Þjóðólfur - 27.03.1852, Page 4

Þjóðólfur - 27.03.1852, Page 4
312 indum mun hann fá hjeðan af landi styrk, f>ar til hann fær embætti utanlands. Afleið- ingarnar, sem munu verða um það árið erlið- ið af læknisleysinu hjer fyrir alþýðu, munu bezt lýsa því, hve gagnleg og liaganleg sje setning Lunds. Sárt stynjum vjer nú Isfirðingar undir verzlunaroki, er á oss liggur, og þar með skorti á nauðsynja vöru; höfum vjer eigi heyrt, að neinstaðar á landi gangi í því efni eins báglega til og hjá oss. Heyrðu, jþjóð- ólfur! óhræddur máttu segja frá því, að selt hafi verið með fullu veiði á Skutulsfjarðar höndlunarstöðum. 1, Mjel með ormum í eins stórum og stærri en tólffótungum, sem menn kalla. 2, Kaffihaunir með óeðlilegum lit, svörtum sumsje. 3, Ódrekkandi brennivin með annaðhvort grútar eða olíubragði. Jetta er hægt að sanna, ef á þarf að hahla; þess vegna vildum vjer, ísfirðingar, að þú íþjóðólfur skilaðir kærri kveðju vorri til þeirra, sem völdin hafa, og vjer mælumst til af þeim, að þeir komi í veg fyrir slíka verzlun við þá, sem reiða út Skutulsfjarðarkaupstaði; þvi geti þeir ekki lengur reitt út höndlunarstaðina öðru vísi en með skemdum vörum, selja þær í of- análag dýrara, en annarstaðar við gengst, láta vanta flestar nauðsynja vörur, og það jafnvel strax á kauptið á sumrum, þá sýnist oss bezt að þeir menn hætti og leggi árar í bát. Ritað 28. dag desemberm. 1851. Itœðan í TröllaJtirkju. (Framhald). Og hver var nú árangurinn af þessari hinni ógurlegu biltingu? Hannvar sá, að einvaldarnir lýstu því yfir, að þjóðirnar væru orðnar myndugar. Jað var eins og þeir kæmust þá fyrst í skilning um, hvernig sam- bandið milli föður og barna ætti rjettilega að heimfærast upp á stjómendur og þegna; þeir sáu þaö þá fyrst, að þó föðurleg umhyggja í hvíldi á stjórnendunum, og sonarleg auðsveipni væri skylda þegnanna, þá væri samt ekki svo til ætlað, að þessi hin föðurlega umhyggja skyldi um aldur og aefi koma fram í sömu mynd, eins og stöðugur myndugleiki og um- ráð föðurs yfir ómyndugum börnum, nje held- ur að auðsveipni og hollusta þegnanna skyldi ávallt sýna sig á sama hátt sem hugsunarleysi og afskiptaleysi ungbarna af öllum hlutuin; svo, þó að óvitarnir mættu ekki hnýsast í, eða skipta sjer af, hverjar ráðstafanir faðir þeirra gjörði fyrir heimylinu, þá gæti það samt ekki átt sjer stað, að þegnarnir mætti ekki grennsl- ast eptir og fá að vita, hvernig málefnum þeirra væri stjórnað. jhannig hefur þessi hin hálfa öld verið sannur upprisudagur þjóð- anna, með því mikið hefur á henni unnizt fyrir frelsi þeirra ,og rjettindi. Hún hefur veitt þjóðarandíinum nýtt lif, og sýnt stjórn- endunum með augljósum táknum, að þeim tjáir eigi að spyrna móti honurn, ineð því hún hefur látið þá komast. að raun um, að þegar þjóðfjelagarnir eru búnir að fá meðvitund um, að þeir eigi lieimting á að liafa afskipti og umráð í stjórn alþjóðlegra málefna, þá sje þaö þess konar mál, sem eigi verði hrundið með neinu ofbeldi, og sem stjórnendunum sje holl- ast að viðurkenna og sætta sig við, ef ekki á verr að fara. I einu orði: á þessari hálfu öld hafa sýnt sig næstum allstaðar i álfu vorri augljós framför til frjálslegri stjórnar- lögunar og frjálslegra þjóðlífs. En, minir ástkæru tröllkarlar og tröllkon- ur! sjerhvert mannelskt tröll, sem virðir fyrir sjer þá atburði, sem þessu hafa til Ieiðar kom- ið, og gætir ekki einungis að því, sem gjörst hefur, heldur lika hverniy það hefur gjörst, þá getur það ekki annaö, en orðið hryggt i anda og hugsandi út af niannkyninu. Marg- ur skyldi liafa ímyndað sjer, að mentun þjóð- anna mundi nokkru ráða um athæfi þeirra og aðferð alla; því bver skyldi liafa trúaðþví, að vanþekking og villa og vestu skaplestir gæti eptir 34 ára frið í álfu þessari enn nú hrifiðinnbúabennartil miskunarlausrar grimmd- ar og svívirðilegustu glæpa, þar sem þó eip- mitt borgarar og bræður áttu sarnan i högginu? 3>að sjest ekki á, að eindrægni og bróðurást. hafi stjórnað hjörtum inannanna, er þeir börðust fyrir hinu helga frelsismáli, heldur hatur og hefnd í þeirra vestu mynd. Menn hafa hugs- að meir um, að vinna mein og tjón mótstöðu- mönnum sinum, en að geta sjálfir náð í þau gæði, sem þeim þókti sjer fyrirmunuð, og þeir voru fyrir að berjast. (Endinn kemur).

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.