Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 3
291 1. Frumvarp til laga um stöðu íslands í fyrir- komulagi ríkisins, og um ríkisþingskosn- ingar á íslandi. 2. Frumvarp til laga um kosningar til alþingis. 3. Frumvar)i tii laga áhrærandi siglingar og verzlun á íslandi. Málefni þessi eru að visu ekki mörg, en enginn mun því neita, að bæði eru þau mikil að efninu til, og vandasöm í meðferðinni, því þau innihinda hin æðstu og dýrmætustu rjettindi þjóðar vorrar fyr og síðar. Jessu höíum vjer aldrei sleppt úr huga, og þess vegna hövfum vjer leitast við, að beita þeim mönnum fyrir málin á þingi, er vjer vissurn þar til færasta, og styðja þá svo eptir því sem fong voru til. Vjer kusum 7 manna nefnd til að semja álitsskjal um verzlunar- málið, en 9 manna nefnd til hinna tveggja til samans. Störf þeirra gengu eptir öllum vonum fljótt frá hernli, og verzlunarmálið var fullrætt hinn 7. dag þ. m. 3>á var og búin hin fyrsta umræða um stjómarskipunarmálið og urn þingkosningar, búið að [semja og prenta álitsskjal nefndarinnar, og allt laut að því að þingstörf vor mundu alveg til lyktaleidd hjer um bil 20. dag þ. m. Vjer biðjum landá vora að telja dagana, frá 12. júlí til 20. á- gúst. Vjer biðjum þá að líta á málefnin, sem leiða átti til lykta á þessu tímabili. Og þá vonum vjer, að þeim virðist sá tími ekki geta styttri verið. Konungsfulltrúinn hafði 22. dag júlímánaðar gefið þinginu til vitumlar, að hann vænti þess að þingstörf gætu lyktað 9. ágúst. $egar leið að þeim degi, og menn sáu að málin mundu þó ekki verða á enda kljáð, fóru menn þess á leit, að frestað yrði um nokkra daga þinglausnum. En 7. ágúst fengu menh það svar frá konungsfulltrúa: Bað hann „ekki gæti gefið svar upp á það fyr en á „laugardag“. Daginn eptir (eða föstudaginn 8. ágiist) hoðaði forseti til fundar um hádeg- isbil hinn 9. ágúst, þar eð konúngsfulltrúinn ætlaði þá að skýra fundarmönnum frá ýmsu því, er þíngið snerti. 3?egar sú stund kom, gengum vjer á J>ing og hver til síns sætis. 3?á stóð upp konungsfulltrúi, og las u])]> ræðu eina yfir oss; álasar liann oss í henni fyrir það, að vjer höfum, verið helzt of lengi aö semja þingsköp vor, að vjer höfum ekki not- að alla þá vinnukrapta, er vjer áttum ráð á, heldur deint málunum öllum á eina og söniu mennina, að einungis eitt mál sje á enda kljáð, og svo fleira þessu líkt. Og fyr en nðkkur gæti tekið til máls sagði hann í nafni konungs vors þinginu slitið. Einn þingmanna beiddist þá þegar að mega svara konúngsfull- trúa nokkrum orðuin, en forseti bannaði, og mótmælti þá hinn sami þingmaður, og því nær allir þingntenn í konungsog Jjjóðarinnar nafni þessari aðferð allri, og kváðust geyma sjer rjett til að bera málið fyrir konung. Nú er máli voru þannig komið, ástkæru landar! Enginn veit hver afdrif þeirraverða. En þess biðjurn vjer yður, að þjer bíðiö þess sem að höndum ber, með allri þeirri staðfestu og stillingu, er skynsömum mönnum og góð- um þegnum vel sæmir. Vjer leggjum ókvíðn- ir þessi störf vor undir dóm samtíðarmanna og eptirkomenda, því vjer höfum breytt, eins og vjer vissum bezt og rjettast. Vjer elsk- um Island. Vjer berum lotningu fyrir kon- ungi vorum. En fyrst og seinast hugguni vjer oss við það, að drottinn alsjáandi og rjett- láti dæmi bæði vorar gjörðir og annara manna. Jafhvel þó að langt sje nú liðið, síðansá atburður gjörðist, sem hjer ræðir um á und- an, og þó að ekki hafi vantað milliferðir nje millihurð rnilli Danmerkur og íslands, þá get- umvjersaint litiðsemekkert sagtum það,hvern- ig hin danska stjórn hefur litið á mál vort, þegar til liennar kom. 3>að eitt vitum vjer, að. Dönum yfir höfuð að tala þótti það tíðind- um skijita, er þjóðfundinum var slitið; og varð þeim blaðamönnuin þeirra allskrafdrjúgt um það efni. Jeir tóku nú ýmislega í strenginn, eins og við var að búast. Kaupmannahafnar- pósturhin lætur allt ólagið lenda á Trampe greifa,og leikur hann illa út fyrir alla frammi- stöðu hans, síðan fyrst hann stje fæti símim á þetta land. Og er það fljótsjeð, að annað- hvort vill ekki pósturinn, eðo, hann gleymir með öllu að geta þess, sem vjer íslend- ingar liöfum gott að segja til greifans. jþá talar lika annað blað um málefnið, sem heitir Snarfari, og sumir kalla Lygapóst. jþað lætur aðgjörðir greifans liggja milli hluta, en skopast að þjóðfundinum, og aðgjörðum hans. Loksins ræðir dagblaðið „Föðurlandiða um málefni vort. f>að láir greifanum, að hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.