Alþýðublaðið - 01.12.1959, Síða 4

Alþýðublaðið - 01.12.1959, Síða 4
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjénœon. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísll J. Ástþórsson og Helgi Sæmundason (éþ.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Augiýa- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmlðj* Alþýðublaðslna. Hverfisgata 8—10. OEEC þjóð mun vera vandfundin, sem er gersam- lega háð viðskiptum við umheiminn sem Islending ar. Þess vegna hljótum við að leggja mikla áherzlu á alþjóðlegt samstarf í efnahagsmálum, samstarf sem meðal annars tryggir smáþjóðum tilverurétt í frumskógi hinna alþjóðlegu viðskipta. Af þess- um sömu sökum höfum við verið og erum meðlim- ir í OEEC, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, sem hefur aðsetur í París. Þessa dagana dvelst hér á landi forstjóri OEECj Rene Sergent. Hann hefur áður komið hingað til iands til að kynna sér efnahagsmál íslendinga, og hefur jafnan sýnt málefnum okk- ar einstakan áhuga og mjög mikla vinsemd. ís- lendingar meta slíkan áhuga og slíka vinsemd mikils, og hver heimsókn hr. Sergents hlýtur að auka trú manna á bví, að hæði okkar þjóð og sautján öðrum hljóti að vera starfsemi OEEC til gagns. Um þessar mundir horfir þunglega í efnahags- málum Vestur-Evrópu. Hætta er á, að tvær ríkja- samsteypur, sexveldin og sjöveldin, byggi upp tollabandalög andstæð hvert öðru. Fimm þjóðir, þar á meðal íslendingar, standa enn utan gátta og geta beðið alvarlegt tjón af. í þessu máli hljóta ís- lendingar að beina mjög athygli sinni til OEEC í þeirri von, að sú stofnun geti haft áhrif í þá átt að bræða saman álfuna og koma á einhvers konar samstarfi, er öll 18 ríkin eigi hlut að. Viðskipti íslendinga við Vestur-Evrópu hafa því miður farið minnkandi, en aukizt að sama skapi við vöruskiptalöndin og Bandaríkin. Þetta er hættuleg þróun. Islendingar verða að eiga sem flesta markaði og mega ekki binda utanríkisvið- skipti sín við fáa aðila. Hér á landi er af menning- arástæðum geysileg eftirspurn eftir vörum. sem framleiddar eru í Vestur-Evrópu. Til þess að fá þær vörur verða íslendingar að auka útflutning þangað, og er vonandi að viðleitni OEEC til að hraða útbreiðslu frystitækja skapi nýja markaði fyrir hraðfrystan fisk á meginlandinu. Slíkt er þó til lítils ef hinn nýi tollmúr sexveldanna lokar ís- lendinga úti, en meginlandsþjóðir fara að auka fiskiveiðar sínar á úthafinu í þess stað. j OEEC — efnahagssamvinnustofunin, sem hr. Sergent stýrir í París, hefur aldrei haft meiri þýðingu fyrir íslendinga en einmitt nú. [ Vonandi tekst henni að finna leið til að tryggja I r Islendingum eðlilega hlutdeild í þeim viðskipta heimi Vestur-Evrópu, er hlýtur að verða til upp úr þyí hafróti, er viðskiptamál álfunnar eru nú í. er vafalaust ein hugþekk- asta ástarsaga, sem skrif- uð hefur verið á síðari ár- um. Hún lýsir ástum bandarísks hermanns og japanskrar stúlku. Sögu- sviðið er vafið austur- lenzkum ævintýraljóma og töfrum japanskrar menningar. Hin heimsflræga kvikmynd Sayonara, sem hlaut fjögur Óskarsverðlaun, verður sýnd í Austurbæjarhíói um áramót- in. Bókin er prýdd 14 myndum úr kvikmyndinni. Ssyonara er bók konunnar. unnustunnar og vinkonunnar. Bókaútgáfan Logi. Hannes á h o r n i n u Skipulagsleysið í í Þingholtunum. Nokkrar smámyndir, sem lýsa því. Hinir nýju hrossa- markaðir Islendinga. 'yf Bókin um ferðina yf- ir íshettu norður- skautsins. EITT MESTA AFREK, sem unnið hefur verið á þessari öld er þriggja ára leiðangur þeirra Vivians Fuchs, Edmunds Hillar- ys og þeirra félaga yfir „álfuna ókunnu, íshettu suðurskautsins“. Vöktu fréttirnar af þessum leið- angri og erfiðleikum hans mikla athygli á sínum tíma. — Þegar ieiðangursmennirnir höfðu sigr- azt á öllum erfiðleikum og voru kornnir á leiðarenda, fréttist það meðal bókamanna hér, að einn bókaútgefandinn, Oliver Steinn, hefði skotið öllum bókaútgefend um ref fyrir rass, sent Fuchs sím skeyti og falast eftir útgáfurétti ferðasögunnar og fengið sam- þykki hans. Þetta þótti mönnum vel af sér vikið. OG NÚ ER BÓKIN KOMIN út, hin fegursta bók, full af æv- intýrum og fróðleik, skrifuð af helztu leiðtogunum Fuchs og Hillary og prýdd miklum f jölda mynda, þar á meðal allmörgum litmyndum. Það er góður fengur í þessari bók. Hún hefur hlotið nafnið Hjarn og heiðmyrkur, og þýðinguna hefur annazt Guð- mundur Arnlaugsson, en um hann er sagt, að hann sé með þeim ósköpum fæddur, að gera allt vel, sem hann gerir. M. Ó. K. SKRIFAR: „Skipu- lagsleysi bæjarins er ótrúlegt; öll vitum við hvernig er búið að eyðileggja holtið, sem kennt er við Skólavörðuná, sem var þar einu sinn, já, sem var, ef hægt væri að segja sem er, en ekki er nú svo vel, fyrir því hafa séð hinir „framsýnu skipuleggjarar“ sem aldrei hafa getið litið réttu auga forníslenzkar minjar, en nú er Skólavarðan þeim ekki leng- ur angur í auga, en þess i stað framlengist sjónaröxull þeirra og okkar allra og nemur ekki staðar fyrr en við nokkurns kon- ar kirkjurústir, ömurlega her- mannaskála og skálarústir, allt í einum hnapp; annars er land- rýmið nóg á íslandi. EINN BARNALEIKVÖLLUR finnst við Freyjugötu, en fjórar bílasölur breiða sig yfir götur, gangstéttir og bletti á litlu svæði í Þingholtunum, svo fótgangandi fólk getur varla smogið í gegn- um þennan núíma „hrossamark- að“ íslendinga; konur verða liins vegar að aka börnum sínum eða bera þau. á handlégg scr langar leiðir á leikvelli eða leikskóla, því mæðrum íslands má allt bjóða; gamla hótel Evrópa gerð upp til miðaldafyrirkomulags í fæðingarhjálp í stað þess að stækka fæðingardeildina, sem hefur að geyma dýrmæt nútíma tæki og stendur auk þess mið svæðis spítalamenningu okkar, — að vísu lítt starfhæf sakir þrengsla. HVERS VEGNA éru ekki lög um að bílasölur megi ekki vera inni í biðjum bæ? Lög um að loka skuli barnmörgum smágöt- um, svo bílar megi ekki fara þar um? í stórbæjum erlendis mega ekki stórir vagnar aka inn á í- búðasviði, hér er jafnvel lang- ferðabílum lagt upp í smágöt- um yfir lengri tíma, svo maður tali ekki um daglega hættu, sem -stafar af bílum, sem sí og æ er lagt þannig á bláhornin, að ekki sést neitt inn á götuna. Þó er bannað að leggja bílum nær horni en 15 metra, því er aldrei hlýtt, og lögreglan metur meira að sekta smábíla, sem oft af ó- viðráðanlegum ástæðum hafa staðið máske 1-2 mín. of lengi á þó löglegum stað (hjá mælun- um). HVERS VEGNA kaupir bær- inn ekki gömlu timburhjallana í Þingholtunum, sem komnir eru að falli vegna fúa og hrörnunar, og setur upp smábletti, þar sem mæður með börn sín geta tyllt sér og eldra fólkið setzt niður á göngu sinni? Nei! Menn kaupa' húsin og setja þar upp bílasölur eða bílaviðgerðaverkstæði. Reið hjólin og ekki hvað sízt skelli- nöðrurnar ætti að banna nema á vissum götum, og ekki ætti að leyfa skellinöðrum að ferðast nema langar leiðir frá sjúkra- húsum, sökum hávaðans, sem af þeim stafar.“ Hannes á horninu. með enskum skýringartexta — er komin í bókaverzlanir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii :,„m„„m„mmmm„m„„mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmiimmm £ 1. des. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.