Alþýðublaðið - 30.12.1959, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.12.1959, Blaðsíða 14
I Sig. Einarsson Framhald af 2. síðu. för. Að henni loklnni átti þetta ríki dýpstu samúð mína. Mér er engin launung á því, að ég fylltist aðdáun á því menningarstarfi, sem verið er að vinna í Israel, og hef ekki hirt um að leyna henni í köfl- unum hér á undan. ísrael er útvörður vestræns lýðræðis og menningar í nálægum Aust urlöndum. Það er yfirlýstur vilji Arabaríkjanna að afmá þetta ríki og varpa Gyðingun- um í sjóinn. 'Vera má, að það takist. En það verða engin gleðitíðindi á Vesturlöndum, ef þeir atburðir skyldu gerast einhvern dag. Það eru gífur- leg óleyst vandamál í sambúð þessara þjóða, og þar á með- al hið síviðkvæma og stór- hættulega flóttamannamál. En þau vandamál munu enn bíða óleyst, þó að nágrönn- unum tækist að ráða niður- Iögum ísraels, aðeins hafa þok azt drjúgum áfanga nær vor- um eigin bæjarvegg“. Þessi afstaða er Sigurði Einarssyni lík og honum til sóma. Gyð- ingahatrið á Vesturlöndum ætti að hafa farið í gröfina með Hitler og Göbbels. Ævin- týrið, sem gerzt hefur í ísra- el á örfáum árum, telst vissu- lega aðdáunarlegt afrek lítill- ar þjóðar, sem er nú loksins komin heim úr mestu herleið- ingu mannkynssögunnar. Og hér sýnir og sannar Sigurður, að hann fór suðurgönguna með opin skynfæri — til þess að verða reynslunni ríkari. — Þess vegna hefur honum tek- izt að skrifa snjalla bók og fróðlega og gera okkur, sem heima sátum, að förunautum sínum um sögustaðí og helgi- slóðir biblíunnar og ísraels- ríki nútímans, sem grær og dafnar með eyðimörk haturs og ofstækis allt um kring. Myndirnar eru góður skiln- ingsauki, og búningur bókar- innar allur er látlaus en vand- aður. Svona ferðasögur þurf- um við íslendingar að 'eignast margar í framtíðinni. Helgi Sæmundsson. Biskupinn i Görðum Framhald af 13. síðu. Sveinbjarnar Egilssonar rektors og Gríms Thomsens skálds, auk fjölmargra ann- arra. Það er mik'ð verk og harla gott, sem Finnur Sigmunds- son landsbókavörður hefur unnið undanfarin ár með út- gáfu bréfasafna sinna. Má segja, að þar hafi hvert gagn- merkilegt verkið komið á fætur öðru, og' öll unnin aí þeirri smekkvísi. og gleggni, sem þessum kyrrláta fræði- manni er lagin. Hann ein- kennlr hvert bréf með klausu úr því sjálfu, þannig valinni, að hún bregður svip og Ijósi yfir bréfið allt, og atburða- rásina fram og aftur. Eða þá hugarástand bréfritarans og persónulegt viðhorf. Þá kem- ur að jafnaði skýringargrein og síðan bréfið sjálft. Að lok- um hvers bréfs eru svo skýr- ingar og upplýsingar þær, sem útgefanda hefur þótt, sem ekki mætti án vera. Allt er þetta þann veg af hendi leyst, að Finnur Sigmundsson hlýtur að hafa lagt mikla al- úð og vinnu í það. Og heiður og þökk sé honum fyrir það. Hinu get ég ekki neitað, að ég hefði kosið að skýringar Finns hefðu verið nokkru meiri og ýtarlegri, finnst hánn hafa verið full sparsam- ur þar. En að sjálfsögðu er það fáfræði mín, sem því veld ur, og kunna aðrir að sakna þess minna. Bókfellsútgáfan gefur bók þessa út, og gerir það smekk- lega og vandlega svo sem hæfir. Það er sannarlega gleði efni, þegar útgáfufyrirtæki vor sýna afdráttarlausa menn ingarlega viðleitni, og Bók- fellsútgáfan hefur í þeim efn- um fremur verið_ forbrjótur en eftirbátur. Ég vona að Biskupinn í Görðum nái þeim vinsældum, að útgáfan verði skaðlaus af fyrirtækinu og sjái sér fært að halda áfram á sömu braut. Og að Finni endist aldur og heilsa til að gefa út fleiri bréfasöfn. Sigurður Einarsson í Holti. Þjóðleikhúsið FramhaW af 4. síðu. í graut. Brutus er intellektú- ell hugsjónamaður, en Rúrik er af annarri manngerð, enda gerir hann íhygli hans lítil skil. Hefði mátt reyna Jón Sig urbjörnsson þarna? Kassíus er hin síngjarni maður, ego- istinn (ég fylgi hér skiln'ngi Gránville-Barkers), og hann hefur stríða lund. Jón Aðils lýsir undirróðri hans allskýrt en þó ekki verulega eftir- minnilega. Maður skilur vel, að þessi maður getur ekki tek ið að sér forystuna (allra sízt í hernaði). En hvar er skapið? Helga Skúlasyni er falið hlut verk Markúsar Antons. — Meinlætaleg ásjóna hans er þó ekki í ætt við svallarann og tækifærissinnann, sem Shakespeare lýsir, en hér skil ur þó feigan og ófeigan: hann nær sambandi við áhorfendur og hrífur þá með sér. Þetta er í rauninni leiksigur fyrir hinn unga le!kara. Sesar er erfið- asta hlutverkið og það er fal- ið vönum Shakespeareleikara, Haraldi Björnssyni. En hvern ig er það, þetta er ekki gaman hlutverk, það er alvarlegt, er það ekki? Kvenhlutverkin eru aðeins tvö og lýtalaust leikin af Her- dísi Þorvaldsdótur og Guð- björgu Þorbjarnardóttur, en annars er hlutverkalistinn lengri en svo að vit sé að leggja út í upptalningu. Færi líka betur á að frammistaða sumra stórleikaranna væri hulin gleymsku, en nokkur smáhlutverk voru hins vegar snoturlega unnin. Við vitum öll að Júlíus Sesar er eitt af öndvegisverk- um heimsbókmenntanna, að það er í hópi merkustu verka Shakespeares, vinsælt sviðs- verk víða um heim, frægt fyr- ir uppbyggingu og mannlýs- ingar og hafa verið skrifaðar um það hundrað bækur. En hvað eigum við þá að gera, góðir hálsar og unnend- ur góðra bókmennta. Senni- lega verður bið á því, að klass- iskur harmleikur eða Shake- speareleikur verði sýndur á sviði Þjóðleikhússins. Og mannsaldur þangað til Júlíus Sesar verður tekinn til með- ferðar næst. Er þá vert, að láta tækifærið fara framhjá sér núna (það má lesa leikinn líka til samanburðar). Auk þess er það alkunna, að sýn- ingar batna oft er frá líður frumsýningu. Að minnsta kosti kunnátta leikenda. Sveinn Einarsson. Geimför Framhald af 16. síðu. í froðuplast umbúðum, sem mótaðar eru eftir líkaman- um, eitt mót fyrir hvern mann. Þannig verður honum unnt að ráða sér, þótt sveiflu hraðinn breyti verkunum að- dráttaraflsins þannig, að þær verði líkar og vænta má í geimfari, sem komið er út fyrir svið jarðarinnar. Skíðamenn Framh. af 11 síðu. því að í janúar eru skíðamót næstum daglegur viðburður í Mið-Evrópu, Þeir félagar koma heim í lok janúar. Eins og kunnugt er taka fjór- ir íslendingar þátt í Vetrarleik unum í Squaw Vall-ey, sem hefj ast 18. febrúar, en það eru Ey- steinn Þórðarson, ÍR, Kristinn Benediktsson, ísafirði og Jó- hann Vilbergsson, Siglufirði, sem allir keppa £ Alpagreinun- um, þ. e svigi, bruni og stór- svigi og Skarphéðinn Guð- mundsson, Siglufirði, sem kepp ir í stökki. Skíðamennirnir leggja af stað til Bandaríkjanna í byrjun febrúar. Fararstjórx er Hermann Stefánsson, formaður Skíðasambands íslands. Miðvikudagur, 30. desember: 12.50-14.00 Við vinnuna. 18.30 Útvarpssaga barnanna: 18.55 Harmonikulög: Torolf Tollefsen leikur. — 20.20 „Séra Matthías í Odda“, samfelld dagskrá, sem dr. Kristján Eldjárn býr til flutnings. 21.20 Framhalds leikritið: „Um- hverfis jörðina á 80 dögurn". 22.10 Leikpistill (SveinnEin- arsson). — 22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir lög eftir Sigfús Halldórsson. 23.10 Dagskrárlok. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Flateyri í dag 29.12. til Súg- andafjarðar, ísa fjarðar, Ólafsfj., Siglufjarðar og Norðfjarðar og þaðan til Hull, Grimsby, Amsterdam, Rostock, Gdynia og Ábo. Fjallfoss kom til Liv erpool, 25.12. fer þaðan til Dublin, London, Hamborgar, Kmh., og Stettin. Goðafoss fer frá Rvk á hádegi á morg- un 30.12. til Keflavíkur og Vestmannaeyja og þaðan til Hull og Antwerpen. Gullfoss fór frá Reykjavík 26.12. til Hamborgar og Kmh. Lagar- foss fór frá New York 21.12. væntanlegur til Rvk í fyrra- málið 20.12. Skipið kerriur að bryggju um kl. 08.00. Reykja- foss kom til Rvk kl. 11.30 í dag 29.12. frá Rotterdam. — Selfoss kom til Kotka 28.12. fer þaðan til Ventspils og Rvk — Tröllafoss fer væntanlega frá Akranesi í kvöld 29.12. til Vestmannaeyja og þaðan til Arhus, Bremen og Ham- borgar. Tungufoss fer væntan léga frá Gauiaborg 29.12. til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvk á nýárs- dag vestur um land til Akur- eyrar. Esja fer frá Rvk á ný- ársdag austur um land til Ak- ureyrar. Herðubreið er í Rvk. Skjaldbreið er væntanleg til Rvk í dag frá Breiðafjarðar- höfnum. Þyrill er á leið frá Bergen til Hjalteyrar. Hérjólf ur fer frá Rvk kl. 22 í kvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer í dag frá Abo til Hangö. Arnarfell kemur til Kmh. í dag, fer þaðan til Kristiansands. Jökulfell er væntanlegt til Rvk á morgun frá Riga. Dísarfell fór í gær frá Gufunesi til Húnaflóa- hafna. Litlafell er í olíuflutn ingum í Faxaflóa. Helgafell fór 20. þ .m. frá Klaipeda á- leiðis til Sete í Frakklandi. —• Hamrafell fór í gær frá Rvk áleiðis til Batum. VeSriðs Vaxandi N.-A.-átt; hiti um frostmark. miðvikiidagiiT Næturvarzla vikuna 26. des. til 1. jan. í Laugavegsapó- teki, sími 2-40-45. Helgidags varzla á nýársdag verður í Vesturbæjarapóteki, — sími 22290. -o- Leiðrétting. Eigandi hússins Skipholt 19, þar sem veit- ingahúsið Röðull er til húsa, hefur leiðréttingar á fregn blaðsins um átök, sem ollu, rúðubroti á 3. dag jóla. —• Rúðan var ekki stór, heldur lítil, og tilheyrði ekki veit- ingahúsinu, heldur hurð annars staðar í húsinu. Allt annað í fréttinni stendur ó- haggað. -o- Frá ríkisstjórninni — Ríkis- stjórnin tekur á móti gest- um á nýársdag kl. 4—6 í ráðherrabústaðnum, Tjarn- argötu 32. -o- Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Hulda G. Friðriksdóttir, stud. phil., Vífilsgötu 23 og Sigurbjarni Guðnason, húsasmíðanemi, Barmahlíð 37. — Ennfrem- ur ungfrú Jóhanna Gísla- dóttir, Hlégerði 14 Kópa- vogi og Trausti Finnboga- son, prentari, Hofsvallagötu 23. , 1 -o- Bréfaskipti: — Hver vill skrif ast á við: Mitsumasa Iwao, Farukawa Ojin-Village, Tokashima-Presecture, Japan. -o- r. "*.*. $:». **:*., •* Flugfélag íslands h.f.: Innanlandsflug: í dag er áætlað W .;:*: að fljúga til Ak- ureyrar, Húsav., ætlað að fljúga mmmm til Akureyrar (2 ferðir), Bíldu- dals, Egilsstaða, ísaf jarðar, — Kópaskers, Patreksfjarðar, — Vestmannaeyja og Þórshafn- Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg kl. 12. 30 frá New York. Fer kl. 14 til Glasgow og Amsterdam. —■ Edda er væntanleg kl. 16.30 frá*New York. Fer kl. 18.00 til Stafanger, Kmh. og Ham- borgar. Saga ef væntanleg kl. 19.00 frá Stafanger, Kmh., Gautaborg og Oslo. Fer tií New York kl. 20.30. 24 ■— 30. des. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.