Þjóðólfur - 21.12.1850, Blaðsíða 5
2S5
höfuð aö tala bæði skilningsleysi 02; deyfft
J)jóðlífsiiiSj sem ekki fann til neinnar þarfar
á höfuðstaö, og hugsunarleysi og aðgjörða-
leysi stjórnarinnar, sem ekki sá, að Island
niuruli þurfa að eignast höfuðstað eins og
önnur lönd, og uennti svo ekki að fara að
byggja hann upp, fyr en í fulla hnefana. En
það inun mega með sanni segja, að fyrir hjer
um bil 20 árum fór Reykjavík eins og að taka
stakkaskiptum frá þvi, sem áður var. Og
þeim var það ætlað stiptamtmanni heitnum
Krieger og landfógeta JJIstrup að taka fyrsf
hendinni til í Reykjavík, og hreifa við mörg-
um þeim steini, sem engin mannshönd hafði
áður við snert. Eptir aðgjörðir þeirra sá-
ust líka fyrst nokkur mannaverk í bænum,
svo hami leit ekki lengur lit sem eittlivert
afdrep ómentaðra útlendinga, heldur sem snot-
ur visir til þjóðlegs höfuðstaðar. Tóbakspíp-
urnar hurfu úr þvi smátt og smátt úr murini
bæarmanna, og púnskollurnar liðu óðum úr
höndum þeirra, en alls konar starfsemi og
háttaprýði fór að því skapi í vöxt. Og þann-
ig álít jeg nú höfuðstað vorum svo komið um
miðbik 19. aldar, að jeg ætla hann í öllu til-
liti að samsvara þjóðlífi voru. Ilann er að
brjótast um og reisa sig á fætur, eins og
þjóðin öll er í einhverjum umbrotum til að
liefja sig upp til dáðar og dugnaðar. Og of-
an á allt annað, sem styður að framförum
höfuðstaðar vors, þá hefur nú líka hljómað í
„Tíðindum lanzins“ blessuð rödd, sem brýnir
það fyrir öllum lýð, að sjerhverri þjóð, og
oss þá líka Islendingum, ríði það á miklu,
að eignast höfuðstað; og hún segir það ský-
laiist, að hugmyndin um hann sje þegarfarin
að brjótast um í landinu. Og þessi rödd ei
það, sem hefur komið fótunum undir þessar
ritgjörðagreinir í jijóðólfi um Reykjavík. Jeg
aumkvaðist yfir hugmyndina, þar sem hún lá
í umbrotunum, og jeg var liræddur um, að
þáu kynnu sumstaðar að verða henni að fjör-
brotum. 3?ess vegna hef jeg reynttil, að skýra
fyrir löndum mínum hugmyndina um höfuð-
stað, og um frara allt látið'mjer annt um að
fý þá til, ekki einungis að mynda liöfuðstað
með huganum allstaðar og hvergi, lieldur að
l'ySSja hann upp með höndunum einmitt á
þeim stað,sem sannfæring mín segir mjer, að
honum sje ætlað að vera. Og óska jeg þess
af heilum hug, að þessi min tilraun í orði
til að hlynna að Ingólfsbæ, mætti vekja
marga aðra, til að styðja að byggingu hans
með ráð og dáð. Ingólfur var ekki nema
einn, og orkaði hann þó miklu með karl-
mennsku sinni, til að leysa úr ánauð hina
fríðukonu; hann var líka sofandi, því að eigi
var hann efldur nema af átrúnaði heiðinna
manna; og þó fjekk liann dregið liringinn
góða á löngutöng konunnar. En vjer erurn
margir saman, Islendingar! jþví skyldum
vjer þá ekki geta orkað miklu með alefli
voru, til að hrinda því öllu af oss, sem haml-
að hefur frainförum vorum! Vjer eruin líka
vakandi og efldir afli þeirrar trúar, sem flyt-
ur fjöllin og sigrar lieiminn; hvað skyldum
vjer því ekki geta áunnið með rjettum og
bróðurlegum samtökum, til að reisa á fætur
höfuðstað vorn, og gjöra einmitt Reykjavík
aö oddvita og leiðtoga þjóðarinnar í hvers kyns
góöum og gagnlegum fyrirtækjuin!!!
Fadirinn og barnið.
S a m t a I.
Barnið: Hvaö þýðir þaft, sem stendur hjerna í Lanz-
tíðindunum núna á bls. 1.39 skolians axarskapt?
Jeg skil það ekki, pahbi minn!
Faðirinn: Jiað á að vera skollans axarskapt, dreng-
ur minn!
15. J>ví er það svo? Er liöfundurion, sem stendur
undir greininni, að uppnefna skoliann að garnni sinu?
Jiað þyrði jeg ekki að gjöra skollanum, sem er svo
slæmur við fólk, og narraði eplið út úr henni F!vu!
Faðirinn þegir og lítur framan í drenginn, sem segir
strax á eptir: kannske ritstjóri Tíðindanna sje rjett
eins og hún mamma mín, og hann hafi ekki viljað lofa
litlu drengjunum sínum, að setja blótsyrði i biaðið hans,
því opt bannar bún niamma mjer að blóta, og segir,
það sje ljótt.
Faðirinn brosir og segir: víst er mn það, barn! að
orðvar maðnr er hann og yfrið kurteys; en fyr má ná
vera purkunarseini! Onei, drengur ininn, skolKnn er
svona vondur við inenn, og villir svo herfilega huga
þeirra, sem ætla að lieilsa upp á liann, að hann ekki
einu sinni lofar þeim, að nefria nafn sitt rjett!
B. Getur skollinn ráðið svo við huga stóru mann-
anna, sein kunna svo vel að hugsa, og rugla aldrei í
lausu lopti, eins og við börnin?
F. Ójá, drengur minn! 5a<ð er enginn svo mikill
ó velli, eða útlærður í hugsunarfræði, að skollinn geti
ekki glapíð fyrir lionum, og slitið hugsunarþráð lians.
Jeg nefni nú ekki, ef einhver þykist sterkur á svelliim,
og treystir mjög hyggjuviti sínu og hugsunarfræði, þó