Þjóðólfur - 15.01.1851, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 15.01.1851, Blaðsíða 6
334 ást mikið hafa til síns máls. Hinir fyrri |>ykjast berjastundirmerki reynslunnar, sem kennt liafi mönnum að haga öllu, eins og |>ví nú er fyrir komið; en hinir siðari þykj- ast berjast unclir merki skynseminnar, sem segir: breytast tiðir, og breytast menn! En það er óhamingjan, að hvorugir lita rjettum augum á málið. Aðrir gæta þess ekki, að margt, sem reynslan hefur kennt mönnum, verðskuldar að standa. stöðugt og óhaggað, eins og hinir gá ekki heldur að þvi, að skyn- semin mælir fyrir breytingu á mörgum hlut- um, sem verið hafa. 3>ess vegna beita þá hvorirtveggi einþykkni, tortryggni og liatri; þess vegna gildir baráttan líf eða dauða; þess vegna er sigurinn einn, en engar sættir mark og mið baráttunnar. jþess vegna álíta þeir hvorjir aðra sem uppreistarmenn gegn vilja guðs, en gæta þess ekki, að liann hefur bæði gefið gildi því, sem er, og líka falið í skauti tímans frækorn til þess, sem á að verða, og þannig viljað, að það yrði til. Jað má heita, að barátta þessi hafi stað- ið, og það alláköf, þessa liina liðnu hálfu öld; og hefur ýmsum veitt betur. Stund- um hefur litið svo út, sein nýunyavinunum mundi takast að umskapa álfu vora; aptur sást stunduin ekki annað fyrir, en að ástvin- ir yamla horfsins mundu geta brotið á bak aptur sjerhverja tilraun til að ummynda gamla lagið. En þó að þannig liafi barizt í bökkum með þeiin, þá verður því sarnt ekki neitað, að fyrir þessar sviptingar hefur margt það komizt í nýtt og betra horf, sem vel hefði mátt sætta nýungavinina og ástvini ganrla horfsins. jþví hver getur neitað þvi, að þar sem framför nrentunarinnar hafa nokkru feng- ið að ráða um tilhögun á hlutunum, þá hafa margar þær nýungar komizt á í álfu vorri, sem gjöra það að verkum, að hún getur þó eigi lengur álitizt að vera í gamla laginu, enda þó að allt sje ekki orðið spónnýtt. En aptur verður því ekki heldur neitað, að hlut- aðeigendur hafa hvor um sig inikiö spilt mál- um fyrir sjálfum sjer, því hvorju megin sem sigurinn hallaðist að, þá rataði hvorugur, seni betur hafði í þann svipinn, hið rjetta meðal- hóf; þess vegna var þá sigurinn síður hag- nýttur til að umbæta garnla horfið með sann- gjörnu tilliti til nýunganna, þeirra, er ómiss* andi voru, eða á hinn bóginn til að tryggja nýja horfið með tilhlýðilegri virðingu fyrir því, sem gott var í hinu garnla; heldur en til hins, að leiða aptur inn gamla liorfið óbreytt og enda verra, eða þá til að framfylgja nýungun- um út í æsira, livað sem þær fóru fram á, og hvort sem þær stefndu. t>að sem hefði átt að sætta hið ganda og nýja, kveikti þann- ig æ af nýju hinn forua fjandskap. Engin tilslökun af hendi gamla horfsins við hiö nýja var af hlutaðeigendum álitin svo sem sjálf- sögð máiamiðlun, er væri jafnt í beggja jiarfir; þvert á móti var það optast álitið af öðrum sem ránskapur, og hinum sem herfang. Jiað sem hefði átt að efla innbyrðis traust, og tryggja vináttuna milli ástvina gamla horfsins og nýungavinanna, j>að stráði út óánægju og tortryggni milli stjórnenda og þegna; það veikti þá hollustuna og elskuna, sem heill og hamingja sjerhvers lands er undir komin. Fá liafa þau lönd verið, J>ar er þetta inn- byrðis traust og hollusta milli stjórnenda og þegna liefur haldizt óraskað, með því að stjórnendurnir hafa hyggilega aðgætt’stefnu þjóðlífsins og fullnægt þörfum þess í tíma, eins og þá líka þegnarnir að sínu leyti hafa borið innrætta virðingu fyrir hinni gömlii stjórnarlögun, og ekki viljað liagga viö henni um skör fram; svo hvorirtveggi liafa farið hægt og gætilega, og ekki látið neitt illt verða úr. En sæl eru þau lönd, sem eiga að hrósa þessari hainingju mitt í ókyrrleika þessara tíma! Jess vegna væri óskandi, að kröfum tímans væri hvervetna hyggilega tekið, og þeim ekki hrundiö af grunnliyggnum ráðgjöfum og eig- ingjörnum embættismönnum, sem hugsa meir um það, að haida uppi sinni eigin tign og á- liti, heldur en að sjá borgiö heill og velferð hins gjörvalla, sem blindaðir af úreltum hug- mynduin hatast við allar nýungar, af því að þær eru ekki eptir þeirra skapi. Eins er líka á hinn bóginn óskandi, að virðing fyrir gamla horfinu sje ekki um skör fram niður brotin af ógætnum forsprökkum, sem í stað þess að glæða elskuna til liins nýa, svo að hún geti smátt og smátt rutt sjer til rúms hjá þjóðinni, og gjört hana hæfilega fyrir framfarir timans, æsa hana upp í þann loga, sem um- turnar öllu, og eyðileggur allt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.