Alþýðublaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 4
Góðir íslendingar.
' v'IÐ hjónin óskum yður 611-
um góðs og gleðilegs nýjárs.
Við þökkum einnig gamla ár-
ið þeim, sem við höfum hitt
fyrir á ferðum okkar um land-
ið eða verið hafa gestir okkar
á heimilinu. Þeim fjölgar nú
óðum sem leggja leið sína um
hér á Bessastöðum til að
skoða staðinn og kirkjuna, og
það er okkur gleðiefni, þó fá-
um sé hægt að sinna sérstak-
íega. Við hefðum ferðast víð-
ar í sumar, ef einhverntíma
hefði stytt upp, seinni hlut-
ann, hér á Suðvesturlandinu
— og raunar líka, ef ekki
hefðu verið tvennar kosning-
ar.
Hann er bæði stuttur og
lágur sóiargangurinn um
þetta leyti. Héðan frá Bessa-
stöðum sezt sólin nú á bak
við Keili, og logagyllir suður-
himininn í ljósaskiptunum og
kvöldkyrrðinni. Veturinn á
sinn gullna, hvítbláa þokka,
þegar svona viðrar. Hringur
sóíarinnar og þríhyrningur
Keilisins fara vel saman sem
tákn á himni, nú þegar dag-
inn fer aftur að lengja. Þó
tnargt hafi breytzt, og raf-
magnið að nokkru leyti sigr-
ast á vetrarmyrkrinu og kuld
anum, bá er hækkandi sól lífs-
sk'lyrði öllum gróðri og oss
sjálfum, jarðarbörnum.
Eitt af því sem minnst hef-
ur breyt/t frá sínu upphafi,
er titilblaðið á Almanaki Þjóð
vinafélagsins, sem fyrst kom
ut á þjóðhátíðarárinu 1874, ís-
lenzkað af Jóni Sigurðssyni.
-Stiörnumerkin og brotið er
hið sama, en þá voru talin frá
Þá skiptir og mestu einhugur
á örlagasiundum.
Frá því á Þorláksmessu
hinni næst síðustu hafa tvær
ríkisstjórnir verið myndaðar,
og fárið fram tvennar kosn-
ingar, þó ekki vegna neinnar
sérstakrar óaldar sem yfir
gangi, heldur vegna stjórn-
skipulagabreytingar um skipt
ingu landsins í kjördæmi og
þingmannafjölda. Það munu
margir mæla, að kjördæma-
breyting hafi ekki mátt bíða
öllu lengur, þó ágreiningur
væri um það, með hvaða hætti
brevtingin skyldi gerð. En
eftir þeirri skipan, sem á er
orðin. verður nú starfað, og
tekið til óspilltra mála um
þau viðfangsefni í efnahags-
og fiármálum, sem of lengi
hafa heðið úrlausnar, þó allir
þ'ngflokkar og allar hinar
síðari ríkisstjómir hafi reynt
sig á þessari þraut.
Það verður ekki betur séð
en að allur almenningur, ein-
stakir þingmenn og þingflókk-
ar séu sammála um, að það
beri brýna nauðsyn til að ná
þeim föstu tökum á efnahags-
máiunum, er komið geti í veg
fyrir greiðsluhalla við önnur
lönd og verðbólgu innanlands.
Heilbrigð fjármálastjórn er
einn af höfuðþáttum sjálf-
stjórnar og sjálfstæðis. Uip
aðferðir verður deilt, en þeg-
ar markið er eitt, þá ætti að
mega gera sér góðar vonir um
úrlausn, sem veiti hverri at-
vinnugrein þau jafnbeztu
kjör, sem kostur er á. Þegar
lesið er niður { kjölinn, þá
eiga allar stéttir sinn hlut í
þj óðarbúskapnum.
ÁSGESRS ÁSGEIRSSGNAR
FORSETA ÍSLANDS
sköpun veraldar tæp sex þús-
und ár. Nú er því atriði sleppt,
en meir greint frá ártölum úr
sögu íslendinga sjálfra. Kem-
ur þá í ljós, að frá stofnun Aí-
þingis til þessa dags, hafa ís-
lendingar verið nánast tvöfalt
lengur undir erlendri kon-
ungsstjórn en sjálfstætt lýð-
veidi, og þá talin með sextán
ár, á næsta vori, síðan lýð-
veldi var endurreist. Má þetta
minna okkur á að vel þurfum
vér að gæta fjöreggsins! Á
tírnans sjó fæst engin trygg-
ing fyrir algjöru öryggi.
Voldug ríki hafa liðið undir
lok á tiltölulega stuttri ævi
íslenzkrar þjóðar, og vel þarf
að' halda á af stjórnvizku, til
að vort fullveldi og unga lýð-
veidi verði langlíft í landinu.
Lýðveldið verður á þessu
ári 16 ára, fullveldið 42 ára
og innlend fjárstjórn 86 ára.
Það virðist því Svo, að vér ís-
lendingar höfum fengið all-
langa reynslu um sjálfstæða
fjárhagsstjórn. En þess ber að
gæta að viðfangsefnin hafa sí-
fellt verið að breytast og auk-
ast fram á síðustu ár. Sjálf-
stæðan, íslenzkan gjaldeyri
fengum vér ekki fyrr en upp
úr hinni fyrri heimsstyrjöld,
og héldu þá sumir fyrst, að'
hér væru um brellur einar að
ræða af hendi Dana. En full-
valda þjóð getur ekki heimtað
af öðrurn en sjálfri sér, sínu
eigin þingi, stjórn og seðla-
banka að varðveita giltf! síns
eigin gjaldeyris. Síðan þetta
gerðist hafa atvinnuhættir
landsmanna gerbreyzt, og þá
jafnframt allar aðferðir og
ráðstafanir um hyggilegri
stjórri efnahagsiriála. Það má
því telja nokkura vorkunn, þó
fjármálaþekking hafi á stund-
um drattað fulllangt á eftir
nýjum staðreyndum. Þar á ég
þó ekki við hin síðari ár. Al-
menningur skilur aðalatriði
þessara viðfangsefna, alþingi
hefur þaulrætt þau síðasta
áratug'nn og meðal starfs-
manna þjóðarinnar eru hinir
hæfustu menn, ,sem fylgjást
með kröfum tímans.
Þegar vér íslendingar feng-
um stjórnarskrá og innlenda
fjárstjórn fyrir 86 árum, þá
bjuggu flestir landsmenn í
sveitum. En störfin voru fjöl-
breytt fyrir því: heyskapur,
skepnuhirðing, heimilisiðnað-
ur og farið í verið á vertíð.
Áhöld voru frumstæð, og af-
köst því lítil, en það sem mest
kreppti að, var óhagstæð
verzlun, sem dró arðinn út úr
landinu. Þá var kappkostað
að hafa sem minnst viðskipti,
og vera sjálfum sér nógur.
Fornar dyggðir þrifust samt
furðanlega við þessi kjör, og
merkileg menning. Gamla bað
stofan. þar sem heimiliðfólkið
safnaðist saman, er oss tákn
þess bezta, sem aðþrengd þjóð
ástundaði og varðveitti um
aldir. Baðstofan var lítið þjóð-
félag, þar sem glóð aldanna
kulnaði aldrei að fullu.
Með skútuöldinni hefst
verkaskiptingin í íslenzku
þjóðfélagi fyrir alvöru. Með
stærri skipum og nýjum véla-
kosti fara fólksflutningar ört
vaxandi, Útgerðin þarf ör-
ugga höfn í staðirin fyrir
gamla, rudda vör. Sjómenn-
irnir flytja „á mölina!“ Er-
lendir togarar skafa grunn-
miðin, og opnir bátar hverfa
úr sögunni. Heimilisiðnaði
hnignar við fólksekluna, vef-
stóllinn þagnar, en rokkurind
suðar enn um stund, í stað-
inn fyrir salúnsofnar ábreið-
ur kemur rósprentaður shirt-
ingur. Gilitrutt hirðir ullina,
og iðnaðurinn flyzt úr landi.
Og enn eykst verkaskipt-
ingin. Nú byrjar nýr iðnaður
að vaxa upp í kaupstöðum,
fyrst af veikum mætti, en hef-
ur þróast ótrúlega á síðustu
áratugum. Vér þekkjum öll
þessa sögu. Gamla baðstofan
er horfin, en þjóðfélagið er
orð.'n ein stór baðstofa xneð
öllum þeim gömlu og fjöl-
mörgum nýjum starfsgrein-
um. Ég er ekki að áfellast
þessi umskipti. Verkaskipting
er nauðsynleg í nútímaþjóð-
félagi. Það líður nú öllum bet-
ur en áður. En máske oss tak-
ist betur að leysa viðfangs-
efni vors nútímaþjóðfélags, ef
vér minnumst þess, að í bað-
stofunni þarf að ríkja góður
vilji og góður andi. Baðstofari
gamla, en ekki Valhöll hin
forna, er h'ð rétta tákn heil-
brigðs þjóðfélags.
Vér minnumst þess frá hinu
fyrra tímabili að möguleikarn
ir voru ekki miklir og úrræð-
in fá. Börn voru ekki boriri
út beinlínis, en sérgáfur og
hæfileikar gerðu menn stund-
um að útilegumönnum síns
eig'ns þjóðfélags. Þegar Björn
Gunnlaugsson siglir til há-
skólanáms, segir stiftsprófast-
urinn, sem síðar varð, í Görð-
um: „Annar stúdent sigldi —■
hann heitir Björn og er mesta
viðundur vor á meðal, og ein-
asta skapaður til þess að
spekúlera, og það í hinu háa.
En af því vér íslendingar
brúkum ekki þessháttar fólk
hér, svo var vel hann komst
hjeðan. hvað sem forsjónin
getur svo gert úr honum“.
Björn varð síðar einn hinn
mesti nytsemdarmaður sinn-
ar ættjarðar. Svona var það,
og þessa megum vér minnast
þegar vér lítum yfir hinri
stóra hóp íslenzkra náms-
raanna, sem nú eiga kost á að
velja sitt eigið hugðarefni til
náms, innanlands og utan, og
á ég þar ekki við háskóla-
menn eina, heldur einnig all-
an þann fjölda, sem leggur
stund á verkleg fræði, iðnir
og listir, og nú getur gert sér
vonir um að ættjörðin hafi
„brúk fyrir þess háttar fólk“,
að loknu námi.
Þúsundir sérmenntaðra
manna stunda nú þau störf og
listir, sem hvorki voru rækt
né nokkurs virt á þeim tíma,
þegar Björn Gunnlaugsson
slapp utan. Það er fagnaðar-
efni, að fjölbreytnin bjargar
nú gáfum sem áður voru duld-
ar, og gátu jafnvel orðið drag
Framhald á 14. síðu.
^ 5. janúar 1960 — Alþýfíublaðið