Alþýðublaðið - 31.12.1959, Side 3
FYRSTI áfangi hinnar nýju
kennaraskólabyggingar er nú
orðinn fokheldur. Er hér um
að í'æða þrjár af fimm húsa-
samstæðum aðalskólabygg-
ingarinnar ásamt álmu fyrir
skólastjórn og vinnuherbergi
kennara. Hefur byggingar-
framkvæmdum miðað mjög
vel áfram undanfarið. Á nú-
verandi menntamálaráðherra,
Gylfi Þ. Gíslason, drjúgan
þátt í því, að svo hefur verið.
Byggingarnefnd skólans
bauð blaðamönnum í gær að
skoða bygginguna og lét þeim
við það tækifæri í té ýmsar
upplýsingar um framkvæmd-
irnar. Formaður byggingar-
nefndar er Freysteinn Gunn-
arsson skólastjóri Kennara-
skólans.
Eitt af fyrstu verkefnum
30 ára
Á MIÐNÆTTI í kvöld á Rík
isprentsmiðjan Gutenberg 30
ára afmæli. Hóf smiðjan starf
sitt sem ríkisprentsmiðja frá
og með áramótunum 1929—
1930. — Prentsmiðjan Guten-
b.erg h.f. var hins vegar stofn-
uð haustið 1904 og hóf starf-
semi 2. janúar 1905. Á prent-
smiðjan því einnig 55 ára af-
mæli nú 2. janúar. — Prent-
smiðjustjóri er Steingrímur
Guðmundsson.
Merkisafmælis þessa verður
síðar getið nánar í blaðinu.
byggingarnefndar var að út-
vega skólanum lóð. Að vísu
hafði honum verið úthlutuð lóð
þegar árið 1945, á horni Bar-
ónsstígs og Eiríksgötu, en þá
var uppi ráðagerð, sem aldrei
komst í framkvæmd, um að
byggja tilrauna- og æfinga-
skóla Kennaraskólans. En nú
var auðsætt, að sú lóð var of
lítil til þess'að byggt yrði fyrir
nokkra framtíð handa kennara
skóla.
Fljótlega varð sá staður fyr-
ir vali nefndarinnar, þar sem
byggingar skólans eru nú að
rísa — sunnan v'ð vatnsgeym-
ana, eða milli Háteigsvegar,
Stakkahlíðar og Bólstaðarhlíð-
ar -— og vorið 1952 var málum
svo komið, að skólinn fékk lóð
á þessum stað. Þó er raunar
ekki enn fyllilega gengið frá
bví máli í sumum atriðum.
Duáttur varð þó á, að bygg-
ingarframkvæmdir hæfust,
enda fé af skornum skammti.
Fjárveiting til skólans hefur þó
verið fastur liður fjárlaga síð-
an 1953, og hefur farið hækk-
andi eftir því sem verkinu hef-
ur miðað áfram og fjárþörf
aukizt. Tvö síðustu árin hefur
verið unnið af fullum krafti að (
því að undirbúa og steypa upp |
fyrsta hluta bygginganna, en
þær verða reistar í áföngum.
Teikningar hafa verið gerð-
ar á skrifstofu húsameistara
ríkisins. Byggingarvinnu hafa
annazt byggingarmeistararnir
Siggeir Ólafsson og Halldór Jó-
hannsson og múrarameistari
Svanþór Jónsson undir umsjá
húsameistara. Auk þess hefur
byggingarnefndin sérstakan
trúnaðarmann, Ríkharð Hall-
grímsson byggingarmeistara til
daglegs eftirlits með öllum
framkvæmdum.
Eyddu göml-
um skotfærum
SPRENGING varnarliðsins á
Suðurnesjum aðfangadag jóla
voru ekki skotæfingar, heldur
var verið að eyðileggja gamlar
birgðir skotfæra, sem ekki era
lengur taldar öruggar, að því
er blaðið hefur frétt í framhaldi
af frásögn í gær um. sprenging-
arnar.
Aðfangadagur var hjá varn
arliðinu. Venjul. vinnudagur
til hádegis, en eyðilegging skot-
færanna dróst nokkuð fram yfir
hádegi.
Þegar kvartanir bárust bæði
af flugvallarsvæðinu og næsta
nágrenni ,gaf yfirmaður liðsins,
Willis offursti, fyrirskipun um
að þær skyldu stöðvaðar.
Lagði hann jafnframt svo fyr
ir, að í framtíðinni skyldi eyði-
leggja minna magn skotfæra í
einu, þegar þess er þörf, svo að
ekki verði ónæði af sprenging-
unum.
| Sjómenn
H STJÓRNARKJÖRIÐ í
= Sjómannafélaginu lieldur
= áfram. í dag verður kosið
== kl. 10—12 aðeins. Á laug-
ardag verður hins vegðr
= kosið kl. 10—12 f. h. og
= 3—6 e. h.
= X a-listinn.
104
a arinu
DAUÐASLYS hafa
sjaldan eða a'ldrei verið
fleiri en á árinu sem er að
kveðja. Alls hafa 104 far-
izt af slysförum }959. Ár-
ið 1958 fórust 58 og 41 árið
1947. í ár drukknuðu 59 en
22 í fyrra, banaslys vegna
umferðar urðu 14 en 17 þá.
Dauðaslys af öðrum ástæð
um urðu 31 í ár en 20 í
fyrra.
í flugslysum fórust 7 menn.
(4). Við byltu létuzt 9 (9). Af
bruna fórust 5 (2). 6 menn
hurfu og 4 létust af öðrum slys
förum. Þetta eru alls 31.
S'kýrslan miðast við hádegi
30. des.).
Hér á eftir fer skýrsla um
slysin og eru þau flokkuð nið-
ur. í svigum eru samsvarandi
tölur frá 1958.
Með skipum og bátum sem
fórust á árinu drukknuðu 48
menn (0). í ám, vötnum og við
land drukknuðu 7 (14). í rúm-
sjó drukknuðu 4 við að falla út
byrðis (5). Samtals hafa því 59
drukknað árið 1959.
10 (7) menn létust á þann
hátt að verða fyrir bifreið. 'Við
árekstur létust 2. Einn maður
lézt er hann varð undir drátt-
arvél (4) og einn vegna veltu.
Samtals fórust 14 vegna um-
ferðar 1959. Af þessum umferð
arslysum urðu 8 í Reykjavík,
en voru 4 árið áður.
EINN vinningur af fimm féll
á óseldan miða, þegar aukadrátt
ur um „jólaglaðning“ fór fram í
HAB, happdrætti Alþýðuhlaðs-
ins, á aðfangadag.
ÞESSUM VINNING VERÐ-
UR BÆTT Á VINNINGALIST-
ANN Á NÆSTA ÁRI, SAM-
KVÆMT ÞEIRRIREGLU HAB
AÐ LÁTA ENGAN VINNING
GANGA ÚR GREIPUM ÞÁTT-
TAKENDA.
Tveir vinninganna komu upp
á miða selda í Reykjavík, einn
á Selfossi og einn í Húsavík.
Athugið þetta: Miðinn, sem
þið eigið nú, gildir 'líka í næsta
drætti 7. marz, þegar fyrsti'
Volkswagen bíllinn af sex
kemst í spilið.
„VIÐ höfum eins og' endranær valið þennan dag — síð-
asta dag gamla ársins — til þess að verðlauna þann af
starfsmönnum fyrirtækisins, sem að dómi okkar, sem því
stjórnum, hefur sýnt alveg sérstaka ástundun, dugnað og
samvizkusemi. En að einu leyti höfum við vikið frá regl-
unni. I stað þess að veita peningaverðlaun, eins og venj-
an hefur verið, tókum við.þá ákvörðun að fá einn af ágæt
ustu listamönnum þjóðarinnar ..
Alþýðublaðið — 31. des. 1959 ^