Alþýðublaðið - 13.10.1959, Page 12
sýnir leið Luniks III. um-
hverfis tunglið og jörðina.
Það, sem athygli vekur er
að Lunik III. var skotið á
loft í gegn facstefnu jarð-
ar. Rússar hafa jjannig
notfært sér þá hraðaaukn-
ingu, sem þannig fæst
vegna snúnings jarðar.
snimings
i Þegar Lunik fór framhjá
i tunglinu (staða 2), rann
Það undan henni. Með
þessu móti var komið í
;veg fyrir að Lunik steypt-
ist niður á tunglið. Núna
mun Lunik fara á spor
baug umhverfis jörð og
mána
Fer hún framhjá
tunglinu um það bil einu
sinni í mánuði hverjum-
Hallo, Mao Ertu þú ekki OK?
i Sjá 4. síðu.
r---------------------------------
Ég bara bi'osti og veifaði -
Hún er mér einskis virði.
EKKI er talið útilokaS, að
fransk-hollenzkur leiðangur,
sem Iagður er af stað til þess
að kanna áður óþekkt land
svæði á Nýju Guíneu, finni
þar óþekkta kynflokka. Fyrst
munu leiðangursmenn kanna
hinn lítt þekkta Asmat þjóð-
flokk, en halda síðan yfir
9000—14000 feta fjallshryggi
pg komast í dali, sem liggja
þar að fjallabaki. Hafa þessi
svæði aðeins sést úr lofti, en
búist er við, að það fólk, sem
þar býr stundi einhvers kon-
ar landbúnað, þar eð sést hef-
ur úr flugvélum ræktaðir
stallar í fjallshlíðunum og
myndir hafa verið teknar af
þorpum með skínandi rauðum
þökum.
-------3.
Brauf
ÞESSI teikning*var birt
i Mnskvn fi. fkcr
Gífurlegir frumskógar og
fenjasvæði, þar sem hitasóttin
bíður ferðalangsins, hafa til
þessa lokað öllum leiðum til
þessara ókunnu dala. Á Nýju
Guíneu, stóru eyjunni norður
af Ástralíu er að finna síðustu
svæðin, sem landkönnuðir
hafa enn ekki komist til.
Miklar sögur eru sagðar af
þessum svæðum. Þar eiga að
vera fjöll afi gulli og gim-
steinabjörg. Sagt er að þarna
dýrki menn svínin og stundi
mannát.
Landkönnuður á Nýju Guí-
neu, Frank Hurley, fann þar
kynflokk ,sem aldrei hafði séð
hvítan mann. Þeir söfnuðu
hausum. Hurley tók margar
myndir af þessu fólki og vöktu
þær gífurlega athygli vegna
þess hve menn þarna minntu
á myndir af konungum í Ass-
ýríu og Fönikíu. Hurley
hreifst einkum af fegurð
kvennanna.
í höfðingjabústað einum
fánn hann 36 hauskúpur af
mönnum, enginri innfæddra
hafði nokkru sinni séð málma
(Frambald á !•». sí2m
40. árg. — Þriðjudagur 13. okt. 1959 — 221. tbl.
HMMWWMMWWWMWWMMMMWWMWMMWWMWWtWWWI
Börn vaxa hœg
ar í vanþró-
uðum löndum
í VANÞRÖUÐUM löndum
vaxa börn hægar en í þeim
löndum, sem búa við efna-
hagslega velsæld. í Banda-
ríkjunum voru rarinsökuð
1000 börn, sem fædd voru og
uppalin af japönskum for-
eldrum í Bandaríkjunum og
önnur 1000, fædd og uppalin
í Japan. Það kom í ljós, að í
öllum aldursflokkum frá 6
upp í 19 ára voru bandarísku
börnin hávaxnari. En það,
sem kom á óvart við þessar
rannsóknir var, að hæðarmun-
urinn var vegna þess að banda
rísku börnin voru lappa-
lengri.
Málning, sem
drepur öll
skordyr
BANDARÍKJAMENN munu
brátt senda á markaðinn máln
ingu, sem eyðir skordýrum.
Verður hún algerlega óskað-
leg fyrir menn en drepur öll
skordýr, sem á henni skríða.
Pétur fljótfæri
PÉTUR Sigurðsson, sem
Mbl. kallar Pétur sjómann,
er frændi séra Bjarna Jóns-
sonar. Fyrir nokkrum dög-
um var Pétur látinn lesa
skörulega ræðu á kjósenda-
fundi í Sjálfstæðishúsinu.
Pétur þótti lesa vel, og var
gerður góður rómur að ræðú
hans, sem aðallega voru
skammir um Alþýðuflokk-
inn, það þótti þó lýta ræð-
una, að hann vitnaði oft til
ræðu, sem haldin var næst
á undan af Birgi Kjaran, en
í þeirri ræðu voru ennþá
meiri skammir um Alþýðu-
flokkinn, þóttust menn
kenna sama handbragðið á
báðum ræðunum. Séra
Bjarni var einn áheyrenda
og blöskraði munnsöfnuður-
inn. Sagði hann stundarhátt,
þegar Pétur hafði lokið
lestri sínum • • • „að hann
Pétur skyldi ekki heldur
koma til mín en láta hann
Birgi Kjaran vera að sjóða
þetta saman“. Og svo bætti
hann við eftir stundarþögn:
„Hann hefur alltaf verið
fljótfær, hann Pétur“.
Sér grefur gröf
Alþýðubandalagsmenn eru
sorgmæddir um þessar
rnundir. Epéfhirðingamiað-
ur bandalagsins, Sigurður
Sigmundsson, hefur verið
rekinn úr húsnæðismála-
stjórn, ákærður af sjálfum
sér fyrir afbrot í starfi.
Hafði hann reitt öxlina hátt
á loft og hugðist höggva
Hannes á Undirfelli í herð-
ar niður, enda taldi hann, að
Hannes lægi vel við höggi
eftir að hafa rannsakað
skjalatösku Hannesar. Hann
es var þó skeinuhættari en
Sigurður bjóst við, því að
hann snerist hart til varnar,
og fóru svo leikar, að Sig-
urður liggur nú óvígur í
valnum eftir bardagann.
Hannes er að vísu bæði sár
og ákaflega móður, en mun
nú gefast hvíld til- þess að
fægja sárin á meðan saka-
dómari yfirheyrir bréfhirð-
ingamanninn.
Á undanförnum árum
hafa nauðstaddir húsnæðis-
leysingjar leitað til þessara
manna í nauðum sínum, en
flestir gengið hónleiðir til
búðar. Nú hafa Sigurður og
Hannes upplýst þjóðina um
vinnubrögð sín, pólitískar
lánveitingar voru uppistað-
an, en ívafið hrossakaup,
svo þokkaleg var voðin, sem
þeir ófu á skrifstofu hús-
næðismálastjórnar.
Munu mi hinir húsnæðis-
lausu þakka kommuxn og
Fram^óknarmönnum fyrir
sig við kosningarnar, og mun
það svar verða framámönn-
um þessara fíökka til lítill*
ar gleði. Brynjólfsmenn í A1
þýðubandalaginu segja þó*
að við þessu hafi alltaf mátt
búast, flokknum hafi ævin-
lega stafað ógæfa af HannÞ
bal og fylgihnöttum hans,
en Sigurður Sigmundsson
er, sem kunnugt er, einn að-
al „spútnikk“ Hannibals.
En austur á Selfossi reik-
ar Gunnar Álfur um pláss-
ið, gneypur og raunamædd-
ur, enda ósvinnur
fyrir flokksmerkingarnar
fyrir Hannes. Mundi hann
sjálfsagt glaður vilja taka
Þráin Valdimarsson sömu
tökunx og Skarphéðinn forð-
um Þráin Sigfússon, en nú
er önnur öld í landi.
Gunnar Álfur á nú
í vök að verjast, og er raun-
ar talið, að hann muni
hrökklast á brott úr sýsl-
unni, svo sem Fjalla-Ey-
vindur á sinni tíð, hvort
sem útlegðin varir í lang-
an tíma eða skamman.
En á Sigurði Sigmunds-
syni sannast hið fornkveðna
— „sér grefur gröf, þótt
grafi“.
n m
leikkona og þokka-
gyðja Gloria Swanson,
sem var upp á sitt
bezta í fyrstu talmynd-
unum, er kunn fyrir rit
sín um stjörnufræði?
að Gina Lollobrigida vinn-
ur að stórri myndabók
um Hollywoód. Hún
tekur sjálf myndirnar
og skrifar textann?
að fjölhæfasti leikari Eng-
lendinga, maðurinn
með þúsund andlitin,
Alec Guinness, hefur
skrifað leikrit, sem
heitir West End?
að hin þekkta kvikmynda-