Alþýðublaðið - 13.10.1959, Síða 4
Ctgefandl: AlþýSuflokkurlnn. — Framkvœmdastjorl: Ingólfur Krlstjánsaoa.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundaana
(áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Bjðrg-
vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Augiýa*
bigjnfmt 14 906 — ASsetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsini,
Hverfisgata 8—10.
Fram af brúninni
TÍMINN fullyrti á dögunum, að tekjur
manna væru lægri á þessu ári en í fyrra, og kenndi
núverandi ríkisstjóm um. Staðhæfingin er fengin
frá Þjóðviljanum og kommúnistum. Hins vegar
vita allir, sem til þekkja, að þetta er fjarstæða og
auvirðileg blekking. Alþýðublaðið spurði Tímann
af þessu tilefni, við hverja hann ætti, hvaða þjóð-
félagsstéttir kæmu til með að hafa lægri laun á
þessu ári en í fyrra.Svar hefir ekki fengizt við þeirri
rspurningu, En Tíminn hefur endurtekið fullvrð-
inguna tvisvar eða þrisvar sinnum. Þannig fær
hann bæði lygina og endurtekningaraðferðina að
láni hjá Þjóðviljanum.
StaSreyndirnar segja þetta: Dagsbrúnarmað
ur hafði í laun 1958 fyrir átta stunda vinnu á
dag og fimm tíma í eftirvinnu á viku 56 144
krónur. Hann fær í kaup á þessu ári fyrir sömu
. vinnu 58 751 krónu. Þetta er hækkun, sem nem
ur 4,6%. Auðvitað veit Tíminn þennan sann-
leik. Framsóknarflokkurinn treystist heldur
ekki að vera á móti efnahagsráðstöfunum rík-
isstjórnarinnar um síðustu áramót. Hann sat hjá,
en hefði getað fellt lögin með því að greiða at-
kvæði gegn þeim. En Tíminn er svo hágur í kosn
ingabaráttunni, að hann étur upp blekkingar
kommúnista, þó að hann geri sig með því að við-
undri.
Framsóknarflokkurinn er líka svo illa kom-
,inn, að hann reynir að kalla nýtt stórflóð verðbólg
unnar og dýrtíðarinnar yfir landið. Tíminn saknar
vísitöluhækkunarinnar frá í desember. En hvern-
ig leit Frámsóknarflokkurinn á hana þá? Hermann
Jónasson líkti henni við að ganga fram af hengi-
brún. Svo gafst Hermann upp, en Alþýðuflokkur
inn fékk það verkefni að stöðva skriðuna. Nú vill
Framsóknarflokkurinn umfram allt, að Islending-
ar varpi sér fram af brúninni og ofan í hyldýpið.
Þess vegna er krafan um hækkun landbúnaðaraf-
urðanna til komin. Það, sem var tortíming að dómi
Hermanns Jónassona og Eysteins Jónssonar
í desember í fyrrahaust, er nú framtíðarlandið að
áliti sömu manna og flokks þeirra. Og á þetta eiga
bændur landsins að trúa.
Alþýðubandalagið sættir sig við þessa óheilla
stefnu Framsóknarflokksins í von um ráðherra-
stóla, og Sjálfstæðisflokkurinn lýsir sig sammála
Hermanni og Eysteini um hækkun landbúnaðaraf-
urðanna til að yfirbjóða bændafylgið. Gegn þessu
stendur því Alþýðuflokkurinn einn. Hann stöðv-
aði skriðuna í fyrrahaust. Nú verða kjósendur að
gera honum unnt að hafa vit fyrir hinum flokkun-
um, því að sjálfsagt trúir því enginn, að hlaupið
fram af brúninni verði skemmtiferð.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrifenda
1 þessum hverfum:
Hverfisgötu,
Rauðarárholt.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900.
MeÐAN Krústjov prédikar
frið og eindrægni hamast
Maó gegn hverri þjóðinni á
fætur annarri. Krústjov vill
góða sambúð við hin gömlu
nýlenduveldi. Maó kærir sig
ekki einu sinni um vináttu
andstæðinga „heimsvalda-
sinna“, eins og Nehrus og
Nassers. Fyrst egnir Maó
Nehru gegn sér og nú síðast
Nasser.
ESSI þróun sýnir ljóslega
hvílíkur klofningur er milli
Rússa og Kínverja. Það er
allt útlit fyrir, að erfiðara sé
fyrir kommúnistaríkin að
samræma stefnu sína en
Bonn, London, París og Was-
hington.
Þegar Krústjov var í Pek-
ing á 10 ára afmæli „alþýðu-
lýðveldisins“ gerðist það, að
landflótta kommúnisti tók til
máls á hátíðafundi og réðst
harkalega á Nasser. Fékk for-
seti arabiska sambandslýð-
veldisins sama vitnisburð og
Nehru hefur undanfarið feng-
ið hjá kínverskum kommún-
istum, sumsé að hann sé hand
bendi bandarískra heimsvalda
sinna. Nasser kallaði sendi-
herra sinn í Peking þegar í
stað heim.
I AUGUM Krústjovs hlýtur
slík framkoma sem Kínverj-
ar hafa undanfarið sýnt,
ganga brjálsemi næst. Rúss-
ar hafa lagt fram mikið fjár-
magn og erfiði til að vinna
vináttu Indlands og þá kem-
ur Maó og rífur allt niður
vegna landamæralínu um auð
fjallaskörð. Sovétleiðtogarn-
ir hafa haldið sér að mestu
utan við deilur íraks og
Egyptalands en Pekingstjórn-
in hirðir ekki um neina takt-
iska yfirvegun og gerir mál-
stað kommúnistanna í írak að
sínum. Svipuð er afstaðan til
uppreisnarhreyfingarinnar í
Alsír. Sendimenn FLN í
Moskvu fengu þau tilmæli að
fara að öllu með gát en í Pek-
ing eru þeir hvattir til stór-
ræðanna.
ReIÐI Nassers út í kommún-
istastjórnina í Peking stafar
af því, að atburðurinn þar var
ekkert einsdæmi. Hann óttast
að Kínverjar fari að seilast til
áhrifa innan arabaríkjanna.
Þessi íhlutun Kínverja er
gagnstæð fyrirætlunum og á-
huga Nassers. Stuðningur
Kínverja við Bagdadstjórnina
er einkennandi fyrir hina
nýju stefnu Peking í utanrík-
ismálum. Annað dæmi og
öllu alvarlegra er íhlutun
Kínverja í Alsír.
í desember í fyrra hófst
samband Kínverja og upp-
reisnarmanna í Alsír fyrir al-
vöru. í vor fór sendinefnd frá
útlagastjórn Alsírmanna til
Peking í opinbera heimsókn
og haldin var sérstök „Alsír-
vika“ í Kína.
ArANGUR þessara ferða er
er nú að koma í ljós. Kín-
verjar ausa peningum og
vopnum í uppreisnarmenn,
meðal annars amerískum
voprfum, sem Kínverjar náðu
í Kóreustyrjöldinni. FLN-for
gj ingjar dveljá í Kína til að
fullkomna sig í skæruhern-'
aði en í honum hafa Kínverj-
ar mikla æfingu.
FLN hefur aðalbækistöðvar
sínar í Kaíró og Túnis. Fyr-
irætlanir Nassers eru að Ai-
sír hljóti sjálfstæði og gerist
aðili að sambandsríki Araba.
En Kínverjar aftur á móti sjá
möguleika á, að kommúnist-
ar nái fótfestu í Norður-Af-
ríku ef FLN vinnur barátt-
una gegn Frökkum. Ef aðal-
bækistöðvar FLN verða flutt-
ar til Bagdad þýðir það ein-
faldlega að kommúnistaöflin
í FLN hafa orðið ofan á, og
þannig hlýtur að fara ef upp-
reisnarmenn í Alsír fara að
treysta í ríkum mæli á að-
stoð kínverskra kommúnista.
Fn ÞAÐ er ekki aðeins Nas-
ser, sem er órólegur vegna
þessara aðgerða Kínverja,
heldur einnig og ekki síður
Krústjov. Kína er statt á lágu
þrepi hinnar kommúnistísku
Framhald á 2. síðu.
■;.
ýV Eru bréfberar ekki
nein stétt?
ýV Þegar tjaldinu er svipt
til hliðar kemur margt
I ljos.
ýV Félagsmálaráðherra og
hneykslin í húsnæðis-
málastjórn.
ERIJM við ekki I neinni stétt?
spyr bréfberi á Norðurlandi í
bréfi til mín og heldur áfram:
„Hvað veldur því, að þegar rætt
er og ritað um launakjör „hinna
vinnandi stétta“, þá er það ein
stétt manna, sem aldrei er
minnst á, bókstaflega eins og
hún sé ekki til í þjóðfélaginu?
Þessir menn eru hinir svoköll-
uðu bréfberar á hinum smærri
stöðum út um sveitir landsins.
VIÐ NÁNA athugun virðist
svo að þessir menn séu ekki í
neinum launaflokki heldur séu
laun þeirra ákveðin eftir duttl-
ungum þeirra manna, sem með
póstmálin fara á hverjum tíma.
Skömmtun þessara launa virð-
ist stundum minna óþægilega á
þurfamannastyrkinn í gamla
daga. Hvað þá, að þeim séu sköp
uð viðunandi vinnuskilyrði svo
1 sem varðveizlu á pósti í slæm-
nnes
i o r n n u
um veðrum, þó ekki sé meira
sagt.
ÉG HEF hér fyrir framan
mig tölur, sem tala sínu máli,
yfir laun 10 bréfbera á Norður-
og Austurlandi. Árslaun allra
þessara manna samanlagt eru
röskar 100.000 krónur. Hlægi-
legt það! Ég er hissa á þeim
mönnum, sem með þessi mál
fara að þeir skuli ekki sjá hve
illa er að þessari stétt manna
búið. — í trausti þess að ráða-
menn póstmálanna endurskoði
og færi til betri vegar launakjör
þessara manna, læt ég máli mínu
lokið — að sinni“.
BR. BR. skrifar: „Þegar kosn-
ingar eru framundan eru tjöid-
in, sem hylja starfssvið ýmissa
manna og stofnana, sem eiga að
vinna í þágu almennings, dregin
lítið eitt í sundur. Gefst þá
venjulegu fólki tækifæri til að
skyggnast inn á sviðið og er þá
á stundum ófagurt um að lítast.
Þó er það svo, að þótt óvægilega
sé deilt í atkvæðaveiðum, eru
tjöldin sjaldah dregin frá til
fulls, svo sviðið blasi við, eða
skúmaskota-vinna sjáist í naktri
mynd.
TVEIR MENN úr húsnæðis-
málastjórn, hafa undanfarna
daga látið í té í dagblöðunum
upplýsingar um starfshætti
hvors annars við þessa stofnun.
Virðist eftir upplýsingum þeirra
að margt furðulegt geti gerst
bak við tjöldin. í tilefni af upp-
lýsingum þessara tveggja manna
— langar mig að varpa fram
þeirri spurningu, hvort það geti
gerzt annars staðar en á íslandi
að mönnum, sem þessum sé ekki
tafarlaust vikið frá störfum og
deilumál þeirra fengin dómstól-
um íil rannsóknar.
MARGT furðulegt hefur birzt
á síðum dagblaðanna að undan-
förnu um útsvars- og skattamál-
in og kennir þar margra grasa.
Um eitt hljóta þó allir heiðar-
legir menn að vera sammála,
að ástandið í þessum málum er
orðið svo bágborið að við það
verður ekki unað lengur.
AÐ LOKUM vildi ég segja
þetta: ég held að launafólki hafi
aldrei verið sýnd meiri lítils-
virðing eða dómgreind þess ver-
ið rekinn annar eins kinnhestur,
er dagblaðið Tíminn þykist vera
farið að bera hag þess fyrir
brjósti í skattamálum. Aðalblað
flokksins, sem haft hefur að leið
arljósi mann, á annan tug ára,
sem almennt er talinn mestur
skattheimtumaður, sem gegnt
hefur ráðherraembætti á landi
voru, Eysteinn Jónsson. — Það
mun flestum hafa ofboðið hræsn
in og tilburðirnir við atkvæða-
veiðarnar, ekki síst þeim skatt-
píndu.
AF TILEFNI þess, sem segir
um hneykslið í húsnæðismála-
stjórn hafði félagmálaráðherra
áður en mér barst þetta bréf af-
hent sakadómara rannsókn
málsins og leysa Sigurð og Hann
es frá störfum meðan á rannsókn
stæði. Strax og brigslin hófust,
tók félagsmálaráðherra málið til
athugunar og tók liann þessa
afstöðu að henni afstaðinni. I
slíkum málum má ekki rasa um
ráð fram. .3
4 13. okt. 1959. — Alþýðublaðið
v"