Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.09.1850, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 08.09.1850, Qupperneq 1
8. Ár. 8. Septemfoer. 45. og 46. „Aðsend g-rein um Iteylí jav ík '. (Framhald). Næsta dag eptir koma þeir Karli og Vífill, og flytja Ingólfi þau tíö- indij að öndvegissúlur lians sjeu fundnar. Segir svo af ferðum þeirra, að þeir þræddu ávallt með sjó, unz þeir komu fram á nes eitt; var þar tjörn og ós úr til sjávar. En er þeir sáu seli synda af hafi upp í tjörnina, nefndu þeir nesið Seltjarnarnes. ^eir gengu norðanvert á nesi þessu og stefndu í austur, þar til þeir komu á hól einn, þar er var mik- ið •víðsýni í allar áttir. Dagur var þegar að kveldi kominn, og rjeðu þeir það af, að hafa þar náttstað. Veður var hið ágætasta um kveldið, og yfriö fagurt um að litast hver- vetna. Lá sjórinn hvítur sem traf utan um nesið á þrjár hliðar, en í austur lá land til fjalla. Fjöll var að sjá allt um kring i nokkrum fjarska; blánaði fyrir sumum út við hafsbrún, en önnur stóðu á landi uppi steypt i roða hinnar sígandi sólar. Ilóllinn, þar er þeir ljetu fyrir berast, var sljettur hið efra, og kulluðu þeir hann HólavoU. Fyrir neðan og sunnan hólinn var tjörn ekki stór, en spegil- fíigHr; og í austur - landnorður við hana, var grasivaxin grund ekki stór, en eggsljett. Lækur einn lítíll rann úr tjörninni til sjáv- ar, en fyrir ofau lækinn tók við önnur hæð liðandi, svo ■grundin og tjörnin láu sem í litl- um dal. Vik gekk inn í grundina úr land- norðri, og var fjöruborð bæði fagurt ogsljett, meðan grundin rjeði. Vik þetta mynduðu tvö nef, sitt hvoru inegin við grundina. íþá gengu líka fram tangar tveir eigi alllitlir, og rjeðu þeir vikinni fram af vikinu. Jar sem töngunum sleppti, þá lágu fyrir víkurmynn- inu e}’jar tvær, fagrar að sjá. jþá er þeir fjelagar höfðu litið eptir landslagi öllu, mælti Vífill: fagurt er hjer útsýni, og víst mundi jeg kjósa Ingójfi bústað hjer, ef jeg mætti ráða. Karli mælti: sannast mun, þó seinna verði, að mögur munu þykja útnes þessi. Eptir þetta tal sofna þeir. Já dreymir Vífil, að hann þykist sjá mann á reiki niður á grundinni, og þóttist hann þar þekkja Orn, föður Ingólfs. Hann gengur til þeirra fje- laga og mælti: nú er lokið leitinni, Vífill! Muntú þegar á morgun finna öndvegissúlur Ingólfs sonar míns, þar er á ein mikil fellur til sjávar, en fjall fyrir ofan; og skaltú hafa það til marks, að jeg mun sitja upp á fjall inu, og benda þjer á súlurnar. Jegar Vífill vaknaði, hugsaði hann um drauminn, og fannst lítið um; þókti honum eigi líklegt, að leit- inni væri svo brátt lokið, ef þess skyldi bíða, að örn, faðir Ingólfs, vísaði á súlurnar, því að hann var heygður í Norvegi. Nú líð- ur af nóttin, ganga þeir fjelagar þá niður á grundina og þegar til sjávar. Gekk Vífill hið neðra, en Karli fylgdi marbakka. 5» er Vífill kemur austur undir lækinn, sjer hann hvar druinbar tveir liggja; hann greiðir þá sporið, og þekkir þegar öndvegissúlur Ing- ólfs. f>á mælti hann: þar sje gæfa Ingólfs, sem þið eruð að landi komnar! Síðan leit hann upp á hólinn fyrir ofan, og sá hvar örn sat og horfði til sjávar. jþá minntist Víf- ill draumsins, og sá, hversu hann var í alla staði kominn fram; en hól þennan nefndi hann Arnarhól. Nú kemur Karli að, hafði hann líka fundið þar nokkuð fjemætt; voru það öskjur með gullhring einum miklum. Siðan drógu þeir Qelagar súlurnar undan sjó, og Ijetu þær sunnan undir Arnarhól. Eptir það gengu þeir austur yfir heiði, og fóru til fundar við Ingólf. Ingólfur íagnaði þeim tíðindum, er hann

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.