Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 6
194 |>eir verða að lifa af láni, unz það þrýtur líka, og f>eir liafa svo engin önnur úrræði, en fara út á hússgang. Og allt gjörir þú þetta að verkum, ráðríki Magi! Og þó ætlaði jeg í rauninni að halda yfir þjer lofræðu, því altjend þykir mjer mikið til þín koma, og mikils umvert að missa ekki hylli þína. En mjer datt þá í hug, að þú ert sekur í vestu glæpum, því værir þú ekki, þá þyrítum vjer hvorki með forðahúra nje verksiniðja, og helm- ingi minna hlóði væri úthellt á jörðinni, held- ur en er; og allar lifsölubúðir, sem ekki eru til annars en káka við þig, inættu brjótast niður í grunn. j>ú ert upphaf allra synda, skalt líka fá að bera allar skuhlir, því sá sem er eins heimtufrekur og þú, hlýtur að geta risið undir miklu. Athcefi hins ágjarna. 5egar nirfillinn lætur taka af sjer mál, til að sniða upp á sig einlivern garm, kiprar hann sig allan saman, og heldur niðri í sjer andanum, til að spara voðina; þegar hann snæðir, Jætur hann í staupið, til að ginna harðæt.ið niður, en hellir því æfinlega í ílösk- una aptur; hann skirpir aldrei út úr sjer munnvatninu, svo hann þurfi rninna að drekka; liann er sjálfur á rölti á næturnar, svo hann komist hjá að ala hunda; hann ber konu sína á höndunum til að spara sjer skæða- skinn; og þegar hann ráðstafar húsi sínu, arfleiðir hann sjálfan sig. V axm y n d i r n a r. Fyrir nokkrum árum lá danskt briggskip í Bahia- borg í Brasiliu í Amerikn. Skipherrann hjet Holl, og var þegar tilbúinn að sigla frá Bahia til annarar hafn- ar, sem hjet Pernambuco; þar ætlaði hann að hlaða skip sitt til fulls og sigla síðan til Evropu. Daginn áður en hann ætlar af stað, kemur út á skipíð maður nokkur, nöturlega búinn, og óskar að mega tala heim- uglega við skipherrann. Hann Iætur kalla á inanninn niður til sín, býður honum að setjast, skipar öllum út, og þegar jieir höfðu talað stundarkorn saman, segir komumaður svo frá eyrindi sínu: „jeg er ítalskur og hciti Zernctto. Jeg hcf ýerið 2 mánuði hjerna í Bahia, og hef lifað á því að búa til inyndir úr vaxi, og sýna mönnum fyrir peninga; en mjer gengur fremur crlitt að komast hjer af, svo jeg er farinn að safna skulduin, sem jcg sje ekki ráð til að borga. Mig langar þess vegna að komast til Pemámbuco, því jeg er viss um, að þar fæ jeg svo mikla peninga, að jeg get borgað öllum mínum skuldaheiintumönnum hjer. Brasiliumenn eru miskunarlausir; og þó jeg vildi lofa þeim upp á mína æru og trú, að senda þeim það sem jeg skulda þeim, mundu þeir ekki trúa mjer til þess; og jeg hef fcngið njósn af því, að þeir ætli sier á morgun að slá eign sinni yfir allar vaxmyndir mínar. Til þess að komast úr þessum kröggum, þá hef jcg af ráðið að laumast í burtu. þjer ætlið nú að sigla hjeðan á morg- un fyrir dag, jog lofa yður því, að þegar jeg kem til Pernambuco, þá skal jeg borga yður það vcl, ef þjer sýnið mjer þá góðvild, að veita móttöku á skipið og flytja fyrir mig 5 kistur með vaxmyndum, sem jeg hef til búnar, og skal láta flytja út til yðar í kvcld. Jeg á hægt með að koma kistunuin út á skipið, svo tollþjón- aruir verði ckki varir við, því einn af þeim er landi minn, og vill allt til vinna að koma mjer undan“. Skip- herrann tók þessu ekki líklega í fyrstu, en liinn gat talið svo um fyrir honum, að hann Ijet tilleiðast. það fór nú allt, cins og ráð var fyrir gjört; og cptir dag- setur var inaðurinn kominn út á skip með allar kist- urnar. Einni stundu eptir miðnætti var atkerum ljett, og þeir sigldu af stað því leiði vár gott. Nú leið fyrsti dagurinn, og bar ekki neitt á neinu; ítalski maðurinn spjallaði við skipverja út um alla heima, spurði þá með lagi um farminn sem þeir höfðu á skipinu, og var sjálf- ur opt undir þiljum niðri, cr hann sggðist þurfa að gæta þess, að kisturnar mættu ekki miklu harðhnjaski. þcg- ar komið var kveld, tóku sumir af skipverjuin eptir því, að maðurinn var einhvern veginn undarlega óeir- inn, en datt þó okki neitt frckar í Inig um það. Hvernig gat líka nokkur maður búist við illu af einum manni innanum 10 fullhrausta skipverja. þegar komið var miðnætti, og flestir skipverjar voru komnir f svefn, heyrði maðurinn, sem hjelt vörð, háreysti mikla niðri í skipinu. Hann ætlaði að gjöra skipherrann, sem svaf í káhetunni, varan við það, en það var um seinan. Ilann heyrði þegar köll og hljóð um allt, skipið, og þekkti glöggt málróm skipherrans, er hann kallaði um hjálp. Og hann veit ekki fyrri til, en hann sjer hvar koma upp úr skipinu 12 menn vel vopnaðir. þeir voru þeg- ar búnir að drepa niður alla skipverja, nema þennan cina, sein hjelt vörð, og unglingspilt, scm hafði getað leynt sjer, og kom nú í þessum svifum til vökumanns- ins. þeir sættu lagi, meðan hinir voru að kasta líkun- um í sjóinn, hlupu í bát og rjeru frá skipinu alUIausir. þcir komust slisalaust aptur til Brasiliu, og sögðuverzl- unarfulltrúa dönsku stjórnarinnar upp alla sögu. Seinna komst það þá fyrir, að þetta voru víkingar, sem brot- ið höfðu skip sitt, en komust 12 af. Einn af þeim var italski maðurinn, sem spann upp lygina með vaxmynd- irnar, því í kistunuin hafði hann leynt fjelögum sínum. F r j e l t i r. þó ýmislegt hafi til tíðinda orðið síðan í sumar að þjóðólfur var á ferð, þá leiðir hann samt hjá sjer að fara mjög nákvæmlega orðum um það, af þvi hann veit

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.