Alþýðublaðið - 15.12.1959, Side 5

Alþýðublaðið - 15.12.1959, Side 5
MAÐUR kom á lögreglustöð- ina skömmu fyrir miðnætti s.I. laugardag og kærði árás, sem piltur hafði gert á hann. Mað- urinn var mjög blóðugur eftir áv.erka sem hann hafði hlotið í andliti. Tveir lögregluþjónar fóru með honum til þess að leita ár- ásarmannsins. Þeir fundu hann í Aðalstræti. Hann neitaði að fara með þeim á lögreglustöð- ina og tók á rás undan þeim. Lögregluþjónarnir náðu honum brátt, en hann snerist þá hat- rammlega til varnar. Lögreglu- þjónunum tókst þó eftir nokkr- ar stympingar að setja á hann handjárn. HIN NÝJA Cloudmaster-f]ug vél Loftleiða var afhent við há- tií^ega athöfn á Miajníi-flug- vellinum fyrra mánudag- Flugvélin tekur 80 manns í sæti, er taúin öllum nýtízku ör- yggistækjum, svo sem ratsjá. Starfsmenn Loftleiða hafa dval izt vestra að undanförnu og þjálf-að sig í að fljúga hinum nýju flugvélum. Fljúga Loftleið armenn vélinni heim, fullset- inni, og er hún væntanleg til Reykjavíkur n. k. mánudag. — Verður þá móttökuathöfn á flugvellinum hér. | Pilturinn tók þá að öskra á hjálp og hr.ópaði að verið væri að pína sig. Dreif þá að fjölda , unglinga, esm veittust að lög- regluþjónunum. Þeir urðu fyr- ' ir svo miklu aðkasti, að þeir j neyddust fljótlega til þess, að beita kylfum sínum. Þeim tókst : að lokum að ryðja sér braut út úr hópnum. Lögregluþjónarnir drógu pilt inn með sér, en á leiðinni á lög- reglustöðina tókst honum aþ krækja fótunum utan um um- ferðaskilti og veitti hann all- 1 an þan nmótþróa, sem hann mátti. Lögregluþjónarnir urðu að berja á fótleggi hans til þes§ að iosa hann við skiltið. Tókst þeim loks að koma honum á lögreglustöðina, þar sem hami var settur, í varðhald. Mannfjöldi hafði fylgt lög- regluþjónunum eftir og safnað- ist-nú fyrir framan lögreglustöð ina og gerði hróp að lögregtT unni. Voru sprengdir kínvex j- ar og rúða brotin í húsinu. Mannfjöldinn þreyttist smátt og smátt á ólátunum og dreifð- ist. GÖTULÖGREGLAN veitíi athygli á aðfararnótt sunnudags tveim mönnum, sem báru nokkr ar yfirhafnir. Lögreglunni þótti þetta grunsamlegt og handtók þá og flutti á lögreglustöðina. Mennirnir sögðust hafa fund- ið yfirhafnirnar á bak við Vetr- argarðinn. Þeir sögðust hafa verið þar á dansleik, en settir út vegna ölvunar. Fóru þeir þá að athuga, hvort möguleikar væru á því að komast inn aft- ur og fóru því bak við húsið. — Rákust þeir þar á yfirhafnirn- ■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að togarinn Keilir hefði tekið ís- varða síld í Hafnarfirði, sem seljast skyldi í Þýzkalandi ái- samt afla skipsins. Togarinn tók 40,6 tonn af glænýrri síld af bátunum og var hún ísuð í lest. Keilir seldi afla sinn í Brem- j erhaven í gærmorgun. Seldust þessi 40,6 tonn af síld fyrir 38 þúsund mörk. Auk þess var tog- arinn með 110,9 tonn af ísvörð- . um fiski, sem seldist fyrir 70 þúsund mörk. Heildarsalan er því 108.000 mörk. Þetta er í fyrsta skipti um árabil, sem ísvarin síld er seld á erlendum markaði. Það vek- ur athygli, hversu vel tilraun þessi hefur tekizt og gott verð fengizt fyrir síldina. í dag munu væntanlega tveir aðrir Hafnarfjarðartogarar, — Júní og Röðull, selja í Þýzka- landi. Þeir eru einnig með ís- varða síld sem þar verður seld. Sími 2-37-37. Alþýðublaðið — 15. des. 1959 !|

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.