Alþýðublaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 5
AÐALFUNDUR Verzlunair- ráðs íslands er nýafstaðinn. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála rá?iherra flutti ræðu á fundin- um og sagði m. a., að hann væri þeirrar skoðunar, að stefna bæri nú að afnámi upp- hótakeirfisins, þannig að allri gjaldeyrisöflun væri sköpuð jöfn aðstaða. Hér fer á eftir kafli úr ræðu ráðherrans: 3 YFIRFÆRSLUFLOKKAR Eins og kunnugt er, eru yf- irfær'slu- og innflutningsgjalda flokkarnir nu í aðalatriðum þrír. Af nokkrum brýnustu neyzluvörum er nú greitt að- eins 30% yfirfærslugjald af öil I um þorra innflutningsins, þar með taldar allar rekstrarvörur j og fjárfestingarvörur, er greitt 55% yfirfærsiagjaid, og af nokkrum vörum, sem eru ekki taldar nauðsynlegar og samtais nema um 20% af innflutningn- lim, eru greidd há innflutnings gjöld í viðbót við yfirfærsiu- gjaldið. Þar sem meðalútflutn- ingsbætur, að öllum sérbótum meðtöldum, eru nú um 88% af útflutningsverðinu, er auðséð, að meginhluti innflutningsins er raunverulega greiddur mik- ið niður. Tekna til að standa undir þeim niðurgreiðslum er aflað með geysiháum gjöldum á tiltölulega fáar vörutegundir. Þó að þetta fyrirkomulag hafi á sínum tíma verið framför frá þvi, sem áður tíðkaðist, er það stórgallað og fær ekki staðizt tii lengdar. Hver og einn getur gert sér í hugarlund. hvaða á- hrif það hafi á efnahagsþróun- ina, þegar fram í sækir, að tak- markaður sé innflutningur á hvers konar vélum, byggingar- efni og jafnvel rekstrarvörum á sama tíma og innflutningur þess varnings, sem menn hafa löngum talið sig geta helzt án verið, er frjáls. Þetta fyrirkomu lag ýtir einnig undir fram- leiðslu hér innanlands á há- tollavörum, en hindrar fram- leiðslu lágtollavöru, enda þótt sú framleiðsla gæti verið þjóð- arbúinu miklu hagkvæmari. RAGNAR JÖ- HANNESSON tal- ar við Magnús Ól- afsson prentara í kvöid kl. 21.45 um Upphaf leiklistar og prentlistar á ís^firði. Kvölddag skráin hefst kl. 20.30 með þætti Ævars Kvaran: Að tjaldabaki. Ki. 20.50 leikur Art- hur Schnabel á pí- anó „Impromptu“ nr. 2, 3 og 4 op. 90 eftir Schubert. Kl. 21,05 les Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum frumort minn- ingaltvæði. Kl. 21.20 Tónv/iJt eftir Karl O. Runólfsson. Kl. 22.10 Kvöldsagan „Þögn hafs- ins“ (1. lestur). Kl. 22.35 1 léít- um tón: Toralf Tollefsen leikur á harmoniku til kl. 23. PS. Kl. 12.50—14 „Við vinn- una.“ Gíslason, viðskipfa- Þar við bætist, að núverandi gjöld eru þannig ákveðin, ,að ekki er hægt að ná jafnvægi í fjárhag útflutningssjóðs nema erlent lánsfé, sem ekki eru greiddar á nema 55% bætur, sé notað í verulegum mæli. Komi útflutningsframleiðsla, sem fær 88% bætur í stað lánsfjár, er halli vís, og ef eitthvað bjátar á, þannig að innflutningur veiði að dragast saman, hlýtur það að bitna á hátollavörunum, og þar með kippa grundvellin- um undan öllu kerfinu. Ég tel óhjákvæmilegt, að þetta kerfi verði í aðalatriðum að hverfa úr sögunni og að meginhluti innflutningsins verði framvegis að flytjast inn með þeim kjör- um, sem svara til þess, er út- ■flytjendur fá fyrir útflutnings- vörur. Hins vegar verður að halda áfram að leggja tiltölu- lega háa tolla á þær vörur, sem nú er'u hátollayörur, enda þótt ýmsar lagfæringar séu nauðsyn legar í því sambandi, og einnig tel ég eðlilegt, að brýnusíu neyzluvörum innfluttum verði enn ívilnað nokkuð. AFNÁM HAFTA Þá tel ég að stefna beri hik- laust að því að afnema innflutn ingshöft önnur en þau, sen? ó- Framhald á 10. síðu. II RLED, 29. sept. — Úrslit í 13. urnferð áskorendamótsins urðu þau, að Tal vann Fischer og Petrosjan vann Benkö. Keres var í taphættu fyrir Gligorir, en rétti við í tímaþröng, og er skák þeirra jafnteflisleg. Smys- loff hefur heldur betra í hið- skákinni við Frikrik. — Frey- steinn. Friðrik tefldi við Keres í 14. umferð í gær, en ekki hefur frétzt af úrslitum, er blaðið fór í prentun. Biðskákir eru tefld- ar í dag. Staðan eftir 13. umferð er þessi: 1. Keres 8V2 v. og bið 2. Tal 8V2 v. 3. Petrosjan 8 v. 4. Gligorir 7 v. og bið. 5. Benkö 5 v. 6. Smysloff W2 v. og bið. 7. Fischer 4 v. og bið. 8. Friðrik 3Vi v. og 2 bið. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Úrslit í 14. umferð urðu þau, að Tal vann Benkö í 30 leikj- ura, Keres vann Friðrik í 41 leik, Petrosjan og Gligoric skildu jafnir eftir 17 leiki. — Sniysloff á jafnteflislega bið skák yið Fischer. Áthupsemd. Að gef nu tilefni skal þess get- ið, að Þorlákur Jónsson sá, er skýrt er frá í frétt Alþýðublaðs ins í gær um ávísanamál, er til heimilis að Balclursgötu 12. Islenzkir Tónar efi I hljórrv á ISLENZKIR TONAR efna til kvöldskemmtunar í Austurbæj- arbíói á sunnudagskvöld kl. 11.15 og verða þar leikin og sungin meira en 30 af þeim lög- um, sem líkleg eru til vinsælda á vetri komanda, en fremstu dægurlagasöngvarar okkar koma þar fram, m.a. Oðinn Valdimarsson, Helena Eyjólfs- dóítir, litlu stulkurnar Sofíía * | og Anna Sigga, er munu syngja tvö ný íslenzk lög, S.A.S. tríóíð og tvær danshljómsveitir, þ.e. | hljómsveit Árna ísleifs og At- lantic kvartettinn frá Akureyri, er hefur leikið þar við geysi- hrifningu í allt sumar. Þetta er f fyrsta skipti í meira Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Alþýðuliúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Sigurður Ingimunarson efnafræðingur form. BSRB flytur KOSNINGARABB. 3) Önnur mál. FUJfélagar! Fjölmennið vel og sundvíslega á þerman fyrsta fund haustsins. Ilelena Eyjólfsdóttir. Soffía og Anna Sigga. en hálftár sem Helena Eyjólfs- dóttir og Óðinn Valdimarsson koma fram í Reykjavík, en plöt ur þeirra hafa vakið geysiat- hygli undanfarið og eru þekkt- ar af hverju mannsbarni um land allt. Jóhann Konráðsson frá Ak- ureyri mun syngja einsöng, en hann á miklum vinsældum að fagna um land allt. Kynnir verður Karl Sigurðs- son leikari. Hljómplötukynningin verður aðeins í þetta eina sinni, og þar sem jafnan hefur selzt upp á skemmtanir íslenzkra tóna á örstuttum tíma, er öllum ráð- lagt að tryggja sér miða í tíma. Fregn til Alþýðublaðsins. SELFOSSI í gær. HVERGI á landinu mun jafn mörgu fé slátrað og í húsi Slát- urfélags Suðurlands á Selfossi, en þar verður í haust slagtað nálægt 50 þúsund fjár eða meira heldur en nokkurn tíma áður; í fyrra var þar slátrað 42,300 kindum. Slögtun hófst 15. september og endist þar til viku af vetri, að því er Helgi Jóhannsson sláturhússtjóri tjáði fréttaritara í stuttu sam- tali í gær, en daglega falla í sláturhúsinu 1500 lömb. Þessi mikla aukning á slát- urfé í haust stafar bæði af s.tuð fjárfjölgun bænda og eins því, að minna er sett á af líflömb- um en áður. Auk þéss er elzti fjárstofninn frá fjárskiptavor- inu 1952 farinn að koma til slátrunar. RÝR LÖMB. Lömbin voru rýr fyrstu dag- ana, þegar slátrað var úr heima löndum, en óráðið er enn um vænleik afréttarlamba, því að þau eru ekki komin. Fimm lömb hafa haft 23 kílóa fall, en kropp þungi er misjafn, þó að lömb séu yfirleitt ekki talin lakari í ár en áður. Fallegar kindur komu úr TJt-Ölfusinu og fall- egasta féð er alltaf frá þeim bændum, sem bezt bafa beiti- landið. Þar sem sumarbeitin er bezt, nógu landgott og land- rými mest, þar eru lömbin vænst, hvað sem vetrarfóðrun líður, fullyrðir Helgi, þótt kyn- bætur hafi vitaskuld gert féð jafnbetri frá ári til árs. ÚTFLUTNINGUR. í sláturhúsinu starfa hundr- að manns eða meira og er það mest ungt fólk úr nærsveitun- um. Fólkið vinnur prýðilega vel, segir Helgi, og er það áber- andi, hvað vinnubrögðin eru að gjörbreytast. Fólkið kostar kapps um að vanda verkin sem bezt og meðhöndla vöruna hreinlega, enda eru daglega valdir úr 700 kroppar til út- Framhald á 3. síðu. Koiningaskri! r a KOSNINGASKRIF- STOFA Alþýðuflokksins á Akranesi er að Kirkju- brauí 6. Vdrður skrifstof- an opin fyrst um sinn kl. 2—10 daglega. Kjósendur Alþýðuflokksins eru hvatt ir til að Iíta inn og gefa upplýsingar, sem að gagni mættu koma. HVERFISSTJÓRAR, í Langholts-, Laugarnes- og Breiðagerðishverfi hittast á skrifstofunni í kvöld kl. S,3Ö. Hafið bæk- urnar með. — Hainarfjörður KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðuflokksins í Hafnar- firði er í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Opin dag- lega kl. 10—10, símar 50 538 og 50 499. Fólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofuna hið fyrsta og athuga, hvort það er á kjörskrá. Og einn ; ig að gefa upplýsingar um 1 fólk, sem fjarverandi verð ; ur á kjördag. FYRSTA spilakvöld Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík á þessu hausti verður á föstudagskvöld kl. 8,30 í Iðnó. Fyrirkomu lagið verður hið sama og í fyrra. Eggert G. Þcusteinsson al- þingismaður mun flytja ávarp. Rondo-kvartettinn leikur fyr- ir dansinum. Einnig verður kaffidrykkja. Alþýðublaðxð — 30. sept. 1959 IJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.