Alþýðublaðið - 29.11.1959, Síða 4
Otgefandl: AlþýBuflokkurlnn. — Framkvœmdastjórl: Ingólfur Krtstjánason.
__Bttstjórar: Benedlkt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundaaon
(éb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
Vin GuSmundsson. — Sfmar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa-
Ingasími 14 906. — Aðsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðalna,
Hverfisgata 8—10.
Pingfrestunin
STJÓRNARANDSTAÐAN fordæmir harð-
lega þá hugmynd, að alþingi verði frestað þangað
til lokið hefur verið athugun á efnahagsmálunum
°g afgreiðsla þeirra undirbúin af hálfu ríkisstjórn-
arinnar, sérfræðinga hennar og stuðningsflokka.
Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið vilja,
að alþingi sitji aðgerðarlítið þennan tíma, en segja
raunar, að biðin sé óþörf —efnahagsmálin sé unnt
að afgreiða þegar í stað.
í þessu sambandi er nóg að minna á, hvaða
tíma afgreiðsla efnahagsmálanna tók á valdadög
um vinstri stjórnarinnar. Þá var sannarlega ekki
við komið þeim hraða, sem Tíminn og Þjóðviljinn
' krefjast nú. Engan getur undrað á því, að ný ríkis-
stjórn þurfi nokkurn fyrirvara áður en stórmálum
er ráðið til lykta. Auk þess liggur í augum uppi, að
afgreiðsla þeirra sé þyngri í vöfum fyrir samstjórn
en ríkisstjórn eins flokks. Allt þetta vita Tíminn og
Þjóðviljinn að sjálfsögðu. Málgögn Framsóknar-
flokksins og Alþýðubandalagsins hafa naumast
gleymt vinnuhraða vinstri stjómarinnar. Hitt ér
annað mál, hvort þeim finnst heppilegt að rifja upp
þá endurminningu, þegar önnur stjóm er tekin við
og Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið í
st j órnarandstöðu.
Þingfrestunin er ekkert óeðlileg, þó að bezt
hefði á því farið. að unnt hefði verið að leysa vanda
efnahagsmálanna nú þegar. Slíkt er samt engin
gagnrýni á nýju ríkisstjómina. Vinnuhraði henn-
ar væri ótrúlegur, ef hún kæmi í verk á nokkrum
dögum því, sem tók vinstri stjórnina jafnan nokkra
mánuði.
Bráðlœti Eysteins
EYSTEINN JÓNSSON er bráðlátur þessa dag
ana. Nú krefst hann þess, að bráðábirgðalög séu
lögð undir úrskurð alþingis strax í þingbyrjun, en
viðurkenndir þó, að samkvæmt stjómarskránni séu
ekki önnur tímamörk sett eri þáu, að um bráða-
birgðalög skuli f jalla á næsta alþingi á eftir.
Samt er Eysteini ekki nóg, að farið verði að
lögum í þessu efni. Þessu vill hann ráða og setur
vilja sinn næst stjórnarskránni sem vald alþingis.
Og allt sprettur þetta af ekki merkilegra tilefni en
bráðlæti.
FuUveldisfagnaður
Rangæingafélagsins
verður í Tjarnarkaffi 1. des. og hefst kl. 20,30.
Dagskrá:
Ræða: Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari.
Einisöngur: Árni Jónsson, óperusöngvari.
Ðans.
Borð tekin frá og aðgöngumiðar seldir á staðnum kl.
5—7 á þriðjudag.
12 MILLJÓN FLÓTTAMENN
EINHVER harðasti dómur,
sem kveðinn hefur verið upp
um ævi fólks og aðbúnað í
löndum kommúnista, er hinn
óstöðvandi flótti manna frá
þessum löndum.
Þótt þessi lönd séu um-
kringd gaddavír og öðrum
hindrunum á mörg þúsund
mílna svæði, hefur rúmlega
tólf milljón manns tekizt að
flýja frá því í lok síðustu
heimsstyrjaldar. Þetta fólk
kemur frá Sovétríkjunum og
Kína og öðrum þeim löndum,
sem lúta yfirráðum þeirra —
Albaníu, Búlgaríu, Tékkósló-
vakíu, Austur-Þýzkalandi,
Ungverjalandi, Póllandi, Rú-
meníu, Eistlandi, Lettlandi,
Litháen, Norður-Kóreu, Norð-
ur-Vietnam og Tíbet.
Það þarf hörku til þess að
yfirgefa ættland sitt, og örð-
ugleikarnir því samfara eru
oft allt að því óvinnandi.
Þrátt fyrir það hefur fólk
þetta yfirgefið heimili sín í
borgum eða sveitum og flest-
ar eignir sínar, það hefur sagt
skilið við störf sín og stund-
um jafnvel aðra meðlimi fjöl-
skyldunnar — öllu þessu hef-
ur það fórnað til þess að hætta
á að komast þangað, sem það
getur notið frelsis.
Þó er þetta aðeins lítill
hluti þeirra, sem flýja mundu,
ef landamæratálmanir væru
engar. Það eru fleiri flótta-
menn en þeir, sem komizt
hafa undan.
Stærsta og umfangsmesta
flóttamannahreyfing, sem um
getur í sögu seinni tíma, er
flóttamannastraumurinn frá
Austur-Þýzkalandi, sjm hald-
izt hefur óskertur í á 13. ár.
Frá stríðslokum hefur rúm-
lega hálf fjórða millj. þýzkra
borgara frá Austur-Þýzka-
landi og . Austur-Berlín flúið
til vesturlanda og sezt þar að.
Að meðaltali þrjú þúsund
manns flýja Austur-Þýzka-
land eitt á viku og er það því
eina landið á meginlandi Evr-
ópu, þar sem íbúunum fer
fækkandi. Frá 1945 hafa allt
að 20 af hundraði af íbúum
Austur-Þýzkalands og Aust-
ur-Berlínar flúið til vestur-
landa. Undanfarið hafa nokk-
ur hundruð Tékka og Ung-
verja flúið gegnum Vestur-
Berlín auk Austur-Þjóðverj-
anna. Þeir komast fyrst til
Austur-Þýzkalands á vega-
bréfi útgefnu af kommúnist-
um og þaðan fara þeir til
Vestur-Berlínar.
Frá því að kommúnistar
imimimmiimiimimmiiimimiiimiimiiiiiiimiiiiiH
Eftir \
| MARK |
| PIROS |
amiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimii)
brutust til valda í Kína, hafa
þrjár milljónir Kínverja flúið
land, þótt erfiðara sé að flýja
þaðan en frá öðrum löndum
kommúnista. Kringum ein
milljón þessara manna hefur
sezt að í Hong Kong-Macao,
og er það stærsta flóttamanna
nýlenda í heimi. Nú er talið,
að til Hong Kong komi kring-
um 100 þúsund flóttamenn á
ári, en flóttinn frá kínverska
meginlandinu verður æ erf-
iðari.
I Kína eru líka kringum
níu þúsund Hvít-Rússar, sem
enn hafa ekki komizt úr landi
en hafa komið þeim boðum til
flóttamannanefndar Samein-
uðu þjóðanna, að þeir vilji
komast burt. Þeir flúðu Rúss-
land eftir Bolsévikabylting-
una 1917 og settust þá flestir
að í Mansjúríu og norðaust-
urhluta Kína. Nú hafa þeir
atburðir skeð í stjórnmálum
og efnahagsmálum Kína, að
staða þessa fólks verður
ískyggilegri með degi hverj-
um.
Þegar kommúnistar tóku
við stjórn Norður-Kóreu í maí
1948, flúði fólk unnvörpum
suður á bóginn. Af samtals
níu milljón íbúum Norður-
Kóreu hafði 1.8 milljón flúið
til Suður-Kóreu, áður en tvö
ár voru liðin frá valdatöku
kommúnista. í júní 1950, þeg-
ar herir Norður-Kóreu réðust
inn í Suður-Kóreu, jókst
flóttamannastaumurinn að
mun. Talið er, að þá hafi 800
þúsund manns flúið á sjö
mánuðum. Þegar vopnahlé
var loks undirritað hinn 27.
júlí 1953, eftir þriggja ára ó-
frið, neituðu 7.731 norður-
kóreanskir stríðsfangar að
hverfa aftur heim og sama
var að segja um margar þús-
undir norður-kóreanskra og
kínverskra hermanna.
Um það bil ári síðar, í júlí
1954, þegar Vietnam var
skipt, og kommúnistar tóku í
sínar hendur stjóm norður-
hluta landsins, hófst svipaður
og jafnvel enn harðari flótti
undan ofríki kommúnismans.
Þótt kommúnistar 1 Viet Minh
óvirtu eigin undirskrift að
vopnahléssamningnum í Genf
þar sem tekið er fram, að
leyfðar verði frjálsar ferðir
manna, og gerðu allt hugsan-.
legt til að stöðva flótta-
manna, flúði allt að því ein
milljón 'Vietnambúa frá norð-
urhlutanum til suðurhlutans.
Fyrir þremur árum varð
heiminum kunn harmsaga
200 þúsund Ungverja, sem
flúðu land eftir að sovézkir
herir og skriðdrekar bældu.
niður þjóðfrelsisbyltinguna í
október 1956. Þúsundir karla,
kvenna og barna fórnuðu al-
eigu sinni og lögðu líf sitt í
hættu til þess að flýja hryðju-
verkastjórnina, sem Rússar
Framhald á 9. síðu.
EUKTHOLIIX
Nýkomið :
Hrærivélar
Bónvéiar
Ryksugur
Loftbonarar
Þeir, sem hafa hug á að tryggja sér
þessar óviðjafnanlegu heimilisvélar
til Jólagjafa í ár, eru vnisamlegast
heðnir að hafa samband við oss sem
fyrst. Þetta eru einustu heimilisvél-
arnar af slíku tagi sem hafa
214 ÁRS ÁBYRGÐ
HANNES ÞORSTEINSSON & CO.
29. nóv. 1959 — Alþýðublaðið