Þjóðólfur - 21.12.1850, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.12.1850, Blaðsíða 2
 að eigi sjeu tákn min alls kostar aðgengileg; og spillir {>að, ef til vill, máli mínu, er j)ú segir mig svo vígalegan á svip og hvassan á brún. Jað væri von, þó að þeir fældust mig, sem lengi hafa engin sverð átt, og sein- ast voru nú sviptir failbyssunum á Jörund- arvígi. Andi Inr/: Jeg verð að lýsa þjer, eins og mjer lízt á þig, og þú lítur helzt sjálfur út fyrir að vera; og er þá raunar eigi svo tor- velt að sjá stefnu þina; hefur hún lengi sýnt sig, og sýnir enn í dag í svo augljósri mynd, að varla er unnt um að villast. íþú ferð nú, tíðarandi! í gegnum mannheiminn, eins og voldug vættur og vigaleg á velli. Jú ert hermannlegur ásýndum nieð sverð við hlið, og blikandi lijálmi með arnarvængjum. Jeg kannast dável við þig, þjóðholli, þjóðsæli frelsisandi! Jeg er sjálfur Norðmaður að ætt og uppruna, og við ólumst upp saman, þó langt sje siðan. Tífr; Fáir möttu mig svo, Jngólfur! enda er eigi öllum gefið augað þitt; og er mjer sönn huggun að heyra þetta af þínum munni, því þar hef jeg verið lieyrandi að í holti, ér sumir menn kölluðu migþá meinvætt tímans, er æsti lýðinn upp til að rífa niður hásæti konúnga og ölturu guðs, og leyfði honum svo að leika hóflausum gleðilátum kringum dysjar reglunnar og siðseminnar. Andi lng: Hættu, hættu, tíðarandi! Jeg get ekki heyrt þessi æðruorð. Sjer eru hverj- ir draumórarnir um hádaginn! Jeg segi þjer það satt, að jeg fælist þig ekki; jeg hræðist ekki einu sinni blóðlitaðar hendur þínar, því jeg veit, hvers hlóði þar er út helt. Jégþori að horfa framan í þig, þó þú sjert hvasseygð- ur, jeg get leikið mjer að sverði þínu, og vildi lielzt mega faðma þig upp að brjósti mínu, eins og æskuvin. Jví skoðum aðgjörð- ir þínar! Ilvað er það, sem þú gefut' þjóð- unum þrek og áræði til að biðjaum? Hverju blses þú þeim í brjóst að heimta af stjórn- endunum? Jeg get ekki sjeð, að þaö sje annað en það, sein sjerhver stjórn ætti sjálf að vilja láta í tje, svo framarlega sem það er tilgangur hennar og ætlunarverk að menta mannkynið, en ekki hitt, að klekja upp ein- hvers konar þrælalýð, þar er einri er húss- bóndi yfir, en ótal ráðsmenn innan um. jþjóð- irnar heiinta, að þær megi sjálfar setja þau lög, sem þær eiga að hlýða, sjálfar'akveða þær álögur, sem þær eiga að bera. 3>ær heimta, að þeir hafi líka ábyrgð, sem stjórn hafa á hendi. 5ær heimta, að ritfrelsi og prentfrelsi, sem er andardráttur frelsisins, sje óbundið svo lengi sem það ekki skerðir trú og dygð; með því að sjerhver sá, sem skerð- ir það frelsi að óþörfu, sker tunguna úr munni þjóðlíkamans, og vottar, að hann er líkur harðstjórum 4usturlandanna, sem ekki vilja láta aðra, en mállausa þræla þjóna sjer. J>ær vilja ekki lengur láta gabba sig með ástæðulausum heilaspuna uin rjettindi, er einn eigi meiri heimting á, heldur en annar, og sem aldrei inegi af sjer brjóta, hversu sem þau rjettindi eru vanhrúkuð, og sá er óverð- ugur, sem nýtur þeírta. heirnta meiri jöfnuð og mannúð milli stjettanna, og vilja að þeim rjetti sjé borgið, eins og helgum dýrgrip, sem náttúran hefur gefið öllumjafna heimting á. Sá er ekki rjettilega hygginn, sem synjar þjóðunum um þessar bænir þeirra, því að jeg get lesið það út úr hrúnunum á þjer, að þær gánga þá sjálfar að rjetti sínum fyr eða síðar. Tíð: Vel segist þjer, vitri fornmaður! og kann jegþjer þakkir fyrir vitnisburðinn ; væri og vel, að landar þínir fengju þess að njóta af innblæstri mínum, sem þú hefur nú talið. jþað má að visu vel vera, að sjálfur spilli jeg nokkuð fyrir máli mínú í mannlífinu,' svo að það getur eigi notið góðs af mjer, eins fljót.t og skyldi. Jeg er ungur til þess að gera, þegar litið er eptir því, hversu mikið verk jeg á enn eptir að vinna í þjóðlífinu; en ung- ir eru opt óstýrilátir, og vilja ryðja sjer til rúms; og það verðurekki varið, að æði geist fór jeg af stað. En hitt er líka aðgætandi, að fyrri tíðar andi, forrnaður minn, var þjettnr fyrir og þrár, og æsti mig mjög með mót- spyrnum sírium. Og því ætti heldur enginn að gleyma, að jeg kom inn í mannheiniinn, eins og læknir, og að sjúkleikinn, sem lækna átti, var hættulegur og innrættur mjög. En hver getur þá ásakað lækninn, þó hann setti bíldinn djúpt inn í brjóst tímans, þar sem það var átumein, er skera þurfti burt. Audi Ing: j>aö vil jeg heyra, tíðarandi! að þú sjert ungur enn; það er líka auðsjeð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.