Alþýðublaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 13
§6 STÚLKA. HELGAFELL heldur áfram að §efa ^ ‘ út hinar frábæru málverkaprentan- ir sínar og* koniu ellefu ný málverk á markaSinn í síðastliðinni viku. Fimm myndanna eru eftir listamenn, sem ekki hafa áður átt myndir í Helgafellssafninu: Kristínu Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jóhann Briem, Gunnlaug Blöndal og Ásmund Sveinsson, — og svo eru nýjar myndir eftir Ásgrím, Þorvald og Kjarval. -— ViS birtum hér ljósmynd af einu Kjarvalsmál- verkinu, Pilti og stúlku inní'lytjendum flestar Hjólbörðum og bifreiðar og landbúnaðarvélar frá Sovétrílijunum. — Mars Trading C’ompany hf., Klapparstíg 20 - Sími 1 73 73 Landhelgisbókin Giuinar M. Magnúss — Liandhelgisbókin. — Prent- smiðjan Leiftur. — Setberg. 1959. ENGIN þjóð í NorðuráKu á eins mikið í húfi um landhelgi sína og verndun fiskimiða og íslendingar. Frá því um 1400 hafa aðrar þjóðir sótt fiskimið in kringum strendur landsins og á stundum verið allaðsóps- miklar. Englendingar hafa ver ið þar fremstir til sóknar og á stundum fyrr á öldum fóru þeir lítt með friði og hugðu jafnvel tif landsréttinda hér á landi. Efitr tilkomu togara fyr ir síðustu aldamót harðnaði stórum ágangur erlendra þjóða á Islandsmið og lá stund um við, að íslendingar sjálfir yrðu mjög afskiptir um afla á arfteknum miðum og nærtæk um, svo voru veiðiskipin er- lendu nærgöngul. Af þessu er mikil saga og eru aðalþættir hennar raktir í þessari bók. Gunnar M. Magnúss hefur safnað saman í þessa bók miklum fróðleik um land- helgismál og fiskveiðar okk- ar. Hann rekur í stuttorðum annál aðalatriðin í þessari söru og skiptir honum í stutta kafla og dreifir um bókina. Annáll þessi er hinn merkasti og kostir hans eru fyrst og fremst. að bann rifjar upp at- burðarásina og handhaegt er fyrir hvern og einn að leita í honum þeirra atriða, er hann kýs að tímasetja og leita sér síðan fyllri upplýsinga um. Auk þess er þetta mjög þjóð- leg sagnaritun og hefur verið íslendingum lengi mjög að skapi. Öðru efni bókarinnar er skipt niður í mismunandi langa kafla en flesta stutta. Eru þeir settir upp eins og nút.íma blaðagreinar eða fréttir. Byrja frásagnir þess- ar f bvrjun 15. aldar og segir fyrst frá fiskveiðum Englend- inga hér við land á 15. öld. Notar höfundurinn ýmsar heimildir, en mest virðist mér hann styðjast við annála og Árbækur Espólíns en síð- ar meir verða heimildir fjöl- skrúðugri. Virðist mér höf- undur nota heimildirnar vel og draga saman í stuttar frá- sagnir meginefni. Stundum lætur hann heimildirnar halda sér orðrétt og er það mikill kostur. Gaman er að sjá og lesa hvernig Gunnar setur upp frásagnir frá fyrri tímum í nútíma blaðaformi. Bókiri er eiginlega eins og nú- tímalegt fréttablað frá liðn- um öldum, bæði að frásögn- um öllum og uppsetningu. Bókin skiptist í tvo megin- kafla. Það er fram að 1. sept. 1958 bg eftir þann tíma. Frá- sagnir frá líðandi ári og bar- áttu íslendinga fyrir tólf mílna landhelginni er mjög greinagóð og gaman að hafa á einum stað frásagnir af helztu fréttum blaðanna af því máli. Bókin er sérstaklega vel sett upp og form hennar allt mjög smekklegt. Hún er sett í dálka eins og blöð og minn- ir útlit hennar mjög á vel- prentað blað. Hún er prentuð á þykkan myndapappír og myndirnar eru vel gerðar og njóta sín yfirleitt mjög vel, þó sumar beri þess nokkurn vott að þær eru gamlar. Frá- gangur þessarar bókar er all- ur hinn snotrasti og er auð- séð að hér hafa unnið að menn, sem kunna verk sitt vel. Er hún því til mikils sóma fyrir aðstandendur. Landhelgisbókin er bók um mál, sem hver einasti íslend- ingur þarf að kynnast og brennur honum í muna sem mesta hagsmunamál þjóðar- innar. Þessi bók er því flytj- andi kærkominn fróðleik, sem hver og einn girnist að kynna sér. Ég held, að höfundi og útgefanda hafi tekist mjög vel að gera fróðlega bók um þetta mál, sem flytur fróð- leik sem ungur sem aldinn hefur mikla þörf fyrir og á- nægju af. En sérstaklega tel ég þessa bók henta vel ungl-' ingum og æskufólki. Hún verður því tvennt í senn, kynning á landhelgisbaráttu okkar og upprifjun á ’sögu Is- lands gegnum margar aldir. Jón Gíslason. VILHELM MOBERG: Vesfurfaramir Þessi skáldsaga Mobergs hefur selzt í 450 þús. eintökum í Svíþjóð einni og verið metsölubók í Bandaríkjunum. Þetta er talin ein skemmtilegasta bók höfundar og hefur fengið frábæra dóma, 496 bls. kr. 220,00 ib. Alþýðublaðið — 23. des. 1959 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.