Alþýðublaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 10
PáH S¥Sagnússon, formaður
FéSags sféreignaskaftsgjaidenda
UM EIGNATOKULOG!
MORGUNBLAÐIÐ neit- :
aSi að birta þessa grein. ;
Alþýðublaðið telur ástæðu ■
Iaust að varna andstæð- :
ingum stóreignaskattsins :
máls opinberlega. ;
FORMÆLENDUR eignatöku
laganna frá 1957 hafa frá önd-
verðu haldið því fram, að til-
gangurinn með þeirri löggjöf
væri sá, að taka nokkuð af hin-
um óverðskuldaða verðbólgu-
gróða. Þeir segja að þetta sé
sjálfsögð og sanngjörn til-
færsla á eignum hjá skattþegn-
unum. „Stóreignamennirnir“
braski með sparifé þjóðarinnar
og græði fyrirhafnarlaust það,
sem sparifjár- og innstæðueig-
endur tapi á peningafalli og
verðbólgu. Þess er ekki getið
•og þykir ekki skipta máli í
þessu sambandi, hvort skila eigi
Ihinum upptekna hagnaði til
þeirra, sem orðið hafa fyrir
tapinu.
•Með því að dagbláðið Timinn
hefur rætt þetta mál mikið að
undanförnu, vil ég taka þetta
og fleira í því sambandi til
uokkurrar athugunar.
Með lögum nr. 44/1957 var
ákveðin stórkostleg eignaupp-
taka (konfiskation) hjá nokkr-
um af skattþegnum landsins, er
eftir framtali og eignamati lag
anna reyndust eiga skuldlausa
eign-yiir eina miiijón króna_ í
matinu eru éignir virtar hátt
eða lágt af handahófi og eftir
igeðþótta, en aðrar alveg undan-
þegnar, svo sem innstæður í
sparisjóðum og innlánsdéildum
kaupfélaganna o. fl. Segir í
hæstaréttardóminum frá 29.
móv. f. á., áð hér sé þegnunum
gert mishátt undir höfði og þeir
beittir misrétti. Hálfu Verra var
þó, áð samkomulag varð um það
méð þingflokkunum, er setning
laganna var á döfinni, að und-
anþiggja öll félög þessari gríð-
arlegu eignasviptingu, en láta
hana áðeins bitna á hrekklaus-
um einstaklingum, sem eigi
vissu hvað á seyði var og gátu
ekki smeygt sér undan álögun-
um um dyr þar sem hurð var í
hálfa gátt fyrir þá, sem betur
vissu. Þessi undanþága féiag-
anna, auðugUstu og valdámestu
skattþegna landsins, er eitt-
hvert mesta löggjafarhneyksli
og alvarlegasta stjórnlagabrot,
sem unnt er að fremja.
Hér fer á eftir sýnisorn af
þeirri eignatöku, sem félögin
sleppa við vegna undanþágunn-
ar, og kemur þar af lelðandi á
aðra gjaldendur:
Eimskipafél. ísl. hf. 42 514 378
Flugfélag íslands hf. 1 006 197
Loftleiðir hf. 69 462
Prentsmiðjan Edda hf. 487 890
Olíufélagið hf. 1680 685
Sjóvátr.fél. íslands hf. 188 125
Árvakur hf. 410-083
Hvalur hf. 1 035 615
Skeljungur hf. 397 862
SÍS, áætlað 125 000 000
Ríkisvaldið hefur, þó að ótrú-
legt sé, neitað að láta í té nauð
synlegar upplýsingar um þetta
atriði málsins og er því t. d.
ekki unnt að vita fyrir vist hver
„stóreignaskattur“ Sambands
ísl. samvinnufélaga hefði orð-
ið, ef það hefði ekki notið und-
anþágunnar, en líkur benda til
að hann hefði numið 100—150
milljónum króna.
Þau alvarlegu mistök urðu
við flutning máls Guðmundar
Guðmundssonar og Trésmiðj-
unnar Víðis hf., að þessi veiga-
mikla ógildingarástæða var
ekki einungis látin ónotuð, held
ur var beinlínis dregin fjöður
yfir hana með því að halda
fram þeirri fjarstæðu, að „skatt
urinn“ hvíldi samkvæmt lögun
um „með öllum þunga sínum á
hlutafélögum“. Þunginn átti
hér að vera fólginn í ábyrgð,
sem félögin eru látin bera á
greiðslu hluthafa vegna h!ut-
eigna þeirra í félögunum. Sú
ábyrgð er augljóst réttarbrot
gagnvart félögunum, en ekki
var reynt að hnekkja henni á
þeim grundvelli. Þessi mistök
eru því slysalegri sem lítið
skorti á að hæstiréttur ógiiti
lögin í heild sinni.
En það atriðið, sem hér er
einkum til athugunar, er það,
að með lögunum er að lang-
mestu leýti sniðgengið það
markmið, að taka verðbólgu-
gróðann hjá þeim, sem hann
héfur runnið til. Þessi svik við
tilgang laganna eru framin
með því að miða eignatökuna
við skuldlausa eign. Með því er
framið hróplegt ranglæti, sák-
lausum xefsað með miklu eigna
ráni, en aðrir látnir komast und
an með feng sinn. Skuldlaus
.eign er nefnilega,. þegar að er
gætt, algerlega óábyggilegur og
í flestum tilfellum öfugur mæli
KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðuflokksins £ Reykjavík
er í Alþýðuhúsinu, opin kl. 9—7 og 8—10 hvern virkan dag,
símar 15020 og 16724. Alþýðuflokksmenn eru beðnir að líta
inn og veíta allar þær upplýsingar sem að gagni mega koma.
Einkum er áríðandi að Iáta vita af þeim, sem fjarverandi verða
a kjördag, hvort heldur 'þeir eru úti á landi eða erlendis. —
Kosningasjóðurinn kefur aðsetur sitt á flokksskrifstofunni og
er þar véitt viðtöku frantlögum í hann. — utankjörstaðat-
kvæðagreiðsla stendur nú ypfir og eru allir Alþýðuflokksmenn
nunntir á að kjósa, sem búast við að vera fjarverandi á kjör-
dag. Þeir sem þurfa á fyrirgreiðslu að halda í þessiu sambandi
eru beðnir að hafa tal áf stafsmönnum flokksskrifstofunnar.
•Kosið er ckglega í nýja FiskifélagShúsinu við Skúlagötu
kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Á sunnudögum er opið þar 2—6 og
,8—10.
kvarði á verðbólgugróða. Hann
lendir einmitt hjá þeim, sem
niest skulda, þeim, sem nota
mest sparifé almennings og
græða á því það, sem innstæðu-
eigendur tapa á peningáfállinu.
Sá, sem er skuldlaus og starfar
bara með eigin fé, hefur ekki
neitt af neinum, en hann ver
sjálfan sig gengistapi með því
að geyma eigur sínar ekki i
sparisjóðum, innlánsdeildum
eða verðbréfum. Sem dæmi má
nefna 94 konur í hópi stóreigna
skattsgreiðenda. Þær eru flest-
ar ekkjur og framfleyta börn-
um sínum og heimilum með
sparnaði á tekjum af eftirlátn-
um eignum manna sinna. Þær
mega allflestar ekki heyra lán
néfiit á nafn. Og mikill þorri
annarra þessara gjaldenda fær
ekki nauðsynlegustu lán Þó að
næg trygging sé í boði. Aðal-
gróðans af verðbólgunni er því
ekki að leita hjá þessu fólki.
Hann rennur fyrst og fremst í
alls konar opinberan rekstur,
sem settur er á laggirnar til höf
uðs einkaframtakinu, og svo til
valdamikilla félaga, félagasam-
banda og stjórnmálagæðinga,
sem hafa í senn greiðan aðgang
að spaiifénu Og möguleika til
að fela hagnaðinn f hagkva;m-
um fjárfestingum. Einnig er
unnt að eyða gróðanum í rík-
mannlega lifnaðarhætti, eyðslu
lifnað, sem fæstir stóreigna-
gjaldendur hafa nokkur efni á
að veita sér og sínum, þótt þeir
vildu.
Þessi svik löggjafans við yf-
■irlýst markmið laganna og til-
gang þeiria, og það misrétti,
sem gjaldþegnar landsins eru
hér beittir, er ein af veigamestu
ástæðunum tii þess aö ógilda
lögin. En þeirri ástæðu var
ekki hreyft í flutningi máls
Guðmundar Guðmundssonar og
Trésmiðjunnar Víðis h.f. fyrir
Hæstarétti fr'emur en undan-
þágu félaganna. Hefðu þessar
ástæður þó einar og hvor út af
fyrir sig átt-að nægja til að ó-
gilda lögin, hvað þá ef þær
hefðu komið fram til viðbótar
öllum þeim stjórnskipulegu
„annmörkum11, sem taldir' sru
upp í forsendum hæstaréttar-
dómsins og nærri höfðu riðið
lögunum áð fullu.
Og ekki var það síður slysa-
iegt, að vanrækt var að leggja
fram í málinu hina stórmerki-
legu skýrslu próf. dr. Mls
Vásthagen, „Um athugun á
skattalagningu íslenzkra fyrir-
tækja“. Þar er einmitt að finna
hina réttu skilgreiningu á því,
hvað sé skattur og hvað eigna-
taka, en úrslit máisins vélta
fyrst og fremst á þessu. Umsögn
þessa víðfræga og hlutlausa
fræðimanns í rekstrarhagfræði
var sérstaklega nauðsynleg
vegna þess, að dómendur
hæstaréttar og 'aðra lögfræð-
inga skortir svo átakanlega alla
hagfræðilega þekkingu til þess
að geta skilið og túlkað þau á-
kvæði stjórnskipunarlaga okk-
ar, sem grundvalia hið lýð-
frjálsa hagkerfi og stjórnarfar
í öllum meginatriðum.
Próf. dr. Vásthagen segir í
hinni merkilegu skýrslu
sinni: „Skattar eru venjulega
lagðir á tekjur og eignir.
Röksemdin fyrir almennum
eignarskatti er venjulega sú,
að tékjur af höfuðstóli geti
borið hæiiri skatt en aðrar tekj
ur. Það verður þá að líta á
eignEirskattinn sem viðauka
við skattinn laf þeim tekjum,
sem eignin gefur af sér.
Þessi röksemdafærsla getur
verið rétt varðandi einsták-
linga, sem geta haft margs
komar tekjur. Hún á þó tæþ-
lega við um fyrittæki, sem
hafa einungis tekjur af
rekstri. Það er vandséð, nð
tekjur fyrirtsékis geti borið
meiri skatta sökum þess, að
fyrirtækið á miklar eignir.
„Skattþolið virðist verða að
ntetast einungis ut frá tekjun-
um.“
„Að mínu áliti ætti einnig
Síðast í sama kafla ér þetta,-
að fella niðeir á Islandi skatt-
lagningu á eignir fyrirtæltja,
bæði til ríkis o<r sveitarfé-
laga.“
Þær lækkanir, um 40%, sem
fengizt hafa á mati hlutabréía,
minnka að vísu eignatökuna.
hjá einstökum gjaldendum, en
með þeim lækkunum kemur um
leið fram nýtt og alveg óverj-
andi misrétti gagnvart öllum.
þeim, sem ékki hafa hiutafé-
lags- eða samvinnufélagsforrn
á eignum sínum og atvinnu-
rekstri.
Þau slysalegu og afdrifaríku
mistök í málflutningi Einars B.
Guðmundssonar og félaga hans,
sem hér hefur verið bent á, ber
að draga fram í dagsljósið, m.
a. vegna þess, að ekki er réttlátt
að gefa dómendum hæstaréttar
sök á syndum málflytjenda.
Til þess að geta skilið eigna-
tökulöggjöfina frá 1957 til fulls,
veíða menn að gera sér fulia
grein fyrir.þeim skollaleik, sem.
valdháfarnir leika nú hér á
landi.
Þeir ráða peningafallinu og
viðhalda því á mestu velmeg-
unartímum, sem þjóðin hefur
lifað. Þeir hafa í hendi sér gróð-
ann áf verðbólgunni og geta út~
hlutað honum þangað, sem
þeim hentar bezt. Vegna geng-
isfallsins setja þeir á alls konar
höft og fhömlur, og taka gjald.-
eyri þjóðarinnar í sínar hendur
og geta með úthlutun hans
beint gjaldeyrisgróða þangað,
sem þeir vilja. Þetta tvennt
gefur þeim vald til að.gera þá,
sem þeir vilja vel, ríka með
einu pennastriki. Þá skorti bara
valdið til að geta gert aðra íá-
tæka með jafn skjótri svipan.
Þar var ákvæði stjórnarskrár-
innar um friðhelgi eignarrétt-
arins Þrándur í götu. En honum
átti að þoka til hliðar með eigna
tökulögunum 1957, með heim-
ild þeirra laga til að konfiskei a
eignir eftir geðþótta og með því
að beita eftir viid rnisrétti og
mismunun og alls konar undan-
þágum, Þá tækist ríkisvaldinu
hindrunarlaust að úthluta riki-
dæmi og fátækt eftir geðþótta.
Stjórnmálaflokkarnir verða
þá, eins og Jóhannes Nordal,
bankastjóri, komst að orði í rit-
gerð sinni „Ríkisvalci og frelsi“:
„meira og meira að samtökum
umhlutdeild í fríðindum þeim,
sem ríkisvaldið hefur yfir að
í'áða, en liið víðtæka valdsvið
þess gefur flokþsforingjum
tækifæri til að herða að mönn-
u msultarólina eða stinga upp í
þá' clúsu, eftir því sem heníar
hverju sinni“.
Einr.seðið heldur þá innreið
sína og lýðfrelsið hverfur úr sög
unni.
Það er um þetta og sitthvað
fleira varðandi eignatökulögin
frá 1957, sem mannréttinda-
dómstóllinn okkar í Strassborg
mun segja álit sitt.
Stjórnmálablöð landsins eru
þessa dagana að uppiýsa fyrir
alþjóð hvernig ástatt sé um
stjórn þeirrar lánstofnunar iík-
isins, sem 2/3 hlutar hins svo-
nefnda stóreignaskatts á að -
renna til og, hvernig þar sé,
barist um.það með „njósnum“.
og „bréfaþjófnaði“ að bver
flokkur geti náð sem allra -
mestu af fénu iil að kaupa sér.
kjósendafylgi. Tveir menn hafa,
nú verið reknir úr stjórninni. .
9. okt., 1959.
Framhald af 12. jíðu.
og níðursuðudósir fannst þeim.
mikið, þing og dýrmæti hið
mesta. Þeir létu glaðir grís
fyrir tóma niðursuðudós og.
þóttust hafa gert góð kaup.
KnaHspyrna.
Framhald af 9. síðu.
Haukur Óskarsson dæmdi
leikinn vel.
ÞRÓTTUR-VÍKINGUR 3:0.
Þegar að leik Yals og KR
loknum hófst síðasti leikur
Haustsmótsins, á milli Víkings
og Þróttar.
Ýmsir bjuggust við „spenn-
andi“ leik og.jafnvel að Víking
ur myndi krækja sér í stig. En .
svo fór ekki. Þróttur sigraði
með 3 mörkum gegn engu. Eft-
ir fyrri hálfleikinn, var staðan
0:.0. En er 7 mínútur voru af
síðari hálfleiknum skoraði .
Þróttur fyrsta markið. Gúð-
mundur Axelsson gerði það
með góðri spyrnu, eftir að hafa
skotist á niilli bakvarðanna. —
Síðan bætti Jens v. innh. öðru '
marki við á 25. mínútu og svo
Guðmundur aftur, aðeinsTimm -
mínútum síðar, var það hörku-
skot uppundir- elá.
Vörn Vílrings, að undanskyld
um Pétri Bjarnasyni, miðfram-
verði, er næsta veigalítil og op-
in. Hins vegar verður Jóhann„
markvörður vart sakaður um
mörkin.
Framlínan gat aldrei skapað
sér neina skótmöguleika, sem
a ðgagni kæmi, var ;því mark
Þróttar aldrei í neinni haéttu.
Víkingsliðið er áð mestu skip
að ungum og lítt reyndum leik
mönnum, enn sem komið er, eíi
þetta stendur allt til bóta, ef
vilji, árvekni og tíugnaður er
fyrir hendi. Og um vilja þess-
&ip. ungu Víkinga,til þess áð
hefja félag sitt til vegs ög virð-
ingar áð nýjú á knattspýrnu-
sviðinu, er engin ástæða til að
dtaga í efa. Aftur kemur sumár
með nýjum kappleikjum og
nýjum tækifærum til að reka
f sér sliðruorðið.
Valur Benediktsson dæmdi
leikinn og gerði það óaðfinnan-
Iega.
E.B.
10 13. okt. 1959. — Alþýðubláðið