Þjóðólfur - 21.12.1850, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 21.12.1850, Blaðsíða 4
224 eða engir skildu stefnu timans, sem var nú að draga saman í höfuðstað landsins, {>ví síð- ur þá að þeir vildu a;reiða fyrir þeirri stefnu með ráð og dáð, eða hlynna að máli bæarins, þó ekki væri nema í orði. ;þaö ,Tlun hafa ver_ ið á seinni hluta 18 aldar, sem nokkur bæar- mynd fór að komast á í Reykjavik; og hef- ur hún þá að likindum fyrst framan af ekki verið alls kostar þjóðleg, svo landsmönnum kann að hafa verið nokkur vorkun, þó þeir líti heldur óhýrt til lieunar. Enda má og ætla, að svo hafi verið, af vitnisburði þeini um Reykjavík, sem til er eptir tvo merka menn, er sinn vitaði á hverjum tíma. Ilinn fyrri er eptir, Magnús heitinn Stephensen í Viðey, og kannist þjer víst við hann, Islend- ingar! úr „Eptirmælum 18 aldar“. Hann læt- ur eykonuna Island tala þessum orðum við lSöldina: „Reykjavík varð íljótt fjölbyggð, og apaði eptir útlendra knupstöðura, eptir því sem færi gafst til, i munaðarlífi, metnaði, prakt, svallsemi, lystugheitum og ýmsu, er reiknast til ens fína móðs. Hún setti öllu fremur, ásamt líf í innanlands kauphöndlun og bjargræðisvegu, fjölgaði þeim og jók þá eldri, ásamt óvenju dýrtíð um marga parta mina, og hún varð fljótt minn einka h'ófuð- staður, áður að sönnu'fræg, frá nýu innrjett- inganna tíð, en í þessara tilliti, einkuni vcfn- aðarskólans, um þínn viðskilnað ófrægafþvi, að þær og hann í henni dóu öldúngis út með þjer. Haldi nokkur, að öfundsýki hafi í stað- inn reist þar sinn skóla fyrir eigingirni, part- iska flokkadrætti, rógburð og baknag til eig- in frama, en til niðurdreps minna sönnu vina, skal systir þin á síðan votta, hversu illa mjer færi að þræta ura það“. jþetta var álit mikils manns á Reykjavík um aldamótin. Hinn síðari vitnisburður um Reykjavík er eptir enskan prest, Ebenezer Henderson, sem ferðaðist hjer um land 1814 og 1815; og ber hann Reykjavík söguna þannig í ferða- bók sinni. „Reykjavík er án efa vesti stað- ur á íslandi, til þess að hafa þar veturvist. Jað er ekki hægt að hugsa sjer ljelegra og óverulegra fjelagslíf, heldur en þar er. Vegna þess að bærinn er eins konar selstaða útlendra manna, þeirra, er fæstir liafa þegið nokkra menntun, og sem sigla landið upp einungis fyrir ávinningssakir, þá eru þar allar bjargir bannaðar með allt, sem gæti veitt nokkra andlega skemtun. Tóbakspipan gengur aldrei guðslangan daginn út úr munninum á útlend- ingunum, sem þar búa; en á kveldin hafa þeir eigi annað handa á milli en spil og púnfs- kollur. Tvisvar eða þrisvar á hverjum vetri lialda þeir dansleiki, og stundum leika höfð- íngjarnir sjálfir gleðileiki. Til þess hafa þeir ráðstofuna, og af því að þar er lítið um sæti, þá bregða þeir sjer út í dómkirkjuna eptir stóluin, og gjöra sjer eigi samvizku af . . . 5ví má nærri geta hversu umgengni og sam- búð við slika menn muni vera holl fyrir ís- lendinga sjálfa. Jað fer líka svo, sein von er til, að allt of margir af þeim drekka í sig sama anda, og þeirra góða siðferði spillist augsýnilega af vondu eptirdæmi útlending- anna ... J>að er I>ka grátlegt að sjá íslend- inga þá, sem úr sveitinni koma til Iteykja- víkur. Vegna þess að þar eru engin gest- gjafahús, sem veitt geta nokkra aðhlynningu, og af því að ílestir bændur liafa tjöld sín í nokkurri fjærlægð frá bænum, þá eru allir, sem þangað koma, annaðhvort á sífeldu sult- arrangli frá einu húsi til annars, ellegar þeir standa auðmjúkir frammi fyrir einhverjum verzlunarþjóninum, sem metur {>á að vettugi; og ef einhver virðir þá Viðlits, þá er það því að þakka, að sá hinn sami hefur von um, að geta okrað í kaupum við þá. Enda finna Islendingar það, að hjer er ekki staður fyrir þá, svo óánægja og tortryggni er afmáluð á hvers manns svip“. 5etta var álit Englendings á höfuðstað vorum fyrir rúmum 30 árum, og kemur mjer til hugar orðshátturinn garnli: „glöggt ergests augað“! En afþessum vitnisburðum Reykja- víkur má ætla það^ að henni hafi i þá ilaga verið í mörgu ábótavant, og þe.ssvegna ekki kyn, þó að hún væri miður þokkuð af lands- mönnurn, er bæði bærinn sjálfur vegna alls ásigkomulags og athæfis vann ekki til ann- ars en óþokka, og landsm'erm þar að aul^i um þær mundir með öllu fráleitir hugmynd- inni um höfuðstað, og enda öfundsjúkir yfir hverjum þeim bletti, sem safnaði að sjerfleiru, en tvístrunaranda þeirra líkaði. Jnnnig hef- ur það atvikazt, íslendingar! að höfuðstaður vor hefur farið mjög hægt að {iví að rísa á fætur fyrst fraraan af; og hefur því valdið ytír

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.