Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 12
H LÞYÐUFLOKKURINN telur það skyldu stjórnmála- flokka í lýðræðisríki að gera þjóðinni grein fyrir afstöðu sinni til helztu viðfangsefna þjóðmálanna, áður en hún gengur tii kosninga. Þess vegna vill Alþýðuflokkur- inn skýra kjósendum frá því, á livaða málefni hann mun leggja megináherzlu á Alþingi því, sem kjósa á 25. og 26. október næstkomandi. Alþýðuflokkurinn mun leggja höfuðáherzlu á eftir- farandi atriði: Vinátta við allar þjóðir. — Samstaða með lýð- ræðisþjóðum. Alþýðuflokkurinn telur, að í utanríkismálum beri að fylgja áfram þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið og mót- ast af því að efla vináttu ís- lendinga við allar þjóðir, m. a. með þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna, og hafa nána samstöðu með lýð- ræðisþjóðunum, einkum og sér í lagi með aðild að At- lantshafsbandalaginu. AI- þýðuflokkurinn telur, að Is lendingum beri að eiga við- skipti við allar þær þjóðir, sem fúsar eru til þess að skipta við þá á þeim grund- velli, að báðum sé til hags- bóta. Til sigur í landhelg- ismálinu. Alþýðuflokkurinn telur stefnu og aðgerðir fslend- inga í landhelgis- málinu byggða á lífsnauðsyn og full- um lagarétti. Flokkurinn tel- ur ekki koma til mála að hvika í einu né neinu frá stefnu og hvetur þjóðina til órjúfandi eining- ar í málinu. Þá mun fullur sigur vinnast. Örugg atvinna. — Stöðvun verðbólgu. Alþýðuflokkurinn telur það eiga að vera höfuðtak- mark stefnunnar í efnahagsmálum að tryggja öllum ör- ugga atvinnu og batnandi lífskjör. Til þess að svo geti orðið verður þjóðarfram- leiðslan að fara vaxandi og skipting þjóðarteknanna að vera réttlát. En þjóðarfram- leiðslan getur ekki vaxið nema atvinnuvegunum séu búin heilhrigð vaxtarskil- yrði. Þess vegna leggur Al- þýðuflokkurinn meginá- herzlu á það, að kapphlaup hefjist ekki á nýjan leik milli verðlags og kaupgjalds, og að bankamálum og fjár- málum ríkis-, bæja- og sveitafélaga verði stjórnað þannig, að ekki leiði til verðbólgu. Takmarkið sé stöðugt verðlag og traust verðgildi peninganna. Þá skapar aukin þjóðarfram- leiðsla skilyrði fyrir hækk- uðum tekjum og styttri vinnutíma. Þ j óðhagsáætlun. Til þess að tryggja stöðv- un verðbólgu og öruggan Bvöxt þjóðarfram- leiðslunnar verða þær framkvæmdir að sitja fyrir, sem hag- kvæmastar eru frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Flokkurinn telur því nauðsynlegt að gerð sé þjóð- hagsáætlun er verði leiðar- vísir stjórnarvalda og banka um markvissa stefnu í at- vinnu- og efnahagsmálum. Afnám beinna skatía. Alþýðuflokkurinn telur, að tafarlaust verði að end- urskoða allt tekju- öflunarkerfi ríkis, bæja- og sveitafé- laga. Hann telur álagningu beinna, stighækkandi skatta skyni fyrst og fremst að bæta hag barnmargra fjöl- skyldna og gamals fólks. f því sambandi leggur Al- þýðuflokkurinn sérstaka á- herzlu á, að komið verði á hér á landi allsherjar eftir- launakerfj fyrir alla þjóðfé- lagsborgara. Jafnframt verði heilsugæzla efld. Bygging íbuðarhúsa. Alþýðuflokkurinn telur, að með því að koma pen- ingamálum þjóðar- innar í heilbrigt horf og þeirri efl- ingu eðlilegs sparnaðar sem af því leiddi, myndu vera sköpuð skilyrði til hag- kvæmrar lánsfjáröflunar fyrir þá, sem þarfnast fjár til húsbygginga. En auk þess teiur Alþýðuflokkurinn nauðsynlegt að gera sér- stakar ráðstafanir til þess að gera hinum efnaminni stétt- um í þjóðfélaginu kleift að eignast eigið húsnæði og tel- ur óhjákvæmilegt að endur- skoða og endurbæta löggjöf- ina um verkamannabústaði í því skyni, að lögin þjóni bet- ur sínum upphaflega tilgangi með því að koma til móts við fjárhagslega getu verka- fólks. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að breyttri skipan á starfsemi Húsnæðismála- stofnunarinnar þannig að hún geti: 1. Reiknað með árlegum og föstum tekjum til útlána. 2. Gert raunhæft átak til lúkningar hálfbyggðum í- búðarhúsum í bæjum og kauptúnum. 3. Gefið út með góðum fyr- og útsvara dýra og rangláta aðferð við öflun tekna til opinbérra þarfa. í þessu sam bandi leggur hann áherzlu á að hið fyrsta komi til framkvæmda þingsályktun Alþýðuflokksins um afnám beinna skatta. Auknar almannatrygg- ingar. Alþýðuflokkurinn telur nauðsynlegt, að samhliða gagngerri breytingu á skatta- og útsvars- kerfinu fari fram allslierjar endurskoðun á tryggingarmálunum, í því irvara lánsloforð til þeirra, er íbúðarlán eiga að fá. 4. Veitt almennari og hag- kvæmari leiðbeininga- þjónusta við húsbyggj- endur en nú er gert. Efling atvinnulífsins. Alþýðuf lokkurinn telur vaxandi velmegun þjóðar- nm innar fyrst. og [fli tremst undir því komna að takast megi að auka framleiðslu hennar á sem flestum svið- um. Kemur þá að sjálfsögðu fyrst til álita að hagnýta þær EDSíIUl) 40. árg. — Miðvikudagur 30. sept. 1959 — 210. tbl. MMUWmtmMUMMMMMMt auðlindir sem við eigum, fiskimiðin, orkulindirnar og hina íslenzku mold. Fiski- miðin þarf að vernda fyrir ágangi útlendra manna, og það þarf að skapa íslending- um betri aðstöðu til að hag- nýta þau með auknum skipa- stól, og aðstöðu til að full- vinna aflann í landi. Hagnýíing vatnsafls og jarðhita er það verkefni sem einna mest kallar að til þess að iðnaðurinn í landinu geti eflzt og dafnað og aukin stóriðja geti komizt á fót. Til þess að svo megi verða þarf að skapa iðnaðinum betri vaxtarskilyrði er hann hefur nú, með breytingum á skatta- og gjaldeyrislög- gjöf og heilbrigðri fjáröflun til framkvæmda og reksturs. Með áframhaldandi jarð- ræktarframkvæmdum og vélvæðingu landbúnaðarins ber að vinna að stækkun bú- anna og hagkvæmarí bú- rekstri til hagsbóta fyrir bændurna sjálfa og neytend- Ur, því að innlendi markað- urinn hlýtur jafnan að verða sá markaður sem íslenzkur landbúnaður að Iangsamlega mestu leyti verður byggður á. Traustari vinnufrið- ur. — Fullkomnari vinnulöggjöf. Alþýðuflokkurinn telur, að til þess að bæta skilyrði fyrir traustum vinnufriði og auknu öryggi launþega og atvinnurekenda, sé nauðsyn- legt að launþegasamtökin hafi forgöngu um, að samn- ingar um kaup og kjör séu gerðir af stærri heildum og til lengri tíma en nú á sér stað. Vinnulöggjöfin verði endurskoðuð í samræmi við þetta, og leitað um það sam- starfs við samtök Iaunþega og atvinnurekenda. Bætt skipan á verðlagn- ingu landbúnaðar- afurða. Alþýðuflokkurinn telur, að aukin framleiðsluafköst í Iandbúnaði eigi að koma neytendum til góða í lækkandi vöruverði jafnframt því, sem bændum séu tryggðar sambærilegar tekjur fyrir störf sín og aðrar vinnandi stéttir njóta. Til þess að tryggja þetta telur Alþýðu- flokkurinn nauðsynlegt að endurskoða núgildandi lög- gjöf um verðlagningu land- búnaðarafurða og koma á traustu samstarfi neytenda og framleiðenda um með- ferð þessara mála. Páfinn ur fil feæna VATIKANINU, 29. sept. (Reut- er). Jóhannes páfi 23. hvatti kaþólska menn í dag til þess að biðja sérstaklega vel í okt- óber, svo að stjórnendur stórra og smárra ríkja mættu gera sér að fullu Ijóst þá þungu ábyrgð, sem á þeim hvílir nú. Páfinn vitnaði í hið þriðja umburðarbréf sitt, síðan hann settist í páfastól fyrir 11 mán- uðum, til kaþólskra biskupa víðs vegar í heiminum, og sagði: ,,'Við biðjum guð, að stjórnendurnir megi umfram allt íhuga þá hræðilegu mergð rústa og eyðileggingu, er styrj- öld leiðir af sér — megi guð koma í veg fyrir, að af henni verði -—- og megi guð gefa, að þeir ali ekki í brjósti sér neinn styrjaldarvilja". Páfinn skoraði á þjóðarleið- togana, að miða ákvarðanir sín ar við raunverulegar þarfir mannanna og gleyma ekki lög- um guðs, sem væru grundvöll- ur og uppistaða hins mannlega lífs. Hann óskaði þess að lokum, að stjórnendurnir mættu ætíð hafa hugfast örlög hverrar ein- ustu sálar hinum megin, hverr- ar sálar, sem væri sköpunar- verk guðs, til þess ætluð, að koma loks til hans og samgleðj- ast honum í hinni eilífu dýrð. Hallgrímsdeild AÐALFUNDUR Prestafélags ins Hallgrímsdeild var haldinn í Borgarnesi 12. og 13. þ. m. I upphafi fundai'ins minntist for maður, sr. Sigurjón Guðjóns- son, Ólafs B. Björnssonar, rit- stjóra á Akranesi, fyrrv. kirkju ráðsmanns, sem hafði starfað í deildinni af áhuga og dugnaði. Vottuðu fundarmenn hinum látna virðingu sína með því að ríSa úr sætum. Aðalmál fundarins var: Helgi siðabókin. Framsögu í því máli hafði sr. Jón M. Guðjónsson á Akranesi. Urðu um það miklar umi'æður. Sr. Ásgeir Ingibergs- son í Hvammi flutti opinber er- indi í Borgarneskirkju um írska kristni, en í írland dvaldi sr. Ásgeir lengi á liðnu ári. Seinni daginn fóru framguðsþjónustur á vegum deildarinnar í fjórum kirkjum, Borgarnesi, Borg, Staf holti og Hvanneyri. Fundurinn var prýðilega sóttur. Nokkrar ,ályktanir voru gerðar og sam- þykktar. Hallgrímsdeild var stofnuð 1930, og á því 30 ára af mæli á næsta ári Hafa deildar- menn hug á að vanda til þess. Stjórn deildarinnar var end- urkjörin til næstu þriggja ára. í henni eru: Sr, Sigurjón Guð- jónsson próf. í Saurbæ, formað ur, sr. JónM. Guðjónsson, Akra nesi, ritari, og sr. Þorsteinn L. *t*M*www*wwww*wiMww»wwMm»wwwMWMWwwwMWM»MWWMwwvMMWww.m‘WMWMMiMi Jónsson, Söðulsholti, gjaldkeri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.