Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 4
292 skyldi slita J)jóftfundinum, og segir, aft fund- urinn liafi ekki gefið nokkurt tilefni til þess meft aðferö sinni; en annað mál sje það, livað rjett og hollt það kunni að vera fyrir landið sumt hvað, sem farið er fram á. Og svo farast „Föðurlandinu“ orð á einum stað, að Jiað bryddi á hinu sama hjá Islendingum, eins og hjá Sljesvík - holsteinskum; en Jiað bætir úr skák og segir: Islendingar gjöra það óvart, en hinir gjörðn það visvitandi. Önnur blöð, sem vjer höfum sjeð minnast á tíðindi þessi, segja stuttoglaggott: Hananú! nú kvað þjóðfundinum á íslandi vera slitið, fyrir því að hann hafnaði með qIIu frumvarpi kon- ungs, en gat sjálfur ekkert sett í staðinn. ^að höfum vjer líka lieyrt, og seljum ekki dýrara en vjer keyptum, að þegar stjórn- in frjetti af fundarlokum, þá hafi hún viljað þegar i stað víkja 3 prestum frá embætti; en mælt er að Maðvig kirkjustjóri hafi bann- að að snerta hár á höfði klerka sinna. Skyldi þetta vera satt, þá má nokkuð af þvi ráða, hverjum augum stjórnin liefur litið á mál vort. Frá nefndarmönnum þeim, sem þjóðfund- urinn kaus til að bera málefnivort fyrirkon- ung, er fátt gleðilegt að segja; ogteljum vjer að það ráð hafi með öllu farizt fyrir. Eigi að síður var viðleitnin hrósverð, og mun á hverri öld og í hverju landi mælast vel fyrir henni nema af þeim einum, sem ekki finna bragð að öðru, en súrdeiginu gamla. Sýslu- maður Briem brá utanferð sinni, þegar á átti að herða; hann hafði raunar þegar í upphafi talið ýms vankvæði á ferð sína ; en hvort ekki mátti fyrir þau komast, ef viljinn hefði ver- ið einbeittur, það látum vjer þá dæma um, sem betur þekkja. jþegar seinast frjettist frá Kaupmannahöfn, en þaðan höfum vjer fregn- ir frá því snemma í októberm., þá var sýslu- maður Jón Guðmundsson annaðhvort enn ó- kominn, eða þá öldungis nýkominn; að minnsta kosti vitum vjer ekki til, að nokkur hafi feng- ið brjef frá honum. ^annig er það með öllu enn þá hul- ið, hvað nú kemur upp úr dúrnum frá dönsku stjórninni oss og málum voruin til handa. Vjer bíðum öruggir átekta, og að líkindum liugsa margir, eins og liaft er eptir bóndanum, sem mælti, þegar hann frjetti í slæjuna í sum- ar, hversu komið var fyrir þjóðfundinum: ekki tjáir annað en brýna, þó illa bíti! Æ, hann vann ekki heldur fyrirheitna landið í fyrsta áhlaupi, Israelslýður! 1J r r æ ð 11, er lialdin varí Tr'öllakirkfuánýársdag 1852. .... Ilvernig mundi liæfa að lýsa því, bræður mínir og systur! hversu hinn fyrri lielmingur aldar þessarar hefur skilið við álfu vora? Skyldi svo fráleitt að segja, að hann hafi skilið svo við hana, að hún liggi eptir í auðsjáanlegum umhrotmn til lífs eða dauða, til ljóss eða myrkurs; að þjóðlifið þar sje í óða önn og áköfum undirbúningi, til þess að taka einhverjum ný jum stakkaskiptum; að vjer búum allir, svo að segja, utan í eldgjósandi fjalli, sem logarallt innan undir fótuin vorum? Eða livað virðist oss, þegar vjer lítum í kring- um oss? Hvað má oss sýnast,. þegar vjer gætum að eldgosinu, sein vjer höfum sjálfir verið sjónarvottar að? . . . . Dagar 18. aldarinnar fullnuðust, og liim- ininn liuldi þá næturblæu sinni. En hvernig gengu þeir til hvíldar? Hvaða dagsverk lá eptir þá? Hvað gat að líta hin fyrsta dags- sól 19. aldarinnar svo sem afreksverk þeirra ? Hvað hafði þróast mitt í álfu vorri undir sólu 18. aldarinnar, sem geislum hinnar nitjándu hlaut að verða starsýnt á, þegar þeir liðu fyrst yfir láð og lög? Jmb var einhvers kori-, ar undarlegt og óeðlilegt trje, með holum stofni og maðksmognum ávöxtum; en efst á því var blóðrauður hnappur, stjómarbiltingin frakkneska ! Hún hófst á seinustu áruin 18. aldarinnar, og hún var sá ávöxtur hennar, sem 19. öldin átti fyrst lengi framan af yfir að líta. En hvað var þá bilting þessi? llvað var hún annað, en hinar fyrstu fæðingarhríð- ir, sem álfa vor kenndi, er hún vihli koina þjóðfrelsinu á fót á méginlandi sínu ? J>á sátu stjórnendur landanna hryggvir og daprir á gullnum stólum, leituðu sjer hjálpræðis, en fupdu ekki. Kórónan brann eins’ og logandi stál á höfðum þeirra; því að Napóleon, frum- burðut þjóðfrelsisvinanna, stóð frami fyrir þeim með brugðnu sverði heggningarinnar, út send- ur til að hrista liallir höfuðborganna, og skekja hásæti konunganna; til þess að sýna þeim, að tign þeirra og veldi væri byggt á sandi,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.