Alþýðublaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 12
V Á NÆSTA ári verða liðin 500 ár frá dauða Henriks stýrimanns. Það eru vafalaust ekki margir, sem kannast við hann að ráði en þó er hans getið í skólabókum, enda átti hann mikinn þátt í framþró- un siglingalistarinnar á dög- um landafundanna miklu. Hann fann mörg lönd og fleytti fram þekkingu manna á siglingafræðum. Þá var hann einnig foringi Portú- gals út á við. Henrik var elzti sonur Jó- hannesar Portúgalskonungs og þar af leiðandi infant (krónprins). Hann fæddist 1394 og varð því 66 ára gam- all. Hann var forstöðumaður mikillar siglingaakademíu í heimalandi sínu, þar sem bæði var unnið að rannsóknum og kennd siglingafræði. Lands- menn hans kölluðu hann Dom Henrique el Navegador. Henrik skipulagði marga rannskónarleiðangra. 1419 fundu Portúgalar Madeira, 1445 Cap Verde og 1455 Sene- gal og Gambía á vesturströnd Afríku. En Henrik prins lagði allt kapp á að finna sjóleið- ina til hinna fjarlægari Aust- urlanda, en það tókst ekki á hans dögvm. Um þetta leyti hafði nýkomið út rit eftir enskan mann, John Mande- ville, þar sem lýst er kristnu ríki í Austúrlöndum og kveðst höfundur hafa komist til Kína eftir sjóleiðinni frá Noregi Framhald á 10. síðu. þrjá mánuði og fóru þeir á þeim tíma 4000 kílómetra vegalengd. Báturinn er aðeins 17 fet á lengd, búinn 35 hestafla utanborðsmótor. Þeir félag- ar lögðu af stað í apríl s. 1. og sigldu þeir um þveran og endilangan Kaliforníuflóann og heimsóttu hinar hrjóstr- ugu og fámennu byggðir á skaganum. Þeir rákust á marga skemmtilega hluti, Könnunarleiðangur á smá- báti með utanborðsvél SANTA ANA, Kalifornía. - Bátur með utanborðsmótor er ekki hentugasta farar- tækið til þess að kanna fjar- læga staði eins og hina klettóttu strönd Kaliforníu- flóans í Mexíkó. En sjón- varpsmyndatökumanninum Milt Farney lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna til að ná góðum myndum. Hann fór á smábáti með aðstoðar- manni sínum um þessar slóðir í ferðalag, sem stóð í m. a. 50 dauða hvali strand- aða á skeri. Erfiðleikar far- arinnar hófust er þeir kumpánar sigldu frá Mag- dalena-flóa til La Paz. Skellti þá yfir stormi og himinháar öldur köstuðu bátskelinni til eins og væri hún eldspýta. En eftir nokkra stund tókst þeim að komast í hlé. Mestu erfiðleikar ferða- lagsins voru í sambandi við að ná í eldsneyti. SÆNSKU blöðin eru farin að velta fyrir sér hverjir muni fá Nóbelsverðlaunin í ár. Eitt sænskt vikublað kveðst hafa það eftir áreiðanlegum heim- ildum, að í þetta sinn fái kona bókmenntaverðlaunin og komi þá aðeins ein til greina, — Karen Blixen. Hún er eina konan, sem í alvöru er til- nefnd. Aðrir kandídatar eru Framhald á 10. sí3u Debbie er fög- ur og fræg FærKaren Blixen Nóbelsverðlaun? ÞETTA er hún Debbie Rey- nolds. Hún hefur alltaf þótt falleg og hlotið frægð fyrir. En þó hlaut hún mestar vin- sældir, er maður hennar, Eddie Fischer, skildi við hana og gekk að eiga Liz Taylor. 40. árg. — Miðvikudagur 30. sept. 1959 — 210. tbl. ÍSLENZKUR námsmað- ur í Suður-Þýzkalandi skrifaði nýlega heim og sagði m. a. frá atburði, s'em ekki hefur heyrzt um hér heima. Sá kafli bréfs- ins, er um þetta fjallar, er á þessa leið: „f byrjun þessa mánað- ar (september) tóku blöð og útvarpsstöðvar hér að segja frá því, að Rússar hefðu með leynd þá ný- verið skotið gervihnetti á loft og hefði verið maður í. Ætlun Rússanna mun hafa verið að ná hnettin- um aftur til jarðar, en það lukkaðist ekki, og er Rússinn nii sagður allur, hvort sem hann hefur nú sjálfur lagt þar hönd að verki eða orðið til með öðrum hætti. Sé þessi frétt sönn, þá snýst nú Rússinn dauði í sínum gervihnetti um jörðina. Rússnesk yfirvöld hafa ekki sagt neitt frá þessu opinberlega þar sem tilraunin heppnaðist ekki. Og mér þótti rétt að segja ykkur frá þessu þar sem ég sá engar frásagnir af þessu í íslenzkum blöð- Alveg sama hvað stelpur segja ÞAÐ er víðar en á íslandi, sem ungir menn safna skeggi, eldri kynslóðinni til skap- raunar. Blaðaljósmyndari vatt sér inn á „sjoppu“ í Soho í Lundúnum og tók mynd a£ þessum „gæjum“ sem þar sátu inni, allir fúlskeggjaðir. Þeir voru beðnir að gefa upp ástæð ur fyrir því að þeir láta skegg sitt vaxa. Aftari röð frá vinstri: Cliff segir: Skegg gerir menn gáfu- lega og stelpurnar vilja gáfu- lega menn. Frank: Skegg er gott á meðan stelpunum líkar það. Brian: Skegg er til orðið til að vaxa. Af hverju að raka það af? Fremri röð frá vinstri: Sá fyrsti lét ekki uppi nafn sitt. Hann sagði: Stelpurnar segja: „Ég elska þig, en rak- aðu þennan óþverra af þér“. Marcus: Gorillan er með bert brjóstið. Oisin: Mér er sama hvað stelpur segja, en það er of dýrt að raka sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.