Alþýðublaðið - 25.11.1959, Side 4
£ Otgefandi: AlþýSuflokkurlnn. — Framkvœmdastjórl: Ingólfur Krlatjánason.
— Kltstjórar: Benedlkt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
(ifo.). — Fulltrúl ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Bjðrg-
Vin GuSmundsson. — Slmar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa-
Ingasími 14 906. — ASsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina,
j'. Hverfisgata 8—10.
Fyrirogeftir
SJALDAN eða aldrei hefur það átt sér stað,
: að kjósendur hafi verið blekktir jafn fullkomlega
■ fyrir kosningar sem nú, sagði Tíminn í sorgar-
ramma á forsíðu í gær. Blekkingin mikla á að vera
þessi: 1 ! r {
Fyrir kosningar var sagt: Hagur útflutnings-
: sjóðs og ríkissjóðs með blóma.
Eftir kosningar var sagt: 250 milljón króna
: halli á ríkissjóði og útflutningssjóði á næsta ári.
Hvortveggja þetta var og er rétt, að því
bezt verður séð af þeim upplýsingum, er fyrir
liggja. Hins vegar reynir Tíminn að blekkja les
endur sína með því, að rugla saman árinu í ár
og næsta ári.
Sannleikurinn í málinu er þessi: Þegar fjár-
i lög voru afgreidd síðastliðið vor, h^ldu Framsókn-
armenn fram, að þau mundu aldrei standast, held
ur mundu safnast upp óreiðuvíxlar á þessu ári,
: sem þjóðin yrði að greiða eftir kosningar.
Alþýðuflokksmenn mótmæltu þessu. Þeir héldu
: fram, að f járhagur ríkisins á þessu ári mundi stand
. ast þanhig, að það stæði við allar skuldbindingar
sínar án þess að til yrðu neinir óreiðuvíxlar. Þetta
hefur reynzt rétt. Hagur útflutningssjóðs og ríkis-
. sjóðs hefur á þessu ári verið góður, enda er Tím-
inn með öllu hættur að tala um óreiðuvíxla.
Hins vegar sögðu Alþýðuflokksmenn skýrt
hvað eftir annað í kosningabaráttunni, að vandi
framtíðarinnar væri ekki leystur, þótt Alþýðu-
flokksstjórninni tækist að stöðva dýrtíðina þetta ár
og forða þjóðinni frá nýju dýrtíðarflóði.
Kjósendur muna vafalaust eftir ræðum
eins og þeim, er Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gísla
son fluttu í útvarpsumræðunum. Þar var á full-
komnlega heiðarlegan hátt skýrt frá þeim vanda
málum, sem blasa við þjóðinni, svo að enginn
getur ásakað Alþýðuflokkinn um blekkingar í
þeim efnum.
Framsóknarmenn töldu þjóðinni trú um, að
Alþýðuflokksstjórnin mundi reka hállabúskap og
safna óreiðuskuldum, sem greiða yrði eftir kosn-
ingar. Þetta var blekking, enda er Framsókn mú
hætt að tala um slíka óreiðuvíxla, en grípur til
þess örþrifaráðs og rugla saman árinu í ár og næsta
ári. Landsmenn láta ekki blekkjast á svo einfald-
an hátt.
Ný verzlun
Opnum spegla og snyrtivörubúð á
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A.
Komið og reynið viðskiptin.
Gleriðjan s.f.
Sími 11-386.
hefsl l dag
x-A-lisf-
inn.
STJÓRNARKJÖRIÐ í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur hefst
í dag í skrifstofu félagsins í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Listi stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs er A-Iisti, en listi
kommúnista er B-listi.
Upplýsingar Alþýðublaðsins
um aðstandendur B-listans virð
ast hafa farið fyrir hjartað á
þeim kommúnistum, er standa
að listanum, þar eð í gær barst
Alþýðublaðinu bréf frá Guð-
birni Jenssyni, þar sem hann
kvartar sáran yfir skrifum Al-
þýðublaðsins. Hann segir m. a.:
„Það er mikill misskilning-
ur, sem flram kemur í áður-
nefndum blaðagreinum, að
listi þeirra sé borinn fram af
einhverjum pólitískum flokk-
um.“ Þá vita menn það. List-
inn er sem sagt ópólitískur.
Eins og venjulega kalla kom-
múnistar lista sinn lista „starf-
andi sjómanna“- Alþýðublaðið
hefui' áður skýrt frá því, að
Guðbjörn Jensson, helzti mál-
svari listans, hafi undanfarið
verið önnum kafinn við að
snatta fyrir kommúnista í landi
og því ekki haft tíma til að
stunda sjóinn, og formannsefni
kommúnista, Jón Timotheusar-
son, vinnur hjá KRON, svo að
ekki er þarna eingöngu um
starfandi sjómenn að ræða.
ERFITT AÐ LEYNA
HINU RÉTTA
Alþýðublaðið getur vei skilið
viðleitni kommúnista til þess
að leyna hinu rétta um B-list-
ann. Sjómenn vita Það, að kom
múnistar hafa engu góðu komið
fram fyrir sjómenn og þess
vegna er eflaust bezt fyrir að-
standendur B-listans að sem
fæstir viti, að það ei'u kommún-
istar og engir aðrir, sem bera
fram B-listann. En hætt er við,
að þessi viðleitni kommúnista
verði árangurslaus. Sjómenn
þekkja pilta eins og Guðbjörn
Jensson og vita hverra erinda
hann gengur.
A-listann skipa hins vegar
þeir menn, er haft hafa forustu
í Sjómannafélagi Reykjavíkur
undanfarin ár og þekktir eru
fyrir góð störf í þágu sjómanna.
Allir andstæðingar kommún-
ista í Sjómannafélagi Rvíkur
munu fylkja sér um þann lista
og gera sigur hans sem mestan.
Ágóði af hvalreka
lil kirkfubyggingar
Fregn til Alþýðublaðsins.
DALVÍK f gær.
MARSVÍN þau, er rekin voru
á land hér nýlega, hafa nú öll
verið skorin og er megnið af
kjötinu komið í frystihús. Á-
kveðið hafið verið að frysta það
til útflutnings, en óvíst mun níi
um hvort það er fært, Því að
eitthvað af því hefur skemmzt
áður en því varð komið í frysti-
húsið. 35 tonn af kjöti voru flutt
til Akureyrar, en búizt er við
að það verði allt að fara í mjöl-
verksmiðju.
Spikið hefur verið flutt til
Akureyrar, jafnótt og hægt hef-
ur verið að taka á móti því þar.
Er það brætt þar.
Ákveðið mun vera, að allur
ágóði af hvalreka þessum renni
til kirkjubyggingar á Dalvík.
Hefur kirkjan lengi verið í
byggingu og vonast menn nú
ti^ að sjá fyrir endann á henni.
K.I.
Með ungy fólki
KL. 18.30 Útvarps
saga barnanna. KI.
18.55 Framburðar-
kennsla í ensku.
Kl. 19 Þingfréttýr.
Kl. 20.30 Daglegt
mál. Kl. 20.35 Með
ungu fólki (Jónas
Jónasson). Kl. 21
Samleikur á kné-
fiðlu og píanó (Er-
ling Blöndal Bengt
son og Árni Krist-
jánsson leika són-
ötu op. 102 nr. 2 eftir Beethov-
en). Kl. 21.20 Umhverfis jörð-
ina á 80 dögum, IV. kafli. Kl.
22.10 Frá Vejle — háborg nor-
rænna íþrótta (Sigurður Sig-
urðsson). Kl. 22.30 Svavar
Gests kynnir íslenzk dægurlög.
Kl. 23 Dagskrái'lok.
jfip) Hannes
* á h o r n i n u
Heimilin eru aðalat-
riðin.
^ Ekki skólar, kirkjur,
bíó verzlanir eða
iðjuver.
-fc Hvað dvelur ríkis-
stjórnina?
ýV Hver dagur er kvöl.
MENN SEGJA aff það sé of-
vöxutr í byggingaiðnaðinum“,
segir Stefán Jónatansson í bréfi
til mín, og heldur áfram: —
„Meðan húsnæðlsvandræði eru
og næstum ókleyft að fá íbúðir
á leigu er ekki híægt að halda
því fram, að ofvöxtur sé í bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis, því að ég
verð að álíta, að það sé frum-
skilyrði fyrir einstaklingana og
þjóðfélagið að hægt sé að stofna
heimili og halda þeim við líði.
ÉG VIL minna á það, að hér
í bænum er nú verið að byggja
eftir Því sem ég kemst næst, um
fimm nýja skóla. Skólar eru
sjálfsagðir og nauðsynlegir fyr-
ir einstaklingana og þjóðfélag-
ið, en ég vil segja, að þeir séu
ekki nauðsynlegri en heimilin,
íbúðirnar. Því aðeins geta börn-
m náð í'kamlegum og andlegum
þroska, að þau eigi þak yfir höf-
uðið hjá foreldrum sínum. Það
er því nauðsynlegra að eiga ein-
hversstrðar höfði sínu að halla
en að ijólga skólum og stækka
þá.
ÉG VIL ennfremur benda á
það, að hér í bænum eru nú í
byggingu að minnsta kosti fjór-
ar kirkjur. Ég er ekki andvígur
kirkjum, það er langt frá því,
og ég vildi óska að fólk gengi
oftar í guðshús en raun er á. —
En ég vil segja: nauðsynlegra er
heimilið en kirkjan. Ekki er lík-
legt að það fólk leyti fremur til
kirkjunnar, se mhvergi á höfði
sínu að halla en það sem á skjól
til að skríða í, heimilisarin til
þess að ylja sér við.
ÉG VIL benda á þá staðreynd,
að öðru megin við Suðurlands-
Piaut er verið að byggja verzl-
unar- og iðnaðarhús fyrir hundr
að milljóna króna, alla leiðina
frá Nóatúni og austur að Soga-
mýri. Ef til vill er það nauðsyn-
legt, en ekki er það nauðsyn-
iegra en íbúðabyggmgar fyrir
fólkið. Loks vil ég minna á það,
að nú er verið að byggja tvö
geysistór kvikmyndahús í borg-
inni. Þó að gaman sé að horfa á
skemmtilega kvikmyr.d í glæsi-
legum húsakynnum, þá er nauð
synlegra að eiga þak yfir höfuð-
ið eða hafa aðgang að skúta til
að eiga heimili í.
ÞAÐ eru ekki íbúðabygging-
arnar, sem draga fólkið frá fram
ieiðsluatvinnuvegunum eða
setja gjaldeyrisgetu þjóðarinnar
á hausinn. Fjármagnið fer ekki
f; rst og fremst í íbúðabygging-
ar. — Þetta hlýtur öllum að
vera Ijóst. — Furöuleg tregða
hcfur verið á því íyrir þá, sem
eru af frábærum dugnaði að
reyna að koma sér upp húsnæði
íyrir sig og fjölskýldu sína, að
*á iin tilbygginganna. Mánuðum
s- rnan hafa þeir nú staðið í von
um lán eisn og þeir haía rétt til
sumkvæmt lögum og reglugerð-
un,, en svo erfiðiega viröist
gauga að fá fáð í sjóöinn. að
enginn fær neitt.
1-ARNA er verið að kasta íé
á glæ. Húsnæ iið stendur ófull-
bú.'ð. Það er e.í't> hægt að flytja
i'm. Sumir standa á götunni
vcgna þess að beu; hafa sagt upp
£c,mla húsnæðiíiu, aðrir þrauka
og vegna þess hvað mikið er ó-
fnijgert er næslum ókieyft að
fa ibúðir á leig i þrátt fyrir allt
það, sem reis hefur verið.
ALÞÝÐUFLOKKSSTJÓRN-
INNI tókst ekki að íeysa þeíta
vandamál eins og vonast var eft-
ir. Ef til vill stóðu bankarnir í
vegi. En hvað nú? Hvað veldur
drættinum? Hver dagur sem líð
ur er kvöl fyrir þá sem standa
með tvær ehndur tómar og þurfa
þó aðeins herslumuninn til þess
að geta flutt inn“.
ÞETTA bréf nægir í dag. Ég
vil þakka bréfritaranum fyrir
tilskrifið. Hann bendir á atriði,
sem eru byggð á staðreyndum.
Þetta mál þarf að leysa þegar í
stað. Opnum möguleika fyrir
fólkið til að flytja í eigið hús-
næði. Stöðvum um sinn stór-
byggingar, sem ekki bæta úr
brýnustu húsnæðisþörf heimil-
ana í borginni. Við komum aft-
ur að þessu máli næstu daga.
Hannes á liorninu.
4 25. nóv. 1959 — Alþýðublaðið