Alþýðublaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 10
Sveinn Sœmundsson segir fréttir af
flugsýningunni í
Farnborough
HIN ÁRLEGA flugsýning í
Farnborough í Englandi var
opnuð 8. septeniber s.l. og er
það í tuttugasta skipti, sem
brezkir flugvélaframleiðendur
og framleiðendur alls konar
tækja viðkomandi flugi hafa
heildarsýningu á framleiðslu
. sinni.
Meðal þeirra, sem sóttu sýn-
inguna héðan, voru tveir
starfsmenn Flugfélags íslands,
þeir Sigurður Matthíasson,
fulltrúi, og Hilmar Ó. Sigurðs-
son, deildarstjóri innanlands-
flugs.
Auk farþegaflugvéla og
annara flugvéla til friðsam-
legra nota, voru sýndar í
Farnborough ýmsar gerðir or-
ustuflugvéla og vopna. Enn-
fremur sýndu mörg fyrirtæki
ýmsa flugvélahluti, tæki til
staðarákvarðana o.fl. Þær far-
þegaflugvélar, sem mesta at-
hygli vöktu, voru Fairey Roto-
dyne, Vickers-Vanguard, Vis-
count 816, Comet B4, flutn-
ingaflugvélin Argosy og flug-
nökkvinn Hovercraft, sem
ekki er talinn til flugvéla, þar
sem hann skríður aðeins í
þrjátíu sentimetra hæð fár
jörðu.
FAIREY ROTODYNE: •
Þessi flugvél, sem er algjör
nýjung á sviði flugvála, sam-
einar á margan hátt kosti
þyrlu og venjulegrar flugvél-
ar. Flugvélasmiðjan Fairey
Company Ltd. hóf smíði fyrstu
flugvélar af þessu tagi nokkru
eftir 1950, en fyrsta flugvélin
hóf sig til flugs 6. nóvember
1957.
Rotodyne hefur tvo hverfi-
hreyfla, mjög tengdar og
knýja þær eftir það flugvélina
áfram á venjulegan hátt.
Fyrsta Rotodyne, sem flaug
6. nóvember 1957, hafði tvo
2800 hestafla Napier Eland
hverfihreyfla, og bar 36—40
farþega. Síðar smíðaði verk-
smiðjan stærri reynsluflug-
vél. Sú er knúin tveim 5000
ha. Roll-Royce Tyne hverfi-
hreyflum, ber 57 til 65 far-
þega miðað við 400 km. vega-
lengd og flýgur með 340 km.
hraða.
Þessi gerð Rotodyne var
fyrst sýnd á Farnborough í
fyrra og barst verksmiðjunni
þá jafnframt fyrsta pöntunin.
Kanadískt flugfélag, Okanag-
an 'Helicopter f Vancouver
pantaði eina flugvél. Snemma
á þessu ári tilkynnti flugfé-
lagið New York Airways að
það hefði pantað fimm Roto-
dyne, sem yrðu afgreiddar
vorið 1964 og að félagið hefði
hug á fimmtán til viðbótar.
Verð hverrar flugvélar er 500
000 sterlingspund, lauslega
reiknað 35 milljónir íslenzkra
króna, auk nauðsynlegra vara-
hluta, þjálfunar áhafna o.fl.
Þá eru líkur fyrir, að rekst-
ur Rotodyne verði allmiklu
kostnaðarsamari en venju-
legrar flugvélar af sambæri-
legri stærð.
Eins og fyrr segir er Roto-
dyne knúin tveim hverfi-
hreyflum. Þegar flugvélin hef-
ur sig á loft, er þrýstilofti frá
hreyflunum beint út í gegnum
útblástursop, sem eru á þyrlu-
skrúfunni ofan á flugvélinni.
Flugvélin hefur þannig lóð-
rétt flugtak og þarf enga flu-
braut. Samkvæmt upplýsing-
um frá framleiðanda, hefur
hún verið reynd í mjög slæmu
flugveðri, roki og rigningu,
við erfið lendingarskilyrði.
Undir öllum þessum mis-
jöfnu skilyrðum hefur Roto-
dyne gefið góða raun. Hér er
um mjög merkan áfanga í
smíði flugvéla að ræða og ef
vonir manna rætast mun hún
í framtíðinni leysa samgöngu-
vandamál ýmissa staða, sem
ekki eiga þess kost, að byggja
flugvelli.
Þá mun Rotodyne væntan-
lega verða vinsæl til styttri
ferða út úr og til stórborg-
anna, þar sem hún getur lent
á húsþaki í miðri borginni, en
ferðir frá flugvöllum margra
borga taka oft eins langan
tíma og flugferðirnar sjálfar.
VISCOUNT 816:
Óþarft er að lýsa Viscount-
flugvél fyrir íslendingum, svo
vel þekktar og vinsælar sem
Viscountflugvélar Flugfélags
íslands, „Gullfaxi“ og „Hrím-
faxi“, eru.
Viscount 816 er þó nokkuð
stærri en þær flugvélar. Vis-
count 816 er knúin fjórum
Rolls-Royce Dart hverfihreyfl
um, sem hver fyrir sig er um
2 þúsund hestöfl. Hún getur
flutt um 70 farþega.
VICKERS VANGUARD.
Þegar fyrsta Viscountflug-
vélin hóf sig á loft í ágúst-
mánuði 1948, fór þar jafn-
framt fyrsta þrýstiloftsknúna
farþegaflugvélin. Þessi flug-
vél, sem var minni en þær
Viscountflugvélar, sem við
þekkjum hér, hóf reglulega
farþegaflutninga 1950 og má
þar með segja, að brotið sé
blað í sögu farþegaflugsins.
Þrýstiloftsöldin gengin í garð.
Síðan hafa 'Viscountflugvél-
arnar átt vaxandi vinsældum
að fagna og eru n,í,syfir fjög-
ur hundruð þeirra í notkun
víðs vegar um heim.
Vickers-Armstrong, sem
smíðar Viscount hóf fyrir
fjórum árum smíði nýrrar og
stærri flugvélar, sem byggð
var á hinni góðu reynslu Vis-
countflugvélanna. Þessi nýja
flugvél hlaut nafnið Vickers-
Vanguard og flaug sú fyrsta
þeirra 20. janúar s.l. Um þess-
ar mundir eru þrjár flugvélar
af þessari gerð fullsmíðaðar og
notar verksmiðjan þær allar
til reynsluflugs. Einnig hafa
þær heimsótt nærliggjandi
borgir á meginlandinu og fyr-
ir nokkru lenti ein, sem var
á leið til Kanada, á Keflavík-
urflugvelli.
Vanguard er knúin fjórum
Rolls-Royce Tyne hverfi-
hreyflum, sem gefa flugvél-
inni um 700 km. hraða á klst.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem fyrir liggja um ferð-
ir Vanguard milli borga í
Evrópu, heldur hún fullkom-
lega sambærilegum áætlunar-
tíma og þoturnar 707 og Com-
et.
Þá mun reksturskostnaður
Vanguard sérlega lítill mið-
aður við stærð vélarinnar (hún
tekur 130 farþega).
Tvö flugfélög, Trans Canada
Airlines og B.E.A., hafa þegar
gengið frá kaupum á tuttugu
flugvélum hvort félag.
V ÖRUFLUTNIN G AFLUG-
VÉLIN ..ARGOSY“:
Þessi flugvél, sem er mjög
sérstæð í úthti, er aðallega
byggð með vöruflutninga fyr-
ir augum, enda mun mjög
fljótlegt og auðvelt að hlaða
hana og afhlaða. Hún er fram-
leidd af fyrirtækinu Sir W.G.
Armstrong Withworth Air-
craft Ltd., er knúin fjórum
Rolls-Royce Dart hverfihreyfl I
um. Þessi flugvél, s^m sýnd
var á flugsýningunni í Farn-
borough, mun einnig verða út-
búin sem farþegaflugvél, sem
rúmar 83 farþega.
FLUGNÖKKVINN
„HOVERCRAFT“:
Hovercraft, sem nýlega
„skreið“ yfir Ermarsund, hef-
ur ennþá ekki verið viður-
kenndur sem flugvél, og ein-
faldlega vegna þess, að hann
flýgur aðeins í ca. 30 sentí-
metra hæð. Samt er hér talin
merk uppfinning á ferðinni,
sem að öllum líkindum verð-
ur fullkomnuð á komandi
árum. Á Farnborough sýning-
unni var líkan og teikningar
af stórum flugnökkva, sem
hugsanlegt er að nota til flutn
inga yfir Ermarsund. Þessi nýi
Hovercraft á að geta borið um
áttahundruð manns í ferð og
farið með 60 mílna hraða.
FRAMTÍÐARFLUGVÉLAR:
Auk þeirra flugvéla til far-
þegaflugs, sem að framan eru
taldar, eru nokkrar, sem enn-
þá eru ekki fullsmíðaðar. Má
þar nefna þotuna Airco H H
121, en líkan af henni var á
sýningunni. Þesái flugvél, sem
er byggð til flugs á styttri
vegalengdum og mun bera 75
■—97 farþega. Þessi flugvél
verður knúin þrem Rolls-
Royce R.B. 163 þrýstilofts-
hreyflum, sem komið er fyrir
aftaýLega á flugvélaskrokkn-
um Tveir hreyflanna eru sinn
á hvorri hlið, en sá þriðji ofan
á og flytjast því hliðar- og
hæðarstýri upp.
Framleiðandi þessarar flug-
vélar er De Havilland verk-
smiðjurnar o.fl.
Þá eru starfsmenn Vickers
Armstrong verksmiðjanna
önnum kafnar við teikningar
af nýrri framtíðarflugvél,
Vickers V.C. 10.
Þessi flugvél á það sameig-
inlegt með Airco D.H. 121, að
hreyfiunum, sem verða fjórir
Rolls Royce Conways, verður
komið fyrir aftast á flugvél-
inni.
10 1®- okt- 1959- — Alþýðublaðið
Búið er að smíða líkan af
þessari flugvél í fullri stærð
og þegar hafa verið búin til
þrjátíu líkön til reynslu í sér-
stökum loftgöngum, þar sem
eiginleikar flugvélanna á flugi
eru reyndir. Áætlað er, að
fyrsta flugvélin af gerðinni
Vickers V.C. 10 fari í reynslu-
flug 1961 og að Flugfélagið
B.O.A.C. fái fyrstu flugvélina
af þeim 35, sem félagið hefur
pantað árið 1963.
FYRIR OKKUR HÉR:
Þá voru á Farnborough
sýndar ýmsar flugvélar, sem
áður voru kunnar og sem ætl-
aðar eru fyrir styttri vega-
lengdir: Flugvélin Handley
Page Dart Herald, sem hefur
tvo Rolls Royce Dart hreyfla
og tekur fjörutíu farþega; fjög
urra hreyfla De Havilland
Heron, sem ber 17 farþega.
Þá er ný tveggja hreyfla flug-
vél í uppsiglingu, Avro 748,
og er áætlað, að hún fljúgi í
febrúar næstkomandi.
Með tilliti til innanlands-
flugs hér á landi, má segja,
að engin flugvél, sem sýnd
var á Farnborough-sýning-
unni, henti íslenzkum aðstæð-
um eins vel og Dakota flug-
vélarnar, sem hér hafa verið í
notkun um ífrabil.
Fairey Rotodyne er nýjung,
sem eins og áður er sagt, mun
líkleg til þess að leysa sam-
gönguvandamál þeirra staða,
sem ekki $iga þess kost, að
byggja flugvöll.
Hins vegar mun kostnaðar-
hliðin lítt árennileg, því að
ein slík flugvél ásamt vara-
hlutum og þjálfun áhafna og
vélamanna mun kosta álíka
mikið og, báðar Viscountflug-
vélar Flugfélags íslands „Gull
faxi“ og „Hrímfaxi“.
Spilavítlð
Framhald af 12. síðu.
hléið 1954 batt enda á styrj-
öldina í Lrdókína og þá varð
Dai The Dioi eins konar op-
inber móttökustaður ríkis-
stjórnarinnar og síðar var
hin mikla bygging gerð að
höfuðbækistöð herliðsins. En
nú um þriggja ára skeið hafa
þessar glæsilegu byggingar
verið auðar, tákn baktjalda-
makks og spillingar.
Stjórnin í Vietnam hefur
nú ákveðið að stofna þarna
mikið íþróttasvæði og spila-
vítið gamla verður gert að í-
þróttahöll.
Sfjémmálsséknln
(Framhald af 4. síðu).
feller yrði forseti, þá hefðu
þau verið skiljanleg, en svo
var ekki. Zhukov sagði nefni-
lega um svipað leyti, að út-
nefning Rockefellers mundi
skaða sambúð Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna.
Aðspurður sagði Zukov
þetta stafa af því, að aukning
rússneskra áhrifa í hinum
olíuauðugu löndum Mið-Aust
urlanda, væri skaðleg fyrir
verzlunarhagsmuni Rocke-
feller-fjölskyldunnar. Þar af
leiðandi mundi útnefning
Rockefellers slæm fyrir sam-
búð ríkjanna.
AÐ, sem gerir þetta furðu-
lega álit á bandarískum stjórn
málum enn furðulegra er, að
rússneskir stjórnmálamenn
hafa hingað til komist betur
af við hægri sinnaða stjórn-
málamenn en vinstri menn.
Krústjov hefur tvisvar lent í
hörkustælum við vestræna
leiðtoga. Fyrst við foringja
Verkamannaflokksins í Bret-
landi er hann kom þangað á-
samt Búlganin og nú í veizl-
unni með bandarísku verka-
lýðsleiðtogunum.
RÁTT fyrir allar tilraunir
vestrænna stjórnmálamanna
til að sýna að það sé góð póli-
tík heimafyrir að komast vel
af við ráðamennina í Sovét-
ríkjunum, þá eru litlar líkur
fyrir því, að Kremlherrarnir
skipti sér nokkuð að því hvern
ig kosningabaráttan í Banda-
ríkjunum fer. Krústjov féll
vel við Eisenhower, sem um-
gekkst hann eins og jafningja
en hann virtist ekki hafa
neinn áhuga á væntanlegum
eftirmönnum hans, nema þá
helzt Stevenson.
Stjórnmálatæknin breytist
en hér eftir eins og hingað til,
er líklegt að valdið ráði þar
úrslitum, en ekki persónuleiki
frambjóðenda eða herbrögð
þeirra.
Músagildran
Framhald af 2. síðu.
erfiðlega að átta sig á leik Jó-
hanns, en eftir því sem líður
á leikinn hættir maður að efast
um skilning hans. Um túlkun
hans á einstökum atriðum má
deila, en í heild sinni má hann
þó vel við árangurinn una. Það
veldur furðu, að leikhúsin í
Reykjavík hafa lítt fært sér í
nyt starfskrafta hans til þessa.
Það sem mestu máli skintir í
þessu tilfelli er að spenna fáist
í leikinn, annars er allt uhnið
fyrir gýg. Þetta hefur tekizt
hér, það varð m'eð ö'llu ljóst á
undirtektum áhorfenda frum-
sýningarkvöldið.
Það verður að sjálfsögðu tal-
ið leikstjóranum, Klemenz
Jónssyni tij tekna, en sér við
bhð hefur hann Magnús Páls-
son, sem hefur gert leiktjöldin,
sem eru hin þokkalegusu að
allri gerð. Þýðing Halldórs Stef
ánssonar var gerð á góðu máli,
sem vænta mátti, en þó þó'ttist
ég heyra har setningar,
sem hvergi ganga aftur nema í
þýðingum úr enskri tungu: —
aðalsetning, finnst yður ekki; -
aðalsetning, býst ég við. — Við
orðum þetta öðruvísi í daglegu
tali okkar bæði í Kópavogi og
Reykjavík.
Mér finnst Leikfélag Kópa-
vogs hafa betur af stað farið en
heima setið með þessa sýningu
sína. Það er ungt félag enn og
hefur á að skipa óvönum kröft-
um. En Róm var ekki byggð á
ein'um degi, og meðan við bíð-
um er ekki ástæða til að óska
því annars en góðs geng'S og
meiri þroska með hverju nýju
verkefni.
Sveinn Einarsson.
Herðubreið
í viðgerð.
12 ÁRA flokkunarviðgerð
fer nú fram á strandferðaskip-
inu Herðubreið á slipp í Reykja
vík. Átti viðgerðinni að vera
lokið hinn 20. þ. m., en sam-
kvæmt uppl. útgerðarinnar
mun það dragast fram undir
lok mánaðarins.
jtf’j i i ; i • ^ a