Alþýðublaðið - 15.12.1959, Page 3

Alþýðublaðið - 15.12.1959, Page 3
: : ■' ; ■ -■ ■- ÞEIR segja sumir, a® hún sé einhver snaggaraleg- asta amman í veröldinni. Hvað um það, hún er vissu lega tápmikil amma. — Marlene Dietrich (komin á sjötta tuginn) treður upp í París um þessar mundir. Myndin var tekin þar fyr- ir fáeinum dögum. Ekkja Aga Khan er að rítbba við leikkonuna að lokinni sýn- ingu. lögmæti kauptilboðsins. Lauk þeim með sigri Jóhannesar, eins og kunnugt er. Hinir nýju eigendur Hótel Borgar munu hafa fullan hug á því, að hafa rekstur hússins í góðu lagi, eins og verið hefur, atik þess sem talið er líklegt, að með tímanum hyggi þeir á einhverjar breytingar á rekstr- inum. H L ERAÐ Blaðið hefur hlerað Að John Muccio, sendiherra Bandaríkjanna, sé á förum héðan alfarinn. Að rjúpur — þá sjaldan þær eru fáanlegar — gangi á 45 krónur stykkið. SÍLDARBÁTARNIR við Eyjar drógu fána að hún og flautuðu í ákafa, þegar „Herjólf- ur“ kom þangað síðastliðinn laugardag. — „Herjólfur“ er mesta myndarskip — 500 iestir brúttó og gekk 13,6 mílur í reynslu- ferð. Hann var byggður í Hollandi og kost- aði 11 miljónir. í honum eru tveir salir fyr- ir farþega, rúm handa tuttugu í tíu tveggja manna klefum — og að auki geta 12 sofið í borðsal. Þá er í skipinu sérstölc kælilest fyrir mjólk. Tryggvi Blöndal er skipstjóri „Herjólfs“. (Ljósm.: Sigurg. Jónasson). Ný bráðabirgða- í DAG verða gefin út bráða- birgðalög um meðferð verð- lagningar á framleiosluvörum landbúnaðarins. — Samkvæmt þeim lögum verður komið á fót nýrri sex-mannanefnd, er f jalli um verðlag landbúnaðarafurða í framtíðinni. Mun sú nefnd ékki aðeins ákveða verðlags- grundvöll Iandbúnaðarafurða og heildsöluverð heldur einnig smásöluverð. Bráðabirgðalög þau er ríltis- stjórn Alþýðuflokksins gaf út 15, september s. 1. um verðlag landbúnaðarafurða runnu út á miðnætti s- 1. nótt. Munu hin nýju bráðabirgða1ög' taka við af þeim. samkomulag um með- FERÐ MÁLANNA. A-lþýðublaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu: „Undanfarna 10 daga hafa staðið yfir samningaviðræður milli fulltrúa Stéttarsambands foænda annars vegar og hins vegar fulltrúa neytendasam- taka, Alþýðusambands Islands, Landssambands iðnaðarmanna og Sjómannafélags Reykjavík- ur, um það, hvernig haga skuli verðlagningu landbúnaðaraf- urða. Landbúnaðarráðherra, •— Ingólfur Jónsson og Gunnlaug- ur Briem, ráðuneytisstjóri, — tóku þátt í viðræðum þessum. S. 1. nótt náðist samkomulag milli þessara aðila um það, hvernig með þessi mál skuli farið framvegis. Aðal breytingar frá fyrra skipulagi eru sem liér segir: 1. Svokölluð sexmannanefnd, sem skipuð er tveim mönn- um frá Stéttarsambandi bænda, einum frá Fram- leiðsluráð’i landbúnaðarins og þremur mönnum frá framangreindum neytenda- samtökum, slcal skipuð að nýju þegar í stað. Höfuðverkefni sexmanna nefndar verður að ákveða verðlagsgrundvöll til bænda og verð á búvörum í heildsölu og smásölu. Gildir þessi skipan fyrst og fremst um verðlagningu að hausti til og aðrar verðbreytingar, er verulegu máli skipta. 2. Söluverð landbúnaðarvara á erlendum markaði skal ekki bætt upp með því að hækka söluverð búvara á innlendum markaði. Hins vegar er bændum tryggt að fá innlenda verðið fyrir út- fluttar búvörur. 3. Verðlagsgrundvöllur sá, — sem sexmannanefnd ákveð- ur, skal gjlda frá 1. sept- emiber s. l.“ fJóhannesar- Borgá seld FYRIR helgi voru undirrit- aðir samningar um sölu á Hótel Borg. Taka hinir nýju eigend- ur við rekstri gistihússins frá og með 1. janúar 1960. Um leið lætur Jóhannes Jósefsson af stjórn Borgarinnar, sem hann hefur átt og rekið um nær 30 ára skeið. Veitingamennirnir Pétur Daníelsson og Ragnar Guð- laugsson hafa staðið í samn- ingum um kaupin á Borginni og munu þeir stofna hlutafélag, ásamt fleiri aðilum, nú um ára- mótin til reksturs hússins. Fengu þeir á sínum tíma rík- isábyrgð fyrir hluta kaupverðs- ins, sem er samkvæmt tilboði því, sem Jóhannes gaf á dögun- um, eða 18,2 milljónir króna. Hins vegar hefur alllengi dregizt að gengið yrði að fullu frá kaupunum sökum umfangs- mikilla málaferla milli Jóhann- esar og Karólínu konu hans um WWWWWMWWWMWWMWWMWMWWWWMWWWWWMWWWMWWWWtWWWWWW Alþýðublaðið — 15. des. 1959 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.