Alþýðublaðið - 29.11.1959, Side 3

Alþýðublaðið - 29.11.1959, Side 3
Draumur Ferða- málaféiagsins: Radering eftir Guðmund Einarsson. Klöpp við Reykjavík. GUÐMUNDUR Einarsson frá Miðdal opnaði í gær málverka- og höggmyndasýningu í vinnu- stofu sinni að Skólavörðustíg 43. Sýnir hann þar 7 olíumál- verk, 46 vatnslitamyndir og 6 höggmyndir. Höggmyndirnar eru gerðar vir jaspis eða hvarsi og eru það efni sem ekki hafa verið notuð til höggmynda- gerðar fyrr. Allar myndirnar á sýning- unni eru gerðar á s. 1. tveim ár- íim og hafa ekki ver'ð sýndar fvrr. Eru þær allar til sölu. Ennfremur eru til sölu mönp- ur með níu litografíum. Eru bað raderingar sem listamað- urinn gerði árið 1916. Sýning- in verður opin í tvær vikur. LI^TVINAHÚSID 30 ÁRA. í tilefni af 30 ára afmæli Lístvinahússins stendur nú yf- ’r þar sýning á leirmunum, sem bar eru framleiddir, og flest bau módel pf fuglum og dýrum, sem har hafa verið framleidd á undanförnum 30 árum. Eru módelin orðin 90 talsins. Eru bar undanskildir renndir . ieir- munir, skálar, vasar og fleira. Guðmnndur Einarsson hefur gert öll roódelin. VinsælaSt beirra er fálkinn sem fvrst. var gerður árið 1930, síðan kemur hrafn'nn, sem flestir hljóta að kannast við. bví bessir munir °ru til á fiölda mörgum heim- ilum hér á landi. Einnig hefur mikið af beim verið selt út um allan heim, eru þeir þar bæði í einkaeign og á söfnum. Ein- ar, sonur Guðmundar, sér nú um le rbrennsluna. Þegar mest var framleitt í Listvinahúsinu unnu þar 11 manns, en nú hef- ur starfsfólki þar fækkað tnjög, enda eru unnir þar nú eingöngu handunnir munir. Guðmundur hefur um margra ára skeið revnt að fá leyti til að stækka leirbrennsluna verulega og hefia þar fjöldaframleiðslu á leirvörum. en einhverra hluta vegna ekki enn fengið nauð- synleg leyfi. En rúmleysi hef- ur hamlað þar öllum meirihált- ar framkvæmdum. Sýningin í Listvinahúsinu verður opin til jóla. Gömul verzlun' húsakynnum VÉLA- og raftækjasalan í Bankastræti 10 verður opnuð í dag eftir gagngerar breytingar og stækkun á verzlunarhúsnæð- inu. Þá hafa nýir eigendur tek- ið við verzluninni. Er það hluta- félagið Véla- og Raftækjasalan h.f. Framkvæmdastjóri er Ragn ar Björnsson. Húsnæðið hefur verið stækk- að til muna og er verzlunin nú með sjálfsafgreiðslufyrirkomu- lagi. Teikninguna gerði Davíð Haraldsson. í verzluninni fæst mikið úr- val af alls konar Ijósatækjum og heimilisrafmagnsvélum, og munu hinir nýju eigendur gera sér far um að hafa ávallt á boS stólum beztu fáanlegar raf- magnsvörur og ljósatæki. WWWMMWWMWIMMMHM SJÓMENN eru minntir á stjórnarkjörið, sem nú stendur yfir í Sjómanna- félagi Rvíkur. Er kosið alla virka daga í skrif- stofu félagsins á venjuleg- um skrifstofutíma, kl. 3— 6 e. h. Listi stjórnar og trunaðarmannaráðs er A- listi. Fuiiveidisfagnaður AÐ ALFORST J ÓRI Efna- hagssamvinnustofnunar Evr- ópu, herra René Sergent, fer um ísland á heimleið frá Banda rikjunum og mun hafa hér nokkra viðdvöl og eiga viðræð- ur við íslenzk stjórnarvöld um viðskiptamál. Hann mun einn- ig flytja fyrirlestur í hátíðasal háskólans í dag kl. 2 um viðr skiptahorfur íslands í Vestur- Evrópu. Herra René Sergent er frakkneskur. Hann er víðkunn- ur fjármálamaður og hefur gegnt hinum ábyrgðarmestu stöðum, m. a. verið aðstoðar- forstjóri Atlantshafsbandalags- ins, og fór þá með efnahags- og fjármál, og forstjóri Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu hef ur hann verið síðan í apríl 1955. Hann var hér á ferð í marz 1958 og’flutti þá fyrirlestur í háskólanum um myndun frí- verzlunarsvæðis. Sergent kom til landsins í gærmorgun með flugvél Loft- leiða. Með honum var blaðafull trúi hans,Mallet, Jónas Haralz ráðuneytisstjóri tók á móti þeim félögum hér á flugvellin- um, ásamt franska ræðismann- inum, Gocheret. Sfúdenfafélagsins STÚDENTAFÉLAG Reykja- víkur heldur fullveldisfagnað i Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 30. nóv. næsíkomandi og hefst hann með borðhaldi kl. 19. Til skemmtunar verður m. a.: Ræða: Jón Pálmason, fyrrv. íorseti Sameinaðs Alþingis, kveðnar rímur, skemmtiþáttur: Kristinn Hallsson, Bessi Bjarna son, dr. Páll ísólfsson o. fl. Dans. — Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu kl. 17—19 í dag ef éitthvað verður þá óselt. Hálfundurinn NÆSTI málfundur FUJ í Reykjavík verður nk. þriðju- dagskvöld kl. 8.30 stundvíslega í Ingólfskaffi uppi. Umræðuefni: Hvrir á ráðhús Reykjavíkur að vera? — Tveir framsögumenn. Félagar eru hvattir til aS mæta vel og stundvíslega. , Alþýðublaðið — 29. nóv. 1959 $ REYKJAVÍK hefur mikla möguleika til þess að verða í framtíðinni „kongressa“-borg. Lega landsins er slík, að til- valið er að halda hér alþjóð- legar ráðstefnur og mót. „Austr ið“ og „vestrið“ geta mætzt í Reykjavík og rætt málin í friði. En til þess að slíkt megi verða þarf aÖ gera stórfellt á- iak í gistihúsamálum okkar. Eins og nú er ástatt getum við ekki hýst allan þann herskara af mönnum er fylgir hverri stórri ráðstefnu. Og þess vegna er úrbóta þörf. Eitthvað á þessa leið fórst stjórn Ferðamálafélags íslands orð er hún ræddi við blaða- ménn í fyrradag um starfsemi félagsins. Formaður félagsins ér nú Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri en aðrir í stjórn eru: Agnar Kofoed-Hansen, Eggert P. Briem, Ásbjörn Magnússon, Njáll Símonarson, Lúðvík Hjálmtýsson og Halldór Grön- dal. Hér fer á eftir það helzta, er stjórnin hafði um starfsemi félagsins að segja: VÍÐTÆK STARFSEMI. Stjórnin hefur haldið marga fundi undanfarin ár og rætt og athugað um ferðamálin yfir- leitt eftir beztu getu. Rætt hefur verið við ráð- herra, borgarstjóra, alþingis- menn, bankastjóra, þingnefnd- ir og marga aðra forustumenn. — Þá hafa verið haldnir fund- ir með hóteleigendum, veitinga mönnum, leiðsögumönnum ferðamanna og öðrum sérfróð- um mönnum. ■— Að sjálfsögðu hefur og verið rætt við for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins um þessi mál. — Þá hefur stjórn Ferðamálafélagsins kynnt sér af eigin raun hvern- ig hótelmálum er komið í Reykjavík og austur um sveitir. V'ðtöl við fréttamenn blaða og útvarps hafa verið mörg og yfirleitt hefur verið reynt að vekja áhuga manna og auka skilning á þessu mikla hags- munamáli, sem ferðamanna- koma til landsins gæti orðið. Bent hefur verið á ýmislegt til úrbóta t. d. ferðakrónur — þ. e. að útlendir ferðamenn fái greitt sama verð í íslenzkum krónum og íslendingar verða að gre'ða fyrir erlendan gjald- eyri. — Mun óhætt að fullyrða, að það ósamræmi, sem á þéssu er í dag hefur skapað meiri leiðindi og stundum beina ó- vild í garð okkar — heldur en flest annað. Þá hefur verið rætt um betri notkun og skipulag á ferða- mannaherbergjum yfir sumar- ■fímann, en þá eru vandræðin mest. Útgáfa á leiðbeiningabók handa leiðsögumönnum ferða- manna og námskeið fyrir þá er og talið nauðsynlegt. — Kennsla í tungumálum fyrir bifreiðastjóra, þjálfun frammi- stöðufólks og ýmislegt annað hefur og verið rætt við for- ráðamenn viðkomandi aðilja. Þá hefur og margoft verið bent á nauðsyn á betri um- gengni, meira hreinlæti, snyrtimennsku og annað -slíkt í öllum okkar hótelmálum og ferðamálum. FRAMTÍÐIN. Stjórn félagsins mun starfa áfram líkt og hingað til. Reyna með viðtölum, fundarhöldum og í ræðu og riti að vekja menn til umhugsunar á þessu vanda- máli. Við viljum vinna að því að Revkjavík verði borg móta og ráðstéfna — Kongressa-borg — að hér verði hægt að halda al- þjóðlegar ráðstefnur og mót, enda er landfræðileg lega lands ins tilvalin til þess. í Reykjavík á „vestrið og austrið“ að geta mæzt — hér er hægt að ræða mál'n í friði og næði. En til þess að slíkt verði hægt, þarf margt að gera og ýmsu að breyta. Ný hótel, fundarsalir, sýningarsalir og svo ótal margt annað þarf að gera og verður gert svo framarlega að við skiljum hversu stórkostlegt hlútverkið er. Revkjavík er reyklaus borg, en takmarkið á að vera að gera Reykjavík líka að ryklausri borg. Reylaus og ryklaus Revkja- vík er óskadraumur allra framsýnna manna, og til slíkr- ar borgar. munu margir koma innlendir sem erlendir, og þar er gott að halda fundi, mót og allskonar ráðstefnur. Þetta er sagt í fáum orðum — en til þess að þetta geti orð- ið nema orðin tóm þurfa Reyk- vík'ngar að vinna saman að settu marki. SIGGA VÍGGA Vogun visimr KL. 11 Messa í Laugarneskirkju. - Kl. 13,15 Geisla- virk efni og iðnað- ur (Jóhann Jakobs- son efnafræðingur). Kl. 14 Tónleikar ungra listamanna frá Tónlistarháskól anum í Prag. Kl. 15, 15 Lúðrasveit Rvík- leikur. Kl. 15,30 Kaffitíminn. Kl. 15 Á bókamark- eðnum. Kl. 17,30 Barnatími. Kl. 18,30 H1 j ómplötusaf nið. KI. 20,20 F'rá tónleikum Sin- íóníuhljómsveitar íslands í jpjóðleikhúsinu. Kl. 21 'Vogun v'innur — vogun tapar. Kl. 22, ©5—23,30 Danslög. Mánudagskvöld: Kl. 18,25 Tónlistartími barnanna. Kl. 2,0,30 Hljómsveit Ríkisútvarps- Sns leikur. Kl. 21 Vettvangur E'aunvísindanna: Frá Veðurstof Mnni. Kl. 21,30 Tónleikar. Kl. 21,40 Um daginn og veginn (Loftur Guðmundsson rithöf- Mndur). Kl. 22,10 íslenzkt mál. Kl. 22,30 Kammertónleikar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.