Þjóðólfur - 22.11.1848, Page 2
6
þakklæti við forsjónina, og láta oss svo vinna
það fyrir, að vjer missum vel()óknun liennar.
Vjer vitum j)að sjálfir, að engum húsbónda
getur líkað við f>au hjú, sem allt af eru að
nöldra um, að allir hlutir á lieimilinu sjeu af
svo skornum skamti. Skyldum vjer þá ætl-
ast til, að hinum mikla húsföður heimsins
geti líkað við þá landsbúa, sem einlægt eru
að telja sjer tölur, (>ykir landið vera svo
gæðalítið, og eru því allt af að berja sjer
um fátækt? Nei, eins og guð elskar glaðan
og greiðvikinn gjafara, svo elskar hann lika
glaðan og (>akklátan (liggjauda. Og þetta er
ekki einungis sagt í tilliti til einstakra manna,
heldur líka til lieilla ()jóða.
Jað væri nú sök sjer, þó oss væri skip-
að, að gæta þess, að landið væri fátæklega
úr garði gjört, ef það væri satt, að svo væri.
En |)ví máli er ekki að gegna; þaö er ósatt,
að Island sje fátæklega úr garði gjört. Eins
og hvert annað land ber það órækan vott um
drottins milda örlæti. Jeg get að vísu ekki
bent yður, Islendingar! á neina leynda kosti
landsins, sem þjer þekkið ekki áður; og má
þó vel vera, að þeir sjeu margir til. En jeg
þarfekki heldur að grafa niður i innvfli þess,
til að leita uppi gull og gersemar, til að sýna
yður og sanna með sögu mína. Jeg bendi
yðui’ einungis á aðal-bjargræðisvegi landsins,
fiskiaflann og fjárræktina; og hversu marg-
falt meira mætti þetta þó ekki vera, efþeir
aðburðir væru við hafðir, sem vera mættu.
Jeg spyr yður, sveitabændur! er nú búskap-
ur yðar þegar kominn í þann hlóma, sem orð-
ið getur? Getur jaröarræktin hjá yður eng-
um bótum tekið framar? Jeg spyr yður,
sjávarbændur! er nú sjávarútvegur yðar orð-
inn svo ágætur, sem unnt er? Geta vertið-
irnar í veiðistöðunum ekki orðið arðmeiri?
Og þá er að benda á hin önnur gæðin, sem
minnakveöurað: æðarfuglinn á eyjunum, lax-
inn í ánum, silunginn í vötnunum, selinu á
skerjunum, fuglinn í björgunum, grösin á
heiðunum, og garðstæðin fyrir jarðeplin. Er
þetta allt hirt og stundað með því lagi og
þeim dugnaði, sem orðið getur? Jegar litið
er á allt þetta, á alla þá gæðakosti, meiri og
minni, sem land vort er búið með, þá er sann-
arlega synd að segja, að það sje fátæklega
úr garði gjört, og að vjer, innbúar þess, þurf-
um þess vegna að vera aumir og vesalir.
Jað er þó máltak, að hvert land bjargist með
sjnum gæðum. Jþetta á víst. ekki svo að skilja,
að hverjir landsbúar fyrir sig geti komizt af
eingöngu með þau gæði, sem landið hefur
sjálftfram að færa. Jeg heldj að engin þjóð
geti það, sein nokkra upplýsingu og mennt-
un hefur fengið; og þá er ekki von til, að
vjer, IsJendingar, getum það. Hvar ættum
vjer að taka hjá sjálfum oss t. a. m. járn í
Ijáina, hamp í netin? 3>að mun lieldur vera
svo, að hvert Iand sje svo úr garði gjört af
skaparanum, að landshúar hafi nægileg og
yfirfljótanleg gæði til þess, að geta aflað sjer
fyrir allra lífsins nauösynja, og þar að auki
geta staðiö straum af öllum stofnuiium, sem
þjóðin þarf með til andlegra og líkamlegra
framfara, þegar hún að eins hefur kunnáttu
og dugnað til að hagiiýta sjer kostilandsins, og
hún þar að auki á frjálst að skipta gnægtum
sínum og gæðum haganlega við aðrar þjóðir.
Á þennan hátt skal það líka samiast á Islandi,
að það ekki einungis getur hjargazt, heldur
og lifað góðu lífi af sínum gæðum. Jeg get
ekki heldur trúað því, að drottinn hafi ætlazt
til jiess, að nokkur lieil þjóð skyldi vera
ómagi aimara landa. j>að er ekki eptir gæzku
Iians; og að vilja telja þjóðiiini trú um það,
það er mikill ábyrgðarliluti. 3>að er rjett eins,
og ef einhver tæki sig til að brýna það fyrir
bóndanum í sveitinni, sem sæti á magurri
jörð, að hann skyldi sjá það sjálfur, er jörð
hans væri svo rýrlega úr garði gjörð, að hann
bæði mætti og ætti að byggja upp á hina
bændurna, sem sætu á hetri jöröunum. Hvernig
færi, ef bóndinn og allt hans heimafólk trj’ði
þessu? Ætli það færi ekki að hægja á sjer
að vinna í sveita síns andlitis? Ætli það
yrði ekki lítið um fjör og framkvæmd á því
heimili? Og allt eins hlyti að verða fyrir
hverri þeirri þjóð, sein Ijeti telja sjer trú nm
það, að hún væri ósjálfhjarga eptir ráði for-
sjónarinnar; hún vendist á að skoða sig eins
og hapdbendi, er heimsins stýrir liefði í frá
upphafi ætlazt til, að auðugri löndin skyldu
annazt. Og það yröi á endanum laglegur
þjóðarandinn í landinu þvi! En það er svo
guði fyrir þakkandi, að engin þjóð þarf þess,
að skoða sig þannig, og Island ekki heldur.
Guð hefur lagt of mikið til lands vors,