Alþýðublaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.12.1959, Blaðsíða 10
MINNÍNGARORÐ : Krtsfján Stefán Jónsson F. 14. febrúar 1908 — D. 21. okt. 1959 LÍTILL hugljúfur drengur situr í fjöruborðinu og leikur sér að skeljum. Athugul augu hans fylgja hverjum farkosti er hann fleytir frá strönd. Hann er útgerðarmaður og þetta er flotinn hans. Kaup- skip er flytja varning til fjarlægra landa og fiskiskip. Fiskiskipin eru honum hug- stæðust. Hann ætlar að verða fiskimaður og skipstjóri þeg- ar hann er orðinn stór. Með mjúkum höndum eru fleyin sett á flot. Hann finnur fallega vöðuskel og setur í hana tvo agnarsmáa steina, það er áhöfnin. Hægt og var- iega er þessum veika farkosti hjálpað út fyrir lendinguna í átt til fengsælla fiskimiða. Drengurinn horf'r með eft- irvæntingu á eftir þessum fal- lega báti. Hvernig skyldi hon- um gánga? Það er gott sjó- veður í dag, það hafði pabbi sagt í morgun og þá er það rétt. Þarna er báturinn kominn á miðin, nú verður farið að draga lóðirnar er lagðar voru í gær. En hvað er þetta? Hann er að hvessa, þarna kom ólag á bátinn. Drengurinn starir í ofvæni. Þarna kemur annað ólag og bátur'nn hverfur, að- eins örfáir hringir á sjónum og allt er horfið. Hryggur í huga hættir drengurinn leik sínum og heldur heim á leið. Hann hugsar um fallvaitleik lífsins, gott sjóveður, en samt geta svona hlutir gerzt. Hann bítur á jaxlinn, það er alveg sama, hann ætlar samt að verða sjómaður, mik- ill fiskimaður. Koma að landi með fullan bát af fiski og færa mömmu fallegustu fisk-1 ana í soðið og gefa fátækling- um afganginn. Eftir að hafa tekið þessa ákvörðun er hann fastari í spori. Hann á orðið ákveðið takmark í lífinu. Og árin líða. litli drengur- inn verður fullvaxta. Kristján Stefán Jónsson er fæddur í Húsavík 14. febrúar 1908. Foreldrar hans voru Guðný Helgadóttir og Jón Flóvents- son, þá starfsmaður Kaupfé- lags Þingeyinga. Ólst hann unp í foreldrahús -fum t:l fullorðinsára og byrj- í aði strax mjög ungur sjó- mannsstörf og má segja að hafið væri hans heimabyggð, ,þó hann að sjálfsögðu vnni ýms störf í landi, kunni hann aldrei verulega vel við sig nema á sjónum. , Lilli eða litli drengurinn, eins og við vinir hans köll- 1. des. uðum hann, var ákafamaður við leik og störf. Sem ungur maður tók hann mikinn þátt í íþróttum og öðru skemmt- analífi unga fólksins, meðal annars knattspyrnu. Þá eins og nú voru háðir kappleikir á Húsavíkurhöfða, og eru þverhnípt björg á aðra hlið vallarins. Til marks um kapp hans í leik, er það, að eitt sinn í keppni elti hann bolt- ann fram af þessum björgum og staðnæmdist ekki fyrr en hann lá rotaður í urðinni fyr- ir neðan. Bar hann þess merki æ síð- an, bæði á vör og framan á höfði. Ákafamaður var hann við verk og fauk þá stundum í litla drenginn, ef honum þótti eitthvað að. Sagði hann þá stundum fleira en honum þótti gott, þegar af honum rann móðurinn, en aldrei skyldi það bregðast að hann bæði afsökunar, ef honum fannst hann hafa sært ein- hvern og sýnir það bezt dreng skap hans. Gleð!maður var Lilli í góð- vinahóp, en annars frekar dul ur og hlédrægur hversdags- lega. Söngmaður var hann ágæt- ur og var í mörg ár í Karla- kórnum Þrym í Húsavík. Það var *ekki fátítt er við hitt- umst einhverjir kunningjar á heimili systur hans Fanneyj- ar, að henni var skákað niður við orgelið og svo var tekið lagið. Árið 1933 giftist Kristján eftirlifandi konu sinni Ingi- björgu Jósefsdóttur frá Kúðá í Þistilfirði. Áttu þau því silfurbrúðkaup á síðastliðnu ári. Hjónaband þeirra var ákaf- lega gott og eignuðust þau fimm börn er öll eru á lífi. Erling giftur, skipstjóri í Grindavík, Haukur giftur á Siglufirði, starfsmaður Síld- arverksmiðja ríkisins, Kol- brún gift í Húsavík, og tvær dætur, sem eru heima, Dóra 14 ára og Lára 7 ára. Ég þakka þér innilega Lilli minn fjölmargar á- nægjustundir, er við áttum saman á heimili þínu og utan þess. við leik og við störf. Ég þakka hlýjuna í viðmóti bínu og marga góða gjöf í hjallinn. Ég votta ástvinum þínum mína dýpstu samúð. Megi harmur þeirra sefast í viss- unni um það, að aftur fáum við öll að h ttast á annarri strönd, og fáum þá meðal annars tækifæri til að syngja með þér hugliúfa litla lagið, er þér þótti svo fallegt. Friðrik A. Friðriksson þýddi. Elsku lítill drengur öllum lízt á hann. Komið bara og horfið þið á þennan litla mann. Líti mamma í augun, svo yndis blá og skær, þá finnst henni að himinninn hljóður færist nær. Húsavík drúpir höfði í hlióðri sorg og heitri bæn um hlífð. Algóður guð haldi sinni verndarhendi yfir íslenzkri sjómannastétt. E.M.J. 1959 — Alþýðublaðið Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík verður í Þjóðleikhússkjallaran- um fimmtudaginn 3. des. og hefst kl. 9 e. h. Dagskrá m. a.: Ávarp: Helgi Sæmundsson ritstjóri Einsöngur: Erlingur Vigfússon Eftirhermur: Steinunn Bjarnadóttir. Neo-kvartettinn leikur fyrir dansi. Félagar eru beðnir að vitja miða fyrir sig og gesti sína á skrifstofuni í Alþýðuhúsinu sem allra fyrst. Skemmtinefndin. MSNNINGARORB s Aðaisfeiiin L BaEdursson F. 29. des. 1933 — D. 21. okt. 1959 AÐEINS fáein fátækleg kveðjuorð, kæri Addi minn. Samverustundir okkar voru svo alltof fáar .á þínu of stutta æviskeiði, en þeir sem kynntust þér, þó aðeins væri stutta stund, urðu ríkari af glaðværð og góðvild en ella. Aðalsteinn Árni Baldurs- son var fæddur að Sandhólum á Tjörnesi, sonur Laufeyjar Aðalsteinsdóttur og Baldurs Árnasonar, bónda þar. Þegar Aðalsteinn var á unga aldri missti móðir hans heilsuna og fluttist fjölskyld- an þá til Húsavíkur, þar sem léttara var að ná til læknis. Allt kom fyrir ekki og lézt htir> Kristnpsi 194R eftir föður og sonar, eins og ríkti á meðal þeirra. Er því sár harmur kveðinn að slitnum og lífsreyndum föður við þetta sorglega slys. Ungur fór Aðalsteinn að stunda sjóinn, bæði frá Húsa- vík og á vertíðum frá Suður- og Austurlandi. Hann var glaðvær og góður félagi, og ætíð þótti það rúm vel skipað þar sem.Addi var. Hann kappkostaði að mennta sig sem bezt undir það starf er hann hugðist stunda. Þegar hann var 24 ára hafði hann aflað sér bæði skipstjóra- og vélstjórarétt- indi á fiskiskipum allt að 120 lesta. Hann var skipstjóri á þunga legu, Stoð þá Baldur einn uppi með 3 ung börn sín, Aðalstein elztan, 12 ára gamlan. Þar sem Baldur varð nú að ganga þeim bæði í föður og móður stað, skapaðist eðlilega mjög innilegt samband þeirra í milli, sérstaklega varð mjög kært með þeim feðgum, er sameinuðust í því að gora litlu systrunu.m móðurlausu lífið sem léttbærast. Ég kynntist þessari fjöl- skyldu mjög náið eftir að hún kom til Húsavíkur og verð ég að segja þsð, að ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei kynnst jafn miklum kærleikum milli síldveiðibát síðastliðið sumar. Varð honum mannvant á vertíðinni og kom hann tvisv- ar til Húsavíkur þeirra er- inda að fá menn. Hér höfðu allir meira en nóg að gera, en í bæði skiptin fékk hann rnenn aðeins út á vinsældir sínar, því útbúnaður skipsins var sízt til þess fallinn að hæna menn að. Að lokinni vertíð er hann var að skila bátnum, bar hann gæfu til að bjarga bát og mönnum úr sjávarháska á Faxaflóa. Var það talið gæfumerki í byrjun skipstjórnar. Árið 1957 giftist hann Önnu Sigmundsdóttur frá Akur- evri, og áttu þau einn son, Benedikt Má, sem aðeins er á öðru árinu. Anna syrgir einlæglega mann sinn. en hefur þó haft styrk til að miðla tengdaföð- ur sínum huggun og er slíkt ekki á allra meðfæri. Kæra Anna, ég sendi þér og litla syninum þínum, föð- ur og öðrum ástvinum Adda innilegar samúðarkveðjur. ’Við trúum því að hinn sári aðskilnaður sé aðeins um stundarsakir og við fáum síð- ar í ennþá fegurra umhverfi að hitta drenginn glaða og góða og fáum þá að dvelja með honum í dýrlegum fagn- aði eilífs lífs. E.M.J. Framhald af 12. síðu. hana hjá mér, þá skulu þau ekki fá það heldur“. Á myndinni liér fyrir neð- an er lögregluþjónn í Lund- únum að flytja Mike til Iífs- tíðarfangelsisvistar. Á efri myndinni er móðirin, scm sit- ur eins og hún hafi verið dæmd og horfir sljóum aug- um út í bláinn. Hvemig er myndin Framhald af 6. síðu. aftur til Parísar. Fyrst fer Jeanne Moreau og Amerík- aninn, síðan flýr Anette, en eftir verður kvennaveiðar- inn Gerard Philip og 15 ára frænkan. Hann skrifar konu sinni þó löng og ýtarleg bréf, þar sem hann skýrir henni frá öllum smáatrið- um, en hún les bréfin upp- hátt fyrir ástmög sinn, Am- eríkanann, sem hlustar á þau útafliggjandi í hæginda stól og sötrandi Whisky. — Þegar hér er komið frásögn færi vel á því að íá sér einn whisky eða fimm eða sjö. Ef fyrir hendi er. Já, — en hvernig væri að ljúka við greinina? spyr lesadninn. Æ, það er eiginlega ekki svo erfitt. Það væri hægt að Ijúka þessu með: O. s. frv., o. s. frv., o. s. frv., því e:ins og áður hefur verið sagt frá, þannig heldur það áfram. Fólk æðir út úr rumi eins og upp í til annars, það rík- ir hræðileg tumrót og röða- ir hræðilegt umrót og róða- hvors annars á ótrúlegustu og áhrifamestu tímum, og þau skrifa bréf, sem síðaí koma til með að vera mikil- vægari en nokkur hernaðar- leyniskjöl. Fimmtán ára stúlkan verður ófrísk eftir eiginmann Jeanne Mozeau, en hún (Jeanne) setur allt á stað til þess að reyna að útvega stúlkunni mann. Ger ard á að flytja langt þurt, helzt til Japan. Anette er nú komin á þá skoðun, að bezt sé að hún skilji við mann sinn, en hann er enn á viðskiptaferðinni í Hol- landi. Furðulegt, hvað manninum getur dvalizt. Holland er þó ekki svo stórt. — En allt tekur enda, einnig kvikmynd. Litlu stúlkuna, sem von á á barni ætti víst eiginlega að gifta, finnst föður myndarinnar. Hann reynir talsvert til þess . 'lað koma því í kring. Stúd- entinn er ekki þess ófús, en þá kemur þessi viðbjóðslega Jeanne Moreau og sýnir honum bréf, sem eiginmað- ur hennar hafði skrifað henni um viðskipti sín og frænkunnar, og þar er í engu farið dult með, hvað gerzt hefur. Þetta leiðír til alvarlegs uppgjörs millt Gerad og stúdentsins, sem endar með því, að annar grípur eitthvað barefli og lemur hinn í hausinn til dauða. Lögreglan kemur á vettvang. Eiginkonan, Jeanne Mo- reau, vill gjarnan koma bréf um manns síns undan og kveikir í þeim, en þá tekst ekki betur til en svo, að það kviknar í henni sjálfri. Og einhvers staðar situr Anette Stroyberg með pakkað nið- ur í töskur. Myndinni lýkur fyrir rctt inum. Jeanne verður v'tni að því, að stúdentinn og hin 15 ára stúlka fylgjast að þaðan, þau- bafa þrátt fyrir allt fundið hvort annaö, — þótt margt hafi á dagana drifið. En hún sjálf, Jeanne Moreau, situr uppi með hálft andlitið skaðbrennt og endir er bundinn á ástamála feril hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.