Þjóðólfur - 02.05.1851, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.05.1851, Blaðsíða 4
2GS vegna, a!S oss fjykir minkun aft þvi aft firtg- ast aptur úr, helrlur en af f>ví art vjer höfum ánægju af a?> styftja gott og gagnlegt mál. Stundum erum vjer líka meft öllu ófáan- legir, af því vjer álitum, aö sá litli skerf- ur, sem vjer leggjum til, gjöri hvorki til nje irá. Vjer erurn vanastir frví aft bífta þess, að stjórnin hlutist til um öll mál, sem nokk- urs eru áríðandi; en vjer gáum ekki að því, að það er margt, sem vjer gætum sjálíir kom- ið til leiðar með samtökunum, bæði svo bet- ur færi, og unrlireins með hægara móti. Jað er eins og vjer rangskiljuin eðli og tilgang stjórnarinnar; því að það er fremur ætlunar- verk hennar að greiða veginn fyrir framkvæmd þegnanna, heldur en að ákveða hana og ráða henni i hverju einu. Mikill er, fslendingar, í þessu tilliti munurinn á oss og Englending- urn, þó að ólíku sje saman að jafna! Jví trúir rjett enginn maður, hversu miklu góðu og gagnlegu þeir geta til leiðar komið bæði fyrir það, að þar tortryggir enginn ann- an, og þar hafa allir ánægju af að vinna með samtökum. Hinar mestu stofnanir, t. a. m. spitalar, bibliufjelög, kristinndómsf|elög, auk ótal annars fleira, hafa því nær eingöngu haf- izt þar og haldast við af fjestyrk einstakra manna. Mestu afreksverk, t. a. m. járnbraut- ir, brýr, skurðir, gufuskip o. fl. hafa þar kom- izt á stokkana með samskotuin vissra fje- lagsmanna. J>að heppnast raunar ekki öll fyrirtæki þeirra, en enginn Englendingur miss- ir hug fyrir það til að ráðast i það af nýju. Vera má nú að einhver hugsi, að það sje til lítils að segja oss frá þessu hjá F.nglending- um, sem eru voldugasta og afreksmesta þjóð- in i heiminum; og er það rjett álitið að því leyti, sem vjer aldrei þurfum að hugsa til, að afreka neitt til líka við þá, sern vanta hvorki viljann nje rnáttinn. En England hef- ur þó ekki æfinlega verið á þeiin fæti, senr það er nú. Líka hefur framför þess einlrvern tíma átt sjer upphaf. VTjer getunr, þó í litlu sje, reynt til að breyta eptir Englendingum; ög jafnvel þó að vjer hvergi nærri megnuin að afreka slíkt senr þeir, þá getuin vjer samt rneira að gjört, en vjer nú gjörum. Allir, seni sjá |>ó sannleikann í þessu, ættu þess vegna að láta sjer annt um, hver á sínu sviði, áð vekja og glæða hinn orku- ' ríka og afrekssaéla fjelagsauda, og inega þeir ekki láta það aptra sjer, þó að márgir taki í fyrstu dauft undir við þá, og sumir, ef til vill, leggi þeim það illa út. Jegar vjer einu sinni erum farnir að sjá ávextina, sern samtökin leiða í Ijós, þar sem allir leggjast á eitt, og enginn tortryggir annan, þá mun oss fljótt þykja það ánægja að styðja öll gagnleg fyr- irtæki, þó að vjer sjálfir þurfuin eitthvað til að leggja; og vjer skulumsanna að oss eykst að því skapi afi og atorka, senr á það hvort- tveggja reynir meir. Já, það er þessi sam- vinna ein, sem kennir oss að þekkja rjett orku vora, og er hún þá lika vegurinn til skynsamlegs sjálfstrausts, án hvers aldrei er að vænta ötullar framkvæmdar. En skyldi nú einhver hugsa, að hann geti lítið áunnið fyrir hið góða málefnið, þegar hann getur hvorki talað nje ritað, svo vel fari, til að lýsa sannfæringu sinni og leiða aðra á hana, þá er þetta rangt álitið. Bæði ræður manna og rit hafa þá að eins nokkurt gihli, og fá góðar viðtökur hjá öðrum, þegar þeir jafn- framt geta byggt nokkuð upp á dáð vora og dugnað. jþetta er það, sem gjörir ætið mest að verkum, til að vinna oss hugi ntauna. Sá sem þess vegna ann góðu máli, hann taki í sighugogdug, og veri þess fullviss, aðviðleitni hans tilgóðs verður aldrei ávaxtarlaus, að á- lit hans þvert á móti, ef það er rjett. og ef hann fylgir því fram ineð greind og gætni, og þreytist ekki, ryður sjer á endanunt til rúms enda hjá daufheyrðustu sálum. J>að stendur nú svo á i landi voru, að Norðlendirigar og Vestfirðingar hafa þegar á stokkunum sina stofnanina hvor, prentsmiðju og sjómannaskóla, sern hvort um sig má verða þjóð vorri til mesta gagns og sóma, ef það einu sinni kemst á fætur, og nærnokkurn veg- inn rjettu skipulagi. lljer er þá tvennt á ferð- inni, íslendingar! sem er vel verðugt að sæta athygli vorri, og ætti að vekja hjá oss löng- un til samtaka. Jeg hehl líka, að það inegi ganga að því vísu, að allir íslendingar lieyri ineð fögnuði um stofnun sjómannaskólans hjer á landi, og að flestir vilji láta eitthvað af hendi rakna, til þess að hann rísi á fætur; enda ætla jeg ekki að sinni að fara um hann fleiri orðum; neina jeg spái því, að þá mun fyrst Eykonan ísland fagna í anda og fríðka

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.