Þjóðólfur - 20.01.1852, Blaðsíða 2
290
aralegum málum, stundum rjettar og sannar
uppgötvanir í náttúrufræ&i, að jeg ekki tali
um marga lærdóma, sem gátu vakið þjóðirnar af
svefni vanþekkingarinnar — allt f>ess konar
sætti banni. Veraldlegir höfðingjar tóku rit-
bannið upp eptir klerkunum, því altjend var
það ágætt f>ing til að stemma stiga fyrir upp-
fræðingu og frelsi þjóðanna.
En þrátt fyrir allar tilraunir ritbannsins
fór þó mentun og uppfræðing vaxandi; ognú
er svo komið i flestum löndum Norðurálfunn-
ar, að ritbannið er annaðlivort með öllu und-
ir lok liðið, eða þá Iiefur rýmt sæti fyrir viss-
um prentlögum, meir eða minna frjálslegum;
og hvar helzt sem það á sjer enn stað, fiá er
það víst, að framfiir manna í upplýsingu og
mentun hefur á það haft meiri eða minni á-
hrif. Samt er og verður það alla daga vist,
að eptir því sem upplýsing og frelsistilfinning
hverrar þjóðar eykst, eptir því verður rit-
bannið æ óvinsælla.
Rithannið kirkir orðið í fæðingunni, ekki
einungis hið skrifaða orð, sem búið er undir
prentun, heldur drepur það orðið þegar í sálu
rithöfundsins, með því hann þorir eigi að
neytahugsana sinna með fjöri og frelsi, af því
hann er hræddur við dóminn, sem ónýtir,
ef t.il vill, alla viðleitni hans. Rithöfunilur-
inn skrifar hræddur, og ritdómarinn strikar út
skjálfandi, ef hann er ekki samvizkulaus.
jþað sem tápmikil sál hefur þeinkt og ályktað,
þaðer virt og vegið með smásmuglegri nákvæmni.
Til vonar og vara verður því rithöfundurinn að
skrifa nokkuð ininna, en vel mætti vera, en
ritdómarinn aptur strika út nokkuö meir, en
hann þyrfti að gjöra. Hve margt hlýtur þá
ekki að missast burt, sem gaman og gagn
væri að lesa! Hversu ojit ekki einmitt það,
sem allur mergurinn er í? jiví það semúter
strikað, er mönnum tapað; ritbannið veitir
enga uppreisn. 5að setur úrskurði og greind
þjóðarinnar skorður, og endemiö kveður svo
að orði: „hingaö skaltu komast og ekki lengra“!
Vjer. íslendingar, höfum til þessa ekki
haft mikið af ritbanni að segja; og er það,
ef til vill, mest því að þakka, að penninn
hefur, eins og flest annað, verið ofur gjörða-
hægur lijá oss. J>ó hefur ritbannið gjörtvart
við sig hjá oss um undanfarin ár, og það
alltilfinnanlega, með því að hæði hefur tíma-
rit hjá oss verið útilokað með öllu frá prent-
smiðjurmi, og líka hefur einstökum ritgjörð-
um verið bægt frá prentun í henni; og er
eptir að sanna, á live gildum rökum slikt
hefur verið byggt. j>ess vegna höfum vjer
nú fulla ástæðu til að óska þess, þvi lieldur
sein út lítur fyrir að pennaletin ætli nokkuð
að fara af oss, að livorki þeir sem rita, riti
svo, að þeir verulega vinni til að sæta ritbanni,
nje heldur hinir, sem vaka yfir velsáemi eins
í ritgjörðum og öðru, sjeu i því efni vandlát-
ari, en vel sæmir.
Á v a r p
þjóöfumlctrmanna iil íslcndinga 10. dag
ágústmánadar 1851.
Ástkæru landar!
Oss undirskrifuðum þykir nauðsyn til
bera, að skýra yður í fám orðum frá störfum
þjóðfundarins, og frá þeim afdrifum, er störf
vor og þjóðmálefni yðar þar hafa fengið. Yð-
ur er kunnugt, að konungur vor hafði í boö-
unarbrjefi sínu frá 16. dag niaímánaðar 1850
sagt svo fyrir, að setja skyldi þjóðfund vorn
í Reykjavík hinn 4. dag júlímánaðar í ár.
Til þess að hlýðnast þessu konungsboði, og til
þess að láta ekki á neinu standa af vorri
hálfu, voru allir þjóðfundarmenn þeir, sem
von var á til þings, komnir hingað deginum
fyrir hinn 4. júli; en samt sem áður setti þó
ekki kooungsiulltrúinn, stiptamtmaður Trampe,
þjóðfundinn fyr en degi síðar, eður hinn 5.
dagjúlím., þar eð hann þóttist þá livorki hafa
í hönduin fulla vissu um, að liann ætti kon-
ungsfulltrúi að verða, nje heldur þau skjöl,
sem leggja ætti fyrir fundinn. þegar nú
svona var á statt, og þingmenn vildu hvorki
sitja aðgjörðalausir, nje heldur snúa heim
aptur við svo búið, tóku jieir til að semja
sjer reglur nokkrar mn tilhögun þingstarf-
anna, enda studdi konungsfulltrúi að því,
og kvaðst skyldi liafa tillit til þess, þegar
talað væri um að lengja þingsetuna. Til
þessa starfa gengu nokkrir dagar, því
þess konar reglur þurfa að vera vand-
aðar, ef vel skal fara, enda komu ekki
skjöl þau, er nefnd voru, frá stjórninni
fyr en viku seinna, og voru fyrst lögð fram á
þingi hinn 12' dag júlim. En skjölin voru þessi: