Alþýðublaðið - 29.10.1959, Page 6

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Page 6
œD£S£ö> gefur hér lesend- um sínum sýnis- 4 horn úr einum fréttamánuði fyrir 20 árurn. Fyrirsagnir og texti er óbreyttur. Þetta gerðist í júnímánuði árið 1939: Nýr hæsfaréffarmála- flutningsmaður. GUÐMUNDUR í. GUÐ- MUNDSSON hefur nýlega lok- ið prófi, sem veitir honum rétt indi til þess að flytja og verja mál fyrir hæstarétti. Japanir halda alþjððahverfinu þar í LONDON í gærkvöldi. FÚ. OPINBER tilkynning um ástandið í Tientsin var gefin út í London síðdegis í dag. í þessari tilkynningu er gefið í skyn, að jákvæðar ráðstafanir muni nú verða gerðar þegar í stað til þess að vernda hagsmuni brezkra þegna í Tientsin, ef Japanir haldi áfram hafn- banni sínu og hernaðarlegri einangrun á forréttinda- svæði Breta og Frakka þar í borginni. í tilkynningunni segir, að tilboð Breta um það að ræða málefni hinna fjögra Kínverja, sem Japanir krefjast, að fram- seldir verði, standi ennþá, en á meðan ekki fáist frekari [ lausn á því máli, álíti brezka stjórnin ástandið mjög alvar- legt. Japanskir embættismenn hafa þegar gefið út opinberar yfirlýsingar þar sem, því er hótað að hafa samningsbundin 1 réttindi annarra útlendra ríkja að engu, og segir í Lund- únatilkynningunni, að ekki verði annað séð en að þetta ! framferði hinna japönsku emb ættismanua njóti fyllsta stuðn ings stjórnarinnar í Tokíó. Hinni opinberu tilkynningu lýkur á þann hátt, að látin er í Ijós von um það, að japanska stjórnin færist ekki undan því að ræða um vandamálin eins og þau eru, en ef hún hins veg Japanskir herforingjar í Norður-Kína. LONDON í gairkveldi. FÚ. FARLEY, póstmálaráðherra Bandaríkjanna, sem jafnframt er framkvæmdastjóri demó- krataflokksins, hefur nýlega lokið ferðalagi um allmcirg ríki Bandaríkjanna. Við heimkom- una úr þessu ferðalagi sagði hann, að FrankJín D. Roosevelt gæti fengið útnefningu sem forsetaefni demókrata í næstu kosningum, ef hann vildi talca við henni. Annars er það hefðbundin venja í Bandaríkjunum; að eng- inn forseti starfi meira en tvö kjörtímabil. Er þetta mál nú | mikið rætt í Bandaríkjunum, ! • Til þess er þó ekki taiið munu koma, að demókratar j leggi mjög fast að Roosevelt að gefa kost á sér sem forsetaefni ; í þriðja sinn, en það er vitað, að hann hefur sjálfur hugleitt þetta mál mikið, en ekkert lát- ið í ljósi ennþá. Þegar heimsókn brezku kon- ungshjónanna í Bandaríkjunum er lokið; fer Roosevelt í ferða- lag um ýms vesturríkin og til Alaska og mun þá fá mjög aukin persónuleg kynni af skoðunum manna á, því, hvort heppilegt muni vera, að hann verði enn á ný í kjöri sem forsetaefni. ar færist undan því, þá.sjái brezka stjórnin sig til þess neydda, að gera þegar í stað ráðstafanir til þess að vernda brezka hagsmuni. JAPANIR HINDRA MAT- VÆLAFLUTNINGA INN í ALÞJÓÐAHVERFIÐ. Brezki aðalræðismaðurinn í Tientsin hefur með mjög hörð- um orðum mótmælt því við yf irvöld Japana, að bannað væri að flytja matvæli inn á forrétt indasvæði Breta í Tientsin. Þessum mótmælum svara japönsk yfirvöld á þá leið, að þau hafi aldrei bannað innflutn ing á nauðsynlegum matvæl- um, en þau geti ekki sætt sig við brezka íhlutun um það, hvernig Japanir fara að því að halda uppi ró og reglu á svæð- um, sem þeir hafa unnið í hern aði. PRESTS- KOSNING PRESTSKOSNING í Breiða- bólsstaðaprestakalli á Skógar- strönd í Snæfellsnessprófasts- dæmi fór fram sunnudaginn 21. maí. Hinn setti sóknarprest ur þar, séra Sigurbjörn Ein- arsson, var einn í kjöri. Á kjör- skrá voru 104 kjósendur og af þeim kusu 64. 2 seðlar voru ó- glidir og einn auður. Umsækj- andi fékk þannig 61 atkvæði og var kosningin því lögmæt. F.Ú. HÖFN í gærkveldi. FÚ. Bæjarstjórn Stokkhólmsborg ar hefur ákveðið að byggja í. miðjum Stokkhólmi tvö skot- og sprengjuheld neðanjarðar- byrgi fyrir almenning. Er áætlað, að þau kosti hálfa aðra milljón króna. SÚÐIN var á Siglufirði í gær. Elsa Sigfúss UNGFRÚ Elsa Sigfúss hefur verið ráðin til að syngja á hljóm leikum miklum í Tívólí í Kaup- mannahöfn. FÚ. r - u-•. ifíSSSSS Kafbáfsslys M England NÝJUSTU fregnir af tilraun um til að ná upp enska kaf- bátnum „Thetis“, sem sökk á dögunum við norðúrströnd Wales með um 100 manna á- höfn, herma, að enskir kafbáta sérfræðingar séu komnir á þá skoðun, að ómögulegt muni verða iað ná honum upp. Á myndinni sést aðstaða kaf. bátsins fyrst eftir slysið. Hann sökk á 60 metra dýpi, en stóð. lóðrétt upp í sjónum, þannig að skuturinn náði upp á yfirborð sjávarins við fjöru. En stefnið grófst 22 metra niður í leðjuna á sjávarbotninum. Eftir fyrsta flóðið sökk skuturinn einnig og skaut aldrei upp aftur. Tölurnar á myndinni sýna hin einstöku hólf kafbátsins. 1) Olíugeymar. 2) Vélarrúm. 3) Dælurúm, þar sem vatni er ARGENTÍNU- SKÁKMÓTIÐ í FYRRAKVÖLD var ákveð ið hvaða skákmenn skyldu mæt’a vegna íslands á alþjóða- skákmótinu í Buenos Aires í sumar. Þessir f ara: Ásmundur Ás- geirsson, Baldur Möller, Jón Guðmundsson, Guðmundur Arnlaugsson og Einar Þorvalds son. dælt út úr kafbátnum. 4) Geymslurúm fyrir samanþjapp að loft. 5) Eftirlitsherbergi. 6) Skipstjórnarherbergi. 7) Út- sýnisútbúnaðurinn. 8) Raf- mangsgeymarnir, sem við inn streymí saltvatnsins fram- leiddu hið eitraða klórgas, en það er talið að áhöfnin hafi kafnað af. því, 9) Björgunar- herbergið. Útgöngudyr úr því eru eins og myndin sýnir, niðri í leðjunni, —• en um þær björg uðust þó með björgunarvestum þeir fjórir, sem af komust. 10) Tundurskeytahlaupið. mwmmmwwwmwimmmw MMMMMMMMMMMMMMW 6 29- okt- 1959. — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.