Alþýðublaðið - 15.10.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 15.10.1959, Page 4
/mJXMMmm Útgefancu Alþýðuflokkurlnn. — Framkvœmdastjon. rngolfur Krlstjánaao*. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundaaou (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vln Guömundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- ángaritni 14 908 — Aðsetur: Alþýðuhúsi'ö. — Frentsmiöja Aiþýðublaöalaa, Hverfisgata 8—10. Áhrif dreifbýlisins TÍMINN er farinn að endurtaka blekkingar sínar frá í sumar um kjördæmabreytinguna. Nú heldur hann því fram, að með henni eigi að raska jafnvæginu í byggð landsins, og staðhæfir, að nú- verandi ríkisstjóm hafi lækkað framlög til land- búnaðar, atvinnuaukningar í kauptúnum og kaup- stöðum og rafvæðingar. Staðreyndiraar segja hins vegar allt annað.En Tímann varðar ekkert um stað reyndir, þegar hann kemst í kosningaskap. Alþýðublaðið vill í tilefni þessa endurtaka spurningu, sem það lagði fyrir Tímann nýlega, en svar hefur enn ekki fengizt við: Benda framboð stjórnmálaflokkanna nú við haustkosningarnar <til þess, að áhrif dreifbýlisins muni verða minni á alþingi en þau voru fyrir kjör- dæmabrey tinguna ? Tíminn fullyrti í sumar, að áhrif dreifbýiisins á alþingi mundu stórminnka við kjördæmabreyt- inguna. Framboð stjórnmálaflokkanna nú við haustkosningarnar benda hins vegar til þess, að þau muni aukast. Menn búsettir heima í héruðun- um eru nú fleiri í framboði og hafa mun meiri von um að ná kosningu. Hefur þetta farið framhjá Tím- anum eða á hann svona bágt með að viðurkenna staðreyndir af því að þær eru óþægilegar fyrir Framsóknarflokkinn vegna þess sem hann hélt fram í blekkingaskyni um kjördæmabreytinguna og áhrif hennar? Annars er furðulegt, þegar Tíminn reynir nú að halda því fram, að ríkisstjórn Alþýðuflokksins vilji raska jafnvæginu í byggð landsins og jafnvel leggja sveitir í eyði. Hér heggur Framsóknarflokk urinn nærri sjálfum sér. Samkvæmt þessu væri auðvelt fyrir Alþýðuflokkinn að kenna Framsókn- arflokknum um flóttann úr dreifbýlinu undanfarna áratugi. Áður fjölbýlar og blómlegar sveitir hafa lagzt í eyði, þrátt fyrir ást og velþóknun Framsókn arflokksins á bændamenningu og dreifbýlinu. Al- þýðuflokknum verður sannarlega ekki kennt um þá óheillaþróun. En orsakir hennar mættu verða Framsóknarflokknum umhugsunarefni. Fundurinn í Iðnó IÐNÓFUNDURINN í fyrrakvöld sýndu og sannaði, að Alþýðuflokkurinn er í sókn í höfuð- staðnum. Þetta var einn fjölsóttasti fundur kosn- ingabaráttunnar og undirtektir miklar og góðar. Alþýðuflokksfólk þarf að nota tímann vel dag ana fram að kosningum, starfa einhuga og sam- taka, og þá mun Alþýðuflokkurinn vinna eftir- minnilegan sigur. Hann á líka sannarlega skilið að stækka af málstað sínum við þessar kosningar. — Islendingar geta treyst honum fyrir úrslitavaldi með það fyrir augum, að hann hafi vit fyrir hinum f-lokkunum. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 I haldsfIokkurinn vann greini legan sigur í brezku þingkosn ingunum fyrir helgina. Það var ekki aðeins um að ræða tilfærslúr í nokkrum kjör- dæmum heldur hafði 1,2 prósent af kjósendum Verka- mannaflokksins kosið íhalds- menn í þetta sinn og dugði þetta til þess að veita Mac- millan gífurlegan meirihluta á þingi. íhaldsflokkurinn fékk hér um bil sömu atkvæða- prósentu nú og við síðustu kosningar en 'Verkamanna- flokkurinn tapaði og Frjáls- lyndir unnu á. Úrslitin urðu sem hér segir (í svigum úr- slitin 1955): íhaldsmenn: 13 750 935 49,3% (13 272 550, 49,9%). Verkamannafl.: 12 216 166 43,8% (12 378 393,46,5%), Frjálslyndir 1640 761 5,9% (700 044,2,6%). Kommúnistar: 30.897, 0,1% (33.144, 0,1%). Aðrir flokkar 223 949, 0,3% (244179,0,1%). íhaldsmenn fengu kjörna 258 sæti, vann fimm ífrá í- verkamannaflokknum, einn frá Frjálslyndum) töpuðu 6, fimm til Verkamannaflokks- ins og einu til Frjálslyndra. Verkamannaflokkurinn fékk 258 sæti; vann fimm (frá í- haldsmönnum), tapaði 28 (til íhaldsmanna), Frjálslyndir unnu eitt sæti (af „ íhalds- mönnum og töpuðu einu, til íhaldsmanna). Mikla athygli vakti tap kommúnista í þessum kosn- ingum. Þeir hafa margsinnis lýst yfir, að meðlimafjöldi flokksins sé yfir 40.000 en þeir fengu aðeins rúmlega 30.000 atkvæði í kosningun- um. Allir nema einn hinna 18 frambjóðenda flokksins töp- uðu fé því, sem hver fram- bjóðenda verður að leggja fram til að fá að vera í kjöri. Til að fá þetta fé endurgreitt verður frambjóðandi að fá minnst átjánda hlutann af greiddum atkvæðum. Bretar eru undrandi yfir. úrslitum kosninganna og telja þau furðuleg. Flestir bjuggust við að íhaldsmenn bæru sig- ur úr býtum en fáir voru svo bjartsýnir að búast við að þeir ykju meirihluta sinn. Áhangendur Verkamanna- flokksins eru að sjálfsögðu ó- ánægðir með úrslitin. Flokk- urinn byrjaði kosningabarátt- una vel og taldi sig hafa fund- ir stefnuskrá, sem höfðaði til kjósenda. Þetta var rétt að nokkru leyti. En þegar í- haldsmenn snerust til gagn- árása og hófu að lýsa hvað ný stjórn Verkamannaflokksins mundi hafa í för með sér réðu foringjar flokksins ekki við ástandið. Kjósendur fengu það á tilfinninguna að flokk- urinn lofaði of miklu, eink- um þar sem hann lofaði ýms- um þjóðfélagslegum umbót- um um leið og ákveðið var að fella niður söluskatt á mörg- um vörutegundum. íhalds- menn lögðu áherzlu á, að hamra á því, að Verkamanna- flokkurinn væri ábyrgur í fjármálum og talsmönnum flokksins tókst ekki að sýna fram á, að hægt væri að mæta auknum útgjöldum vegna aukinna fjárveitinga til félags mála, þar eð aukin fram- leiðsla mundi sjálfkrafa leiða til aukinna skattatekna. í sumum hlutum landsins jók Verkamannaflokkurinn fylgi sitt á kostnað íhalds- manna, einkum í Skotlandi og iðnaðarhéraðinu Lancashire. Einkum á þetta við um Glas- gow og Manchester en þar hefur ríkt talsvert atvinnu- leysi undanfarið. Mesta vandamál Verka- mannaflokksins er alltaf að fá kjósendUr sína til að greiða atkvæði. í þetta sinn var kosn ingaþátttakan 78 af hundraði, einu prósenti meira en 1955 en miklu lægri en 1950 og 1951. í bæði þau skipti var kosningaþátttakan yfir 80 af hundraði, enda fékk Verka- mannaflokkurinn þá fleiri atkvæði en íhaldsmenn enda þótt hann tapaði þingsætum í kosningunum 1951. Frjáls- lynda blaðið News Chronicle segir, að ósigur 'Verkamanna- flokksins nú stafi af því, að honum hafi ekki tekist að sannfæra kjósendur sína um að þeir þurfi að greiða at- kvæði ef flokkurinn eigi að njóta góðs af fylgi þeirra. Times skrifar, að minni kosningaþátttaka eigi sök á því, að Verkamannaflokkur- inn fékk ekki meira fylgi. Kosningaúrslitin verða vafalaust til þess að fjörugar umræður hefjast innan Verka mannaflokksins um framtíð hans og breytta stefnu í ýms- um málum. Tilraunir verða á- reiðanlega gerðar til þess að knýja hann lengra til vinstri en ekkert bendir til að það verði auðveldara nú en áður. Framhald á 10. síðu . ...................... •jíf Umferðareglur þver- brotnar. Hrapparnir og lögregí- an. Háu Ijósin blinda. ýV Hlutverk handa félagi. LÖGREGLAN er tvímæla- Iaust of lin í umferðamálunum. Þaff færist nú aftur í vöxt, að hvorki vegfarendur né bifreiða- stjórar hlýði Ijósmerkjum. — Tvisvar á tveimur dögum hef ég séð atvinnubifreiðastjóra aka á rauðum ljósum, nú síðast í gær, yfir Bankastræti. Hann var svona mikið að flýta sér inn á bifreiðastæði BSR. — Lögreglu- þjónn horfði á, en skipti sér ckki af. ÞETTA er alveg ófært. Svo eru það gulu ljósin. Það verður að fá úr því skorið hverjir megi aka inn á braut á gulu ljósi. Má sá gera það, sem er á braut, sem er að opnast eða hinn, sem er á braut sem er að lokast? Menn vita þetta ekki. Lögreglan virð- ist heldur ekki vita það, — að minnsta kosti ekki með vissu. annes i o r n i n u ENNFREMUR: Misnotkun Ijósa er mjög áberandi. Það eru hreinustu vandræði hversu margir bifreiðastjórar aka með fullu mljósum, koma æðandi upp á brekkubrún með fullum ljósum og blinda. Þetta veldur slysum. Það er alveg þýðingar- laust að vera að setja reglur, — sem ekki er farið eftir. Það er alveg þýðingarlaust að vera að setja reglur, sem ekki er farið eftir. Það er alveg þýðingarlaust að setja reglur og fylgja þeim ekki eftir. ÉG SEGI það enn einu sinni, að það þarf að gera eítirlitið mikiu strangara. Leynilögreglu- þjónar verða að vera í umferð- inni og taka þá fasta, sem brjóta. Annars verða slysin fleiri en þau eru. Hafa þau ekki orðið nógu mörg á þessu hausti? ÉG MUN ekki þreytast að ræða um þetta. Það er mikil skömm fyrir lögreglustjóraem- bættið og umferðanefndina að láta lögbrjótana komast upp með það að þverbrjóta reglur þeirra og fyrirmæli. Þessar tvær ör- yggisstofnanir eru gerðar ómerk ar. Vegfarendur eru hreint ekk- ert betri en bílstjórar. Hvorug- ur á að sleppa. Reglurnar hafa verið settar öllum til öryggis og þeim verður að hlýða. SIGURJÓN EINARSSON skrifar: ,,í blöðunum er getið nýstofnaðs félags, sem á að hafa það takmark að safna fé til út- búnaðar nýja varðskipsins, sem ríkið er að láta smíða. EKKI FÆ ég séð hversu áríð- andi slík söfnun er, þar sem rík- ið hefur þegar hafið smíði skips- ins og ætti að vera trúandi til þess að útbúa það þeim tækjum sem þurfa þykir. Ekki þarf þess þá heldur með til að brýna þjóð- ina í landhelgismálinu, því að þar vitum við vissulega hvað við viljum. Hvernig um málið fer að lokum veltur ekki héðan af á áhugaleysi almennings á ís- landi. FLESTUM KEMUR nú saman um, að það, sem mestu skiptir, sé að kynna sem mest og bezt er- lendis allt það sem lýtur að Ijótu framferði Breta hér við land, síðan þeir tóku að fiska í landhelgi íslands undir herskipa vernd, ásamt öllu öðru því er við höfum málinu fram að færa. ÞAÐ er því áreiðanlega nær marki skotið hjá hinu nýstofn- aða félagi, ef það vildi beita sér fyrir auknum áróðri fyrir mál- inu á erlendum vettvangi þar til það kemur fyrir fund Samein- uðu þjóðanna. Ekki mun af veita -— en þar verðurn við að vinna þetta stríð. því að með varð- skipunum okkar gerum við það ekki, þó að útbúnaður þeirra þurfi að sjálfsögðu að vera sem beztur“. 4 15. okt. 1959. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.