Alþýðublaðið - 09.01.1960, Blaðsíða 15
skóla í Englandi. Ég skrifaði
honum fyrir stuttu síðan og
bað hann um að benda mér á
konu, sem kennd' sjúkraleik-
fimi, sem væri hæf um að
taka við erfiðum sjúklingum
og hann nefndi yðar nafn án
þess að hugsa sig hið minnsta
um“.
„Ég skil. Það er kannske
einn af yðar eigin sjúkling-
um?“
„Nei, langt ]wí frá, ég er
ekki læknir. Ég er sykur-
plantekrueigand: í Vestur-
Indíum?“
Hann brosti til hennar. „Nú
eruð þér áreiðanlega að
hugsa: Þess vegna er hann
svona sólbrenndur“?
Hún hristi höfuðið. Hún
sagði ekkert en hún hugsaði:
„Vestur-Indía? Er Steve að
mæla með mér í stöðu utan
Englands"?
„Ég er hér í viðskiptaferð“,
hélt Dryden áfram. „Ég kem
aftur í naestu viku. Og ég
vildi helzt fá yður með mér“.
„Ég held að ég geti því mið
ur ekki . . . .“
„Það er frænka mín —
Bianca — sæt, lítil telpa, átta
ára gömul, þrung'n lífi og
framtaksemi . . . “ Hann þagn
aði.
Moira hafði vanist því
í vinnu sinni að lesa svip-
brigði fójks sem kom til henn-
ar til að fá hjálp og hún sá
að þessum manni leið illa.
Hún spurði vingjarnlega:
Frænka yðar — er hún þessi
erf'ði sjúklingur sem þér
minntust á?“
„Fyrir hálfu ári síðan fór
hún frá fóstrunni og fór að
baða sig méð börnunum á
eynni. Það var bannað að
stinga sér frá Pinnacle Rock,
svo hún hoppaði bara. En
einmitt um leið og hún s.tökk
flaut brak fram hjá. Hún
braut svo að segja hvert bein
í báðum fótum“. Hann leit á
hendur sínar meðan hann tal-
aði. Svo leit hann upp og sá
meðaumkvunina í augum
hennar. Hann sagði: „Good-
enhurst læknir getur sagt yð
ur öll smáatr'ðin, en aðalatrið
ið er þetta — brotin virðast
hafa gróið vel, en Binkie —
við köllum hana það — getur
samt ekki gengið“.
„Hvað langt er síðan þetta
skeði?“
„Fyrir hálfu ári síðan.
Goddenhurst læknir mælti
með sjúkraleikfimi, svo ég fór
með hana 11 Jamaica, en . . .
„Hann varð áhyggjufullur á
svip. „En hún vildi það ekki
og móðir mín hélt að það væri
betra að hún vrði í sjúkraleik
fimi heima á Meralda“.
„Meralda?“
„Meralda er eyjan okkar.
Þér hafið sjálfsagt aldrei
heyrt á hana minnzt, en við
ræktum bezta sykurreyr Vest-
ur-Indía og við framleiðum
beztu kríkketleikarana11. Hún
brostí og hánn hélt áfram:
„Nafnið er stytting á Esmer-
alda „Smaragðseyjan". Þér
skiljið það þegar þér sjáið
hana“.
„Herra Dryden, ég álít bezt
að segja yður strax að ég hef
ekki í hyggju að segja upp
stöðu minni við St. Hugos
sjúkrahúsið“, sagði Moira vin
gjarnlega en ákveðið.
„En það er engin ástæða til
að þér gerið það“.
„Ég . . . “.
„Eruð þér kannske trúlof-
uð? Ég talaði um það við
Steve . . . Þér skdjið . . . að
þegar ég frétti að þér væruð
um tvítugt, þá hélt ég ... að
þér væruð kannske tilfinninga
lega bundin einhverjum öðr-
um. En Steve sagði að svo
væri ekki og ég bjóst við að
hann þekkti yður nægilega
vel til að segja um það“.
Hún stóð á fætur og tók
upp öskjuna með sígarettun-
um í. Ekkert sem hélt henni
vegna þess að ha'na langaði
til að vita það.
„Ég veit það ekki“. Hann
studdi hnefanum undir hök-
una og leit rannsakandi á
hana. „Ég hélt að konur, sem
stunda sjúkraleikfimi væru
glaðlegar og sjálfsöruggar, en
þér lítið ekki út fyrir að vera
þannig. Steve sagði að ég
skyldi ekki láta blekkjast af
því hve þér væruð fráhrind-
andi og köld“.
í þetta skipti gat hún ekki
leynt tilfinningum sínum,
Hún blóðroðnaði. Svo þannig
leit Steve á hana — köld og
fráhrindandi — litlaus og
senn'lega skapgerðarlaus líka.
„Fyrirgefið þér“, sagði
Dryden formálalaust. „Ég sé
að ég hef sært tilfinningar yð-
ar við að segja yður þetta.
Fyrirgefið mér“.
„Það gerir ekkert til“.
og það væri nauðsynlegt að
snúa sér aftur að fyrra um-
ræðuefni: „En . . . en hvernig
hefjið þér starf yðar?“
„Það er leyndardómurinn
sjálfur. Fyrst þarf að vingast
við þau, svo þarf að kenna
þeim leiki og spil og áður en
þau vita af eru leikirnir leik-
fimi. Það er auðvelt“.
„Mmm“, sagði hann hik-
andi. „Ég held að það sé ekki
auðvelt að leika á Binkie. En
ég vona að þér reynið það“.
„Ég held ekki“.
„Því haldið þér það ekki?“
spurði hann óþolinmóður. „Er
uð þér svo sljóvguð fyrir St.
Hugos sjúkrahúsinu og vinum
yðar þar að þér þorið ekki að
fara frá þeim? Ætlið þér að
vera þar alla ævi?“
%
hendi hans. „Hér er nafn lög-
fræðings míns. Viljið þér tala
við hann og segja mér hvað
þér hyggist fyrir?“
Moira tók vélrænt við nafn
spjaldinu. „Hvenær — hve-
mær verð ég að að ákveða
mig?“
„Því fyrr því betra. Ég fer
um leið og ég hef lokið við-
skiptaerindum mínum en áð
ur verð ég að fá konu til að
hugsa um Binkie . . .“ Hann
tók hatt sinn. „Verið þér sæl
ar ungfrú Davidson. Ég held
að þér hefðuð gott af loftslags
breytingu, ef mér leyfist að
segja svo“.
„Því þá það?“
O, vegna þess að fyrr eða
seinna þarfnast allir loftslags-
breytingar.“ Hann gekk til
MWtWWWMMtmWWMWWWMWMWWWV
BELINDA DELL
WWWWWlWwAWtWWWWWWWWWWWWWW fWWWWWWWWWWWWWWW%WtWWWWWWMWWWWWWWWMWWVWWWW
í London . . . „Tilfinningalega
bundin“. Nei, það var kannske
ekki neitt tilfinningamál sem
milli þeirra Steve var. En hún
hélt . . .
Hún bauð gestinum sígar-
ettu. „Takk“, sagði hann og
fékk sér eina. Hann kveikti í
henni og meðan hann gerði
það hugsaði hún um þau dýr-
mætu augnablik sem hún
hafði lifað með Steve. Þegar
þau Steve höfðu rætt um
Teddy Robson og sagt: „Það
var einmitt það sem mér datt
í hug — þér lesið hugsanir
mínar“. Þegar hún hafði sk.l
að aftur bók sem hann hafði
lánað henni: „Þér eruð eina
mannveran, sem ég hefði lán-
að þessa bók — enginn annar
hefði kunnað að meta hana“.
Og allar þær stundir sem þau
höfðu unnið saman . ..
3.
„Ég talaði við Steve um
þetta áður en ég kom hingað“.
sagði Owen Dryden rólega.
„Það er nefíiilega þannig að
við höfum haft tvær konur til
að annast Binkie. E.n gat ekki
lifað án fjörsins og mannanna
í New York, hún sagðist vera
einangruð á Meralda. Hin var
ung stúlka frá Vestur-Indíum
og ég held að því miður hafi
Binkie verið henni of erfið og
— ja það gekk að minnsta
kosti ekki“.
„Hvers vegna haldið þér að
það verði mér ekki ofviða
líka?“ spurði Moira meira til
að segja eitthvað heldur en
„Ef þér takið þessa vinnu
er víst bezt að ég vari yður
við að Binkie þolir ekki ó-
kunnuga“, sagði hann. „En
Steve sagði mér að þér væruð
vanar að umgangast börn svo
það gengi sennilega allt vel“.
„Sagði hann það?“
„Já, hann lofaði yður mik-
ið. Og Steve er ekki vanur að
lofa fólk“.
„Venjulega gengur mér vel
að umgangast börn“, sagði
hún og henni þótti lofið gott.
„Sjáið þér til, það eru ekki all
ir sem þola vel að hafa glað-
lega og skemmtilega hjúkrun
arkonu kringum sig. Kannske
vilja þeir hafa konu sem er
róleg og kyrrlát — konu sem
ekki krefst of mikils af þeim.
Börnin á St. Hugos sjúkrahús
inu kalla mig „Hvítu kon-
una“? sagði hún að lokum og
brosti.
„Finnst yður gaman að
vinna?“
„Já, mjög! Þegar ég sé lít-
inn dreng taka sín fyrstu
skref eftir árs legu — þegar
ég sá hann ganga til mín ljóm
andi af gleði — þá finnst mér
lífið ekki hafa upp á neitt
betra að bjóða“.
Það varð smáþögn. Hún leit
á hann og sá að hann horfði
rannsakandi á hana. Þegar
hann sá það sagði hann eins
2
Hún stóð upp. „Fyrirgefið
þér en líf mitt kemur yður
ekki við“.
Hún bjóst við að hann bæði
haná um afsökun, en í stað
þess sagði hann: „Ég spmðist
fyrir það hvað þér hefðuð feng
ið í kaup á St. Hugos sjúkra-
húsinu og þér getið reitt yð-
ur á að þér getið fengið betri
laun. Með tilliti til Meralda
og lífsins þar — þar er rólegt,
en þar er fallegt. Haf umhverf
is — þar er hægt að sigla,
synda og fiska. í landi er syk-
urplantekran og það er fallegt
— mikið af fuglum, blómum
og trjám og engar moskító-
flugur“.
„Þér segir að þetta sé Para
dís án slöngunnar?“
„Nú, já slöngur. Það eru
hættulegar slöngur þar, en
það er engin ástæða til að ótt-
ast þær, ef maður aðeins gæt-
ir sín vel“.
Hann brosti með sjálfum
sér, hérna sat hann og talaði
eins og sölumaður. Hann sá
að það hafði áhrif á hana. „Þér
fáið yðar eigin íbúð og Selina
getur þjónað yður. Hún er
þjónustustúlka móður minn-
ar, gömul og feit, en hún er
óvenju dugleg. Þér yrðuð að
vísu að taka við skipunum frá
gamla lækninum, honum
Goodenhurst . . . “
„Ef ég tæki vinnuna, já“.
„Þér kynnuð vel við hann.
Hann er gamaldags, en hann
er viðkunnanlegur.“ Dryden
stóð á fætur, tók upp veski
sitt og tók nafnspjald fram.
Það stakk í stúf við brúna
dyra og leit við eins og hon-
um hefði skyndilega komið
eitthvað til hugar. „Ég drakk
kaffi með Steve í dag —•
heima hjá vinum hans, New-
port hjónunum“.
Hún fann að hann leit á
hana og neyddi sjálfa sig til
að vera róleg: „Var það?“
„Newport forstjóri ræður
víst einhverju við sjúkrahús-
ið, er ekki svo?“
„Hann er formaður stjórn-
arinnar“.
„Jasso. Hann á mjög fall-
ega dóttur — heitir hún ekki
Pauline?“
„Jú“.
„Er hún vinkona yðar?“
„Ég kannast við hana, en
ekki mikið, hún er of auðug
fyrir mig“.
„Já“, sagði hann dræmt.
„Pauline er fögur. Hún er
einnig ákveðin. Sjáumst aft-
ur ungfrú Ðavidson“.
„Verið þér sælir herra
Dryden“.
„Sjáumst aftur“, leiðrétti
hann hana og lokaði dyrun-
um.
4.
Hún lét nafnspjaldið í vas-
ann og gekk fram í eldhús.
Pauline Newport... Hún sá
fagurt andlit hennar fyrir sér
og glansinn í koparrauðu hári
hennar, þegar hún hafði bent
Steve að koma til sín. Það
hafði verið daginn sem þau
höfðu haldið hátíðlegt tuttugu,
og fimm ára starfsafmæli
Keens sem dyravarðar og gef-
ið honum armbandsúr. Moira
minntist þess hve fljótur
Alþýðublaðið — 9. janúar 1959