Alþýðublaðið - 30.12.1959, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.12.1959, Blaðsíða 16
mmnis m Á EFRI myndinni sést hvar einn hinna s.iö er settur í plastmótið, og hvernig það íeilur þétt og ! > stöðugt að líkamanum án þess að þvinga hann. Neðri myndin sýnir mann í öllum skrúða, — eins og hann er inni í gondólanum, þegar allt er komið á fulla ferð. 11. DESEMBER afhjúpaði Giovanni Gronchi, forseti ít- alíu geysistórt minnismerki um ítalska snillinginn Mar- coni, sem drýgstan þátt átti í fullkomnun loftskeyta og útvarps. Þann dag voru liðin nákvæmlega 58 ár frá því að Marconi tókst að senda loft- skeyti milli Evrópu og Ame- ríku, en sá atburður markar þáttaskil í sögu loftskeyt- anna. Marconi-minnismerkið er marmarasúla, 147 fet á hæð, sem saman er sett úr 92 marmarablókkum, og eru á þær greyptar myndir, sfem snerta á einhvei'n hátt loft- skeyti og útvarp. Myndhöggv arinn Dazzi hefur unnið að þessu verki í 22 ár. í upp- hafi var ætlunin að vcrkið yrði til sýnis á ítölsku deild- inni á heimssýningunni í New . York 1939. Hóf Dazzi að höggva þessa 800 tonna marmarablokkir 1937, en verkinu var langt frá því að vera lokið í tæka tíð fyrir ' sýninguna. Þegar stríðið brauzt út, hafði Dazzi lokið við að höggva 15 af 92 stein- unum. Vann að verkinu í garði í Forte dei Marmi — skammt norður af Písa. Ótt- aðist hann, að nazistar mundu eyðileggja verk sín, en svo varð ekki. Aftur á móti varð hann að fara huldu höfði mánuðum saman er bardag- ar geysuðu á þcssu svæði. í sjö mánuði lifði hann ekki á öðru en sveppum og hnct- um. Eftir stríðið hélt Dazzi verkinu áfram. Hann fór dag Iega á fætur kl. 5, gekk út að ströndinni og teiknaði hugmyndir sínar í sandinn. Síðan hjó hann þær í mar- marann. — í minnismerkinu um Marconi hef ég rcynt að tjá þær stundir, er loftskeytin eru mannkyninu til mestra nota, í sjávarháska, eldsvoð- um, flóðum og öðrum nátt- úruhamförum. Myndirnar eru innblásnar trúarkennd og hel'gitóinl.ist hefur veriS mér mikil stoð. Þetta segir hinn 78 ára listamaður. Hann var persónulegur kunningi Marconis og ekkia hans og dóttir sátu oft fyrir hjá lion- um í sambandi við verkið. Marconi hlaut Nóbelsverð- launin í eðlisfræði. Hann fann upp fyrsta nothæfa loft- skeytakerfið og útvarpstækni og þráðlausar sendingar eru að miklu leyti hans verk. Svariar fiugur við SuðurpóS TÍU svartar flugur, sem fundnar voru undir steini, eru meðal fyrstu skordýr- anna, sem fundizt hafa á Suð urskautslandi. Þessar flugur eru vængja- lausar, og um áttundi hluti úr þumlungi að stærð. Þær . fundust nálægt Hallettstöð- inni 340 mílur suður af Mc- Murdosundi. Maðurinn, sem fann þær, fann líka rauðgula pöddu, líka könguló, en er minni en hálfur millimetri að stærð. VÍSINÐAMENN í Vestur- heimi eru nú í óða önn að húa sig undir að senda mannaðan gervihnött út í geiminn. Hvenær tilraunin verður gerð, er ekki vitað, en nýlega urðu sjo væntan- legir geimfarar að ganga undir sérstaka tilraun, er markar tímamót í þessum undirbúningi. Hér er um að ræða svo nefnda Merkúríus- ar áætlun, sem felur það í sér að senda upp mannaðan gervihnött. Hinir væntanlegu geimfarar verða að þola erf- iðar raunir og sú, sem á var minnst fór fram í tilrauna- ^töð flotans í Johnsvllle í Pennsylvanía. Þar er salur, sem notaður er til tilrauna með viðbrögð mannsins við svipuð skilyrði og skapast við útsendingu og lendingu geimfara. Fimmtíu feta lang- ur stálarmur með kúlu (svo nefndum gondóla) á endan- um er látinn sveiflast hring eftir hring og miðflóttaaflið skapar þær skilyrðisbreyt- ingar, sem minna á ástand- ið utan við gufuhvolfið. Mennirnir þurfa bæði að venjast því og einnig mik- illi og snöggri hraðaaukn- ingu og minnkun við flugtak og lendingu. Mennirnir sitja Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.