Alþýðublaðið - 31.12.1959, Síða 4
/
ifafaAWWWAMftMrtWWMMAM/WW&WftW&sftAA&ftfáWhQAAAWWAfa
EMiL JÓNSSON
formaður Alþýðuflokksins
Afvinnuvegir
og árferði
VEÐURÁTTAN 1959 hef-
ur á ýmsan hátt verið ómild-
ari og erfiðari en oft áður.
Er þess fyrst að minnast er
tvö skip, tiltölulega nýbvggð
— og vel byggð, hurfu í haf-
ið, með allri áhöfn, í ofsa-
roki, í byrjun ársins. Rign-
ingar á Suðurlandi í mest
allt sumar, svo að segja, —
voru líka óvenjulegar og ollu
tjóni. Áhlaup nokkur, bæði
vor og haust, ullu einnig erf
iðleikum og tjóni, sérstak-
lega norðanlands. Við slíku
má að vísu ávalt búast, hér
á þessu landi, og í kringum
það, vegna legu þess, og er
ekki um það að fást, þó að
tveir af okkar aðalatvinnu-
vegúm séu svo mjög háðir
veðurfarinu og verði fyrir
tjóni ef út af ber.
Sjávarafli hefur þrátt fyr-
ir þetta orðið allmiklu meiri
en gert var ráð fyrir í árs-
byrjun og meiri en s. 1. ár.
Veldur þar mestu um aukn-
ing sú er varð á síldaraflan-
um, og raunar öllu, því að
annar afli varð svipaður og
s. 1. 'ár. Sumarið 1959 er
fyrsta sumarið í 15 ár, sem
nokkuð hefur rætst úr með
síldveiði síðan síldin lagðist
frá, eftir 1944.
Athyglisverðar nýjungar
komu fram á árinu í sam-
bandi við veiðiaðferðir á
síldveiðum. Er þar fyrst að
nefna „blökkina“, sem gerir
fært að kasta nótinni frá
veiðiskipinu sjálfu og gerir
þannig mögulegt að losna
við nótabátinn, með öllu því
umstangi sem honum fylgir.
Er þetta talið muni verða til
hins mesta sparnaðar og
hægðarauka. Hitt er þó senni
lega öllu meira um vert, að
í haust og vetur hefur tek-
ist að veiða suðurlandssíld-
ina í nót, með góðum ár-
angri. Hefur það aukið afla
fenginn mjög verulega hjá
þeim bátum sem þessa veiði
aðferð hafa notað og gefur
vísbendingu um að á þennan
hátt megi auka aflann mjög
verulega, — ef ekki verða
upp teknar enn aðrar aðferð
ir og fljótvirkari. Það hefur.
nefnilega einnig gerst nú í
haust að náðst hefur nokkur
árangur í fyrsta sinn af síld-
veiði í flotvörpu. Hafa bæði
skipin, sem ríkis'sjóður hef-
ur styrkt t'l þessarar til-
raunaveiði, fengið verulegan
afla á þennan hátt, þannig
að gera má ráð fvrir að veiði
aðferð þessi sé að komast af
tilraunastigi. Mundi það, ef
svo reynist, geta gerbreytt
allri okkar aðstöðu til síld-
veiða, ekki aðeins við strend
urnar, heldur einnig á hafi
úti.
Mest áberandi þátturinn í
veiðum togaranna árið 1958
og fram á þetta ár voru karfa
veiðarnar við Nýfundna-
land, sem ullu þáttaskiptum
í afkomu þessara skipa, svo
að í stað erfiðrar afkomu og
taps áður skiluðu þau mörg
allgóðum arði 1958. Þetta
breyttist á árinu, sem nú er
að líða. Karfaveiðarnar á
þessum slóðum duttu niður
að mestu og allt sótti í sama
horf og áður um afkomu tog
aranna. Bátaflotinn hefur
að öllum líkindum komist
sæmilega af, yfirleitt, en
bótagreiðslur til hans hækk-
uðu um síðustu áramót mjög
verulega, eða um rúmar 30
milljónir króna.
Sala afurða sjávarútvegs-
ins hefur gengið greiðlega,
eða með svipuðu móti og und
tali hver bátur. Er eftirtekt-
arvert hvað stærð fiskibáta
hefur farið hraðvaxandi hin
síðustu ár.
Auk þess eru í smíðum 5
nýir togarar, mjög stórir og
fulkomnir, allt upp í 1000
rúmlestir. Er þetta fyrsta
árið, sem nokkur skriður
kemst á togarabyggingar að
nýju síðastliðinn áratug.
Framleiðslustarfsemi land
búnaðar og iðnaðar hefur
orðið með svipuðum hætti og
undanfarin ár. Fyrir land-
búnaðinn er árið talið meðal
ár. Heyfengur er með mesta
móti, þrátt fyrir rigningarn-
ar sunnanlands í sumar. Kjöt
og mjólkurframleiðslan virð
ist hafa orðið svipuð og í
fyrra, en grænmetis- og kart
öfluuppskeran rírari. Sauðfé
fer enn fjölgandi og talið að
það sé nú orðið yfir 800.000
talsins, en tala nautgripa
svipuð og áður.
Iðnaðarstarfsemin í land-
inu hefur verið með líkum
hætti og undanfarin ár, og
þó að um það liggi ekki fyrir
tölur má gera ráð fyrir, að
framleiðslumagnið hafi verið
svipað og áður. Hráefnaskort
hefur löngum bagað starf-
semi íslenzks iðnaðar, en á
þessu ári var tekið upp það
nýmæli, að gera áætlun um
innflutningsþörfina — og
láta iðnaðarmennina sjálfa
fylgjast betur með innflutn-
ingnum í heild en áður. Mun
anfarin ár, að undanskildum
síldarafurðunum, lýsi og
mjöli, sem eru að miklu
leyti óseldar ennþá. Virðist
minkandi eftirspurn, eins
og er, eftir þessum vörum,
og verðið lágt.
Ný skip hafa mörg bætst
við skipast'ólinn, bæði bátar,
togveiðiskip og verzlunar-
skip, og sennilega hafa aldr-
ei verið fleiri skip í bygg-
ingu fyrir íslenzka aðila en
nú um þessi áramót. Er talið
að í byggingu séu 66 bátar,
samtals 7508 rúmlestir eða
um 114 rúmlestir að meðal-
þetta hafa gefist vel og
greitt fyrir afgreiðslu þess-
ara mála. — Þá er þess að
geta að fjárfestingarleyfi
fyrir iðnaðarhúsnæði voru
á árinu veitt meiri en áður,
og bætti það víða úr brýnni
þörf. Iðnaðarmálastofnun ís-
lands fékk á árinu hingað
ýmsa sérfræðinga til athug-
unar á nokkrum þáttum
þessarar starfsemi og er
þess að vænta að af þeim at-
hugunum verði einnig góður
árangur. Loks er þess að
geta, sem hvað mest er um
ina, að raforkuframleiðslan!
jókst verulega á árinu með
tilkomu hinnar nýju raforku
stöðvar við Efra-Sog, sem
tekin var í notkun nú ný-
lega. Húsbyggingar hafa ver
ið mjög miklar á árinu, og
hefur síst úr þeim dregið. —
Endanlegar tölur um þá
starfsemi á árinu eru ekki
fyrir hendi, en nokkrar vís-
bendlngar má fá í því efni af
umsóknum þeim um lán,
sem húsnæðismálastjórn
barst, en þær hafa síður en
svo farið minnkandi. Er hús
næðismálasjóður orðinn
langt á eftir um lánveiting-
ar, og verður skjótlega að
ráða þar bót á, ef fram-
kvæmdir eiga ekki að drag-
ast saman.
Stjórnmála-
viðhorfið
ÁRIÐ 1959 hefur orðið
mjög viðburðaríkt á stjórn-
málasviðinu innanlands.
Stjórnarskipti rétt fyrir ára-
mótin síðustu, stjórnar-
skrárbreyting, tvennar kosn-
ingar til Alþingis, mjög
gagngerð kjördæmabreyt-
ing og ný stjórnarmyndun
í annað sinn á tæpu ári, hef-
ur ekki gengið fyrir sig
hljóðalaust. Minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins tók
við 23. des. 1958, með sam-
iF"
komulagi við Sjálfstæðis-
flokkinn um það, að hann
verði stjórnina vantrausti ef
fram kæmi. ‘Verkefni'þessar-
ar stjórnar var fyrst og
fremst tvíþætt: að tryggja
framgang kjördæmabreyt-
ingarinnar og að koma í veg
fyrir áframhaldandi víxl-
hækkun verðlags - og launa.
Hvorttveggja þetta tókst.
Verðbólguholskeflan, sem
Hermann Jónasson sagði, er
hann fór frá, að riðin væri
yfir, brotnaði, og verðlag og
kaupgjald hélzt stöðugt allt
árið, og stöðugra en nokkru
4 — 31. des. 1959 — Alþýðublaðið