Alþýðublaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 14
r
Avarp forsefc
Framhald af 4. síðu.
bítur, og öruggt að íslenzk
þjóð fær nú notið gáfna sinna
og hæfileika í vaxandi mæli.
Það er margt óunnið með
þessari þjóð, og þó torfbæir
séu horfnir úr sögunni, þá er
ýmislegt sem þarf að endur-
byggja og endurbæta með
hverri kynslóð. Það er ýmist,
að ný kynslóð sættir sig ekki
við að taka við óbreyttum
arfi án nokkurrar tilbreyting-
ar, og á mörgum verkefnum
hefur vart verið snert af eldri
kynslóðum. Þessa hvors-
tveggja gætir bæði í verkleg-
um og andlegum efnum.
í skáldskap eigum vér mik-
inn arf, sem ekki má týna, og
þó verður að ávaxta. í flest-
um öðrum listgreinum var
áður fáskrúðlegt um að litast.
Þó að verksviðið sé vítt og
viðfangsefnin ótæmandi, þá
get ég þó ekki varist þeirri
hugsun, að ýmsir hinna yngri
manna í listum og bókmennt-
um „dependeri“, eins og
Sveinn lögmaður Sölvason
sagði, um of af þeim útlenzku.
Öldur heimsmenningarinnar
skella að vísu á vorum strönd-
um, en það er löng leið og
djúp yfir íslandsála, og lands-
grunn og landslag ræður að
rét.tu lagi miklu um veður og
sjólag. Auk þess ráða menn
nokkru um það, hvert kunn-
átta og áhrif eru sótt, og ekki
er sá Svartiskóli hollur, bar
sem nemandinn gleymir sínu
íslenzka nafni. Ýmsir gamlir
brunnar á meginlandinu eru
nú auk þess harla gruggugir
eftir tvær heimsstyrjaldir, og
ferskar lindir sprottnar fram
á nýjum stöðum. Það verður
engin list íslenzk, nema hún
beri nokkurn keim þess jarð-
vegs, sem hún vex í, að námi
loknu, blæ íslenzkrar nátt-
úru, þjóðlegra erfða og lífs-
kjara.
íslenzk menningarsaga hef-
ur ekki ætíð verið samhliða
eða samtímis v'ð erlenda
menningarsögu. Hér er margt
óunnið í öllum listgreinum,
sem segja má að eldri meist-
arar hafi aflokið í öðrum lönd
um. Eyðurnar eru stórar. Eft-
irstríðs örvinglun þurfum vér
ekki að flytja inn ómelta. Hér
ætti nú að vera endurreisn-
artímabil í listum og bók-
menntum, og er það raunar
að ýmsu leyti. í þjóðsögum
taka erlend minni á sig alís-
lenzkan búning, og á þann
veg vex og þróast þjóðararf-
urinn. Þetta er máske hálf-
kveðin vísa, en í ávarpi sem
þessu er farið fljótt yfir sögu.
Kvikfjárrækt, fiskveiðar og
iðnaður er grundvöllur mann-
sæmandi h'fs, eins og það er
orðað, en fámenn þjóð á vís-
ast meir undir skapandi list
og andlegri menningu en
stærri og voldugri þjóðir. Og
það er ein af nýjársóskunum
að framtíðin geti í þessum
efnum orðið eins glæsileg og
fortíðin gefur fyrirheit um.
íslenzk stjórnskipunarsaga
Islands
hefur ekki heldur ætíð verið
samtíða við aðrar þjóðir. Eitt
sinn var hér þjóðveldi úti á
íslandi, þó aðrir hefðu kon-
ung á þeirri tíð. Og hvernig
sem þau mál skipast í öðrum
löndum — þá vitum vér öll
af dýrkeyptri reynslu á Sturl-
ungaöld, að jafnvel tilraun til
einræðis hlýtur að bera vora
fámennu þjóð í erlendar
greipar. Þessi öld, sem senn
fyllir sjötta tuginn, ber þess
og greinilegan vott, að íslenzk
þjóð er um margt sjálfstæð
hringiða í tímans straumi.
Þegar vér hugleiðum þær
hörmungar, sem gengið hafa
yfir margar þjóðir og berum
saman við vor örlög á þess-
um sömu árum nýrrar tækni,
batnandi lífskjara og aukinn-
ar fjölbrevtni á öllum svið-
um þióðlífsins, þá vérður ekki
séð að æskan eða þjóðin í
heild þurfi að „líta reið um
öxl“, heldur ber oss að þakka
forsjóninni, að vér erum kom
in nokkuð á leið, og biðja
þess með bljúgum huga, að
heill og hamingja megi fvlgja
þjóð vorri á óförnum leiðum.
Nýjársmánuðurinn er
kenndur við þann guð, Janus,
er hafði tvö andlit, og horfði,
annað fram en hitt aftur.
Sama gerum við um hver
áramót, lítum fram og aftur
á veginn. Að þessu sinni virð-
ist mér vér höfum fulla á-
stæðu til að bakka fyrir gamla
árið, hver öðrum og forsjón-
inni. Ókominn tími er jafnan
óráðinn, en sum teikn eru
betri en um síðustu áramót.
Vér heyrum nú úr ýmsum
áttum, að útlit sé betra í al-
bióðamálum en undanfarið.
Þjóðirnar eru að minnsta
kosti farnar að talast við, og
forustumenn að heimsækja
hver annan. Vér vonum og
biðjum að það beri árangur,
svo friðsamur almenningur
meðal allra þjóða geti dregið
andann léttar. Og þó smærra
sé, þá er það ein af nýársósk-
unum. að ágreiningsmál vor
við nágrannaþjóðir um helga
dóma handritanna og frum-
burðarrétt á landsgrunninu
mesi leysast farsællega.
Að svo mæltu árna ég öll-
um landslýð árs og friðar, og
bið Guð vors lands að gefa
oss gott ár.
Ár óvæntra
Framhald af 16. síðu.
Skotakonungur sprengdi sig
í loft upp með kanónu, en
Hinrik III. Englandskonung-
ur bannaði parlamentið,enþað
tórði þó lengur en konung-
urinn.
Og fyrir 8 öldum, 1160, kom
hinn víðkunni Hrói höttur
fyrst fram á sjónarsviðið.
Framh. af 11 síðu.
Þórðarson með flesta leiki, eða
alls 40, en Grétar Norðfjörð er
næstur með 30 leiki.
Á árinu var unnið að bygg-
ingarmálum félagsins, en for-
maður bygginganefndar var
Ögmundur Stephensen. Lokið
var við teikningar af væntan-
legu félagsheimili, og hafa þær
hlotið samþykki íþróttafulltrúa
ríkisins. Gísli Halldórsson arki-
tekt gerði teikningarnar, en
hann hefur verið félaginu mjög
innan handar í, þessu máli.
Hins vegar hefur svæði því, sem
félaginu hefur verið ætlað og
teikningarnar við miðaðaar,
ekki verið úthlutað ennþá.
Segja má að félagslífið í
heild hafi verið allgott, hins
vegar háir athafnasvæðisleysi
og húsnæðisskortur mjög.
í lok ræðu sinnar þakkaði for
maður öllum þeim, sem stutt
hafa félagið, bæði félögum og
utanfélagsmönnum. Gat síðan
eins og kvað á engan haliað með
því, en það var Haraidur
Snorrason, sem alltaf hefði ver
ið búinn og boðinn til starfa.
Að skýrslu formanns lokinni
skýrði gjaldkerinn Haraldur
Snorrason reikninga félagsins.
Umræður urðu síðan allmiklar
um skýrsluna og reikningana,
og tóku þessir til máls: Eyjólfur
Jónsson, Grétar Norðf jörð, Sig-
urður Guðmundsson, Ögmund-
ur Stephensen, Halldór Sigurðs
son o. fl.
Meðal tillagna, sem samþykkt
ar voru, var að gefið skyldi út
á næsta starfsári félgsblað.
í stjórn voru kjörin:
Óskar Pétursson, formaður,
Halldór Sigurðsson, Magnús V.
Pétursson, Haraldur Snorrason,
Guðjón Oddsson, Helgi Emils-
dóttir, Jón Pétursson
Til vara: Börge Jónsson og
Kristvin Kristinsson.
Bjarni Bjarnason, sem sæti
hefur átt í stjórninni undanfar-
in ár, baðst eindregið undan
því að vera í kjöri að þessu
sinni.
Grein Björgvins
Framhald af 13. síðu.
ári og minntist þess með
glæsilegum fagnaði í Lido.
Voru þar samankomnir 400
manns. Fyrir kosningarnar
hélt sambandið og einstök
félög útbreiðslufundi og sam
bandið gaf út kosningahand-
bækur. Blað SUJ, Sambands
tíðindi. hefur einnig verið
gefið út s. 1. ár sem undan-
farin ár.
Vígstaða flokks’ns, blaðs-
ins og unghreyfingarinnar
hefur ekki mörg undanfarin
ár verið eins góð og einmitt
nú. Ástæða er því til bjart-
sýni nú við þessi áramót. Ef
vel er unnið og vel á málum
haldið getur árangurinn ár-
ið 1960 orðið enn betri en s.
1. ár V:ð skulum strengja
þess heit nú í upphafi hins
nýja árs að vinna öll að því
að svo verði.
5. janúar 1960 — Alþýðublaðið
% væntanlegur til
Reykjavíkur kl.
16.10 í dag frá
íj: Khöfn og Glas-
gow. Flugvéiin
fer ti] Glasgow
°g Khafnar kl.
•SltáííSíSA-SSSS:5 8.30 í fyrramál-
ið. Innanlandsflug: í dag er
áætlað að fljúga til Akureyr-
ar, Blönduóss, Egilsstaða,
Flateyrar, Sauðárkróks, Vest-
mannaeyja og Þingeyrar. Á
morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Húsavíkur, fsa
fjarðar og Vestmannaeyja.
Loftleiðir.
Saga er væntanleg kl. 7.15.
Fer til Glasgow og London
kl. 8.45.
Pan American flugvél
kom til Keflavíkur í morgun
frá New York og hélt áleiðis
til Norðurlandanna. Flugvél-
in er væntanleg aftur annað
kvöld og fer þá til New York.
Ríkisskip.
Hekla, var vænt-
anleg til ísafjarð-
ar í morgun á suð
urleið. Esja var
væntanleg til Ak-
ureyrar í morgun.
Herðubreið fer frá Reykjavík
í dag austur um land til Borg
arfjarðar. Skjaldbreið fer frá
Reykjavík í dag vestur um
land til Akureyrar. Þyrill er
á leið til.Fredrikstad. Herj-
ólfur fer frá Vestmannaeyj-
um í kvöld til Reykjavíkur.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er í Stettin. Arn
arfell fer væntanlega í dag
frá Kaupmannahöfn áleiðis
til Kristiansadn, Siglufjarð-
ar, Akureyrar og Reykjavík-
ur. Jökulfell er í Borgarnesi.
Dísarfell er í Gufunesi. Litla-
fell kemur í dag til Reykjavík
ur frá ísafirði. Helgafell fer í
dag frá Sete áleiðis til Ibiza.
Hamrafell fór í gær um Gi-
braltar á leið til Batum.
Eimskip.
Dettifoss fór frá Norðfirði
í gærkvöldi til Hull, Grimsby,
Amsterdam, Rostock, Gdynia
og Ábo. Fjallfoss hefur vænt-
anlega farið frá London í gær
íil Hamborgar, Kaupmanna-
hafnar og Stettin. Goðafoss
kom«til Hull 3/1, fer þaðan til
Antwerpen. Gullfoss fer frá
Khöfn í dag til Leith, Thors-
havn og Reykjavíkur. Lagar-
foss^ fór frá Rvík í gærkvöldi
til ísafjarðar. Reykjafoss fór
frá Reykjavík í gærkvöldi til
Siglufjarðar og Akureyrar.
Selfoss fór frá Ventspils í gær
tilReykjavíkur. Tröllafoss fór
frá Vestmanpaeyjum 31/12
til Árhus, Bremen og Ham-
borgar. Tungufoss fór frá
Gautaborg 31/12, var vænt-
anlegur til Keflavíkur í gær-
kvöldi og þaðan til Akraness
og Reykjavíkur.
VeörÉðí
Norðan gola eða kaldi víða
léttskýjað. Frost 3—6 stig.
iþriðjudagur
Næturvarzla vikuna 2.—8.
janúar er í Vesturbæjar apó-
teki, sími 22290.
Slysavarðstofan er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörð
ur LR fyrir vitjanir er á sama
stað kl. 18—8. Sími 15030.
Úthlutað verður notuðum
fatnaði til þess að sauma upp
úr, á fimmtudag og föstudag
7. til 8. þessa mánaðar, að
Túngötu 2, milli kl. 2 til 6.
Mæðrastyrksnefnd. Vetrar-
hjálpin.
Opinberað hafa trúlofun
sína ungfrú Gunnur Gunnars
dóttir, Hringbraut 17, Hafn-
arfirði, skrifst.stúlka á skrif-
stofu Alþýðufl., Rvík, og Frið
björn Hólm, Háagerði 53,
Rvík.
Kvenfélag Laugarnessókn-
ar. Konur munið fundinn £
kirkjukjallaranum í kvöld —■
5. jan. — kl. 8.30. Kvikmynd
o. fl. til skemmtunar.
Missögn slæddist í fréttina
frá bæjarstjóranrfundinum í
Vestmannaeyjum, sem skýrt
var frá í blaðinu á gamlárs-
dag. — Framsóknarmaðurinn
sat hjá við umræddar atkv.-
greiðslur.
Skyndihappdrætti Glímu-
félagsins Ármanns, sem draga
átti í í dag, hefur verið frest-
að af ófyrirsjáanlegum orsök-
um til 29. febrúar nk.
-o-
18.30 Amma
segir börnunum
sögu. 18.50
Framburðar-
kennsla í þýzku.
19.00 Tónleikar:
Harmonikulög.
20.30 Útvarps-
sagan. 20.45 Frá
bókmenntakynn
ingu á verkum
Jóhannesar úr
Kötlum (hljóð-
ritað- í Gamla
bíói í fyrra mán
uði). Guðmund-
ur Böðvarsson skáld flytur
erindi og Baldvin Halldórs-
son, Þórarinn Guðnason, Þor-
steinn Ö. Stephensen, Bryn-
dís Pétursdóttir, Lárus Páls-
son og Jóhannes skáld úr
Kötlum lesa, Kristinn Halls-
son syngur lög við ljóð skálds
ins. 22.10 Tryggingamál.
22.30 Lög unga fólksins. 23.25
Dagskrárlok.
-o-
IIEILABRJÓTUR.