Alþýðublaðið - 01.12.1959, Qupperneq 9
ÍR sigraði í 2. og 4. flokk
MEISTARAMÓTI Reykja-
vikur í körfuknattleik lauk að
Hálogalandi á sunnudagskvöld-
ið og þá var keppt til úrslita í
2. flokki karla og kvennaflokki.
Úrslit mótisins hafa orðið þau,
að Körfuknattleikfélag Reykja
víkur var Rvíkurmeistari í
karlaflokki, en Glímufélagið Ár
manna í kvennaflokki. — í 2.
flokki karla sigraði ÍR og einnig
í 4. flokki karla, en það er í
fyrsta sinn, sem keppt er í þeim
flokki á Rvíkurmóti í körfu-
knattleik. í 3. flokki er keppni
enn ekki útkljáð. Þrjú félög,
KR, Ármann og ÍR urðu jöfn að
stigum og verða að leika aftur.
2. FL, KARLA: ÁRMANN
(A) VANN KR OG ÍR
KFR f ÚRSLITALEIK
Tveir leikir voru háðir í 2.
flokki karla á sunnudagskvöld-
ið og þeir voru vel leiknir.
Fyrri leikurinn milli Ár-
manns (a) og KR var nokkuð
jafn í fyrri hálfleik (18:12), en í
þeim síðari gekk KR-ingum illa
að hitta í körfuna, en Ármanns-
liðið sýndi ágæta leikkaíla. Lið
ið er samt mun lakara en í fyrra
vetur, enda beztu menn þess
annaðhvort ekki í æfingu eða
utanbæjar. — Leik þessum lauk
með sigri Ármanns 35:17. Bezt-
ir í Ármannsliðinu voru Birgir
Birgis 8 stig, Sigurjón Yngva-
son 12 stig og Sigurður Guð-
mundsson 7 stig. KR-liðið er
nokkuð jafnt, en flest stig skor-
uðu Einar Gunnlaugsson og
Rúnar Elíasson, 4 hvor.
Síðari leikurinn í 2. flokki
milli ÍR og KFR var mun betur
leikinn og skemmtilegri, enda
var hér um hreinan úrslita-
leik að ræða. Hinir ungu ÍR-ing
ar, sem allir leika áfram í 2.
flokki næst ár, sýndu mjög góð-
an leik á köflum og í þessum
flokki hefur félagið fengið ágæt
an kjarna í framtíðar meistara-
fiokk. — Bezti maðui'inn í liði
ÍR er Þorsteinn Hallgrímsson,
f-ljótur, laginn, sterkur og hefur
ágætt auga fyrir samleik. Hann
skoraði oft fallega í upphafi
leiksins og í fyrri hálfleik sá-
ust 6:0, 12:4 og 18:9, en þannig
endaði hálfleikurinn fyrir ÍR.
Lið KFR er nokkuð misjafnt
með Einar Matthíasson sem
langbezta mann, hann myndi
njóta sín enn betur með betri
mönnum. Einar ásamt Þorsteini
Hallgrímssyni er einn okkar
efnilegasti körfknattleiksmað-
ur.
Mikill hraði og skemmtileg
augnablik voru í síðari hálfleik.
Sigri ÍR var aldrei ógnað, Þó að
KFR kæmist bezt í 24:15, en
leiknum lauk með sigii ÍR 39:21
Lið IR er nokkuð jafnt, en bezt-
ir eru Þorsteinn Hallgrímsso.n
(8 stig), Guðmundur Aðalsteins-
son (8 stig), Guðmundur Þor-
steinsson (7 stig) og hinn kornl
ungi Einar Bollason (11 stig). I
liði KFR var Einar langbeztur
eins og fyrr segir (11 stig),
Marinó Sveinsson og Sigurður
Helgason (2,07 m á hæð) með 4
stig hvor.
ÍSLAND mun taka þátt í
Norðurlandameistaramóti
kvenna í handknattleik sem
háð verður í Vasterás í Svíþjóð
í júní næsta ár.
★
SVÍAR sigruðu Dani í hand-
knattleik á fimmtudaginn með
25 mörkum gegn 17. í hálfleik
var staðan 9—5 fyrir Svía. Það
voru 3000 áhorfendur í Mass-
hallen í Gautaborg en venju-
lega hefur verið fullsetið áður,
er þessi lönd hafa keppt, en
húsið tekur 4500 manns. Leik-
urínn var sýndur í sjónvarpi
að þessu sinni.
★
Á SUNNUDAGINN kepptu
hriú utanhæjarlið í handknatt
leik á Akranesi, FH frá Hafn-
arfirði, Afturelding, Mosfells-
sveit og ÍA, Akranesi. Úrslit
urðu þau, að FH sigraði, hlaut
4 stig, ÍA 2 stiof og Afturelding
ekkert. — Úrslit einstakra
leikja urðu þessi: FH Akranes
25—17, FH Afturelding 27—26
og Akranes Afturelding 22—21.
★
ÁRSÞING KSÍ var háð um
helgina og var aðalstjórn sam-
bandsins öll endurkjörin, en
formaður er Björgvin Schram.
Akveðnir eru landsleikir gegn
írum og V-Þjóðverjum næsta
sumar. Nánar á morgun.
MFL. KVENNA;
ÁRMANN OG KR 26:3
Mikill munur var á getu Ár-
manns og KR í kvennaflokki,
fyrri hálfleik lauk með sigri
Ármanns 15:3 og leiknum í
heild með 26:3. — íslenzkar
stúlkur hafa lítið æft körfu-
knattleik sérstaklega, þetta eru
mest handknattleiksstúlkur,
sem skipa Ármannsliðið, en þær
geta orðið snjallar í þessari í-
þrótt í framtíðinni, og
körfuknattleikur er ekki síður
skemmtilegur fyrir stúlkur en
handknattleikur. Það er ósköp
lítið um þennan leik að segja,
lið Ármanns sýndi sennilega
bað bezta, sem kvennalið hefur
sýnt í körfuknattleik og áfram
á þessari braut. I iiðinu voru
beztar Sigríður Lúthersdóttir
og Rut Guðmundsdóttir, en ann
ars er liðið jafnt.
* VERÐI.AUNAAFHENDING
OG MÓTSSLIT
Áð mótinu loknu gengu sig-
urvegarar í hinum einstöku
flokkum inn í salinn og Sigur-
veir Guðmann=son, fram-
kvæmdastjóri ÍBR, afhenti
verðlaun og sleit mótinu með
^tuttri ræðu. — KFR vann nú í
fvrsta sinn fagran bikar gefinn
af Samvinnutrygaingum, en áð
ur höfðu ÍS og ÍR unnið hann
einu sinni hvort félag. Kvenna-
fokkur Ármanns vann fallega
styttu. sem Verzlunin Rima hef
ur aefið. I 2. flokki karla vann
ÍR bikar aefinn af J. B. Péturs-
son og 4. flokkur ÍR vann bikar
gefinn af KFR. I ræðu sinni
saaði Sieurgeir m. a., að körfu-
knattleikurinn værii í sókn,
bæði hvað snerti þátttöku í mót
um og aðsókn áhorfenda og að
lokum bað hann alla viðstadda
að hrópa ferfalt húrra fyrir
körfuknattleiksíþróttinni og
var það gert kröftuglega.
Ný bók:
Rit kvenna.
Ritstjóri Halldóra B. Bjömsson.
11 sögur eftir 11 höfunda.
Við leyfum okkur að beina athygli yðar að þessari bók,
sem á margan hátt er nýstárleg og mun koma lesendum
á óvart m.a. vegna hins f jölbreytta og á ýmsan hátt óvænta
efnisvals höfundanna. Bókin sýnir líka að íslenzkar konur
kunna að segja skemmtilega sögu svo sem verið hefir fyrr
og síðar hér á landi.
Meðal höfundanna eru konur, sem þegar eru þjóðkunnar
fyrir ritverk sín, en aðrar eru nýjar í hópi rithöfunda cg
Höfundar:
Arnfríður Jónatansdóttir !
Guðfinna Þorsteinsdóttir
(Erla).
Halldóra B. Björnsson
Líney Jóhannesdóttir
Oddný Guðmundsdóttir
Rósa B, Blöndals
Sigríður Einars
frá Munaðamesi.
Steingerður Guðmundsdóttir
Steinunn Eyjólfsdóttir
Valborg Bentsdóttir
Vilborg Dagbiartsdóttir
í eftirmála segir ritstjóri m. á.:
„Það var mér mikið ánægjuefni, þegar mér bárust handiit-
in, að sjá, hve viðfangsefni höfundanna voru fjölbreytt cg
óskyld. Sagan um kramda hjartað og ástarsorgin er alger-
lega horfin úr penna þeirra, og mátti missa sig og sömu
leiðina virðist hafa farið eilífðarsagan um fátæklinginn
hjartahreina og vonda kaupmanninn, stjúpan farin veg
allrar veraldar. Þesstr höfundar láta sér fátt mannlegt óvið_
komandi allt frá leynistígum barnshugans til himinbraut
framtíðarinnar. Allt er þetta eðlileg og sjálfsögð þróun cg
að sumu leyti tákn um breytta tíma, meiri möguleika cg
fjölbreyttara starfssvið, það er ekki lengur eina úrræði
ungra stúlkna að sitja bróderandi og bíða m'anna".
Kynnið yður þetta sérstæðá jólahefti kvenna.
HlaðbúS.
Auglýsing
um umferð í Reykjavík.
Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur hafa
verið sett upp stöðvunarmerki samkvæmt 5. gr. B J3
í reglugerð um umferðarmerki o. fl. á eftirtölduirw
gatnamótum:
Miklubraut við Suðurlandsbraut.
Grensásvegi við Miklubraut.
Háaleitisvegi við Miklubraut.
Seljalandsvegi við Miklubraut.
Njarðargötu við Hringbraut.
Hofsvallagötu við Hringbraut.
Bræðraborgarstíg við Holtsgötu.
Bræðraborgarstíg við Vesturgötu.
Ægisgötu við Vesturgötu, norðanmegin.
Frakkastíg við Hverfisgötu, sunnanmegin.
Laugarnesvegi við Borgartún og Sundlaugavú
Laugalæk við Sundlaugaveg.
Njarðargötu við Laufásveg, norðanmegin.
Njarðargötu við Sóleyjargötu, norðanmegin.
Vonarstræti við Suðurgötu.
Þar sem sett hefur verið stöðvunarmerki, ber ökni-
manni skilyrðislaust að nema staðar. Þegar ekið er iS
stað aftur, er skylt að sýna ýtrustu varúð og víkjaí
fyrir umferð frá báðum hliðum, hvort sem um aðál»
braut er að ræða eða ekki.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. nóvember 1959.
Sigurjón Sigurðsson.
Alþýðuhlaðið — 1. des. 1959 £