Alþýðublaðið - 09.01.1960, Síða 1
41. árg
— Laugardagur 9. janúar 1960 — 5. árg.
HLERAÐ
Blaðið hefur hlerað
Að Dagsbrúnarkominar hafi
skrifað Framsókn og far-
ið fram á hjálp hennar í
Dagsbrúnarkosningunum,
sem nú fara í hönd.
Ghana, 8. jan. (NTB.-Reut-
er). Nkrumah, forsætisráð-
herra Ghana, lýsti því yfir í
.dag, að flokkur hans mundi
kalla saman ráðstefnu fulltrúa
frá öllum stjórnffiálaflokkum í
Afríku með það fyrir augum
að hindra fyrirhugaðar til-
raunir til að ,,Balkaniséra“
Afríku. ,,Það eru Afríkumenn
sjálfir, sem verða að hindra,
að evrópsku nýlenduveldin
noti ekki deilur milli Afríku-
þjóða sér til framdráttar,“ —
sagði ráðherrann.
♦ Dublin, 8. jan. (NTB-AFP).
Brezk herskip hafa síð-
ustu daga verið send til
svæðisins úti fyrir suður-
strönd Eire (írlands) til að
vernda brezk fiskiskip,
eftir að írar fiærðu einhliða
út landhelg,i sína.
Hafa þeir tekið upp nýtt
kerfi, en samkvæmt því
skulu mörkin dregin sam-
hliða beinmn grunnlínum
milli yztu skaga á strönd-
inni.
Áður lá línan samhliða
ströndinni og hefur hið
nýja kerfi haft í för með
Nýi tÓhinn'
reynist vel
Hinu nýja varðskipi Óðni
var hleypt af stokkunum í
gær. Fór sldpið í reynslusigl-
I ingu og reyndist mjög vel í
hvívetna.
ilili
Bretar senda
á jbó herskip
sér, að landhelgin hefur
stækkað verulega, í sum-
um íilfellum allt að níu
sjómílum.
Hin nýja reglugerð Eire
tók gildi um áramót.
RÓM, 8. jan. (Reuter). Far-
þegaþota af gerðinni Boeing
707, með 106 farþega innan-
borðs, varð í dag fyrst flug-
véla til að fljúga án viðkomu
frá New York til Rómar. Var
hún 7 tíma og 48 mínútur á
leiðinni.
TOGARARNIR Ágúst frá
Hafnarfirði og ísborg frá ísa-
firði voru enn um kyrrt í Fær-
eyjum í gær. F'iskimannafé-
lag Færeyja bannaði félögum
sínum að ráða sig á skipin og’
þar við sat.
HAKAKROSSAR
REYKJAVIK
Vegfarendur í Kirkju-
stræti tóku eftir því í gær
að haltakross hafði verið
teiknaður með krít á Al-
þingishúsið. Sjá mynd á
3. síðu). Annar hakakross
var á hurð hússins nr. 12
við Aðalstræti, þar sem
áður var heilsuverndar-
stöð, en nú eru skrifstofur
Afþingis (meðfylgjandi
mynd).
Hakakrossarnir eru barna-
lega gerðir, og bendir það og
krítin til þess, að um unglinga
pör sé að ræða, en ekki vísvit-
andi merkingar nazista eða
nazistavina.
Alþýðublaðið frétti í gær af
fleiri tilfellúm, sem benda til
þess, að hakakrossafaraldur
IMMMWWMMWMWWMWWMWWWMWWWWWWMMMIWMMMWWMWMWMWMWIIMMM
HAUKUR MORTHENS hefur teldð að sér ritstjórn
'nýrrar síðu, sem við hleypum af stokkunum í dag! Hann
mun ritstýra síðunni einu sinni í viku — á laugardögum.
OG AUÐVITAÐ KÖLLUM VIÐ HANA LAUGARDAGS-
SÍÐUNA.
gangi meðal unglinga í bæn-
um. í einum af helztu unglinga
skólum bæjarins hafði haka-
kross verið skorinn í skólaborð
í gærmorgun, og margbrotið
hakakrossmerki teiknað á töflu
í skólastofu.
Enginn efi er á því, að hér
er um að ræða bergmál frá
þeirri öldu gyðingahaturs og
nazisma, sem gengið héfúr
yfir mörg lönd síðustu vik-
urnar. Hafa yfirvöld nokk-
urra landa lýst þeirri skoðun
sinni, að hakakrossamerking-
ar á sumum stöðum virðist
vera óknyttir unglinga.
í öðrum löndum, til dæmis
Þýzkalandi, Austurríki, ítalíu