Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir ) SKÝRT var frá því hér á 1- þróttasíðunni á sunnudaginn, a3 fyrirhuguð keppnisför Fim- leikafélags Hafnarfjarðar til Svíþjóðar v,æri farin út um þúf ur. Hafnfirðingarnir gáfust samt ekki upp og nú mun á- kveðið, að FH, sem bæði er ís- landsmeistari í handknattleik úti og inni, fari í keppnisför til Vestur-Þýzkalands um miðjan WWMIWWWWWWWHWW INGO I SVISS. Heimsmeistarinn í þunga- vigt, Ingemar Johansson, hefur dvalið í Genf und- anfarið og lýsti því yfir fyrir nokkru, að hann hugsi sér að setjast þar að og kaupa sér villu. Fyrst ætlar hann samt að sýna hnefaleika á nokkrum stöðum í Svíþjóð. Ekki hef ég hugsað mér að ganga í það heilaga á næstunni, sagði heims- meistarinn. Ingemar ætlar til Suður-Ameríku í des- ember og sýna hnefaleika á nokkrum stöðum, en í janúar fer hann til Holly- wood og leikur þar í kvik- mynd um Kóreustríðið með Allan Ladd. WWWMMMIWWMMWWIWW mánuðinn^ eða nánar tiltekið 12. október næstkomandi. ★ FH fer til Þýzkalands í boði félagsins Thv Kiel, sem er 115 ára um þessar mundir og held- up afmælið m. a. hátíðlegt með handknattleikskeppni. - Fyrsti leikur FH verður í Liibeck 14. október gegn sterku 1. deildar liði og síðan gegn lögregluliði í Euten 16 október. ★ Um helgina 17. til 18. október verður háð hraðkeppnismót í Kiel á vegum gestgjafa Hafn- firðinganna og í því taka þátt fjögur sterk lið, þar á meðal FH. Þýzku liðin, sem þar keppa, eru öll í fremstu röð, t. d. eru sjálfir Þýzkalandsmeist- ararnir með. Ekki er enn á- kveðið, hvort FH keppir oftar, en það getur komið til greina, bæði í Þýzkalandi og e. t. v. Dsnmörku á heimleiðinni. ★ Fimleikafélag Hafnarfjarðar verður 30 ára 15. október nk. og er þetta nokkurs konar af- mælisför handknattleiksmann- anna qg ekki er að efa, að ár- angur hennar verður góður. FH hefur ákveðið að efna til af- mælismóts í handknattleik og fer það fram 9. og 11. ok.tóber að Hálogalandi. Þar verður lögð mest áherzla á keppni 1 yngri flokkunum, en meistara- flokkur mun að sjálfsögðu keppa þar líka. Nánar verður skýrt frá móti þessu síðar. ifiðahöld 111 ára afmælis ISI A NYAFSTÖÐNU íþróttaþingi ISI, var m. a. rætt um væntan- leg hátíðahöld í tilefni af 50 ára afmælis íþróttasambands- ins árið 1962. Rætt vair tölu- vert um málið og eftirfarandi tiUaga samþykkt: Góður árangur frjálsíþróttamanna NOKKUR innanfélagsmót í frjálsíþróttum haaf verið hald- in undanfarið hér í Reykjavík og eitt þeirra var t. d. haldið í fyrradag. Hörður Haraldsson, Á, sigr- aði í 400 m. grind á 56,8 sek., sem er mun betri tími en hann ' náði á Septembermótinu á laug ardaginn. Þetta er næstbezti tími íslendings á árinu. Annar varð Ólafur Unnsteinsson, — UMFÖ, 62,0 sek. og þriðji Fiið- rik Friðriksson, ÍR, 65,1 sek. Þá var keppt í 200 m. hlaupi og þar sigraði Hörður einnig á 22,6 sek., sem er hans bezti tími í sumar. Yalbjörn hefur einnig náð þessum tíma í ár og það er bezti tími ársins. Annar varð Björgvin Hólm, ÍR; 23,2 sek. hans bezta í ár og þriðji Einar Frímannsson, KR, 24,0 sek. — Ólafur Unnsteinsson náði 17,2 sek í 110 m. grinda- hlaupi. Fyrr 1 mánuðinum fékk Björgvin Hólm 25,4 sek. í 200 m. grind. sem er hans bezti tími í greininni og sekúndu lak- ara en met Arnar Ciausen. wimwiiiimmiiiiiMvmv Strax að loknu íþróttaþingi — eða eigi síðar en 1. nóvem- ber 1959; skipi framkvæmda- stjórn ÍSI sérstaka framkvæm- danefnd fimm manna, til þess að hefja nauðsynlegan undir- búning að íþróttahátíðahöldum í tilefni af 50 ára afmæli ÍSÍ 1962. Nefnd þessi starfi í samráði við framkvæmdastjórn ISÍ. ■— Framkvæmdanefndin hefur heimild til að skipa undirnefnd ir, sér til aðstoðar í starf sír.u, og hún skal hafa náið samstarf við sérsamböndin og héraðssam bönd ÍSÍ eftir því sem við verð- ur komið. Verður verkefni nefnd- arinnar m. a. að sjá um eftirfarandi: 1. Fram fari á afmælisárinu keppni og sýningar í sem flestum þeim íþróttagrein- Franihald á 11. síðu. HÉR er ágæt mynd af Jóni Péturssyni, KR, en hann er okkar langbezti há- stökkvari, hefur stokkið hæst 1,95 m. íslandsmet Skúla Guðmundssonar, er 1,97 m. Jón hefur nokkr- um sinnum átt góðar til- raunir við 1,98 m. og von- andi tekst honum innan skamms að stökkva hina langþráðu 2 metra. Nokkur landsmef í frj. íþrélfum. í SÍÐUSTU viku voru sett allmörg met í frjálsí- þróttum og hér skal minnst á þau beztu. Kunningi okk- ar frá Ármannsmótinu í sumar, Börje Strand hef- ur sett finnskt með í 100 m. hlaupi, hljóp á 10,5, en gamla metið, sem hann og Hellsten áttu var 10,6 sek. Franskt met í sleggjukasti, Husson 62,80 m. Á Balkanleikjunum, þar sem m. a. Balas setti sitt heimsmet í hástökki, 1,84 m. hljóp Vamos, Rúmeníu 800 m. á 1:48,2 mín., rúm- enskt met og Bizim bætti rúmenska metið í spjót- kasti, náði 79,96 m. Mandl- aras, Grikklandi náði 7,51 m. í langstökki, sem er met. — Michailov hefur hlaupið 110 m. grind á 13,7 sek. — rússneskt met. —* Kuznetsov 82,16 m. í spjóti, bezti árangur í Rúss landi í ár. íslandsmeistarar FH í handknattleik úti og inni. Yfirmalreiðslumaður óskast í Naust. Uppl. í skrifstof- unni kl. 3—5 e. h. NAUST. Staða aðstoðarlæknis á handlækningadeild Lands-! spítalans er laus til umsóknar frá 1. jan. 1960. —j Laun samkvæmt launalögum. Staðan er veitt tS’ tveggja ára í senn. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og; fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík, fyrir 1. nóv. 1959. Skrifsfofa ríkisspífalanna. Áðsfoðarlæknissfaða Staða aðstoðarlæknis á barnadeild Landsspítat- ans er laus til umsóknar frá 1. jan. 1960 að teljaJ Laun samkvæmt launalögum. Staðan er veitt tií' tveggjá ara í senn. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og; fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík, fyrir 1. nóv. 1959. Skrifsfofa ríkisspítalanna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar unglinga til að bera blaðið til áskrifendæ í þessum hverfum: Skjólunum Högunum Lönguhlíð ! Laufásvegi Kleppsholti I Grímsstaðaholti Laugarási Kópavogi 1 Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. Alþýðuhlaðið — 30. sept. 1959 ||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.