifstofu Alþýðu- flokksins í Keflavík að Hafnargötu 62. Áríðandi að félagar fjölmenni. Reykjavík FÉLAG ungra jafnaðar- manna í Reykjavík heldur fund í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu n. k. miðviku- dagskvöld kl. 8,30. Fundarefni nánar aug- lýst síðar. 4UUMMMMMUUMMUMMM IFundur I Kven- félagi Alþýðu- ffokksins I Reykjavík. KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins í Reykjavík held ur fyrsta fund sinn á þessu hausti n. k. mánudags- kvöld kl. 8,30 í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: Sigurður Ingimundar- son, efnafræðingur, for- maður BSRB, talar um bráðabirgðalögin um verð lag landbúnaðarafurða og skattamál. Þess er vænzt, að fé- Iagskonur fjölmenni á þennan fyrsta fund hausts ins. wwwmmmwmwwmmww Sparið og nofið £parr Hvítari þvoltur/ Nýja Sparr er mildara, freyðir betur, þvær betur og er ódýrara. Sparr gerir þvottinn bragglegri, bjartari, ilmandi, og hvítan eins og hrím á haustmorgni. Sparr inniheldur C M C, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr inniheldur Hrímhvítu, sem hefur þann eiginleika að breyta hinum ósýnilegu útfjólubláu geislum sólarinnar í sýnilega bláhvíta geisla, sem gera hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Sparr er ódýrt. Kynnið yður verð- muninn á Sparr og erlendum þvottaefnum og yður mun ekki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því. Alþýðublaðið — 26. sept. 1959 §

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.