Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 8
296
af því, að á þeirn sannast „að fáir vilja sína barnæsku
muna“!
Abyrffðarmaðurinn.
S p u r n i n ff a r.
Hvers vegna er enn þá ekki búið að aðgæta og
reyna slökkvitól.bæjarins?
Hver er settur umsjónarinaður, ef eldsvoði kemur
upp 1 bænum?
Gætir þess nokkur, að askan sje ekki borin í kál-
garðana rjett hjá móhlöðunum?
Úr Almanahi þjóðólfs
um árið 1852.
Á þessu ári teljast liðin vera:
Frá upphafi kaffidrykkjunnar . . . 189 ár.
Frá stjórnarbót Garðarshólma ... 0
Frá burtrekstri Tyrkjans úr Evropu. Stendur til.
Frá byrjun verulunarfrelsisins á
íslandi.....................Stendur líka til.
Ár þetta hefur 366 daga, og eina nótt á milli hverra
tvcggja. Lengstur er dagur í Reykjavík, þegar smjör
og rjóini er ófáanlegt. Nótt er þar styzt, þegar menn
koma heim til sín af gildaskálanum um miðjan morgun.
Sólmyrkvar verða alls þrír á ári þessu. En auk
þess dregur opt skugga, ef til vill, á prentfrelsið og
hjúskaparsæluna, sem cnginn stjörnuspckingur getur
sagt fyrir hvað lengi muni vara. Hamingjan ráði bót
á því!
Framhaldið sfðar.
S m d m u n i r.
það á að vera ætlunarverk sjerhverrar stjórnar,
sem annars á að heita nokkru nýt, að halda sigurverki
landstjórnarinnar í þess vanalegu rás, of draga það
æfinlega upp í rjettan tíma. Harðstjórnin færir skífu-
vísirinn fram eða aptur, rjett eins og á henni liggur í
þann svipinn; og hún ætlast til, að sólin skuli haga ferð
sinni og dagsmörkum eptir því. Onýt stjórn ncnnir
ekki einu sinni að draga sigurverkið upp; hún skiptir
sjer ekkert af hvað tímanum líður, enda veit heldur
aldrei sjálf hve framorðið er.
Einu sinni voru hjón, sem var heldur fátt á inilli,
og mest fyrir þá sök, að maðurinn lá allt af i bókum,
og gaf sjer aldrei tíma til að sinna konu sinni neitt til
muna. Konan var orðin leið á þessu rænuleysi hans,
og segir cinu sinni í bræði sinni: jeg vildi jeg væri
orðin að bók, því þá hefðir þú þó einhverja ánægju
af mjcr. þá vildi jcg helzt af öllu, hjartað mitt gott,
segir maðurinn, að þú værir Almanak! Almanak þó
þó! segir konan, og hvers vegna það? Af því jeg
fengi þig þá allt af spánýja á hverju ári.
þegar stormur blæs, fara froskarnir til botns og
bæra ckki á sjer; cins gjöra sumir mcnn, þegar storm-
ar atburðanna bera.að höndum. En undir eins og kirrir
aptur, koma hvorirtvcggi í Ijós og kvaka af ölluin kröpt-
um.
Árið 1729 bannaði keysarinn á Kinverjalandi prent-
frelsi i löndum sínum, af því að einhver hafði orðið til
þess, að álasa i dálitlum ritlingi aðgjörðum tveggja und-
anfarinna keysara. „Prentfrclsið“ segir keysarinn í
bönnunarbrjefinu „á sjer í lagi að vera til þess, að
leiða lýðnum Ijóslega fyrir sjónir, hve ágætur keysar-
inn er, og allir keysarans synir; það er ekkert annað
gagn hvorki í prentvcrki njc prentfrelsi.“! !!
þjóðólfur situr á grásteini á nýársdags-
morffun 1S5'2, og syngur hátt.
1. Nú geislar von úr allra augum, Ársins nýrunna
komu við, Og hrcifir viður hjarta taugum, Og hrislast
fram um andlitið. þessar óskir hljóina hátt: 0, að
fagur frclsisdagur Komi vcl, og komi brátt!
2. Tíminn hefur í drauma dvala Dregið inargan á
eptir sjer; En þar um ekki tjáir tala; Trauðla næst
það sem farið er, Nema viljum allir eitt, Og að ráðum,
öðrum háðum, Viturlcga verði boitt.
3. því skulum biðja vjcr og vaka, Fyrst vinna-
tirninn þokast nær; Og viljugir til verka taka, því við-
leitninnar sáðið grær; þcgar hlúið að því er, Upp mun
spretta eptir þctta það, sem núna vökvum vjer.
4. En þó er einn, scm þessu ræður, Og þróast
lætur fólgið sáð; Hann skuluin vjer því biðja, kræður!
Að blómga okkar fósturláð, Eins og hentar öllum bezt;
Án þess leikur allt á reiki, það sem eptir óskum mest.
5. Land það sem vorir áttu áar, þá ofríkinu stóðu
gegn, Sem ráðagjörðir flæmdu fláar Frá niðjum þcirra
í álög megn, þjóða faðir þjer að tak! það liefur tíð-
um þess hins stríða Margra handa borið blak.
6. Ilöfnm þá von, að hulinn kraptur Ilandfjatli
næman seguiþráð, Sem valdi því að cignumst aptur
Okkar nafnkunna feðrahið; Ei svo tapist arfleyfð vor,
En að fetum, eins og gctum, þeirra fornu frægðaspor!
Abyryðarmaður: Svb. Hallyrímsson.