Þjóðólfur - 15.01.1851, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 15.01.1851, Blaðsíða 7
335 Kveðja skólapilta til Dr. II. Scfievinr/s l.nóvemberm. 1S50. Æfi manns hefur afmælt svið — sem fagur gcisli fyrst í heiði fölnar æ þegar hallar skeiði — eins hverfur þróttur clli við; . én þá er hvíldin þægust gjafa þcim, sem að lengi unnið hafa, einkum þá lofstýr Ijóma ber á Ieiðina, sem að farin er. Einhuga - skólans er það - mál, að sá hali nó úr sæti vikið, sem voru gagni unni mikið, og hugði engum hrekk nje tál. Hann, sem að iðnin aldrei þreytti, og æ til starfa krðptum beytti, en fann það yndi allra mest, ætíð að rækja þau sem beit. Fari þvi vel úr vorum rann Iciðtoginn, sem oss lengi fræddi, og löngun mcnnta tíðum glæddi;’ flokkur vor honum yndis ann og hvíldar, sem hann nú má njóta, og nytsamt líf er vant að hljóta. Skilnaðar orðin skulu k 1 ö k k Skólans einhuga vera: þökk! Ti l cmbœttismannsins í Lanztíðindunum bls. 145-146. K það var hvorttveggja, að okkur, Iesendum Lanztíð- indanna, var fnrið að þykja æði dökkt yfir þeim í skamindcginu núna, og þau heldar krímótt og óþvcrra- lcg scra stjórnarblað frá þokkalegmn og tærilátum rit- stjóra, cnda hafa þati nú hulið blygðan sína, ogþvcgið upp á sjer skjannann. Og kunnum vjer miklar þakkir þeim enibættismanni, sem, af þjónustusamri hollustu við stjórnina og náttúruna, hefur fundið hjá sjer köllun til að kasta af sjer vatni, svo að stjórnarblaöið gæti þveg- ið sjer, og þrifizt í landinu hreint og þokkalegt. Eru þeir cinbættismennirnir færri nú á dögum, sem gegna þannig í einu bæði þörfuin stjórnarinnar og þarfindum náttúrunnar. Vjer væntum þess Kka framvegis, að ef '•tthvað óhreint skyldi koina nærri „Tíðindum lanzins“, þá muni þessi Iðgsæli embættismaður finna lijá sjcr hina sömu köllun til að lauga þau í vatnsbaði sínu. Og jafnvel þó að vjer í engan máta efum það, að eins og þessi embættismaður er uinhyggjusamur yfirboð- ari, svo muni hann lfka vera aðgætinn náttúruskoðari, þa dirfumst vjer samt að biðja hann, að hugsa ætíð greinilega uin það, hverju mcgin köllunin í honum ligg- ur, þegar honum verður mál, til þess að verka upp Lanztíðindin; „því að jeg finn hjá mjer köllun, sagði embættisinaður, og minntist við Lanztíðindin árið sem lcið, en mundi ekki eptir náttúrunnar köllun til baksins“ Embœttismaður. Hurjsunarfraðin og Göngufrœðin. Jafnvel þó að H ugsun arfræ ðin sje ein af þeim vísindagreinum, sem varla hefur verið nefnd á nafn, því sfður kennd eða útlistuð í landi voru, fyr en nú á þessum tfmuin, þá getum vjer, íslendingar, samt vel látið oss skiljast það, að vísindagrein þessi muni vera mikils verð, og allt eins fögur ment að sfnu leyti, eins og t. a. m. Göngufræðin. Um hana vitum vjer þó allir, hve mikils umvarðandi hún erfyrir líkamann; því þó að ekki hafi heldur verið rætt um hana mcðal vor, íslendinga, nje hún verið kennd, sem ment út af fyrir sig, þá sjer samt hver heilvita maður, hve ómissandi hún er í lffinu. Og þó að vjer, íslendingar, sjeum, cf til vill, eptirbátar sumra annara þjóða í göngufræðinni, fyrir þvf að vjer erum allt of kærulausir um alla hátta- prýði og látfegurð líkamans, þá tökum vjer samt eigi að síður eptir því, hversu inent þessi er fögur á þeim, sem hafa numið hana til hlýtar, og sem þá- ekki t. a. m. vagga, nje skjögra, eins og vissir menn, eða fljúga með höndunum, nje stappa mcð fótunum, eins og sumir menn. IVú ef þjóðin er sannfærð nm nytsemi og feg- urð göngufræðinnar, með því að hún bæði sjer og finnur, hversu eðlilcgt og ágætt það er, að öllum fram- gangi og aðburðuin líkamans sje hagað eptir vissu og rjettu háttasniði, þá má nærri geta, hvort hún ekki muni renna grun í það, hvílíkur dýrgripur að sje liugs- unarfræðin, sem er sú mcnt, að skoða hlutina eptir rjctt- um og vissum hugsunarreglum, svo að sálin ekki vaði rcyk, ekki hlaupi yfir á hundavaði, ekki lcggi á slcggju- dóma. það má líka segja það, að vjcr bændur á ís- landi gjöruin oss mikla og háleita hugmynd um fræði þessa, og það því heldur sem vjer hcyrum nú svo opt, Hvað samband Stjórnarinnar og Náttúrunnar í þessu efni áhrærir, þá get jeg ekki að öllu leyti fallizt á skoðun höf.; því að jeg Keld, að það sje bæði Stjórninni og Náttúrunni fyrir beztu, að þarfindamál þeirra sjeu sem grcinilcgast aðskilin, jafnvel þó að þarfindi Náttúrunnar hjó þcssuin eina embættismanni kæmi í þctta sinn þörfuiu Stjórnarinnar að góðu liði. Ábyrgðarmaðurinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.