Alþýðublaðið - 09.01.1960, Síða 14
Kveðjuorð
Framhald af 13. síðu.
auka skyldi gleði, heldur líka
!til að mýkja sorg.
Vökull andi, vinsterk hendi
var í standi í bróðurþörf.
Leystist vandi, leiðir kenndi
lífsvekjandi hugsun djörf.
Sum þessara spjalda eru
geymd innrömmuð sem helgi-
dómur.
Munu falda minnisspjöldin
mörg um aldir fagurskreytt.
Listarvaldið — vænstu gjöldin
viðkvæmt baldið geðið heitt.
Því að:
Lundin ör til leiftur svara
Ijóðahjör í glensi ef brá,
augnafjörið fyndnikjara
fram á vörum byltist þá.
Jafnan mun honum hafa
verið eðlilegast, að láta stefin
fljúga eins og þau fæddust
fyrst í hug hans og bera ýms
Ijóð hans þess merki og þó að
hann vissi oft vel sjálfur, að
aðrir vildu hafa hann eða eitt
hvað hans einhvern veginn
öðruvísi, þá hafði hann kjark
í því sem öðru tij að reyna
aldrei að vera neitt annað en
hann sjálfur og lét sér í léttu
rúmi liggja hvað hver sagði,
svo sem þessi svarstaka hans
ber bezt með sér:
Leitis-Gróu frænkum frá
fékk ég nóg af dómum.
Hugans lóa léttfleyg þá
ljóða hló á blómum.
Svo kvað Húnfjörð og hló.
Af Ijóðaritum Jóseps, sem
út komu, var ljóðabókin „Hlíð
in mín“ 5. og síðasta 1940, svo
sem siá má í Húnvetningaljóð
um (Um höfunda) og auk ljóða
í þeim Birtust oft eftir hann
greinar og ljóð í blöðum, einn
ig fékk hann oft verðlaun fyr-
ir lióð sín í ljóðasamkeppni.
Eigi var það með öllu ólíkt
um þessar Súluvallakempur,
Húnfjörð og Hvítserk, báðir
hafa kosið sér stöðu í fremstu
'línu, bjóðandi bvrgin köldum
bárum og þó ekki sjái kalsár
á Hvítserk, hafa þó fætur hans
ilúðst svo, að um varð að bæta
svo að öruggur gæti hann um
langa framtíð staöið, en svo
auðveldlega fáum við okkur
ekki um aldir endurnýjaða.
Húnfjörð gafst að kalla mátti,
sem hann og mjög þráði,
hreysti til að standa allstyrk-
Ur á eigin fótum fram á þetta
ár, en löngum ævidegi lauk
27. nóvember sl.
Við þökkum öll, er nutum
hans samfylgdar og verka.
Endurvakin minning hverrar
gleðistundar slær ávallt Ijós-
glampa fram á veginn.
Samúð okkar vottum við
syrgjendum og að endingu,
Jósep, ég veit að þú hefur átt
vini til að taka á móti þér
handan línunnar þar sem ég
9. janúar 1980
vona að þér bætist það, er þér
þotli á skorta hérna megm.
Hörpustrenginn hljóms með
angan
hefur fengið nýjan þinn.
Stakan, genginn grætur
strangan
góða drenginn, vininn sinn.
Ingþór Sigurbjs.
Kveðjuorð
Jósef Húnfjörð
VININN kveður vinafjöldinn
víst er horfinn bak við tjöldin.
Upp í hæð til herrans genginn
hljóðir kveðja góða drenginn.
En minningarnar mætar lifa,
minningar, sem ætti að skrifa.
Áfram líða ár og áldir
unz allra dagar eru taldir.
Engum vægir tímans tönnin
telst þó misjöfn lífsins
hrönnin.
í anda varst þú ávallt ungur
þó ættir leið um hraun og
klungur.
Því lundin var svo létt sem
- fiður.
lífsins bjó þar ró og friður.
Þótti flytja þrungnar ræður,
þínir minnast félagsbræður.
Skemmti títt á skálda-þingi,
skeyti flugu að andstæðingi.
Með andans þrótti og vfir-
burðum
að ýmsir íæstu skála-hurðum.
Ljóðin þín sem list má kalla
leitaði upp úr dal til fjalla.
Lítil mær þig létt nam styðja
Ijóða sem að heitir gyðja.
Flaug hún til þín hátt úr
hæðum
himinborin miðlar gæðum.
Þið hafið drjúgum drukkið
saman
dýrar veigar og hlotið
framann.
Þið létuð ávallt gamminn
geisa
götuna frarn og makkann
reisa.
Um gróna velli, grjót og hóla
nú gangið þið bæði í æðri
skóla.
Lengi mun þinn lifa hróður
lista-drengur félags-bróður.
Tugir ára telst samleiðin
■traust var bandið lífsins
skeiðin.
En þó hér slitni bræðraböndin
blessuð er sú líknarhöndin.
Er safnar vinum saman aftur
sífellt hefur Drottins kraftur.
Lifðu heill á ljóssins safni,
lifðu sæll í Drottins nafni.
Genginn ertu Guðs á fund,
gladdi marga hlynur,
göfug sál með létta lund,
lífsins tryggðavinur.
Ljúft er þegar losna bönd
láðs við kaldar strendur,
að mega leggja lúna önd
lausnarans í hendur.
Hér þó slíti bræðrabönd
bitur dauðans kraftur,
þá mun síðar herrans hönd
hnýta saman aftur.
Ei þarf fella tregatár
þó tyfti oss reynsluskólinn,
við oss blasa eilíf ár
indæl gleðisólin.
Mig þinn vantar mála geir
minni að halda vöku,
við sjáumst aftur síðar meir
saman kveða stöku.
Þú eygðir í fjarska Guðs
eilífðar strönd,
sem aldregi lokuð er, nei.
Þú sagðir: Þér, faðir, ég fel
mína önd,
í frelsarans nafni ég dey.
ísleikur Þorsteinsson.
Alþjóðamál
Framhald af 16. síðu.
kvæm, þar eð málfræðin er ó-
Ijósari og merking orðanna
ekki eins föst. Túlkarnir við
Sameinuðu þjóðirnar segja að
auðveldara sé að þýða á rúss-
nesku af ensku, frönsku,
spænsku og kínversku, held-
ur en að þýða ensku á sömu
mál.
Piron bendir einnig á eftir-
farandi staðreyndir varðandi
tungumálaástandið í dag.
— Hin þjóðernissinnuðu
nýju ríki í Afríku og Asíu
halda fram þjóðtungum sín-
um á kostnað frönsku og
ensku, oft á tíðum getur
þetta leitt til þess að þau ein-
angrist í menningarlegum efn
um.
— Arabiska hefur öðlast
antnq þýðingu o? er eina
málið, sem er hálfopinbert
hjá Sameinuðu þjóðunum.
— Þýzka er aftur í sókn í
Mið-Evrópu, og eins sem
verzlunarmál í mörgum Af-
ríku- os Asíuríkjum. En hún
hefur elatað þeirri þýðingu,
sem hún hafði á vísindasvið-
inu í unphafi aldarinnar.
— Snænska vinnur á, eink-
um í þeim löndum. sem hafa
mikil viðskipti við Suður-
Ameríku.
— Kínverska (mandarín) er
eitt mikilvægasta tungumál
heimsins. Hálfur milljarður
manna talar hana eða skilur.
Alþýðublaðið
Flugfélag
íslands.
.... Millilandaflug:
Gullfaxi er vænt
!>. W M anlegur til Rvík
kl. 16.10 í
if dag frá Khöfn
■*’ og Glasgow. —
Millilandaflug-
W.V.V.V vélin Hrímfaxi
fer til Oslóar,
Khafnar og Ham
borgar kl. 8.30 í dag. Vænt-
anleg aftur til Rvíkur kl.
15.40 á morgun. Innanlands-
flug: í dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Blönduóss, Eg-
ilsstaða, ísafjarðar, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja. Á
morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Húsavíkur og
Vestmannaeyja.
Loftleiðir.
Saga er væntanleg kl. 7.15
frá New York. Fer til Glas-
gow og Amsterdam kl. 8.45.
Leiguflugvél Loftleiða er
væntanleg kl. 19 frá Khöfn og
Oslo. Fer til New York kl.
20.30.
Ríkisskip.
Hekla fer frá R.-
vík á hádegi í dag
austur um land í
hringferð. Esja
kom til Rvíkur í
,gær að austan frá
Akureyri. Herðubreið er á
Austfjörðum. Skjaldbreið fer
frá Akureyri í dag vestur um
land til Reykjavíkur. Þyrill
kom til Fredrikstad í gær.
Herjólfur fer frá Vestmanna-
eyjum kl. 21 í kvöld til Rvík-
ur.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell átti að fara 7. þ.
m. frá Stettin áleiðis til Rvík-
ur. Arnarfell fer 11. þ. m. frá
Kristiansand áleiðis til Siglu-
fjarðar, Akureyrar og Rvík-
ur. Jökulfell lestar á Aust-
fjarðahöfnum. Dísarfell losar
á Húnaflóahöfnum. Litlafell
er á leið til Rvíkur frá Aust-
íjörðum. Helgafell fer vænt-
anlega 12. þ. m. frá Ibiza á-
leiðis til Vestmannaeyja og
Faxaflóahafna. Hamrafell er
væntanlegt til Batum 13. þ.
m. frá Reykjavík.
Eimskip.
Dettifoss kom til Hull 7/1,
fer þaðan til Grimsby, Am-
sterdam, Rostock, Swine-
miinde, Gdynia, Ábo og Kot-
ka. Fjallfoss kom til Hamborg
ar 7/1, fer þaðan til Khafnar,
Stettin og Rostock. Goðafoss
kom til Antwerpen í gær, fer
þaðan til Rotterdam og Rvík-
ur. Gullfoss fór frá Leith í
gær til Thorshavn og Rvíkur.
Lagarfoss er í Rvík. Reykja-
foss fór frá Akureyri 7/1 til
Flateyrar, Grundarfjarðar,
Faxaflóahafna og Rvíkur. Sel
foss fór frá Ventspils 4/1,
væntanlegur til Rvíkur árdeg
is í dag. Tröllafoss kom til
Bremerhaven í gær, fer það-
an til Hamborgar og Rvíkur.
Tungufoss kom til Rvíkur í
gær frá Stykkishólmi.
Hf. Jöklar. n"^|
Drangajökull verður í Gi-
braltar í nótt. Langjökull er í
Reykjavík. Vatnajökull fór
frá Rostock 5. þ. m. á leið tii.
Reykjavíkur.
Veðrið:
S og SV stinningskaldi —
skúrir.
laugardagur
Slysavarðstofan er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörð
ur LR fyrir vitjanir er á sama
stað kl. 18—8. Sími 15030.
-o-
Listasafn Einars Jónssonar,
Hnitbjcrgum, er lokað um
óákveðinn tíma.
-o-
Er til viðtals í Hallgríms-
kirkju daglega kl. 6—7 e. h.
Á öðrum tímum í síma
15937. Séra Lárus Halldórs-
son.
-o-
Bréfaskipti: — Hver vill skrii
ast á við:
Mitsumasa Iwao,
Farukawa Ojin-Village,
Tokashima-Presecture.
Japan.
-o-
Kvenfélag Óháða safnaðar-
ins. Munið jólafundinn í
Kirkjubæ á mánudagskvöldið
kl. 8.30. Takið með ykkur
gesti.
-o-
Stofnfundur Garðasóknar
verður haldinn í samkomu-
húsinu á Garðaholti á morg-
un (sunnudga) kl. 2 sd. Kosn-
ir verða starfsmenn fyrir hina
nýju sókn og rætt um áfram-
haldandi endurbætur á Garða
kirkju.
-o-
12.50 Óskalög
sjúklinga. 14.00
Ljaugardagslög-
in. 17.00 Bridge-
þáttur (Eiríkur
Baldvinsson).
17.20 Skákþátt-
ur (Guðm. Arn-
laugsson). 18.00
Tónleikar: Child.
rens Corner (í
barnaherberg-
inu), sex píánó-
lög eftir Debus-
sy (Rudolf Fir-
kusny leikur).
18.30 Utvarpssaga barnanna.
18.55 Frægir söngvarar: Ben-
jamino Gigli syngur. 20.30
Leikrit: ,,Farðu ekkj til EL
Kuhwet“ eftir Gúnther Eich,
í þýðingu Áslaugar Árnadótt-
ur. — Leikstjóri: Baldvin
Halldórsson. 22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
-o-
LAUSN HEILABRJÓTS:
Hj. 6, Hj. 5, Hj. 9, Hj. 8,
Hj.7.