Alþýðublaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 6
g 30. sept. 1959 — AlþýSublaðið HLJOMSVEITARSTJORI Fílharmoníuhl j ómsveitar- innar í London, Sir Thomas Beecham, giftist einkaritara sínum fyrir skemmstu, — eins og menn muna eflaust úr fréttunum. Hann stend- ur nú á áttræðu og þetta er þriðja hjónaband hans. — Eiginkonan er hins vegar að- eins 27 ára gömul og þetta er fyrsta hjóna- band hennar. ÞAÐ GERIST nú æ algengara, að karlar á gamals aldri (sumir meira að segja komnir yfir áttrætt) taki upp á því í ellinní að gifta sig — og það kornungum stúlkum i blóma Iífsins. Og bað merkilega er, að fjölmörg slíkra hjónabanda hafa blessazt vel. Á Opnunni í dag birtura við mvndir af fimm frægum öldungum, sem hafa gifzi ungum konum. Bing Crosby er reyndar ekki nema 58 ára, og getur því varla talizt öldungur enn þá5 en hinir geta varla talizt annað en gamlir. Þeir eru á aldrinum frá 7(1 til 83 ára. BING CROSBY ^ var í tuttugu og Htvö ár giftur leik konunni Dixie Lee. Hún lézt 1952. Fimm ár- um síðar giftist Bing Cros- by aftur og var hann þá 53 ára gamall. Hin nýja eigin- kona hans var hins vegar ekki nema 23 ára gömul og hún heitir Kathryn Grant. Og auðvitað er hún leik- kona. Hjónaband þeirra er eins hamingjusamt og frek- ast er hægt að hugsa sér'. — Hins vegar eru synir Crosby frá fyrra hjónabandi síður en svo ánægðir. Þeim lízt engan veginn á, að eiga stjúpmóður, sem er svo að segja jafngömul og þeir sjálfir. MARGRÉT Englandsprins- essa lét nýlega heilan hóp af tízkusérfræðingum standa á öndinni af undrun og hneykslun. Hún kom fram opinberlega í nákvæm lega eins kjól og hirðmey hennar. f fljótu bragði var ekki hægt að sjá nokkurn mun á kjólunum og prins- essan og hirðmey hennar voru eins og tvíburasystur. Það bætti ekki úr skók, að þetta gerðist við opnun á tizkusýningu og viðstadd- ir voru menn. sem lifa og hrærast í tízkunni og taka fyrst og fremst eftir klæðn- aði manna, hvar sem þeir koma. Þetta var að sjálísögðu ekki með vilja gert, held- ur hrein tilviljun, sem ekki var hægt að kippa í lag. — Margrét prinsessa hafði ver- ið að skíra bát í Belíast og fór þaðan beinustu leið til Clarence House til þess að skipta um kjól og fara í sterkbláan kokkteilkjól. Hirðmeyjan kom ekki fyrr en nokkrum mínútum áður en þær áttu að leggia af stað á opnun tízkusýning- arinnar — og liún var líka í sterkbláum kjól og nauða- líkum kjól prinsessunnar. Nú var um tvennt að velja: Að koma of seint á sýn.ing'- una eða skipta um kjól aft- ur og slíkt tekui tíma hjá kvenfóik og flestum kar'mö kunnugt. Pr'.nsesst því að láta siag sta Það var örlitil bi að prinsessan var í skóm, en hirðmeyj; um. -K FANGAK FRUMSKÓGARINS PRÓFESSOR Duval er enn þá í slæmu skapi og vart mönnum sinnandi. Frans reynir að koma honum í betra skap, en það gengur heldur erfiðlega. „Hvers vegna eruð þér svona hrædd ir, prófessor?“ segir hann. ,,Nú á dögum eru ekki til neinar mannætur. Og hing- að til höfum við jú fengið sæmilega meðferð". — En prófessorinn er á rnáli og lætur ekki „Þeir ætla að éta segir hann, „við aldrei lifandi úr þ MEISTARI Picasso er nú orðinn 78 ára gamall, — en' engan veginn dauður úr öll- um æðum fyrir það. Hann vekur á sér athygli með hinum sérkennilega persónu leika sínum, hvar sem hann íer og tilsvör hans eru birt á prenti hvor: sem þau eru merkileg eða ómerkileg. Og í listinni má búast við öllu frá honum. Ofan á allt þetta er hann giftur 31 árs gam- alli fyrirsætu, Jacqueline Roques. í síðustu andlits- myndum hans má víða greina svip hennar. SNILDINGUR kvikmynd- anna, Charlie Chaplin, átti sjötugsafmæli á þessu ári og var þess hvarvetna minnst, — í blöðum með löngum greinum og mynd- um og á annan hátt, eins og verðugt var. Chaplin er gift- ur 34 ára gamalli konu, —- Oonu O’Neill, dóttur leik- ritaskáldsins nafnkunna, ■— Eugine O’Neill. Þau lifa í hamingjusömu hjónabandi og eiga hóp af börnum. — Eugine var mjög mótfall- in því, — að dóttir hans igjiftist „öld,1- ung“, en fékk e k k e r t að gert. ÞAÐ er nauðsy: kunna að tala, en margur komið sér lífinu með því einu þá list. Kunnur ma ur hefur samið eft reglur handa þe ekki geta talað, e undir í samiæð kaffibolla. Reglurn svo: Það skiptir el hvort þér liggi uð á hjarta eða SPÆNSKI cellosnillingur inn Pablo Cas als gifti sig fyrir tveirnur árum 23 ára gömlum nemanda sínum. — Sjálfur er hann orðinn 83 ára gamall og er hann ald- ursforseti hinna hamingju- sömu öldunga hér í Opn- unni í dag. Þau kynntust í skóla í San Juan og það vill svo undarlega íil, að á nákvæmlega sama stað og við sömu áðstæður kynntist Casals fyrstu konu sinni, — sem lézt í heimsstyrjöldinni fyrri. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiÉiiiiiiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.