Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 4
r Ötgefandi. AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjórl: Ingólfur Kristjfinsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Tin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- Ingasiml 14 906. — ASsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðskur, Hverfisgata 8—10. Gamall steinn og nýr TÍMINN hefur eftir Eysteini Jónssyni, að bar átta Framsóknarflokksins gegn kjördæmabreyt- ingunni eigi að halda áfram. Þetta er ný útgáfa þess að berja höfðinu við steininn — og er Eysteini víst ekki of gott að þreyta þá viðleitni. Hitt mun sannast, að barátta Framsóknarflokksins gegn kjördæmabreytingunni hafi verið fráleit afstaða. Enn mun naumast tímabært að rekja í einstökum atriðum, hversu Framsóknarflokknum skjátlaðist í þessu efni, en nokkrar athyglisverðar staðreynd- ir liggja þó fyrir og mættu verða nokkurt íhugun- arefni. Hér skal minnzt á eina þeirra að þessu gefna tilefni. Framsóknarflokkurinn staðhæfði í vor og sumar, að áhrif héraðanna úti á landi myndu stórminnka á alþingi við kjördæmabreytinguna. Framboð stjórnmálaflokkanna nú fyrir haust- kosningarnar segja hins vegar allt annað. Menn búsettir í héruðunum munu nú fleiri í framboði en áður var. Kjördæmabreytingiri hefur því að þessu Ieyti aukið „jafnvægið í byggð landsins“, en ekki raskað henni héruðunum í óhag eins og Framsóknarflokkurinn fullyrti fyrir nokkr- um mánuðum. Og reynslan á öðrum sviðum mun verða hliðstæð, þegar hægt verður að skera úr um þetta deilumál á grundvelli staðreyndanna. Ýmsir leiðtogar Framsóknarflokksrns verða líka þessa dagana að meta kjördæmabreytinguna öðru vísi með hliðsjón af haustkosningunum en þeir gerðu í áróðri sínum í vor. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins á Norðurlandi reyndu þá sér í lagi að telja kjósendum sínum trú um, að kj ördæmabreytingin gerði þingmenn óhæfa til umboðs á löggjafarsamkomunni. Þar var um að ræða Gísla Guðmundsson og Karl Kristjánsson, sem eru glöggir menn og vel verki farnir, þegar flokksáróðurinn spillir ekki hæfileikum þeirra og starfsgetu. Nú ferðast þeir hins vegar um byggðir á Norðurlandi eystra til að telja fólki trú um, hvað tveir Þingeyingar séu ágætlega til þess fallnir að vera umboðsmenn Eyfirðinga og Ak- ureyringa á alþingi. Þessir sjálfkjörnu vinir og styrktarmenn Eyfirðinga og Akureyringa eru Gísli Guðmundsson og Karl Kristjánsson, enda kræktu þeir sér í örugg sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í nýja kjördæminu, þó að þeir leggi á borð með sér færri atkvæði en sam- 'herjar þeirra fengu í Eyjafirði og á Akureyri við kosningarnar í sumar. Gísli og Karl standa þann ig uppi á nýjum steini. En Eysteinn Jónsson ber höfðinu við gamla steininn. Til sölu frá ISjörgunarstöðinni í Örfirisey Dráttarsþil með viðfestum 12 ha Lister- mótor, í góðu ásigkomulagi. Slysavarnafélag íslands. AðEINS rúm vika er til þingkosninganna í Bretlandi og enginn getur með nokkurri vissu spáð um úrslit þeirra. Þegar Macmillan forsætisráð- herra tilkynnti fyrir þremur vikum þá ákvörðun sína að efna til kosninga voru flestir á þeirri skoðun, að íhaldsflokk urinn væri nokkurn veginn öruggur með hreinan meiri- hluta en nú er annað upp á teningunum. Fjárglæframál hafa komið fram í dagsljósið, sem gera talsmönnum hins frjálsa framtaks erfiðara fyrir um áróður sinn. Bretar hafa í ár lifað sólrík- ,asta sumar í heila öld, atvinnu leysi minnkar stöðugt og skoð anakannanir hafa leitt í ljós, að íhaldsmenn hafa 5 prósent meira fylgi en Verkamanna- flokkurinn, en það er mesti munur sem verið hefur á flokkunum frá síðustu kosn- ingum. Jafnvel þeir, sem gram astir voru við Macmillan fyrir — efna ekki til kosninga í vor, gátu ekki annað en dáðzt að stjórnkænsku hans. Með því að takmarka kosningabarátt- una við aðeins fjórar vikur virtist liggja í augum uppi, að hann mundi sigla inn á nýja þingleið í hagstæðasta byr, — sem flokkur hans hefur hlotið á síðari árum. RÁTT fyrir þetta vöruðu kosningasérfræðingar við því, að telja úrslitin örugg. 1950 og 1951 náði Verkamanna- flokkurinn meirihluta þrátt fyrir að hann var með 10 pró- sent minna fylgi í skoðana- könnunum mánuði fyrir kosn- ingar. Þá hafa allar aukakosn ingar á þessu ári verið óhag- stæðar fyrir íhaldsmenn og við skoðanakannanir verður að reikna með þeim, sem ekki verið ráðnir í hvað kjósa skuli, eða ákveðið að kjósa Frjálslynda flokkinn. EGAR kosningabardaginn er nú hálfnaður sýnir það sig, að Verkamananflokkurinn hef ur unnið allmikið inná Íhalds- menn. Nýlega birtist úrslit skoðf nakönnunar í íhaldsblað inu Daily Mail og sézt þar, að forskot íhaldsmanna hefur minnkað um helming. Þá er ljóst, að Verkamannaflokkur- inn er betur skipulagður nú en við kosningarnar 1955, sér- staklega í þeim 60 vafakjör- dæmum, sem ráða munu úrslií um. Það lítur út fyrir, að í- haldsmenn hafi gert skyssu í Því, að forðast meiriháttar kosningadeilur en treysta í staðinn á, að bætt kjör al- mennings og ánægja meðlífið veiti þeim meirihluta án þess nokkuð sé að gert. r K GREININGSEFNI MILLI flokkanna eru fá. Mikilvæg- asta mál Verkamannaflokks- ins er efnahagsleg útþensla, en þrátt fyrir hálfa milljón at- vinnuleysingja í Bretlandi gætir þess ekki í kosningun- um. Stöðnun brezka iðnaðar- ins þrjú síðustu árin er mál, sem almenningur veitir ekki athygli. í hvert skipti, sem Verkamannaflokkurinn hefur lagt fram tillögur, sem líklega hafa verið til vinsælda, hefur KOSNINGAR í ENGLANDI.. 2 íhaldsflokkurinn tekið þær upp og gert að sínum. Á mörg- um sviðum eru stefnuskrár flokkanna svo til samhljóða. Utanríkismálin eru glöggt dærni um það. För Hannes á h o r n i n u •fe Hvert er stefnt með þessu? 'jÝ Ætla þeir að leiða þjóðina aftur út í kvik- syndi. Tillaga um hagfræð- inganefnd. ýV Saga um skattaáþján- B. J. SKRIFAR: „ÞaS er ekki annað sjáanlegt en að þrír flokk- ar hafi lýst yfir andstöðu sinni við bráðabirgðalögin um að sama verölag gildi á landbúnað- arafurðum og verið hefur. Tveir flokkar: Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir því, að þeir vilji greiða bændum 3,18% hækkun — og I raun og veru segja kommúnist- ar nú það sama. HVAÐ þýðir þetta. Það þýð- ir ekkert annað en það, að það á að hleypa dýrtíðaflóðum aft- ur yfir okkur. Verkalýðsfélög- unum verður áreiðanlega ekki skotaskuld úr því að finna sann- anir fyrir því að félagar þeirra þurfi að fá sínar 3,18% uppbæt- ur vegna tjóns, sem þeir hafa beðið. — Sjá því allir hvert stefnt er með hroka Framsókn- ar, hugleysi Sjálfstæðisflokks- ins og spekúlasjónum kommún- ista. J. H. SKRIFAR: „Ég held það væri sterkur leikur að skipa nú þegar hlutlausa hagfræðinga- nefnd til þess að gera samanburð á efnahagsástandi þjóðarinnar í dag og því sem var, þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við völd- um. Slíkt nefndarálit gæti ver- ið mjög þarflegt fyrir nýtt Al- þingi, einmitt þegar ákveða skal framtíðarleið í efnahagsmálun- um, og ég held að núverandi rík- istsjórn þyrfti ekki að óttast slíkan reisupássa. ÞÓRA SKRIFAR: „Ég hef les- Macmilláns til Sovétríkjanna og kröfur hans um fund æSstu manna hafa algerlega dregið athygli frá tillögum Gaitskells um fækkun herafla í Mið- Evrópu og ,atómlausan klúbb* — Eina málið, sem flokkana greinii' freklega á um, er Mið- Afríka og stefna stjórnarinn- ar þar. Það mál hefur þó ekki vakið sérstaka eftirtekt al- mennings og er í mesta lagi að vænta að Verkamannaf lokk urinn græði örfá atkvæði á af- stöðu sinni til nýlendumál- anna. Það eru því engin stór- mál, sem einkenna kosnmga- baráttuna að þessu sinni, en þess hefur orðið vart, að fólk er að komast á þá skoðun, að ríkisstjórnin hafi lagt reykský yfir kosningabaráttuna, sem eigi eftir að draga allan mátt úr brezkri stjórnmálabaráttu ef ekkert verður að gert. E GáITSKELL virðist sífellt auka við vinsældir sínar með- al þjóðarinnar og hafa ekki sízt sjónvarpsræður hans orð- ið til þess. Macmillan hefur manna mest gert til að rétta flokk sinn við eftir Suez-æv- intýrið, en hann er ekki eins sannfærandi sem leiðtogi flokks með jákvæða stefnu- skrá. Margir kjósendur íhalds flokksins eru líka óánægðir með að hann neitar að reká stéttapólitík að gömlum sið íhaldsmanna. Þetta getur orð- ið til þess að allmargir kjós- endur flokksins sitji heima. KETTA eru höfuðástæðurnar fyrir uppgangi Verkamanna- flokksins síðustu vikurnar. En kosningaáhuginn er hverfandi og óvæntir atburðir geta orð- ið til þess að bylta öllum kosn- ingaspádómum. Báðir flokk- arnir virðast geta náð örugg- um meirihluta, en hvor það verður veit enginn. Denis Healy. ið allt, sem þú hefur skrifað um skattana í Alþýðublaðið. Það er eins og talað út úr mínu hjarta. Okkar saga er þannig í stuttu máli: Maðurinn minn er 52 ára gamall verkamaður og er að k°ma yfir sjg 2ja herbergja í- búð í fjölbýlishúsi. Hann keyptj hana fokhelda fyrir 1 Vz ári og flutti í hana s. 1. nóvember, þó margt væri ógert. HANN VANN sjálfur allt, —- sem hann mögulega gat í íbúð- inni. Nú kemur mergurinn máis- ins. Hann fékk 27 þús. í skatta (hafði í fyrra 9 þús.). En nú var hann ekki búinn að greiða nema 7 þús. fyrirfram. Hvernig á .hann nú að greiða þessar 20 þús. ef hann fær ekki lækkaða skatt- ana, af 4700 kr. mánaðarkaupi? Þó hver einasti eyrir væri tek- inn af kaupinu myndi það ekki nægja. ALLT hans líf hefur gengið út á það að skulda helst skki neitt og borga hverjum sitt. En ef íbúðin verður tekin upp í skatta þá segist hann gefast upp og leggja upp laupana. Hvað á svona álagning að þýða? Er ver- ið að reyna að koma heiðarlegu fólkj á kaldan klaka. — Ég er ekki að vænta þess að þú setir þetta í blaðið. En það er gott að trúa öðrum fyrir áhyggjum sín- um“. llannes á horninu. ' 4 30. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.