Þjóðólfur


Þjóðólfur - 15.01.1851, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 15.01.1851, Qupperneq 4
232 og frelsisins. Hann var einn af þeim fáu mönn- um á sinni öld, sein hvorki af einþykkni'nje jiráa vildi standa uppi eins og staur á akri gamla horfsins, jiví, fió að hann væri orðinn aldraður, vottaði iiann einlægan vilja og fjör æskumannsins í því, að átta sig í hugmynd- um þeim, sem þá tóku aðryðjasjer til rúms í þjóðlífinu. Mannelska og hlíðlyndi voru að- almannkostir hans, og þess vegna hataði hann allt, sem vildi ryðja sjer til rúms með ákefð og ofríki; og af því að hann var maður einkagætinn, líkuðuhonum aldrei hastarlegar og fljótráðnar umbætur. Eigi að síður skyldi hann stefnu timans og mat hana mikils, og mátti hann með sanni heita eins konar sátta- semjari eða friðarhöfðingi milli hins gamla og nýja. Treschow var þannig einn af ást- vinum gamla horfsins, sem gekk í lið með nýungavinunum.“ Treschov hefursamið ritgjörð um „grund- vallarlög Norðinanna.1,4 Meðal annars lýsir hann j>ar að nokkru leyti skoðun sinni á því, hvernig hann mundi helzt kjósa', aö staða Nor- egsværi í tilliti til Sviarikis. Hann álitur það enga beinlinis óhamingju fyrirhvorugt. landið, þó að þau hafi margt og mikið saman að sælda. Samt tekur hann það fram, að náið samband á milli þeirra geti ekki átt sjerstað, meðan að stjórnarlögun og stjórnarathöfn Svíaríkis sje svo ábótavant i mörgu, og Norégur þess vegna hafi gildar ástæður til að vilja eigi að- hyllast fyrir sína hönd margt, sem er í lög- um Svía. En komist Veruleg umbót á stjórn þeirra, álitur hann ekki áhorfsmál fyrir Nor- eg að eiga náið samband við þá; en það seg- ir Treschow um leið, að bæði Norðmenn og Svíar ættu þá að láta sjer annt um, að verða „sannnefnd bræðraþjóð, rjettur tvíburalýður, sem engan ýmugust hafi hvor á öðrum, sem hvor meti annars þjóðerni að maklegleikum, og forðist að skerða einkenni þess eða önn- ur rjettindi í nokkurn máta.“ 3>annig var Treschow lyndur, Islending- ar! hann sem ljet það vera eitt af einkenn- isatriðum í grundvallarlögum Norðmanna, að þeír ekki skyldu binda sig öðru en frestandi neitunarvaldi. $ó hefði jeg ekki farið að mæla fram með þessu atriði við yður, hversu vel sem mjer annars hefði kunnað að líka skoðun þessa manns, að því leyti sem jeg þekki hana, ef jeg hefði ekki líka getað bor- ið fyrir mig reynsluna, eða vitnisburð Dana sjálfra, sem hafa játað það, eins og 5>j«ðólf- ur hefur áður sagt, að öll þau ár, sem Nor- egur hefur verið lýðstjórnarríki, þá hefur hið frestandi neitunarvald aldrei komið þar að neinum baga, heldur þvert á móti verið til mikils gagns fyrir land og lýð. Gjetið þjer nú láð mjer, þó að jeg af þessum rökum hafi hallast að hinii frestandi neitunarvaldi, eða að minnsta kosti álitið það skyldu mína, að út- skýra það svo vel fyrir yður, sem injer var unnt, til móts við ah/jörða, neitunarvaldið hans Jakobs? Eða finnst yður hann hafa fært aðgengilegri ástæður fyrir sinu máli, heldur en jeg fyrir mínu? 5jer getið sjálfir leitað í ruslahirzluin lians í Undirbúningsblaðinn og Lanztiðindunum; og jeg bið yður fyriraðtaka það vel til greina, sem nýtilegt kann að vera. Hvað því við víkur, að Jakob Guðmunds- son hefur allt af reynt til að gjöra skoðun mína tortryggilega fyriryður, með þvi að segja, að jeg byggði hana á sameiningunni, þá verð jeg að játa það, að jeg gat engu lofað yður uin aðskilnað málefnanna, því hann er ein- ungis kominn undir áliti þjóðfundarins og samþyktum konungs. Um aðskilnaðinn gat Jakob heldur engu lofað yður; hann veit hvað hann vill í því efni, eins ogjeg, en ekki hvað verða kann. En einmitt þess vegna þókkti rajer líka ráðlegra, að brýna fyriryður það neitunarvaldið, sem gat, gjört saineining- una hættulausa, ef hún yrði á þann veg sem ekki skyldi, heldur en að gylla fyrir yður eingöngu hið algjörða neitunarvald, um hvert Jakob veröur sjálfur að gjöra fyrir yður þessa ískyggilegu játningu „að það ekki muni verða yður að neinni sjerler/ri hættu, og það enda þó að málefni yðar yrðu út af fyrir sig. Kveðja mín til yðar verður þá þetta: þegar málefni íslands eru þannig aðskilin frá mál- efnum Danmerkur, eins og þjóðfundurinn á- lítur hollast og konungur samþykkir, þá skal hið frestandi neitunarvald ekki einungis verða hættulaust fyrir landið, heldur landi og lýð til mikilla bóta. Og Dovrafjöllin í Noregi segja þar til já og amen! Hvað annað atriðið áhrærir, sem jeg hef álitið takandi til greina í „kveðju Jakobs Guð- mundssonar“ þá getur vel verið, að mörgum

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.